Morgunblaðið - 05.08.1966, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.08.1966, Blaðsíða 22
22 MORGU N BLAÐIÐ Föstudagur 5. ágTSst 1966 Valur vann KR í spennandi leik 3-2 Hafði skorað öll mörkin i fyrri hálfleik, KR ekkerf VAL6R hefur nokkra sérstöðu meðal íslenzkra knattspyrnu- liða um þessar mundir að einu leyti. Þeir eru nefnilega ótrú- lega seigir að ná sér í gott for- skot í fyrri hálfleik leikja sinna, en þeir eru líka ótrúlega seigir að tapa þeim niður í síðari hálf- leik. Þannig var það td.. í báð- um leikjunum á móti Kefiavík- igum og þannig var það á móti KR-ingum í gærkveldi. Valur hafði náð sér í 3:0 í fyrri hálfleik, en þeir misstu það niður í 3:2 undir lokin. Ekki er hægt að segja að leik- urinn í gærkveldi hafi verið til- þrifamikill eða hafi boðið upp á skemmtilega knattspyrnu, »>n hann hafði á hinn bóginn til að bera ögn af skemmtilegum augnablikum upp við mörkin. J>að fyrsta kom á 14. min. leiks- ins, er KR-ingar sóttu fast að marki Valsmanna, og endaði með því að Eyleifur átti fast skot í þverslá. Knötturinn hrökk til hans aftur, og hann átti aft- ur skot að marki, en nú tókst að bjarga á línu. Tíu mínútum siðar átti svo Hörður Markan hörkuskot að marki, en Sigurð- ur Dagsson bjargaði snilldar- lega. Litlu síðar sóttu svo Valsmenn og Hermann fékk knöttinn á vinstri vallarhelmingi KR-inga. Hann sendi hann vel fyrir mark ið, þar sem Eergsveinn tók á móti honum, og spyrnti viðstöðu laust í þversiána og inn. 1:0 fyrir Val. Á 35. min sóttu svo Vals- menn aftur og Ingvar og tveir varnarmenn KR háðu mikla bar áttu um knövinn. Ingvar hafði betur að lokum, og tókst að senda knöttinn framhjá Guð- mundi, sem kom hlaupandi út úr markinu 2:0 Val í viL Valsmenn höfðu átt heldur meira í þessum hálfleik, og á 37. mínútu komst Reynir einn inn fyrir ög skoraði eftir að herfileg mistök höfðu orðjð hjá KR-ing- um, og var það reyndar ekki í fyrsta skipti i ieiknum. Á 40. mín. gerðu svo KR-ingar allharða sókn að marki Vals, sem lauk með skoti frá Eyleifi, sem lenti í þverslá. Síðari hálfleikur var öllu til- þrifaminni en hinn fyrri, þegar fyrstu 15 mínúturnar eru und- anskildar. KR-ingar höfðu hafið i. mikla sókn á Valsmarkið, og Sigurður Dagsson var kominn langt út úr markinu, er knött- urinn hrökk til Einars ísfeld, sem lyfti knettinum yfir Sig- urð og í mark. Og tíu mínútum síðar skoraði Einar svo aftur fyrir KR, með ágætu skoti. Eftir þetta annað mark KR- inga fór leikurinn mjög að dofna, og varð að mestu þóf það sem eftir var, nema hvað heldur lifnaði yfir leiknum síð- ustu 5-8 mínúturnar eða svo. Þá áttu Valsmenn þrjú opin marktækifæri, og KR-ingar eitt, en þau runnu öll út í sandinn. Dómari í leiknum var SteirAi Guðmundsson, og var ákaflega mistækur í sínum gerðum. Fyrsta mark Vals. Bergsveinn atti skot í þverslá — og inn. Ryður „4-3-3" kerfii úr vegi „4-2-4" kerfinu? Englendingar og Porlúgalar notuðu það með ágæturn árangrí UMRÆÐCRNAR um heimsmeist arakeppnina eru senn að fjara út en minningin um góða leiki og ýmsa viðburði mun þó lengi lifa. Eitt finnst sérfræðingum at- hyglisverðara öðru fremur, en það er hið nýja „kerfi“ sem færði Englendingum sigur. Þetta kerfi er kallað „4-3-3“ og reynd- ist í þessari keppni mjög sigur- stranglegt og þykir hafa borið ægishjálm yfir hið kunna „4-2-4“ kerfi. Englendingar notuðu þetta kerfi og hefur Alf Ramsey þjálf- að menn sína í því undanfarna mánuði eða ár. Portúgalir not- uðu einnig þetta kerfi, en þó ekki með jafn mikilli áherzlu á vörn og Englendingar. Kerfið er fólgið í því að 4 menn leika sem sóknarmenn, 3 leika á miðju með það hlutverk að breyta vörn í sókn og 3 skipa öftustu vörn. 1958 komu Brasilíumenn fram með „4-2-4“ kerfið og fóru sigur- för; ur"ðu heimsmeistarar. Hvert landsliðið af öðru, hvert félags- liðið af öðru, tók upp kerfið unz það var ríkjandi leikaðferð úm allan heim. En á iaugardaginn varð „4-2- 4“ kerfið úrelt. Þjóðverjar beittu þeirri leikaðferð en Englending- ar hinu nýja „4-3-3“ og hið nýja sigraði eftir 2 tíma harða bar- áttu. t Heimslið AP-fréttastofan hafði mikið lið gamalkunnra sérfræðinga í þjónustu sinni undir keppninni. í lokin völdu þessir menn „heimslið“ úr þeim hópi sem fram kom á HM. Lið þeirra var þannig: Banks (Engiand). Santos (Brasilíu) og Schulz (Þýzkaland). Moore (England), Marzolini (Argentínu), Beckenbauer (V- Þýzkaland). Bobby Gharlton (England), Voronin (Sovét), Bene (Ung- verjaland), Eusibio (Portúgal) og Simoes (Portúgal) í þessum hópi er aðeins einn „gamlingi“, þ.e. Santos, sem er 36 ára. Hann sýndi enn þá tækni og þá yfirvegun sem skapað hef- ur honum sæti meðal fremstu bakvarða allra tíma. Eusebio var sem kunnugt er markakóngur keppninnar með 9 mörk og fékk 1000 punda verðlaun fyrir. Næst- ur kom Haller (Þýzkalandi) með 5 mörk skoruð. Margir hinna eldri virðast nú nálgast endalok ferils síns. Pele og Brasilíumenn hverfa næstum sviplaust frá keppninni. Uwe Seeler sem nú var í 3. sinn í HM-keppni fyrir Þýzkaland — sést tæpast aftur á þeim velli. Sama er að segja um marga „stjörnu“-leikmenn Spánverja. Af öllum erlendum leikmönnum varð Uwe Seeler frægastur. For- nafn hans, „Uwe“, varð einingar- tákn og hvatningaróp fjölmargra þýzkra áhorfenda. Ensku strák- arnir lærðu hrópið fljótt og það hljómar enn á götum í enskuna bæjum: „Uwe, Uwe“. — Þetta þýðir ekkert fyrir hann. Uómarinn er svo þrár að hann breytir aldrei ákvörðun sinni. Standard Liege kemur 20. ág. - Nantes hinn 7. sept. Bjarni Felixson meiddist illa áfæti. Var hann á sjúkrahúsi nótt — en er ekki talinn biuu .n. E I N S og kunnugt er taka bæði KR sem íslandsmeistar- ar og Vaiur sem bikarmeistar- ar 1965 þátt í hinum stóru mótum um Evrópubikar meist araliða og Evrópubikar bikar- meistara. Áður hefur verið sagt frá því að KR og Frakk- landsmeistararnir Nantes FC drógust saman i 1. umferð í keppni meistaraliða, en Valur og Standard Liege, bikar- meistarar Belgíu, eiga að leika í undanrásum um sæti í 1. um ferð. Samkvæmt drætti átti KR rétt á leik hér heima fyrst en mæta síðan úti, en í báðum tilfellum eiga ísl. liðið að leika heima og heiman. Vals- menn áttu hins vegar að leika fyrst úti en síðari leikurinn að vera hér. Vegna hins stutta keppnis- tímabils hér og þess hve snemma tekur fyrir kvöld- leiki hafa Valsmenn staðið í samningum um að leika fyrri leikinn hér heima. Náðust samningar i gær um leikina, bæði hjá KR og Val. Valur leikur við Standard Liege hér í Reykjavík 20. ágúst og liðin mætast aftur á heimavelli belgiska liðsins 31. ágúst. KR tekur á móti Frakk- landsmeisturunum í Reykja- vik og leikur við þó i Laugar- dal 7. september en síðari leik urinn verður í Nantes 5. okt. Hefur or’ðið talsvert karp um þetta samkomulag og til- lögur margar og breytingar, en loks í gær var endi bund- inn á málin í báðum tilfellum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.