Morgunblaðið - 30.07.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.07.1966, Blaðsíða 8
8 MORGU NBLAÐIÐ LaugardagUT 30. júlí 1966 Rólegt stjdrnmálaveður í Noregsbréf frá Skúla Skúlasyní í ungdæmi mínu austur á Rangárvöllum var sagt um góð an bónda þar, að meira en ann- aðhvert orð, sem hann léti út úr sér, væri um veðrið. Þetta Ihefur alltaf verið að rifjast upp fyrir mér síðan í haust, því að ég man ekki til að Norð- mönnum hafi verið jafn tíðrætt um veðrið, nokkurntíma þau ár in sem ég hef verið samvistum við þá, og þeim hefur verið síðan í fyrrahaust. Fyrst var það kuldinn' og snjórinn — „meiri en í manna minnum“. Og svo kom júní með brenn- andi hita og eftir hálfan rnán- uð var allt komið í voða, gróð- urinn var að skrælna. En þá kom rigning, og þessa dagana gengur allt vel, og bændurnir minnast ekki á uppskerubrest- inn sem þeir voru búnir að lofa sjálfum sér. Jarðargróð- urinn er í blóma og búfræðing- arnir byrjaðir að reikna út hvort uppskeran verði „undir eða yfir meðallagi“. En þó mikið sé talað um veðrið er samt minna skrifað um það en stjórnmálin. Þau eru vitanlega í öndvegi hér, eins og heima, og eru talsvert rúmfrek í blaðadálkunum. Ekki sízt þessa dagana, þegar blöðin eru að gera upp bú- skaparreikning fyrsta Stór- þingsins sem háð hefur verið án meirihluta verkamanna- flokksins í 30 ár. í haust sem leið tók stjórn fjögurra borg- arflokka, undir forsæti Per Bortens úr bændaflokknum, við af Einari Gerhardsen, eftir að „hægri, vinstri, kristilegir og bændur“ höfðu náð 80 þing sætum gegn 68 frá verkamanna flokknum og 2 frá „Sosialitisk Folkeparti", sem svarar til alþýðubandalagsins heima: Borgaraflokkarnir fengu þann- ig talsvert rýmri meirihluta á þingi en verkamannaflokk- urinn hafði haft áður. Um eitt málefni (hafði frá- farandi stjórnarflokkur og þeir viðtakandi verið sam- mála: að lögleiða almenn eft- irlaun í Noregi. Þegar borgara flokkastjórn Johns Lyngs tók við skammvinnu embætti haust ið 1963 var fyrirheitið um al- menn eftirlaun eitt það fremsta sem hún setti á stefnuskrá sína. En í umræðunum þá dag- ana tók Einar Gerhardsen það fram, að stjórn hans hefði haft í undirbúningi frumvarp um samskonar efni og í mjög líka átt. Þess vegna varð engin rirnma um þetta mál í Stórþinginu sem 21. júní var slitið. Hinu 110 í röðinni. Litlar breyting- ar urðu á frumvarpinu um ellilaunin, nema þær að nafn- inu á lögunum var breytt úr „folkepension" í „,folketrygd“, en nafbreytingin sjálf skiptir engu máli um mikilsverðasta atriði málsins: upphæð elli- launanna. Ellitryggingin er núna í Noregi rúmar 300 n-kr. fyrir einhleypa og 500 fyrir hjón. Samkvæmt lögunum sem ganga í gildi 1. jan. næsta árs hækkar hún mjög óverulega fyrstu árin. Því að þetta hag- bótakerfi gamalmenna bygg- ist að miklu leyti á því, að „gamalmennið verði ekki orð- ið nógu gamalt' (eins og Kjarv al sagði um sjálfan sig þegar hann var ungur) til þess að njóta verulegrar hagsbóta af nýmælinu fyrr en þeir eru komnir — helst yfir áttrætt! En svo mikið er víst, að þessi löggjöf er spor í rétta átt, þó að breytinganna sem verða um næstu áraskipti, verði líklega lítið vart fyrr en fram líða stundir. Eftirlaunamálið var aðalmál stórhringsins, sem nú er slitið Þessa dagana, eftir stórþings slitin, hafa blaðaskrif stórauk- izt um þetta: 1). Hvað hefur þetta stórþing eiginlega gert? Og frá andstæðingunum kem- ur spurningin fram í mjög stórum stöfum og spurningar- merkjum. 2). Hvað hefar stjórn in látið ógert? Og blöð henn- ar svara spurningunni þannig: Ríkisstjórnin hefur að svo stöddu ekki framkvæmt nein- ar rótttækar breytingar, hvorki viðvíkjandi aðalvandamálinu, dýrtíðinni, né annars staðar. Og þar er aðalhöggstaður nú- verandi stjórnarandstæðingá á stjórn Bortens, æðsta manns bændaflokksins, sem nú er for sætisráðherra. — Það vakti talsverða imdr- un í Noregi í fyrra haust, að Per Borten var kjörinn í for- sæti þeirra fjögurra flokka, sem mynduðu nýju ríkisstjórn ina. Margir höfðu búizt við að John Lyng, sem myndað hafði stjórnina 1963, yrði forseti nýju stjórnarinnar. En það varð höfðingi bændaflokksins, Per Borten. — Hér skal ekki orð- lengt um hvað ráðið hafi val- inu. En víst er það, að Borten, sem komið er, hefur reynst prýðilegur talsmaður þeirra fjögurra flokka, sem eiga að- ild að stjórn hans. Hann er 53 ára og lengst af æfi sinni hefur hann starfað sem búnáð- arráðunautur. Formaður bænda flokksins (sem síðan 1955 hef- ur kallað sig „Senterpartiet" varð hann 1955, og þingfor- ingi flokksins hefur hann ver- ið síðan 1958. Það sem ein- kennir þennan foringja bænda- flokksins er einkum þetta: — Hann krefst jafnréttis bænda við allar aðrar stéttir — af- dráttarlaust —, en um leið að bændur skili að sínum hlut tiltölulega meiru í þjóðarbúið en aðrar stéttir. Með öðrum orðum heldur hann fram þeirri kenningu, að „bú sé lands- stólpi“ í Noregi ennþá. Þrátt fyrir iðnþróunina, sem orðið hefur í Noregi á þessari öld — og heldur áfram enn — vax- andi. „Hvað verður af okkur bænd- unum?“ spurði hóndi í nágrenni mínu' í Hallingdal þegar ég var að spyrja hann um landsins gagn og nauðsynjar er ég mætti honum á leiðinni í pósthúsið í fyrradag. — „Þú segir að við deyjum úr hor! En ég skal segja þér, Skulason, — ég hefi aldrei á æfi minni átt eins mikla peninga og núna. Ég seldi nefnilega sumarbústaða- teiga uppi í selinu mínu fyrir 40 þúsund krónur. Það er meira en mig gat dreymt um á æf- inni.“ — Ég fór ekki nánar út i það, hvort seðlarnir hans væru meira eða minna virði en land ið sem hann hefði selt. En hitt vissi bæði hann og ég, að bankaseðill er enginn verðmæl ir á eignina. Því að Norðmenn hafa sinn djöful að draga — dýrtíðina — ekki síður en ís- lendingar. Vandamál Noregs ef í dag hið sama og vandamál okkar íslendinga. Við köllum það ýmist verðbólgu eða dýrtíð — hagfræðingarnir nota fyrra heitið, fólkið sem verzlar í búð unum notar það síðara. En hér í Noregi nota þeir aðallega eitt orð, „prisforhöjelse“, og það sameinar hin tvö orðin, því „skylt er skeggið hökunni". Hér í Noregi er því líkt var- ið og í flestum lýðræðislönd- um, að kjarabætur allra vinn- andi stétta eigi að vaxa að til- tölu við vöxt þjóðarauðs- ins. Þjóðarauður Noregs hefur vaxið um 4% síðasta árið, en raunverulega þó meira. En dýr tíðin hefur aukizt meir en að þeirri tiltölu, og þá er sá voði vís, að keppni verði milli kaup gjalds og verðlags. — Þetta er mesta vandamál- ið sem Noregsstjórn glímir við í dag — sama málið sem flest- ar vestrænar þjóðir etja við í dag. Og Noregsstjóm ekki sízt. — Eftir þinglokin, fyrir viku eða svo birtust „álitsgerðir“ stjórnmálaflokkanna um starf nýafstaðins stórþings. Það er engin ástæða til að rekja það, sem blöð hinna fjögurra stjórn arflokka skrifuðu, en hins veg- ar meiri fræðsla í því, að segja frá því, að „núverandi ríkis- stjórn (Bortens) hefði í öllu svikið þau loforð sem hún gaf fyrir síðustu kosningar. En þau orð viðhafði núverandi formað ur verkamannaflokksins, Trygge Bratteli (hann var kjörinn formaður verkamanna sambandsins í fyrra, eftir að Einar Gerhardsen neitaði kosn ingu) og síðan hefur hann ver- Á MÁNUDAGINN var fóru fram segulmælingar á jarðhita- svæðinu við Hengil á vegum Eðl- isfræðistofnunar Háskólans. Við mælingarnar var notuð þyrla Lndhelgisgæzlunnar. Mbl. hafði tal af prófessor Þorbirni Sigurgeirssyni, forstöðu manni Eðlisfræðistofnunarinnar og spurðist fyrir um eðli þessara mælinga. Prófessor Þorbjörn tjáði blað- inu að flogið hafði verið yfir svæðið í 25 km línum með eins km millibili. Væri ráðgert að mæla 20 slíkar línur. Mælingin væri framkvæmd á Kann hátt að sérstakur urótónu- Noregi ið aðal-talsmaður flokks síns í stórþinginu. Talsmenn núverandi ríkis- stjórnarinnar svöruðu fullyrð- ingum Brattelies með rökum og tilvitnunum um það, sem Bortensstjórnin hefði gert. En í ræðum stjórnarfylgismanna kom það fram, að stjórnin vildi fara sér hægt í stefnubreyt- ingum frá þeirri stjórn sem ríkt hefði áður. Með öðrum orðum: að engin bylting yrði í stjórnarstefnunni, en aðallega lagfæringar á ýmsu því sem borgaraflokkarnir teldu hafa verið „illa á haldið í tíð fyrr- verjtndi ríkisstjórna". Tryggvt Brattelie Verkamannaflokkurinn unir því illa, að vera í minnihluta eftir að hafa ráðið lögum og lofum í 30 ár. Núverandi for- maður flokksins, Tryggve Bratt elie, er skorinorður í orðaskipt um sínum við núverandi stjórn arflolkka, og segir m.a. að það stjórnarástand sem nú ríkir breytist við næstu kosningar“. Enginn veit hvort hann spáir rétt. — En hitt er staðreynd, að yfirleitt unir almenningur vel við ríkisstjórnina sem nú sit- ur. Þetta er mjög hægfara stjórn í öllum sínum aðgerðum hún vill ekki gera „snöggar gagnbreytingar" á þjóðfélags- högunum — hún vill ekki bylta því sem áður var, en „betr- umbæta það sem áður var.“ Ef rekja skyldi þær umbóta- tillögur sem núverandi stjórn hefur á prjónunum mundi sú skýrsla verða álíka mögur og leiðbeining yfir Sprengisands- leið af hálfu manns, sem aldrei hefur farið um sandinn áður. Svo er því varið um norsk stjórnmál í dag. Þau eru óvörð- uð leið — en allir trúa á betri tíma. Og þegar ég spyr Hadd- ingjadælinn hér í nágrenninu, hvort hann geti hugsað sér betra árferði en þessi árin, svarar hann umhugsunarlaust: mælir væri hengdur í þyrluna og í vélinni væri síðan tæki, áem ritaði sjálfvirkt á filmur niður- stöður mælinganna. Einnig væri notuð myndavél, sem tæki sífellt myndir og áéveði þannig stöðu hverrar mælingar. Mælingar þessar eru liður í al mennri jarðfræðirannsókn. Jarð- lög eru mismunandi segulmögn- uð og er unnt af mælingunum að ákveða gerð jarðvegsins. Þá kvað prófessor Þorbjörn að komið hafi fram við mælingar, er gerðar voru af Raforkumála- skrifstofunni við Mývatn að jarðhitasvæði eru minna segul- mögnuð. Per Borten „Jú, það er gott — en það cetti að verða betra.“ — Ég tilfæri þessi orð, vegna þess að þau voru svo svipuð því sem gamalkunningi minn austan af Rangárvöllum sagði, þegar ég hitti hann í óbyggð- unum heima 'í fyrra. — „Jú, kannske er þetta að batna, en það gengur of seint“. — En um eitt eru allir Norð menn sammála hvort þeir fylgja stjórninni eða andstæð- ingum hennar: Það er hrein og bein guðsblessun, að nýafstaðn ir kjarasamningar hafa tryggt vinnufrið fyrir þann helm- ing þjóðarinnar, sem nú hef- ir samið til tveggja ára. Vöxt- ur framleiðslunnar er boðorð nr. 1. Stöðvun verðbólgunnar boðorð nr. 2. En vanhöld á því boðorði eru auglýst núna um mánaðarmótin, því að mjólkin hækkar um 9 aura litrinn (eða nær 10%) og ketið allt að 90 aura (ísl. ca 5.60), en þetta hefur vitanlega óholl áhrif á vísitöluna. Stjórnarandstæðing- ar telja það beztu leiðina, að lögleiða „lönns- og prisstopp", en því fylgir sá böggull, að auka þyrfti niðurgreiðslur á nauðsynjavörum um mörg hundruð milljónir króna. Nú- verandi fjármálaráðherra telur það hins vegar fráleitt öfug- mæli að ætla sér að stöðva verðbólguna með niðurgreiðsl- um, og bendir^ á dæmi af reynslu fyrrverandi stjórnar, sem sanni það að niðurgreiðsl- ur þær, sem þá voru samþykkt ar, hafi verkað eins og olía á eld. Nú verður að líkindum „logn friður“- í stjórnmálunum næstu þrjá mánuði, meðan hlé verð- ur hjá Stórlþinginu. Og ráð- herramir eru ýmist í sumarfríi eða í ferðalögum — ekki sízt hjá EEC-lödunum. Framvind- an bendir í þá átt, að Norð- mönnum verði óhjákvæmilegt að ná aðild a’ð EEC, vegna toll- anna. skolar hinum segulmögnuðu jarð efnum burtu og væri þetta mik- ill stuðningur við mælingarnar og athuganir í sambandi við þær. Prófessor Þorbjörn kvað niður stöður enn ekki liggja fyrir, enda mælingum ekki lokið, en reynt væri eftir föngum að fá erlenda aðila til þess að aðstoða við þessar athuganir, sem gefa aukna vísbendingu um jarðfræði lega uppbyggingu landsins. Regino Moris í Reykjovík í GÆR var hér þýzka skemmti ferðaskipið Regína Maris með 350 farþega. Það var á innri höfn inni og lá við hafnargarðinn. Það hélt áfram ferðinni í gær- Stjörnubíó sýnir nú aftur myndina „Grunsamleg húsmóðir“, sem sýnd var við miklar vinsældir fyrir nokkru. — Aðalhlut- verkin leika Jack Lemmon og Kim Novak. Myndin er með íslenzkum texta, bráðfyndin og skemmtileg. Skúli Skúlason. Þyrla mælir segulsvið hitasvæðis við Hengil þar eð heita vatnið ' kveldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.