Morgunblaðið - 30.07.1966, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.07.1966, Qupperneq 12
MORGU N B LADID Laugavdagur 30. júlí 1966 t2 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 105.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík, Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti S. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ALÞJÓÐLEGT VANDAMÁL Cíðastliðinn miðvikudag birti ^ Morgunblaðið grein, sem. ástæða er til að vekja athygli á, en höfundur hennar er Aubrey Jones, formaður brezka kaupgjalds- og verð- lagsráðsins. Grein þessi fjall- ar um ákveðna þætti í efna- hagsvandamálum Breta, en við lestur hennar verður ljóst, að þau eru mjög áþekk ýmsum þeim vandamálum, sem við er að etja hér á landi. Og raunar munu menn gera sér grein fyrir við lestur þess arar greinar, að þau efnahags vandamál sem við er að eiga hér á landi eru ekki sérstök fyrir ísland eða Bretland, þau eru sameiginleg iðnaðarþjóð- félögum Vesturlanda, og þeirra gætir einnig annars staðar í heiminum. í upphafi greinarinnar fjall ar formaður hins brezka kaupgjalds- og verðlagsráðs um verðbólguna og þá gagn- rýni, að hún sé sök andvara- leysis ríkisstjórna. Um þetta segir hann: „Fyrir tíu eða fimmtán ár- um höfðu menn tilhneigingu til að halda því fram, að verð- bólgan væri til komin vegna andvaraleysis ríkisstjórna og sögðu gjarnan að betri stjórn myndi koma í veg fyrir hana. Þetta er að nokkru leyti rétt, þótt þeir séu færri nú á dög- um, sem halda fast við þessa skoðun. Ríkisstjórnir móta þjóðfélögin, en því má ekki gleyma, að þau hafa sín áhrif á ríkisstjórnirnar. Rí'kisstjórn er hluti þjóðfélagsins og er að mörgu leyti spegilmynd þess. Sú staðreynd, að verðbólgu- vandamálið segir til sín um heim allan bendir til, að ekki sé um að ræða aðgerðarleysi flestra eða allra ríkisstjórna, heldur frekar að þær séu háð- ar sömu þjóðfélagsöflunum, að verið sé að glíma við eitt meginvandamála nútímaþjóð- félagsins“. Síðan vekur greinarhöfund ur athygli á því „að 1964 var í Bretlandi gefin út sérstök stefnuyfirlýsing undirrituð af ríkisstjórninni, fulltrúum at- vinnurekenda og fulltrúum verkalýðsfélaganna. Þar kem- ur fram, að það sé ekki ein- göngu á valdi ríkisstjórnar- innar að kveða niður verð- bólguna, heldur verði sjálft þjóðfélagið að legga sitt að mörkum“. Þá ræðir formaður hins brezka kaupgjalds- og verð- lagsráðs um launahækkamr og segir: „Tilhneigingin hefur hins- vegar verið sú, að fram- leiðniaukningin í þeim grein- um, þar sem hún hefur verið hröðust hefur komið fram í hærri launum þeirra, sem starfa í iðngreininni en ekki lækkuðu vöruverði til neyt- enda. Hærri laun þessara þegna valda því samskonar launahækkunum í þeim grein um, sem minnst hafa aukið framleiðslu sína. Þeir bera laun sín saman við laun þeirra sem starfa í rafmagns- og véla iðnaðinum og krefjast svip- aðra hækkana. Heildarafleið- ingin verður sú, að launin hækka örar en svarar til framleiðniaukningarinnar“. MEGINVANDA- MÁL NÚTÍMA ÞJÓÐFÉLAGS i f þessum ummælum er ljóst, að í eðli sínu eru vandamál Breta áþekk þeim efnahagsvandamálum, sem við er að etja hér á landi. En þegar hafðar eru í huga þær umræður, sem fram hafa far- ið hér á landi um verðbólgu- þróunina, ásakanir á hendur ríkisstjórninni af þeim sök- um og fullyrðingar manna um það, að aðgerðir ríkisstjórn- arinnar einnar þurfi til að koma til þess að takmarka verðbólguna, er vissulega fróð legt að lesa grein formanns hins brezka kaupgjalds- og verðlagsráðs, þar sem hann svarar einmitt mjög svipaðri gagnrýni og fram hefur kom- ið hér á landi. Hann bendir á, að í Bretlandi hafi í raun verið viðurkennt, að það er ekki á valdi ríkisstjórnarinn- ar einnar að leysa verðbólgu- vandamálið. Sú viðurkenning kom fram í sérstakri stefnu- yfirlýsingu ríkisstjórnarinn- ar, atvinnurekenda og verka- lýðsfélaga í Bretlandi 1964. í því sambandi er ástæða til þess að minna á, að einmitt í júní 1964 urðu nokkur straumhvörf í kjarasamning- um hér á landi, en þá voru gerðir kjarasamningar til eins árs fyrir tilstuðlan ríkis- stjórnarinnar, þar sem verka- lýðsfélög og atvinnurekendur viðurkenndu í raun það mikil væga hlutverk, sem þessi al- mannasamtök geta haft með höndum til þess að vinna gegn verðbólgunni. Þá hljóta einnig að vekja athygli okkar ummæli grein- arhöfundar um það, hvernig framleiðniaukning í einni iðngrein veldur ekki aðeins launahækkunum í þeirri at- vinnugrein, ' heldur einnig samsvarandi launahækkun- um í atvinnugreinum, þar sem framleiðniaukning hefur Springer Haus. Myndin er tekin vestan megin hússins. Fremst er Kochstrasse og við hana hiff 150 metra langa og fjögurra hæffa hús er geymir hluta starfseminnar en í haksýn er 18 hæffa stórhýsið viff Berlínarmúrinn sem varla sést vegna þess hversu nærri han er hús inu. Aftast glittir í húsið austan megin, handan hins víggirta svæðis sem austanmenn gæta svo vandlega. Byggt fyrir sameinaða Berlínarborg Stórhýsi blaðajöfursins Springers við Berlínarmúrinn hana þar svo mikið hús að kalla má nær helmingi of stórt fyrir hana eins og nú er háttað málum. Axel Spring- Framhald á bls. 15. í BLAÐAMANNAHVERFI Berlínar sem áður var, þeim hluta þess sem nú er innan endimarka Vestur- Berlínar, við Kochstrasse, svo nærri Berlínarmúrnum að ekki er nema rúmur meter í milli, gnæfir nú 18 hæða stórhýsi v-þýzka blaðajöfursins Axels Sprin gers. Húsið verður vígt 1. október nk., en fyrir skömmu er byrjað að flytja inn í það og fyrstur á vettvang var Axel Sprin- ger sjálfur. Springer, hinn ókrýndi kon ungur v-þýzkra blaðaútgef- enda, hefur til þessa haft aðalbækistöð sína í Hamborg engin bein nauðsyn var honum að flytja starfsemi sína til Berlínar. En hann er einn þeirra sem trúa á sam- einingu Berlínar og alls Þýzkalands reyndar líka og einn fárra manna sem hafa til þess næga þrákelkni og fé að aðhafast eitthvað þess- ari hugsjón sinni til fram- dráttar. Og það er ekki einasta að Axel Springer flytur ávörp v A**1 ,Cfsar Spr\nger' eirf °giff ahöfn þá er fram fór er stór- blaðaj ofurinn heitir fullu hýsið reist af grunni. j bak nafni, flytji starfsemi siina að mestu til V-Berlínar, heldur lætur hann reisa yfir ekki orðið jafn mikil. Þetta vandamál þekkjum við einnig hér á landi. Hin gífurlega framleiðniaukning, sem orðið hefur í sjávarútveginum á undanförnum árum og skap- að hefur þeim, sem að þeirri atvinnugrein starfa miklar kjarabætur, hefur óhjákvæmi lega orðið til þess, að aðrar stéttir hafa krafizt' svipaðra kjarabóta, enda þótt fram- leiðniaukning í þeirra at- vinnugreinum hafi ekki orð- ið eins mikil og jafnvel eng- in. Launahækkanir í þeim at- vinnugreinum hafa hinsvegar óhjákvæmilega valdið verð- hækkunum og síðan þekkja allir þann vítahring verð- hækkana, sem við höfum svo lengi átt við að stríða. Því hefur oft verið haldið fram hér á landi, að menn verði að vinna lengur hér til þess að búa við mannsæm- andi kjör en í öðrum löndum, og dagvinnulaun nægi ekki til þess. í þessu sambandi er ástæða til að vekja athygli á eftirfarandi ummælum Aub- rey Jones: „Venjuleg laun byggjast á grunnkaupi, en svo koma til alls konar aukagreiðslur, sem venjulega nema a.m.k. grunn- launum og oft meira. Hér er yfirvinnugreiðsla þyngst á metunum, og verður launþeg- inn að treysta á hana, eigi hann að tryggja sér þau laun, sem hann telur sér nauðsyn- leg“. Hér kemur fram, að það er ekki einungis á íslandi, sem launþegar verða að vinna mikla yfirvinnu til þess að tryggja sér þau laun, sem þeir telja sér nauðsynleg. Bretar eiga við sama vandamál að etja, og sjálfsagt er svo um fleiri þjóðir Vesturlanda. Það er mikilvægt, að við gerum okkur ljósa þá stað- reynd, sem skýrt kemur fram í grein Aubrey Jones, að þau efnahagsvandamál, sem við eigum við að etja eru ekki einstök fyrir ísland. Hér er um að ræða alþjóðlegt vanda- mál, eða eins og greinarhöf- undur segir „eitt meginvanda mála nútímaþjóðfélags“. Sjálf sagt verður alltaf við að etja einhver efnahagsleg vanda- mál, en sú staðreynd, að okk- ar vandamál eru mjög keim- lík þeim vandamálum, sem við er að etja í nágranna- og viðskiptalöndum okkar, ætti að stuðla að því, að umræður um þessi mál í framtíðinni verði málefnalegri og skyn- samlegri en hingað til og jafnframt að áhrifamikil al- mannasamtök geri sér hér á landi sem annars staðar grein fyrir því þýðingarmikla hlut- verki, sem þau hafa að gegna til lausnar þessum vandamál- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.