Morgunblaðið - 30.07.1966, Side 23

Morgunblaðið - 30.07.1966, Side 23
Laugnrdagur 30. júlí 1966 MORGUNBIAÐIÐ 23 Hafnarskemma á Grandagarði Reykjavíkurhöfn er að látaer 3000 ferm. hús reist á einnihöfn. Þessa á að nota bæði af reisa hafnarskemmu á Granda-hæð, en hægt að setja tværþeim sem fást við útgerð og garði. Er búið að reisa stoðirn-hæðir í það ef hentugt þykireinnig af skipafélögunum, sem ar, eins og sjá má á myndinnisíðar. hafa vöruflutninga. Er ætlast til og ætlunin að skemman verði Mikill skortur hefur verið áað skipað verði upp í skemmuna komin undir þak í haust. Þettahafnarskemmum í Reykjavíkur-en vörur liggi þar ekki lengi. Lárus Kristjáns- son — Minning LAUGARDAGINN 9. þ. m. and- aðist hann hér í Sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 82 ára að aldri. Hann hafði um nokkur ár verið sjúkur og þau ár var hann í Sjú'krahúsinu hér og þar var að honum hlynnt og kunni hann vel að meta það. Lárus var fæddur að Straumi á Skógarströnd 2. ágúst 1883. Foreldrar hans voru Vilborg Jósefsdóttir og Kristján Björns- son sem þar bjuggu þá. Skömmu eftir aldamót flutti Lárus til Stykkishólms með mági sínum Rögnvaldi Lárussyni skipasmið og stundaði með honum smíðar. Þar giftist hann Þóreyju Nikulás- dóttur úr Staðarsveit árið 1908 og bjuggu þau æ síðan í Stykkis- hólmi. Þórey lézt í vor. Þau eign- uðust 5 börn en 3 eru á lífi, tvö búsett í Stykkishólmi og eitt í Noregi. Lárus Kristjánsson var farsœll maður í þess orðs fyllstu merk- ingu. Hann átti gott og traust heimili, góða konu og indæl ibörn og hvað er meira virði í lífinu en það. Hann kunni líka vel að meta lífsgæfu sína og þakka, en það virðist mér fara þverrandi meðal þjóðarinnar og er illa farið. Hann var léttlynd- ur og glaður og minnist ég aldrei að hafa séð hann öðruvísi en ánægðan og hvar sem hann fór var birta og ylur í för. Bóngóður var hann með áfbrigðum og það fullyrði ég að mikið annríki og erfiðleikar voru hjá honum ef hann reyndi ekki að greiða úr vanda samferðamanns, því hann var alltaf boðinn og búinn að leysa úr þörf manna gæti hann það. Og svo eitt, hann vandaði hvert verk og vildi ógjarnan eð sá sem njóta átti yrði óánægð- ur með fráganginn enda tel ég ®ð þeir hafi verið fáir sem þurftu að skila aftur smíðisgrip Lárusar eða fá hann endurbættan. En það um í lífinu, .hávaðamaður var hann enginn. Oft kemur það mér í hug að okkar ágæta þjóð þarfn- ast einmitt fleiri slíkra. Kynni okkar Lárusar voru bæði löng og góð og nú þegar hann er horfinn af braut koma margar og skýrar myndir í hug- ann sem geymast en ekki gleym- ast. Svo mun mörgum verða. Ég á honum margt að þa'kka á góðri samleið og kveð hann með kærri þökk fyrir ágæt kynni og hlý handtök um leið og ég bið honum alls góðs á vegum hins eilífa lífs. Árni Ilelgason. — Kaupbinding Framhald af bls. 1 en að þeim tíma loknum verði haft strangt eftirlit með öllum tilraunum til hækkunar. Þessar nýju tillögur ríkisstjórn arinnar koma fram í „hvítri bók“, sem birt var í dag, og ná þær yfir kaupgjald um sex milljóna verkamanna, eða fjórð- ungs alls vinnuafls Bretlands. Auk þess liggur fyrir þinginu frumvarp um heimild fyrir ríkis- stjórnina til að banna kaup- hækkanir í öðrum stéttarsamtök- um, ef ástæða þykir til. Búizt hafði verið við þessum aðgerðum stjórnarinnar. Eitt at- riði í frumvarpi stjórnarinnar um kaupbindingu kom þó á ó- vart, en það er ákvœði um að stjórninni verði heimilað að ógilda allar kaup- og verðhækk- anir, sem komu til framkvæmda eftir að bindingarfrumvarpið var fyrst lagt fram hinn 20. þ. m. — Nigeria Framhald af bls. 1 reyndu að leggja undir sig í nótt sem leið. Ekki tókst uppreisnarmönnum að ná inn til höfuðborgarinnar, og er þar allt með kyrrum kjör- um. En opinberar byggingar, ríkisstjórnarskrifstofur, útvarps- stöðvarinnar o.s.frv., eru undir öflugri hervernd. Uppreisnin hófst í borginni Abeokuta, sem er um 80 km fyrir norðan Lagos. Hafði .ríkis- stjórnin fengið upplýsingar um fyrirhugaða uppreisnartilraun hersins, og sendi hersveitir til Abeokuta til að bæla uppreisn- ina niður i fæðingu. Kom þá til snarpra átaka, sem breiddust fljótt út til nærliggjandi borga og til flugvallarins við Lagos. Samkvæmt síðustu fréttum er erfitt að dæma um ástandið í Nigeríu eða um það hvort takast muni að bæla uppreisnina niður. Móðir okkar og tengdamóðir, UNA GUÐMUNDSnÓTTIR Drápuhlíð 21, andaðist 29. júlí sl. í Borgarsjúkrahúsinu. sem kannske einkenndi Lárus mest var það hversu dagfars- prúður og ábyggilegur hann var og verður hann því öllum þeim er honum kynntust minnisstæð- ur. Það fór ekki mikið fyrir hon- Fyrir hönd aðstandenda. Guðrún Einarsdóttir, Guðni Sigurðsson. G~omyko í íókíó: Engar um frið í Vietnam Tókíó, 29. júlí, AP, NTB. ANDREI Gromyko, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, sagði í dag á fundi með fréttamönnum í Tókíó að Sovétríkin hefðu veitt N-Vietnam aðstoð og myndu gera það áfram og í æ Tríkari mæli „því þar er barizt réttlátri bará!ttu“ sagði Gromyko. Uta'nríkisráðherrann sovézki sem staddur er í Japan í opin- berri heimsókn kvaðst óttast að ef kölluð yrði saman Genfarráð- stefna til að ræða Vietnammálið „myndu Bandaríkin nota sér hana sem yfirvarp til frekari of- beldisaðgerða" og sagði að N- Vietnam hefði aldrei farið þess á leit við Sovétríkin að þau tækju þátt í eða kæmu á samn- ingaviðræðum um frið í Vietnam og því myndu Sovétríkin ekki beita sér fyrir neinum slíkum við ræðum. Aðspurður um stríðið í Viet- nam réðist Gromyko harðlega að Bandaríkjunum og sagði þau hafa rofið samþykktir þær sem gerðar voru í Genf 1954 og halda nú uppi árásarstríði í Víetnam. Einu lausnina sagði sovézki utan ríkisráðherran vera fólgna í því að Bandaríkin yrðu á brott með herlið sitt úr Vietnam og hættu öllum afskiptum af innanríkis- málum þar. Áformaðar eru frekari viðræð- ur Japans og Sovétríkjanna og þá helzt ráðherrafundir, með reglulegu millibili um ýmis al- - U-2 Framhald af bls. 1 við flugvélina sýnir að Hickman lét hjá líða að breyta um stefnu er hann var staddur yfir strönd Flórída og vélin hélt síðan áfram beint í suður. Talsmaður varnar- málaráðuneytisins bandaríska, sem skýrði frá þessu, vildi ekk- er,t uppskátt láta um það hvað hefði verið venkefni Hickmans í flugi þéssu, en sagði að engin ástæða væri til þess að halda að vél hans hefði verið skotin niður yfir Kúbu, eins og sumir vildu vera láta. — Þýzkir bermenn Framh. af bls. 1 S-Víetnam síðan haustið 1964 og enn hefði þeim fjölgað síðan en nokkurt mannfall hefði iþó orðið í liði þeirra. Flugmaðurinn Dieter Dengler gerðist bandarískur ríkisborgari 1960. Bandarísk þyrla fann hann fyrir nokkrum dögum rétt norð- an 17. breiddarbaugs og hafði Dengler þá verið á flótta 28 daga tim frumskógana í N-Víetnam skammt frá Laos. V-þýzka stjórnin hefur mót- mælt þessum fullyrðingum Pravda harðlega og sagt að hún leggi ekki blessun sína yfir neina hernaðarlega íhlutun V-Þjóð- verja í Víetnam. Sagði talsmaður stjórnarinnar, Gunther von Hase á fundi með fréttamönnum í Bonn í dag að V-Þjóðverjar veittu S-Víetnam aðeins efna- hagslega aðstoð, en hefðu hvorki boðizt til né verið beðnir um að veita hernaðarlega aðstoð, og vísaði algerlega á bug öllum fullyrðingum um v-iþýzka mála- liða í S-Víetnam. Bandaríkjamenn fóru í dag samtals 325 ferðir inn yfir N- Víetnam til loftárása og hafa aldrei farið fleiri slíkar áður. Einkum var ráðist á olíustöðvar og önnur skotmörk skammt frá stærstu borgum landsins. Tvær vélar bandarískar voru skotnar niður í dag, önnur yfir N- Víetnam, hin um 56 km suðvest- an Saigon. Þá hafa verið skotnar niður alls 119 vélar yfir Suður- Víetnam síðan 1961. þjóðamál, einkum um ástandið á hverjum tíma í þeim hlutum heims þar sem mikil spenna rík- ir, og að sjálfsögðu einnig um mál er einungis snerta löndin tvö. Sovétríkin og Japan undir- rituðu í dag samning þess efnis að héðan í frá skuldbindi bæði löndin sig til að tilkynna það ræðismanni annars þeirra ef handtekinn sé borgari hins. Um það bil 10.000 japanskir fiskveiði menn hafa verið handttknir síð an 1946 fyrir meint landhelgis- brot við Kurileyjar í Kyrrahaf- inu norðanverðu, en þar tóku Sovétríkin hervaldi fjóra eyjar 1945 og halda fast við 12 mílna landhelgi en Japan viðurkennir aðeins þriggja mílna landhelgi. Littor síldar- iréttir í gær EKKERT hafði heyrzt um veiði á síldarmiðunum í gær, er Mbl. hafði tal af síldarleitinni á Rauf arhöfn kl. 22. í fyrri nótt var hagstætt veður og voru skipin aðallega að veiðum um 100 sjó- mílur S og SSV frá Jan Mayen. Tilkynntu 31 sl’ip um afla, sam tals 3.615 lestir. Missti hjólið nndan vörubíi í GÆRKVÖLDI kl. 19.46 gerðist það á þjóðveginum skammt fyrir ofan Akranesvegamótin, að fram hjól fór undan yfirbyggðum Bed- ford flutningabíl. Snerist hann og fór þversum á veginn, um leið og hann féll niður, en vallt ekki. Og slasaðist enginn. En nokkur umferðarteppa varð af þessu. A.S.Í. mótmæir bráðabirða- lögimum Alþýðusambandið mótmælir 555 MBL. HEFUR borizt fréttatil- kynning frá Alþýðusambandi ís- lands, þar sem segir frá ályktun sem samþykkt var á fundi mið- stjórnar Álþýðusambandsins sL miðvikudag vegna bráðabirgða- laganna, sem sett voru vegna verkfalls Félags framreiðslu- manna. 1 ályktuninni telur miðstjórn- in setningu bráðabirgðalaganna „sýna algjört virðingarleysi fyr- ir verkfallsréttinum" og mót- mælir þeim sem ofbeldisaðgerð gagnvart verkalýðshreyfingunnL í stuttu máli Salisbury, 29. júlí. — Helming- ur kennaraliðs háskólans í Salis bury hótaði að segja lausum stöðum sínum í dag, vegna hand töku níu samstarfsmanna þeirra og tíu nemenda við skólann. Er það mál margra að háskólanum verði lokað í september n.k. þeg ar hanzi á að hefjast á ný eftir sumarleyfin. Eiginkonur þriggja hinna handteknu háskólakennara sögðu að menn þeirra vildu heldur fara úr landi nauðugir en sitja í fangelsL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.