Morgunblaðið - 16.08.1966, Side 26
26
MORGU N BLAÐIÐ
Þriðjuf>agur 16. agúst 1966
3:3 urðu úrslit landsleiks
ins. I\likill baráttuleikur,
harka og örlagarík
klaufamörk
ÞAÐ var hörkubarátta á Laugardalsvellinum í gærkvöld er
Islendingar og Walesbúar háðu landsleik í knattspyrnu.
Nóg var um spennandi augnablik, nóg um marktækifæri,
nóg um hörkuna í návígjum, og nóg um klaufamörkin. En
a£ góðri knattspyrnu sást heldur minna og þegar ofan á
bættist afar léleg dómgæzla danska dómarans, hverfur
þessi 42. landsleikur íslands í söguna sem hálfgerður
skrípaleikur. Baráttuviljinn var fyrir hendi hjá báðum
liðum í ríkum mæli, þó oft tækist ekki það sem gera átti,
því nákvæmistilfinningin var ekki alltaf 100%. — Úrslitin
urðu jafntefli 3 mörk gegn 3, og kom jöfnunarmark Islands
nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Lengi þar á undan höfðu
Walesmenn gert allt sem þeir gátu til að tefja leikinn og
það á hinn frumstæðasta hátt. Það fór ekki á milli mála
að hér voru áhugamenn á ferð.
JAFNAÐ 4 SÍÐUSXU
3IÍNÚTU
Jöfnunarmarkið var næsta
kærkomið. Welskur sigur
hefði verið heldur óréttlátur
eftir gangi leiksins, en öll
mörk welska liðsins voru
heldur ódýr og vafasamt að
Hér er fast sótt að marki.
Spennandi augnabiikin voru mörg. Hvað skeður upp úr svona
þvögu veit enginn fyrr en blutirnir hafa gerzt. Tilviljunin ræð
ur mestu.
nokkurt þcirra hefði séð
dagsins Ijós ef reyndur mark
vörður hefði staðið í isi.
markinu.
ic Mörkin
Fyrsta mark Wales kom á 11.
mín. Hafði byriun leiksins ver-
ið hröð og skemmtileg og ísl.
iiðið meira í sókn og því kom
markið eins og þruma úr heið-
skýru lofti. Það var einnig
næsta tilvi'nanakennt, því Rag-
an miðherji skaut í Ársæl bak-
vörð og af honum skoppaði
knötturinn hægt og rólega í net
ið, án þess að Einar markvörð-
ur gerði tilraun til að stöðva
hann.
Á 17. mír.. jafnar Jón Jó-
hannsson með fallegasta marki
leiksins. Hann lék upp frá miðju,
„fann“ engan samherja óvaldað-
an og skaut því sjálfur utan
vítateigs, en skotið var fast og
í slæmri hæð fvrii markvörð-
inn og fór rakleitt í netið.
En Adam var ekki lengi í
Paradis. Á 22 mín. sækja þeir
welsku n;:r vinstra megin, senda
fyrir og Hagan miðherji skallar
að marki — bá hættulítil boga-
sending, en Einar misreiknaði
og í netinu lá boltinn.
Þannig var staðan í hálfleik
og gaf ranga œynd af gangi
leiksins.
í upptiafi siðari hálfleiks, á
2. mín. er Mngnúsi Torfasyni
hrint illilega inn í vítateig
Walesmann. Ekki vai um annað
að ræða en dæma vítaspyrnu,
sem þó er alltaf strangur dómur.
Ellert skoraði örugglega og
staðan var aftur jöfn.
Harðnaði nú baráttan og var
fyrri hluti siðari hálfleiks bezti
kafli gestanna og áttu þeir opn-
ari tækifæri og voru enda fljót-
ari til að ná forystunni.
Aftasta vörn ísl. liðsins var
reikul i rásinni og skapaði
Anton miðv. tvívegis marktæki-
færi fyrir Wales með klaufaleg-
um leik. Bjargaði Einar mark-
vörður mjög naumlega í annað
skiptið með blátánni.
if Baráttan harðnar
Á 17. nun. ná Walesmenn for-
ystunni enn einu sinni. Ragan
miðherii skoraði sitt þriðja
mark Davies innherji átti skot
frá vítateig íslendinga, Einar
varði en missti knöttinn mjög
klaufalega Ragan var ekki seinn
á sér og tðkst að senda knöttinn
í netið eftir baráttu við Einar
og tvo varnarmenn sem komu til
hjálpar.
Nú tóku Walesmenn að tefja
og harkan í leiknum jókst. Dóm-
arinn réði alls ekki við hlut-
verk sitt í þessum fiaimstæða
baráttuleik. Jsl. liðið náði æ
sterkari tökum á leiknum og
hættan varð öll við welska mark
ið. Markvörðurinn hafði nóg að
gera stóð sig vel, en var auk
þess heppinn er hann t. d. bægði
frá með fingurgómunum ágætu
skoti Magnúsar Torfasonar og
aftúr er Ellert í góðu færi skaut
beint á hann og hitti svo ekki
Fyrsta mark íslands, Jón Jóhannesson (sézt út við vítateigslí nu) skorar með föstu skoti i mátulegri hæð. Burrows markvörður
ræður ekki við skotið. — Myndir tók Sveinn Þorm.
er knötturinn barst aftur til hans
frá markverðinum.
Mimturnar liðu og leit út
fyrir welskan sigur þrátt fyr
ir sókn íslendinga. Siðasta
minútan var komin er Ellert
fékk knöfiinn á miðjunni, gaf
út til Hcrmanns sem lék upp
kantinn og alla varnarmenn
af sér og skaut snöggu og
óvæntu skot frá markteigs-
horni. Þetta var sannarlega
kærkoinið jöfnunarmark.
Welska liðið bjó yfir leik-
hraða sem skapaði hættur fyrir
ísl. liðið. Liðsmenn eru fastir
fyrir og ótrúlega miklir hörku-
karlar á stundum. Þeir hrópuðu
og kölluðu hver öðrum meir, svo
slíkur ópkór hefur aldrei
heyrzt í landsleik fyrr. Þeir
reyndu að tefia fyrir fram-
kvæmd aukaspyrna á sjálfa sig
á einkar íeiðinlegan hátt, höfðu
í frammi mótmæli í látbragði
sem fáir dómarar með gott vald
yfir leiknum hefðu þolað —
enda var dómarinn stundum í
Hkamlegum átökum við þá og
gaf ómiiininger *
Þeir splundruðu oft ísl. vörn-
inni enda var hún aldrei sterk
heild, né átti sterkan einstaklings
leik. Beztu menn liðsins voru
markvörðurinn og miðjutríóið,
en miðherjinn sýndi jafnframt
leiðinlegustu framkomuna.
Magnús Torfason, Ellert
Schram og Sigurður Albertsson
báru af í ísl. liðinu. Þeir réðu
mestu á vallarmiðjunni og
byggðu vel upp, fyrst EUert og
siðan tók Magnús • við af hon-
um og var bezti leikmaður á vell
inurn. Aftasta vörnin var sem
fyrr segir reikul i rásinni. Eiriar
varði nokkrum sinnum mjög vel
en var afar klaufskur á milli —
og reynshdevsi hans var veiga-
mesti þátt.urinn í að ísl. liðið
ekki uppskar sigur í þessum
leik. Framherjarnir náðu held-
ur ekki nógu samstilltum leik.
Jón Jóhannsson og Gunnar
Feiixsson bcrðust alltaf upp á
eigin spýtur, Hermann „hvarf“
að veru’egu levli allan fvrri
hólfleikinn og lék allt of uíar-
lega. Stöðuskiptingar í fram-
línunni voru tíðar en ekki vel
skipulagðar og rugluðu íslenzka
Iið:ð meira en inótherjana.
Dómarinn Tagp Sórensen hafði
vægast sagt lítið vald á leikn-
um.og brotin sem hann sleppti
skiptu sjálfsagt tugum —- og sum
þó ljót. J.ínuverðirnir Magnús
Pétursson og Carl Bergmann
stóðu vel í sinu hlutverki.
— A. St.