Morgunblaðið - 05.08.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.08.1966, Blaðsíða 17
FöstuÆagirr 5. Igfist 1966 MORCU NBLAÐIÐ 17 Framlhald aí bls. 15 ntikill a.m.k. heldur Cyril Scott því fram að ekkert geri mönn- lun eins gott og hjálpi þeim eins vel áfram, bæði í þessum Iheimi og öðrum, og það að miðla öðr- um umihyggju og hlýju. — Sem dæmi tekur hann vændiskonuna og telur hana geta verið oft „nær himnaríki, en hinn kær- leikssnauði farisei“. Hann álít- ur, sem rétt er, að mat Guðs al- máttugs á mönnunum og gerð- um þeirra, fari ekki eftir sömu ieiðum og mannanna dómar, — sem betur fer, vil ég segja. Þess vegna sé kærleikurinní í hvaða mynd sem hann birtist og að hverjum sem hann beinist — sé hann óeigingjarn — sú náðargjöf sem hver og einn á að vera þakklátur fyrir að verða aðnjót andi eða geta gefið öðrum. Kærleikurinn til alls sem lifir er það eina sem hefur gildi, því sé hann nógur kemur allt annað Igott af sjálfu sér. En þeir sem eru hræddir við að sýna öðrum vinsemd og hlýju og virðast ekki elska neinn nema sjálfan sig, J>eim hættir manna mest til að sjá ekkert nema kynvillu og hverskonar óeðli í orðum og og atihöfnum annarra, sem lúta að vinsamlegum viðskiptum manna á meðal — hvers kyns, sem þeir eru. Sú staðreynd að Ester er ógift og eltist ekki við alla karlmenn sem hún sér, sannar ekki það að hún sé kynvillt. Það væri nokk- uð hart aðgöngu fyrir ógift fólk, jafnt karla sem konur, ef það væri stimplað sem kynvilling- ar aðeins fyrir þá sök að það hef ur ekki fundið sér maka sem það getur hugsað sér að búa með. Þetta raunalega samband milli systranna gæti átt við hverskonar fólk sem er sem ekki ber gæfu til þess að finna gagn- kvæma vináttu eða kærleíka hvert til annars. Þetta er ekkert nýtt í sam- skiptum fólks og myndin sýnir ekki annað en það sem maigur verður að reyna, en engum þyk- ir það gott sem í því lendir. 'Harðneskja og miskunnarleysi er það sem margur stærir sig af og heldur að hann sýni með því yfirburði, en því er öfugt farið, það er alltaf auðveldara að láta hið illa stjórna gerðum sínum og þð er einmitt það sem Anna gerir í þessari mynd — hún virðist ekki hafa hjarta í Ibrjóstinu eins og alflest fólk, heldur grjóthnullung — því hún yfirgefur systur sína þegar hún er í andarslitrunum, án þess að kveðja hana. Og að lokum vil ég minnast á þau ósmekklegu atriði sem sýna nokkuð ná- kvæmlega á hve rómantískan hátt karl og kona tjá hvort öðru ást sína, nú á dögum. Það þarf enginn að kvarta um óþarfa tepruskap eða ti'.finningasemi þar og það hlýtur að vera fág- aður smekkur sem ræður því að settar eru á svið einkaathafnir fólks og það á þann faátt sem jnyndin sýnir. Skyldi það vera nauðsyn til þess að myndin fái fullkomið listrænt gildi? — Mun ekki flestu fólki hvort, heldur það er full- vita eða ekki vera kunnugt um tilburði í þessu sambandi og því óþarfi að gefa svo samvizku- samlega forskrift að þessum at- höfnum, hvort heldur eru um karl eða konu að ræða eða ein- stakiing, sem sér fáar leiðir aðr- ar en þær sem hann sjálfur get- ur ráðið fram úr. Þessi mynd gaf nákvæma fræðslu um allt sem viðkemur eðli og óeðli kynlífs að tvennu frátöldu og það eru atriðið varð andi kynvillu karlmanna og hvaða brgða þeir neyta í vöniun á kvenfólki. Væri ekki réttlátt að slíkar sýningar gengju janft yfir bæðin kynin og hversvegna ekki að sýna nokkur stykki af karlverum hlaupandi um nakna í kvikmyndum eins og kvenfólk- ið? Hvers vegna gengur allt þess koiiar út yfir kvenfólkið? Það væri tilbreyting i því að sjá eitthvert karlkyn trítlandi um fáklætt á kvikmyndatjald- inu annað slagið! Það er því greinilegt að enn vantar nokkuð á að sýnikennslan i listum beggja kynja, sé fullkomin og að kvik- myndahúsgestir séu ánægðir með tilbreytinguna! Ef til vill fjall- ar næsta klámmynd um „sterka kynið“ og þess margbreytileik? Það væri sanngjarnt þegar litið er á það sem búið er að sýna af þessu tagi. Annars vil ég endurtaka það að mynd eins og „Þögnin“ á ekkert erindi til fólks, hún er ógeðfeld frá upphafi til enda og hefur aðeins neikvæð áhrif. Slíkar myndir á ekki að sý4na, það er nóg til af þjáningu, misk- unnarleysi, lauslæti, drykkju- skap og óhugnaði hvers konar, þó ekki sé verið að hampa hon- um að nauðsynjalausu. Það er ólíkt heilsusamlegra og þrifa- legra fyrir sál og líkama að ösla alla forarpolla sem fyrir- finnast í nágrenninu,- en að sitja og horfa á myndir eins og þessa. Og til forráðamanna kvik- myndahúsa yfirleitt vil ég beina þeim tilmælum að þeir kapp- kosti að sýna góðar myndir og láti ritdæma þær áður en þær hverfa af tjaldinu. Það hefur alltof oft verið gert að góður dómur um góða mynd hefur ekki birst fyrr en hætt er að sýna hana. Og ennfremur á ekki að aug- lýsa óiþverramyndir, sem afbragð annarra mynda, það eru nógu margir sem sjá þær, þó ekki sé verið að villa á þeim heimildir og margir láta glepjast til að sjá þær af þeim ástæðum. Ef kvikmyndaframleiðendur vilja skapa listaverk, þá eru til ótal leiðir aðrar en þær að draga fram Ijótustu og ómann- úðlegustu hliðar mannlegs lífs og geti þeir ekki skapað listaverk án þess að það sé samofið klámi og klúrum senum, þá er betra að það sjái aldrei dagsins ljós. Og mætti ekki minnast sögu- unnar um nýju fötin keisarans í sambandi við sum verk, sem nefnd eru listavérk — það þótt- ust allir sjá nýju fötin keisarans af einskærri hræðslu við að segja sannleikann. — Hve marg ir eru ekki það sem látast sjá og skilia það sem ekkert er. Dagrún Kristjánsdóttir Gunnar Gunaiarsson Kveðja „Vér sjáum hvar sumar rennur með sól yfir dauðans haf, og lyftir í eilífan aldingarð því öllu, sem Drottinn gaf“. Sjaldan eigum við eins erfitt með að sætta okkur við dauðann, eins og 'legar æskufólk er hrifið brott á morgni lífsins, því að æskan og framtíðin er eitt og hið sama. Hér kveðjum við glæsilegan og hugljúfan svein, yndi for- eldra sinna, vin og félaga syst- kina sinna. Gunnar var aðeins 15 ára, fædd ur 3. maí 1951. Foreldrar hans eru: Kirsten og Gunnar Ingi- marsson. Blönduhlíð 35, hér í borg. Það er djúpur og sár harm ur, er hvílir yfir heimili þeirra, en það er huggun harmi gegn, að þau syrgja ástríkan, góðan son, og systkinin gráta kæran bróður. Á slíkri stund finnum við til vanmáttar okkar. Þessi fátæk- legu orð vil ég enda með bæn til Drottins um, að styrkja foreldra hans og aðra ástvini, og mýkja þeirra sáru sorg með smyrslum kærleikans og vonarinnar. Guð geymi þig, Gunnar. „Flýt þér, vinur, I fegra heim, krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgun- roðans meira að starfa Guðs um geim“. vbi. JAMES BOND ->f- -x— Maffnea þóra Ein- arsdóttir - Minning F. 22/6 1912 D. 28/7 1966. f dag er kvödd hinztu kveðju húsfreyjan að Sólbakka I Mos- fellssveit Magnea Einarsdóttir. Hún lézt í Landakotsspítalan- um þann 28. þessa mánaðar eft- ir meira en 20 ára baráttu við erfiðan sjúkdóm. Magnea dóttu hjónanna Þóru Magnúsdóttur og Einars Matthíasar Jónssonar múr ara fæddist í Reykjavík þann 22/6 1912 og dvaldist þar unz hún þann 9. marz 1935 giftist eftirlifandi manni sínum Einari Leo Jónssyni. Þau hjón hófu þá búskap hér í Mosfellssveit og bjuggu hér æ síðan eða yfir 30 ár. Einn son eignuðust þau, er dó skömmu eftir fæðingu. en fóstursonur, Erlingur flugmaður syrgir nú ástkæra móður. Við upphaf búskapar síns, höfðu þau hjón fulla ástæðu til þess að líta framtíðina björtum augum, samhent hjón, er áttu glæsilegt heimili, þar sem heimilisfaðir- inn vann að merkustu fram- kvæmd þjóðarinnar á þeim tíma, hitaveitu Reykjavíkur, húsmóðir er að glæsileik bar af öðrum og þar sem reisn og fáguð fram- koma var sjálfsagður eiginleiki. En brátt bar á skugga, skugga sjúkdóms er olli 14 holskurðum og ótal ferðum í sjúkrahús. Magnea hvorki bognaði þó né brotnaði, þótt hún mætti á þriðja tug ára berjast við þann sjúk- dóm er nú náði undirtökunum. Hvenær sem af bráði var hún hin gestrisnasta húsfreyja mynd arheimilisins er nágrönnunum þótti svo gott að sækja heim og njóta friðsællar stundar í vina- hópL Ótímabært fráfall hennar er sveitinni, vinum hennar og ná- grönnum hryggðarefni. Sárastur er harmur feðganna tengdadótt- ur og sonarbarna við vottum þeim innilega samúð, en geym- um í huga okkar minninguna um góðan vin, er gott var að leita til fyrir þá er hjálpar voru þurfi eða þurftu á hollráðum að halda. Oddur Ólafsson. Kveffja frá vinkonu. Blíð og góð við menn og má!- leysingja, mild og göfug þú í skapi varst. Núna þegar harmaklukkur hringja, hingað rödd frá eilífðinni barst, að þú munir uppskeruna hljóta æfistarfsins góða og hvíldar njóta. Ei þú heyrðist kveina eða kvarta, kvalir þó að að þér sæktu títt. Gleðja vildi æ þitt heita hjarta og hugga þá, er liðu bölið strítt. Hetja varstu, holl í öllum ráð- um, hversdagsins í orðum jafnt sem dáðum. Minning lifir, maðurinn þótt deyi, minningin um fórnir kærlelk- ans. Eilíft ijós á endanleikans vegi eru von og trú í hjarta manns. Lifðu heil í ljóssins dýrðar- heimum. Ljúfa minning þína æ við geymum. Jakob Jóh. Smárl. -X—• Eftii IAN FLEMING Svo þetta var þá allt skipulagt af SMERSH. Stúlkan og saga liennar um að hún væri ástfangin af mér. Dulmálsvélin var notuð sem beita. Dulmálsvélin finnst með líkum ykk,- Það var sem hann Iæsi hugsanir ar — og það er falin í henni sprengja, íuar. einungis til að gera vinum þínum lífið leitt. JÚMBÖ —X—« X—. —M — —-X— —■ Teiknari: J. M O R A -- uvut pcu spyi JUIIIDO SKI stjórann, sem hefur faliff sig bak v stólpa. — Ég veit þaff ekki, er svariff ég er lafhræddur! Til allrar hamingju se ur Spori, hann væri orðinn viti sínu fjs af hræffslu . .. Júmbó hallast upp að stólpanum og reynir aff hugsa. Þaff er ekki svo auðvelt — hann skelfur enn, en . . . eitthvað er bogiff viff þetta. Þaff getur ekki veriff aff ófreskjurnar séu á ferli í sjálfum dalnum. — En viff höfum þó sjálfir séff þær! styn- ur skipstjórinn. — Nei, skipstjóri, þaff höfum viff alls ekki. Viff sáum affeins skugga þeirra á klettaveggnum, og því geta þær ekki veriff hérna í grenndinni, segir Júmbó sigri hrósandi. Skipstjóranum verffur örlítið rórra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.