Morgunblaðið - 05.08.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.08.1966, Blaðsíða 15
Föstudagur 5. ágúst 1966 MORGUNBLAÐIÐ 15 Ein síðbúin og hógvær hug- leióing um kvikmynd Bergmans ,Sjáið sautján, Bæjarbíó“ Kannast nokkur við að hafa heyrt þetta í auglýsingatímum útvarpsins undanfarnar vikur? Og skyldi nokkur hafa haft löng un til að sjá þessa mynd, það er aðeins tólfta sýningarvika núna? Én meira þarf ekki að vita til að renna grun í hverrar teg- undar mynd, um er að ræða, enda mun þetta vera einhver hispurslausasta sýning sem um getur i íslenzkum kvikmynda- húsum, síðan „Þögnin“ leið. En er það eðlilegt að það sem er ljótast og soralegast í mann- legu lífi, sé dregið fram, fólki til dægradvalar? Er það nokkr- um ábati að rifja upp, í máli og myndum það sem vekur og viðheldur lægstu hvötum þess? Eiga allir að kappkosta það að gera lífið fegurra og betra fyrir aðra og sjálf sig, reyna að bægja írá öllu sem lakara er? — En það mun bezt gert með því að hlynna að því sem gott er og sýna umfram allt fegurðina sem lífið á, — það getur verið ó- metanleg hjálp hverjum sem er, og alira helzt unglingum, sem mest sækja kvikmyndahúsin. Það á að reyna að efla góðan smekk hjá kvikmyndahúsgest- um með því að sýna aðeins mynd ir sem eru efnisríkar og stuðla heldur að betri breytni en lak- ari, og það er engin þörf og ekki bót að því heldur að hafa í hverri mynd meira og minna af ósmekklegum klámsenum sem hertaka svo hugi sumra að þeir muna ekki annað eftirá, jafnvel þó eitthvað hafi verið með sem gott var. „Þögnin“ gekk í nokkrar vik- ur i Hafnarfirði í vor og hafði ég vænzt þess að einhverjum fleirum en mér væri nóg boðið °g ympruðu á mótmælum gegn sýningu slíkra mynda. En líklega hefur öllum geðjazt þetta nema mér og aðeins sagt „En svona er lífið“! En ég vil ekki sam- þykkja það að það sé ekki líka mörgum sinnum fegurra og betra Mörgum fannst „Þögnin“ vera lærdómsrík og listaverk. Auð- vitað hefur enginn þorað að setja neitt út á myndina, vegna þess að hún er gerð af leik- stjóra sem fengið hefur orð á sig. En allur sá lærdómur sem myndin lætur áhorfanda á té. miðast nær eingöngu við lesti, lauslæti og það sem ófegurst er í mannlegu lífi. Slíkt sem sýnt er í þessari mynd, þarf örugglega enginn að lær.a, a.m.k. er þessi vettvangur og búningur ekki sá rétti og sé það einhver sem ekki kann þessar listir eins og Ingmar Bergman sýnir þær, þá verður það engum að fóta- skorti í lífinu. Ljótleikanum á að útrýma en ekki að halda honum áð lofti, lestina á a dempa með því að laða fram það bezta og fegursta sem býr í hverri mannveru, í stað þess að draga fram grófustu og ósið- legustu hliðar hennar og það á jafn ósmekklegan og blygðunar- lausan hátt og gerú er í mynd- inni. Útyfir tekur þó að allir róma hana sem listaverk. Er það ef til vill þess vegna sem hún gekk í 6-8 vikur? — Ótrúlegt er það, því sannfæring min er sú að væru klámsenurnar klippt ar úr myndinni, eða ef þær hefðu aldrei verið þar, þá hefði myndin horfið eftir tvo þrjá sýningardaga eins og allar góð- ar myndir. Þá hefði öllum þótt þetta vera þrautleiðiniegt „lista verk“ og það hefðu engar 15-20 þúsundir lagt það á sig að sjá það. Með öðrum orðum, sé mynd in listaverk að gerð, þá er það samt ekki það sem orsakar að- sóknina, heldur hinir óvenju- legu atburðir sem gerast með hæfilegu millibili á ótrúlegustu stöðum — þeir eru segullinn sem heldur fólki vakandi. Ing- mar Bergman veit hvað með þurfti tl að tryggja metaðsókn, en er honum það eins Ijóst hvað'hann vill segja með þess- ari mynd? Er það nokkuð nema ; það sem hann sýnir og mest ber á, lauslæti, drykkjuskapur, mahnVonska og misskilningur? Felist einhver háleitari boðskap- ur í myndinni, þá hverfur hann algjörlega í ósómanum og það munu ekki vera margir sem finna gimsteininn, hann er svo vandlega falinn í soranum. Myndin er laus við að gefa nokkuð af því sem gerir venju- legt fólk ríkara að íegurð eða lærdómi, þvert á móti rænir hún öllu því góða úr lífinu — og það er trú mín að fleiri en ég finni þau dapurlegu áhrif sem myndin hefur og finni til von- brigða yfir því að þí*ð sem í allra lífi á að vera einkamál og á einnig að vera tengt beztu og helgustu tilfinningum þess — skuli svo miskunnarlaust vera afskræmt og slitið úr tengslum við allt gott og fagurt. í samskiptum kynjanna er — Iðnaðarhúsnæði — 200 ferm. verkstæðishúsnæði til leigu við aðalgötu. Hátt undir loft og bjart. — Góð aðkeyrsla og bíla- stæði. — Upplýsingar í síma 50449 kl. 8—17 dag- legai EUj íbúð í Vestur- borginni til sölu, 110 ferm., 4ra herb. glæsileg íbúð við Dunhaga. Harðviðarinnréttingar, teppalögð gólf. Lóð að fullu frágengin. — íbúðin er laus til afnota nú þegar. GÍSLI G ÍSLEIFSSON hæstaréttarlögmaður. JÓN L. BJARNASON fasteignaviðskipti. Hverfisgötu 18. Símar 14150 og 14160 Kvöldsími 40960. gengið svo hispurslaust til verks að það er undravert að nokkur leikstjóri skuli geta sneitt svo gjörsamlega hjá öllu velsæmi og sama má þá segja um fleiri at- riði — einnig vekur það undrun mína að noikkur leikari skuli láta skipa sér annað eins. Of rík velsæmistilfinning verður víst engum að fjörtjóni nú á tímum, það er aðeins kapphlaup um það að yfirstíga í sífellu það síðasta sem heyrzt og sézt hefur verst, í ósiðlegheitum. Eina bótin er það að einhversstaðar- hljóta að vera takmörk og það getur varla verið langt í þau, úr þessu, en hvað verður þá tekið til bragðs — og með hverju á þá að skemmta — það verða ljótu vandræðin. „Þögnin“ ber nafn með Tentu, því að fátt er talað en þvi fleira sýnt. Aðalpersónurnar eru systurn- ar, Ester sem er eldri og ógift og Anna sem er ekkja og á einn dreng, sem mest verður að sjá um sig sjálfur. Annað veifið sést gamall þjónn sem talar óþekkta tungu og skilur þvi hvorki dreng inn eða systurnar, sem eru þarna aðeins um stundarsakir á ferða- lagi. Systurnar eru gerólíkar og með þeim gerist það sem skeð- ur oft í lífi margra annara. — Ester þykir mjög vænt um syst ur sína en Önnu er í nöp við Ester og nánast sagt hatar hana. Gefið er í skyn i ágripi um myndina að tilfinningar eldri systurinnar séu óeðlilegar, en mér virtist það hvergi koma fram í myndinni og er það því eflaust getgáta til þess að gera myndina óvenjulegri — það er hvergi sagt eða sýnt að um kyn- villu sé að ræða. En auðvitað er hægt að rangtúlka allar til- finningar hvers sem er og svo virðist mér gert hér. Það er ótrúlegt að heilbrigðu, skyn- sömu íólki detti það í hug að það sé merki um kynvillu að bróður þykir vænt um bróður eða systur um systur? Má þá ekki líka telja það ónormalt að systkinum þyki vænt hvoru um annað? Og þá er ekki að sökum að spyrja «5 það er ónáttúra falin í hverskonar vináttu og allir, sem þyki vænt um vini sína sem eru sama kyns, eru auðvitað eftir þessu að dæma kynvillingar. Það er eflaust öruggast fyrir hvern og einn að þykja aðeins vænt um sjálfan sig, þá er misskilningur útilok- aður. Mér virðist það aðeins vera í samræmi við heilbrigðan syst- urkærleika að Ester tekur sér nærri óhóflegt lauslæti Önnu og grimmlyndi, þrátt fyrir að Est- er er dauðveik og þarfnast hjálp ar hennar. En mannkynið við- ist vera orðið svo rangsnúið í hugsunarhætti sínum og komið á svo lágt stig að það sér aðeins kynvillu og óeðli í hverjum neista af kærleika og vináttu manna á meðal. Vinátta hefur allt fram undir þetta, þótt lofs- verður eiginleiki, sé hún traust og einlæg. — Umhyggja og hlýjar tilfinningar milli syst- kina, systra og bræðra, hefur heldur aldrei þótt neinn löstur, en eftir þeim dómi sem þessi mynd hefur fengið, virðist sem æði margir geti verið dæmdir sekir um óleyfilegan kærleika. Annars minnir mig að Kristur hafi kennt það fyrir nítján öld- um rúmum, að mennirnir ættu að vera umburðarlyndir hver við annan og elska hverja aðra. Ekki setti hann þau skilyrði að það væri aðeins karl og kona sem það mætti gera. Nei, kær- leikurinn er það bezta og feg- ursta sem þessi veröld á og það er hæpið að halda því fram að hann verði nokkurn tíma of Framhald á bls. 17 Garðsláttuvélar Höfum nú fengið aftur hinar vinsælu sænsku CKESCENT garðsláttuvélar með benzínmótor. Verð aíe’ns kr. 4866.oo Góðfúslega leitið upplýsinga hjá oss. &tsli csT. *3ofínssn 14 Vesturgötu 45. — Sími 12747. Skiifsloíustarf óskasl Ung og reglusöm stúlka, með gott próf úr nám- skeiði Verzlunarskólans og nýkomin heim eftir árs- dvöl í skóla í Bandaríkjunum, óskar eftir góðu skrif stofustarfi, helzt sem fyrst. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir mátiudagskvöld, 8. ágúst, merkt: „4590“. Hef verið beðinu um að útvega erlendum aðiium 1-2 báta til snurpunóta- veiða Æskileg stærð: 80—100 fet. Kaup koma til greina, jafnt á tré- sem stálskipi. — Upplýsingar veitir: Ragnar Tómasson hdl. Sími 30-150. Fasteignasalan Hátúni 4A Nóatúnshúsið — Sími 21870. TIL SÖLIi 2ja herb. nýleg, glæsileg íbúð á 2. hæð við Bólstað- arhlíð, harðviðarinnréttingar, teppaiagt. íbúðin get ur verið laus fljótlega. HILMAR VALDIMARSSON fasteignaviðskipti. JÓN BJARNASON, hæstaréttarlögmaður. LAXVEIÐILEYFI Höfum nokkra daga lausa í laxveiðiá á Suðurlandi. Skip & fasteignir Austurstræti 18 — Simi 21735 eftir lokun 36329.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.