Morgunblaðið - 30.07.1966, Page 15

Morgunblaðið - 30.07.1966, Page 15
1 Laugnrflagu¥ 30. júlí 1966 MOrtruNBLAÐIÐ 15 Frœðsluþáttur Garðyrkjufélags íslands: Staldrað við steinbeð ÞEGAR við nú höfum byggt okk- ar steinbeð eftir öllum kúnstar- innar reglum, skulum við snúa okkur að jurtunum sem völ er á í þennan hluta garðsinSÍ Margar þeirra eru með fegurstu og fín- gerðustu garðjurtum sem við eigum, og þarna sóma okkar is- lenzku fjallajurtir sér vel. Það hefur oft verið fundið steinbeðunum til foráttu, að þau séu eiginlega ekkert falleg nema á vorin, þá blómstri öll stein- hæðablómin. Þetta er mesti mis- •kilningur, og er i raun og veru alls ekki ádeila á steinbeðin sem slík, heldur hvernig plantað er í þau. Að vísu blómstra margar steinhæðajurtir snemma, en það eru einnig margar sem blómstra seint. Sannleikurinn er sá, að með réttri plöntun er hægt að hafa steinbeðið blómstrandi frá því snemma vors og fram í frost. Eitt af því fyrsta sem blómstr- «r i mínu steinbeði á vorin er lít- ið tré sem kallað er töfratré (Daphne mezereum) og hefur |þá náttúru að blómstra sinum blárauðu blómum áður en það laufgast og stendur allt í einu, eins og lostið töfrasprota, í lit- skrúði mitt í byrjandi gróandan- -um. Á svipuðum tíma fer að bóla á haustlaukunum, sem eru ríkjandi í steinbeðinu fyrst á vorin. Fyrst- ur kemur venjulega vorboðinn (Eranthis hiemalis) með sínum gulu „sóleyjablómum" og fingr- uðu blöðum, þá vetrargosinn (Galanthus nivalis) með hvíta blómdropa á grænum stráum, eða „eins og drjúpi smjör af hverju strái“. Þá er tími kominn til að hugsa um „gosakaffið" og „gosaversin“. Þá koma dvergliljur eða krókusar í ýmsum litum og setja mikinn svip á allan garð- inn. Þeim fylgja svo ýmsir fleiri laukar, svo sem snæstjarna (Chinodoxa), stjörnulilja (Scilla) perlulilja (Muscari), o. fl. Allir þessir laukar eru fullkomlega harðgerðir og fjölga sér fljótt. Samferða þessum erlendu far- fuglum er lítill landi okkar, sem við megum ekki gleyma og sem mér finnst alltaf vera ein feg- ursta perlan í steimbeðinu. Það er vetrarblómið eða lambarjóm- inn. Sá sem ekki hefur séð ný- útsprungið vetrarblóm milli steina á hlýjum vordegi, á mikið óséð af íslandi. Nú er sól tekin að hækka á lofti og nú byrja ýmsar tegundir af lyklum eða prímúlum að láta til sín taka, en af þeim er mikill aragrúi í öllum litum og gerðum. Fyrst ég minnist á prímúlurnar langar mig til að benda á eina jurt, náskyida þeim, sem ágæt er í stærri steinbeð og sem blómstr- ar fyrrihluta sumars, en það er goðalykill (Dodecatheon Mead- ia). Fágætlega fögur og sér- Ikennileg jurt og fyllilega harð- gerð. Blómin, sem eru bleikrauð ó lit, líkjast smágerðum alpa- fjóluiblómum og eru fjölmörg saman á meðalháum, stinnum blómstönglum sem standast alla etorma. Og þá er komið að steinbrjót- unum (Saxifraga) að láta ljós sitt skína. Þeir hafa byggt upp sínar flosgrænu þúfur, hjúfrað sig upp að sólvermdu grjótinu, og sáldra marglitu blómskrúði sínu yfir grjót og gróður af ótrú- legu örlæti. Steinbrjótar þeir sem mest ber á hér í görðum, eru rauð afbrigði af mosastein- brjóti (S. hypnoides), þúfustein- brjóti (S. cæspitosa) og berg- steinbrjóti (S. Aizoon), ennfrem- ur klettafrú (S. cotyledon) eink- um erlend afbrigði og tegundir, skuggasteinbrjótur eða „Postu- línsblóm" eða „Krystalsskálar" (S.umbrosa) o. fl. En meira ætti að rækta af íslenzku steinbrjót- unum í görðum, t. d. vetrarblóm- ið, sem áður var nefnt, gullbrá (S.hirculus), gullsteinbrjót (S. aizoides), stjörnusteinbrjót (S. stellaris) o. fl. Með steinbrjótunum er líka önnur jurt blómstrandi sem held- ur ekki skammtar skrúðið úr hnefa, en það er bergnálin (Al- yssum saxatile) eða „Basket-of- Síðari hluti Gold“ eins og Bandaríkjamenn kalla hana. Nokkrar jurtir efst i grjóthleðslu, vefja hana gull- slæðum fíngerðra blóma bæði vor og haust. Bergnálin er að vísu ekki langlíf en hún sáir sér og það er auðvelt að halda henni við af fræi. Hún ætti skilið að vera meira ræktuð hér en nú er. Þá fer nú tími hnoðranna (Sedum) að koma, og þeir eru að allt til hausts, margir hverjir. Ekki er minni fjölbreytnin þar en hjá steinbrjótunum. Með ótrú- legu blómskrúði breiðast þeir eins og marglitar stjörnulþokur um beð og stalla. Margt mætti um hnoðrana segja og þeirra að- skiljanlegu náttúrur, an það verð ur að bíða betri tima. Algeng- ustu hnoðrar í görðum hér munu vera: Burn (S.Ewersii), rauður spaðahnoðri (S.spathulifol.v.pur- pureum) Japanshnoðri (S.Ella- combianum), berghnoðri (S.re- flexum), tindahnoðri (S.crassip- es) og klappahnoðri (S.anacamps eros), svo að nokkrir séu nefndir. En fleira blómstrar nú að hall- andi hásumri en hnoðrar einir. Nú fer í hönd aðalblómgunartími margra vinsælla erlendra blóm- jurta. Ég vil hér aðeins nefna nokkrar þær algengustu, en fyrir áhugasama ræktendur er um fjölda annarra að ræða, sem ekki er tóm að telja hér að sinni. Sverðliljur (Iris), liljur og fleiri laukjurtir eru ekki fyrir- ferðarmiklar í beðinu, þeim er allsstaðar hægt að pota niður á milli steina, en þær eru hnar- reistar, eins og lyfta beðinu ögn og gefa því meiri reisn. Nokkrar tegundir af nellikum, eða drottningarblómum, eins og þær munu eiga að heita í góðri íslenzku, t. d. fjaðurnellika (Di- anthus plumarius), dvergdrottn- ing (D.deltoides), og fjalladrottn- ing (D.alpinus) hafa nokkuð ver- ið ræ'ktaðar hér og þrífast vel, einkum fjaðurnellikan, sem, auk þess að fylla garðinn hinum her- legasta ilmi, er eitt ágætasta blóm til afskurðar sem hér er ræktað. Alpafífillinn, „Edelweiss“ (Le- ontopodon alpinum) með sín ein- kennilegu, gráloðnu blöð og þykjast blóm, stingur skemmti- lega i stúf við allan græna litinn. Litla austfirzka blá'klukkan (Campanula rotundifolia) flæðir eins og himinblár blekstraumur fram á milli steinanna og steyp- ist á milli gulra hnoðrafossa alla leið niður á grasflötina, en frænka hennar fagurklukkan (C.persicifolia) lyftir sínum stóru og hvítu klukkum hátt til him- ins á grönnum stönglum. Dvergslæða (Gypsophilia rep- ens) er afar fíngerð en þó harð- gerð jurt, sem vefur gráa stein- ana léttu, hvítu eða rósrauðu híalíni og litla skildingablómið (Lysimachia punctata) sendir gljáandi gullskildinga sína á löngum, grænkögruðum þráðum í allar áttir. Síðast í þessari losaralegu upp- talningu langar mig til að nefna tvær jurtir, sem að vísu eru ekki algengar hér og liklega ófáan- legar í gróðrarstöðvunum, en því vil ég geta þeirra að þær eru báðar með allra beztu garðjurt- um sem ég þekki. Þetta eru fag- urvöndur (Gentiana septemfida) og Kínavöndur (G.sino-ornata), náfrænkur maríuvandanna okík- ar. Báðar blómstra frekar seint sínum sterkibláu blómum, sem eru hreinustu perlur að fegurð, og bláust af öllu bláu. Hvers vegna íslenzkum garðeigendum hefur ekki gefizt kostur á að eignast þessa kjörgripi, þar verða garðyrkjumenn okkar að svara til saka.- Báðar eru þessar jurtir auðveldar i ræktun og harðgerð- ar vel. Kínavöndurinn er meira að segja svo harður af sér, að hann heldur ótrauður áfram að blómstra. jafnvel þó haustnæt- urnar þjarmi að honum með nokkrum frostgráðum. Þann 15. nóvember í fyrra hefi ég skrifað í garðbókina mína: „Kínavöndur- inn blómstrar enn hér úti eins og ekkert hafi í skorizt". Hér hefur verið sti'klað á stóru, enda af miklu að taka. En því hefi ég gert steinbeð og stein- hæðablóm að umtalsefni nú, að ég vil benda garðeigendum sér- staklega á þau sem þakklátt og auðvelt viðfangsefni nú með vor- inu. Að svo mæltu óska ég öllum yrkjendum jarðar bjartra og blíðra vordaga. Ólafur Björn Guðmundsson. Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Bergstaðastr. lla. Sími 15659. Opin kl. 5—7 alla virka daga nema laugardaga. Þorsteinn Júlíusson héraðsdómslögmaður Laugav 22 (inng. Klapparstíg) Sími 14?(>45 - Viðtalstími 2—5. ÞORVALDUR LÚÐVÍKSSON hæstaréttarlögmaður Skólavörðustíg 30. Sími 14600. Svcinbjörn Dagfinnsson, hrl. og Einár Viðar, hrl. H-afnarstræti 11 — Simi 19406, — Utan úr heimi Framhald af bls. 12 er hefur nefnilega tekið A- Berlín með í reikninginn og þá 1.1 milljón manna sem þar búa — hús hans er byggt til að anna blaðaþörf samein- aðrar Berlinar, til að vera miðstöð blaðaútgáfu í endur- reistri menningar- og stjórn- málamiðstöð sameinaðs Þýzka lands. Sjálfur ræður Axel Spring er 37% af allri blaðaútgáfu í V-Þýzkalandi, 69% Ham- borgardagblaðanna, 67% Ber línardagblaðanna, 85% sunnu dagsblaðanna, 49% útvarps- og sjónvarpsblaðanna og 30% vikublaðanna. Daglegt upp- lag blaða hans er nú um 12 milljónir eintaka, meðal þeirra hið virta „Die Welt“, en auk þess m.a. „Bildzei- tung“, „Hamburger Abend- blatt“, „Hör zu“, „Bild am Sonntag" sem öll eru gefin út i Hamborg og „Die Welt“ auk þess víðar í V-Þýzka- landi. í Berlín koma út á hans vegum „BZ“ og Berlin- er Morgenpost“, í Diisseldorf „Mittag“ og einnig gefur hann út vikublað „Kristall“, svo flest þau stærstu séu til tínd. Springer Haus, þetta stór- hýsi blaðajöfursins við Ber- línarmúrinn hefur kostað rúmar 100 milljónir þýzkra marka og er þá ekki allt upp talið, því ýmsu er þar ólokið enn. Byrjað var að flytja inn í húsið í júní sl. og nú vinna þar þegar nokkuð á þriðja þúsund manna á hinum ýmsu ritstjórnarskrifstofum tækni- deildum og skipulags- og dreifingarskrifstofum. Húsið er talið nýtízkulegast allra slíkra þótt leitað væri um heiminn þveran og endilang- an og aðbúnaður blaðamanna hinn fullkomasti, hljóðein- angrun og loftræsting til fyr irmyndar (en hvergi gluggi til að opna) og öllu einstak- lega haganlega fyrir komið þrátt fyrir miklar fjarlægðir. í Springer Haus eru hrað- skreiðustu lyftur í Evröpu, þar eru fleiri prentvélar en nokkuð annað evrópskt út- gáfufyrirtæki getur státað af og fleiri bifreiðastæði fyrir starfsmenn — og það þrátt fyrir að húsið er inni í mið’i borg. Sérhver starfsmaður sem ráðinn er við Springer Haus fær í hendur leiðarvísi og handbók um hið viðlenda ríki blaðajöfursins og um leið er honum tjáð hvað vakað hafi fyrir Axel Springer með því að byggja þetta hús — „að allir Þjóðverjar öðlist ISTUTTU M\ • HÁSKÓLANUM LOKAÐ Salisbury, Rhodesíu, 27. júlí (NTB). Háskólanum í Salisbury var lokað í dag. Voru níu kennar- ar við háskóiann og tíu stúd- entar handteknir „til að tryggja hagsmuni hins opin- bera og koma í veg fyrir ó- eirðir“, að sögn' Desmonds Lardnes-Burkes, dómsmála- ráðherra. frelsi og byggi eitt og sama land með Berlín að höfuð- borg......“ Og ef einhver skyldi vera í vafa um rétt- mæti þessa eða verða það á að gleyma því þarf hann ekki annað en líta út um ein- hvern glugganna. Þessvegna stendur Springer- Haus við Berlínarmúrinn. MORGUNBLAOIO Snyrtivör- ur frá Dorothy Gray Satura rakakrem Secreat of the sea Skin perfume Make-up film Hreinsunar krem Nærandi krem Púður Steinpúður Varalitur Dorothy Gray New York, Paris, London, Reykjavík, Ingólfs Apótek IVtjög vönduð íbúð til leitfu við Kleppsveg, 5 herbergi, eldhús, bað, sérþvottahús á hæðinni, tvennar svalir, harð- viðarinnrétting í eldhúsi og svefnherbergjum. íbúðin leig- ist til nokkurra .ára gegn fyrirframgreiðslu eftir sam- komulagi. Góð umgengni, al- gjört skilyrði. Tilboð sendist Mbl., merkt: „Góð 4977“ fyrir 3. ágúst nk. © VOIKSWAGEH ABGERÐ 1^0^ UPPSELD BtmtfltUMII HEIOAJrf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.