Morgunblaðið - 05.08.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.08.1966, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 5. ágúst 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kr.istinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýslngar og afgreiðsla: Aðaistræti S. Simi 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. 1 lausasöiu kr. 5.00 eintakið. HORFUR Á SKREIÐAR MÖRKUÐUM i undanförnum árum hafa Nígería og Ítalía verið stærstu kaupendur á skreið frá íslandi, en hörðustu keppi nautar okkar á þessum mörk- uðum eru Norðmenn. Skreið- arútflutningur okkar til Ní- geríu hefur á sl. tveimur ár- um numið um 70 af hundraði heildarútflutnings á þessari framleiðsluvöru, en nú er svo ,-komið, að útflutningur á skreið til Nígeríu fer minnk- andi bæði vegna minnkandi framleiðslu á skreið hér á landi svo og vegna aukinnar sölu til Ítalíu. Ljóst er, að þessir markaðir eru okkur mjög þýðingarmiklir og nauð synlegt að fylgjast vel með þeim breytingum sem fram- undan eru á þeim. Nú er útlit fyrir nokkrum breytingum á skreiðarmark- aði okkar í Nígeríu. í fyrsta lagi vegna aukinna fiskveiða Nígeríumanna, í öðru lagi vegna hækkandi verðlags á þeirri skreið, sem við höfum flutt út til Nígeríu og í þriðja lagi vegna óhagstæðs verzlun arjöfnuðar Nígeríu við ís- land. Þá hafa landanir er- ^lendra fiskiskipa á nýjum fiski í Nígeríu aukizt mikið á sl. tveimur til þremur ár- um úr fimm hundruð tonnum í þrjátíu þúsund tonn. Er þar aðallega um að ræða landan- ir japanskra og rússneskra skipa. Jafnframt hefur dreif- ingarkerfi fyrir frystan fisk verið í uppbyggingu í Níger- íu og neyzla á nýjum fiski og frystum fer stöðugt vaxandi. Ljóst er því, að ýmsar blikur eru á lofti í skreiðarsölu okk- ar til Nígeríu á næstunni. Að vísu má segja, að þetta hafi ekki enn komið að sök, bæði vegna minnkandi fram- leiðslu hér á landi og aukinn- ar sölu til Ítalíu, en öllum er kunnugt um þær miklu sveiflur, sem jafnan verða í fiskveiðum og fiskverkun hér á landi og breytingar í þess- um efnum geta því orðið skjótar. Þess vegna er nauð- synlegt að við gerum okkur í tíma grein fyrir ástandi og horfum á mikilvægum út- flutningsmörkuðum okkar, sem þessum, og athugum gaumgæfilega hvað hægt er að gera til þess að tryggja þá betur. í bréfi, sem Þóroddur Jóns- son, stórkaupmaður, skrifaði frá Lagos í Nígeríu í marz sl. og birt hefur verið í tímariti SH, Frosti, sagði hann að „kaupendur að skreið eru nú færri en áður og kaupa minna magn, en fólki fjölgar hér eins og allsstaðar, og ætti því kaupendur að vera fleiri og kaupa meira magn“. Bragi Ei- ríksson, framkvæmdastjóri Sölusambands skreiðarfram- leiðanda, sagði í viðtali við útvarpið um skreiðarmark- aði fyrir nokkru: „Mikilvægt er, að þessi markaðsmál séu athuguð til hlítar. Enn er t.d. ekki ljóst, hver áhrif hinn mikli aukni innflutningur á frystum eða kældum fiski hefur á skreið- armarkaðinn. Það hefur held -ur engin athugun farið fram á því hvaða vörur íslending- ar gætu keypt frá Nígeríu, ef þess gerist þörf. Dettur mér í hug, að hægt sé að auka timburkaup í Nígeríu, sérstak lega á harðviði. Einnig getum við keypt alls kyns krydd. Loks má geta þess, að Nígería er orðin stór útflytjandi í olíu .... Ég vil nota þetta tækifæri og hvetja alla aðila til þess að vera vel á verði. Það er skylda vor að halda þessum markaði eins lengi og hægt er, því meðan við ís- lendingar stundum fiskveið- ar með netjum og nót, þá er veiðin mest í marz og apríl, og þá hefur jafnan borizt svo mikilil afli á land, að engin tök eru á að verka hann allan til hraðfrystingar og söltun- ar, en um 60—70% af skreið- arframleiðslunni verður að seljast til Nígeríu“. DREIFINGAR- KERFI ÁBÓTAVANT TVTýr fiskur hefur lengi verið aðalneyzluvara og jafn- framt sú ódýrasta hér á ís- landi. Tiltölulega lágt verð á fiSki miðað við önnur mat- væli hefur gert það að verk- um, að hér á landi er hægt að lifa ódýrt ef menn vilja. Hins vegar er ljóst að dreifing á nýjum fiski er alls ekki með þeim hætti, sem vera ætti og stórir hlutar landsins eiga þess ekki kost að fá daglega nýjan fisk. Hjalti Einarsson, verkfræð- ingur hjá SH, hefur vakið at- hygli á þessu aðkallandi verk efni í grein, sem hann birti í tímaritinu Frosti, þar sem hann segir m.a.: „Dreifing á blautfiski beint til neytenda er stórkostleg at vinnugrein í sumum ná- grannalöndum vorum, svo sem Bretlandi og Þýzkalandi. Við hana er bundið geysimik- ið fjármagn. Stórkostlegt skipulag þarf til þess að koma mátulega miklu magni til allra á sem skemmstum tíma og við það starfar fjöld- Sjónvarpsmyndavél tekur upp höggsveiflu golfleíkara, svo hann geti virt hana fyrir sér ; nokkrum sekúndum siðar. Sérfræðingar telja, að „sjónvarpsplötur“ verði notaðar eins og I venjulegar grammófónplötur í framtíðinni. * Sjónvarp: Hvað er framundan? Verða 99sjónvarpsplötur66 gerfi- hnattasjónvarpinu fyrri til? MIKI.AR breytingar hafa orð ið á bandaríska sjónvarpsiðn- aðinum að nndanförnu að því er tekur til sjónvarpstækni, og fleiri munu í vændum, að því er greint er frá í U. S. News & World Report ný- lega. I grein. sem blaðið birti um þessi mál er þess m.a. getið að í byggingu séu 129 sjónvarpsstöðvar í Bandaríkj- unum og umsóknir lægju fyrir um byggingu 142 stöðva til viðbótar. Stöðvar þessar eru allar reknar af einkaframtaki und ir eftirliti Federal Communi cations Commission (Fjar- skiptaráði Bandaríkjanna). — Það er Fjarskiptaráðið, sem veitir leyfi til bygginga út- varps og sjónvarpsstöðva, út- hlutar bylgjulengdum og set- ur stöðvunum ramma, sem þær verða að starfa innan. Ef út af er brugðið getur FCC svipt hlutaðeigandi stöð send- ingarleyfi. Fjarsiíiptaráðið er þeirrar skoðunar, að eftir því sem sjónvarpsstöðvarnar eru fleiri, sem um markaðinn keppa, því betri og fleiri verða sjónvarpsþættir þeir, sem almenningi gefst kostur á að sjá. Svo vikið sé að nýjungum varðar.di sjónvarpstæki, hafa fjarskiptahnettir á braut um- hverfis jörðu opnað nýja möguleik.a, og raunar mögu- leika á byltingu, — ef hægt verður að leysa erfitt tækni- legt vandamál. Það sem framundan er: Hægt verði að senda sjón- varpsbylgjur um gervihnetti á braut umhverfis jörðu beint til heiroila, án þess að til þurfi að koma að stöðvar á jörðu niðri taki við sjónvarps bylgjunum og endurvarpi þeim, likt og nú er gert. — Takist þetta, munu gervihnett ir leysa einstakar stöðvar að verulegu leyti af hólmi. Vandinn liggur í því, að smíða sendi, sem væri nægi- lega lítill um sig, en þó nógu kraftmikill og endingargóður til þess að geta sent sjónvarps bylgjurnar beint frá gervi- hnetti til heimila. Slíkur út búnaður er ekki til í dag, og um það er deilt hvenær hugs- anlegt væri að hann yrði smíð aður. Rafmagnsverkfræðingur, sem starfar hjá Arthur D. Little Company segir, að beint sjónvarp um gervihnetti „sé ekki hugsanlegt meðan þessi kynslóð lifir“. Hins veg ar hefur opinber embættis- maður, sem kunnugur er öll um hnútum þessa vandamáls, sagt að vandinn kunni að verða leystur innan áratugar. Annar möguleiki, sem marg ir sem gerst þekkja telja að muni verða að veruleika í nán ustu framtíð, er „sjónvarps- platan". Sérfræðingar í Bandaríkj- unum telja, að sá tími kunni að vera skammt framundan að sjónvarpsþlötur taki sér stöðu á hinum almenna mark aði við hlið grammófónplata nútímans, og þær verði hægt að kaupa eða leigja fyrir hag- stætt verð. Þetta mál var rætt nýlega af hópi sérfræðinga og sjón- varpsframleiðenda í Stanford háskóla, sem komst að þeirri niðurstöðu að sjónvarpsstöðv ar myndu einhverntíma í framtíðinni nota „sjónvarps- plötur“ til þess að skapa ódýrt sjónvarpsefni, á sama hátt og útvarpsstöðvar nota nú grammófónplötur. Ráðstefna þessi spáði því einnig, að „sjón varpsplötur" yrðu einnig not aðar í heimahúsum, líkt og grammófónplötur í dag. Þann- ig yrði hægt að setja sjón- varpsplÖtu á grammófón í sam bandi við heimilissjónvarpið og horfa á siénvarpsþætti eft ir hentugleikum hvers og eins. Þegar hefur verið settur á markaðinn útbúnaður til þess að taka upp sjónvarp á segul- band og sýna það á sjónvarps- skermi. Unnið er að því að lækka kostnaöinn á þessum út búnaði. Allmörg fyrirtæki vinna að því að finna upp ó- dýrar plötur, sem henta myndu sjónvarpsupptökum. Sony Corporation sýndi þannig nýloga tæki, sem tek ur 30 sekúndna kvikmynd, setur hana á plötu, sem síðan er hægt að „ppila“ í sjónvarps tæki. Sem sagt, sjónvarpsplötur kunna að vera það, sem fram undan er í nánustu framtíð, fremur en gervihnattasjón- varp. inn allur af hæfum mðnnum með mikla sérþekkingu .... Hér á íslandi er þessi dreif- i-ng hvergi nærri eins skipu- lögð, enda vantar mikið á, að allt landið eigi þess kost að geta keypt ferskan fisk dag- lega. Ég minnist á þetta hér I vegna þess, að ég tel að úr- bóta sé þðrf. Hinn almenni neytandi mun í framtíðinni gera miklu meiri kröfur til fisksala, þjóðin öll mun krefj ast þess að eiga kost á að kaupa góðan fisk daglega. Til þess að svo megi verða þarf nýrra aðgerða“. Hér er vissuléga vakin at- hygli á brýnu verkefni. Það er ekki vanzalaust fyrir svo mikla fiskveiðiþjóð sem ís- lendinga að geta ekki séð landsmönnum öllum fyrir nýjum fiski daglega, og er hér um að ræða mikið verk- efni fyrir þá sem fiskdreif- ingu annast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.