Morgunblaðið - 05.08.1966, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.08.1966, Blaðsíða 20
*0 MORGUNBLAÐIÐ Fostudagur 5. ágúst 1966 FÁLKAFLUG ••••••••••••• EFTIR DAPHNE DU MAURIER ’— Já, en ég varð svo hissa yfir því að verða rekinn, að ég gleymdi að biðja um launahækkun. Hann rauf snögglega það, sem hún var að segja og lagði sím- ann á. Ég gat hugsað mér hana standa þarna eftir, vonsvikna og undrandi, en ganga síðan að slag hörpunni og taka að leika með auknum ákafa. — Sagðistu kunna þýzku? spurði hann allt í einu, — auk annarrar yfirborðskunnáttu þinn ar? — Já, sagði ég. — Það er arfur frá yfirforimgjanum. Hann lét sem hann heyrði ekki þessa glósu en gekk að stól bak við legubekkinn og tók upp bækurnar, sem ég hafði fært frú Butali úr bókasafninu, dag- inn áður. — Gluggaðu í iþessar meðan ég er í burtu, sagði hann. — Ég ætlaði að fá þær einum nemanda mínum, sem er að fást við þýzku en þú getur orðið enn betri. Þýddu fyrir mig það, sem þér finnst sérstaklega eftirtektar- vert, og skrifaðu það niður. Svo fleygði hann bókunum á stól- inn við hliðina á mér. — Mér finnst ég ætti að vara þig við því, sagði ég, ■— að ég hef þegar lesið nokkuð í þeim, þó ekki sé nema hrafl — og þama er vikið að því, að Fálk- inn hafi ekki verið misskilinn snillingur, ens og þú varst að gefa áheyrendum þínum 1 skyn í gærkvöldi, heldur allt annað. Ef frú Butali ætlar raunverulega að fara með þær til mannsins síns í Róm, er ég hræddur um að hann fái eitt hjartakastið til. — Hafðu engar áhyggjur, hann kemur ekki til með að lesa þær. Hún útvegaði bækurnar fyr ir mig, af því að ég bað um þær. Ég yppti öxlum. Sem formað- ur Listaráðsins hafði hann víst fullan rétt á því. — Þessi Þýzkari er auðvitað hlutdrægur, hélt Aldo áfram. — Það voru þessir nítjándu ald ar fræðimenn alltaf. Gömlu ítölsku handritin, sem ég las í Róm í vikunni sem leið, gáfu talsvert aðra mynd af honum, eða af vissum þáttum ævi hans. Jacoppo? Hann opnað dyrnar og kallaði_ fram í ganginn. Jacopo kom. Ég verð burtu í klukku- tíma. Hleyptu engum inn. Svo ætlum við Beo að borða í nr. 8, seinna. — Já, herra, sagði Jacopo en bætti svo við. — Einhver dama kom tvisvar í eftirmiddag. Hún sagði mér nafn sitt. Ungfrú Raspa. — Hvað vildi hún? Steinandlitið á Jacopo tók á sig einhverskonar bros. — Hún vildi augsýnilega ná í yður, svar aði hann. Ég benti á umslagið, sem lá enn óopnað á borðinu. — Þetta kom í gærkvöldi, sagði ég. — Ég horfði sjálfur á _hana stinga því inn um rifuna. Ég stóð fyrir utan tvöföldu dyrnar. Aldo tók umslagið og fleygði því í mig. — Það er bezt, að þú lesir það. Hún er eins mikil vin- kona þín. Svo fór hann út og skellti á eftir sér hurðinni. Ég heyrði hann setja bílinn í gang. Það var ekki meira en fjögurra mín- útna gangur til hertogahallarinn ar, en hann þurfti endilega að fara í bíl. — Er hann ennþá flugmaður? spurði ég Jacopo. — Hefur aldrei annað verið svaraði hann með áherzlu. — Þetta Listaráð! Hann smellti fingrunum upp í loftið með fyr- □---------------□ 33 □---------------D irlitningasvip, hellti síðan ver- mút í glas og setti fyrir framan mig með handsveiflu. — Þér fá- ið vonandi gott að borða, sagði hann og gekk út. Ég opnaði bréfið frá Carla Raspa, án þess að gera mér sam vizku af. Það hófst ósköp form- lega á þakklæti til Donati prófes sors, fyrir að hafa verið svo vænn að hafa gefið henni og fé- laga hennar aðgöngumiða að hertogahöllinni. Þetta hefði haft djúp áhrif á hana. Hana langaði til að ræða margt, sem frarn kom í ræðu prófessorsins til stúdentanna, við ræðumann sjálf an. Hún mundi verða heima allt kvöldið ef -hann kæmi heim fyr ir miðnætti, og hún væri laus allan sunnudaginn, ef hann skyldi hafa klukkustund lausa, einhvem tíma dagsins. Henni mundi verða það ánægja að líta inn til hans, eða líka, ef hann hefði ekki annað þarfara að gera, yrði það henni heiður að bjóða honum eitt glas eða að borða heima hjá henni í Mikj- álsgötu 5. Svo endaði bréfið á samskonar kurteisiskveðjum. Undirskriftin, Carla Raspa, náði yfir allt blaðið með glæsilegum sveiflum og stafirnir saman- flæktir eins og ástsjúkir útlimir. Ég stakk bréfinu aftur í umslag ið og velti því fyrir mér, hvort sendandinn væri enn að bíða, en sneri mér svo, með nokkrum létti, að bókinni um Fálkann. Kvensemi Claudio greifa, sem hófst á ungum aldri, var hneyksli í augum hinna settari Ruffanoborgara, og reyndist líka skaðvæn hans eigin heilsu. Brek hans og lestir komust á svo hættulegt stig, og svo kvíðvæn legt hinum rosknari mönnum við hirðina, að þeir óttuðust, að frek ari útsláttarsemi gæti orðið hon um lífshættuleg. Hinn illi andi þertogans kom honum í félags- skap flökkuleikara, og með ástríðu sinni til lauslætis, gekk hann hömlulaust í lið með þeim, og skipaði hina yngri þeirra í há embætti við hirð sína.“ Jæja, Aldo hafð beðið mig um það. Ég fann mér blað og blý- ant, dreypti á vermútglasinu og krotaði niður þýðingu á kröftug ustu stöðum í bókinni. „Þessi tilfallandi kunnings- skapur Fálkans við leikarana þróaðist og varð að náinni vin- áttu, sem lagði brátt undir sig allan tíma hans óg hugsun. Þess- ir menn, sem voru af ómerkustu stigum, urðu félagar hertogáns, bæði ljóst og leynt. Hann aðlag- aði hegðun sína þeirra hegðun, fyrirleit allt velsæmi, fór úr einni spillingunni í aðra og hélt svo ósvífnislegar sýningar á sér, fyrir augunum á þegnum. sínum að........“ Nú var hinum þýzka fræði- manni svo ofboðið, að hann sló yfir í grísku. Prófið mitt í Torino náði ekki til gömlu málaranna. Kannski var það eins gott, með tilliti til hátíðarnnar, en mér varð þetta vonbrigði. Ég fletti Ferðamenn — Ferðamenn Ef leið ykkar liggur um Akureyri, þá látið ekki hjá líða að skoða glæsilegasta vöruhús landsins. Verzlun á 3 hæðum. Það er óþarfi að fara til Glasgow. Það fæst hjá. A K U R E Y R I JiazpaS^ tilkynna viðskiptavinum Uálningarverksmiöjan ftomnir eru á markaí fiefur anægju smum fallegir litir aíveg Gultokkur Hunangsgult Sefgrænt HrimlivíU • Ljómagult

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.