Morgunblaðið - 16.08.1966, Síða 27
Þriðjudagur 18. Sgfist 1966
MORCUNBLAÐIÐ
27
Enn reyndust FH-ingar
sterkari — unnu Fram 14-10
íslandsmeistarar í 11. sinn i rö5
tlBSLITALEIKURINN í fslands-
mótinu í handknattleik utanhúss
fór fram á Ármannsvellinum á
sunnudag sl. í fögru veSri, og
hagstæðu til handknattleiks. Þar
áttust við erfðafjendurnir fornu,
FH og Fram, og sigruðu þeir
fyrrnefndu með 14:10. Leikurinn
var alljafn og vel leikinn í fyrri
hálfleik, en í síðari hálfleik
misstu Framarar öll tök á leikn-
um, og urðu lokatölur 14:10 eins
og fyrr segir.
Það var Birgir Bjömsson sem
skoraði fyrsta markið fyrir FH,
og litlu síðar bætti Jón Gestur
öðru við. Frömmurum tókst að
jafna, en FH-ingar bættu öðru
við, 3:1, og hélzt sá markamun-
ur að mestu út hálfleikinn, en
honum lauk 7:6 fyrir FH.
í síðari hálfleik sýndu FH-
ingar frábæra vörn, og þegar
leikurinn var rúmlega hálfnaður
höfðu Framarar aðeins skorað
eitt mark, en FH-ingar fjögur.
Þeim fyrrnefndu tókst þó aðeins
að minnka muninn með tveimur
fallegum mörkuxn, sem skoruð
voru af línu.
Síðustu tíu mínúturnar var
leikurinn þófkenndur, og mikið
um ónákvæmar sendingar. Fram-
arar tóku upp á því undir leiks-
lok að leika maður á mann, sem
kostaði það að FH-ingum tókst
að skóra 3 mörk, en Framurum
aðeins eitt, þannig að leiknum
lauk 14:10. Þar með var FH orð-
ið íslandsmeistari í 11. sinn í röð.
Styrkleiki FH í þessum leik
lá fyrst og fremst í fjórum leik-
mönnum. Það voru þeir Birgir
og Geir, sem héldu uppi hröðum
og árangursríkum sóknarleik, og
Einar Sigurðsson og Kristleifur
markvörður, sem voru máttar-
stoðirnar í vörninni.
Framarar hafa yfir fleiri góð-
um tinstaklingum að ráða en
FH, en á hinn bóginn er eins og
liðinu takist ákaflega illa að nýta
þessa krafta. Liðinu tókst oft
og tíðum að ná upp ágætum sam-
leiksköflum, en gekk illa að opna
hina traustu vörn FH. Vörnin var
ákaflega laus í reipunum.
Á undan þessum leik fór fram
úrslitaleikurinn í meistaraflokki
kvenna Fram og Vals, og sigruðu
þær síðarnefndu með nokkrum
yfirburðum.
Frakkar
16
af 24 verðlaunum
á heimsmóti skíðamanna
FRAKKAR fóru með pálmann í
höndunum frá heimsmóti skiða-
manna í Alpagreinum í Chile,
fyrsta stórmótinu sem haldið er
á suðurhveli jarðar. Frakkar
unnu 6 gullverðlaun af 8 og jöfn
uðu þar með met sem Austur-
ríkismenn settu I þeim efnum á
heimsmeistaramótinu 1962. En
Frakkar unnu 16 verðlaunapen-
inga í allt — af 24 sem um var
keppt — en það er einum meira
en Austurríkismenn fengu 1962.
Það þótti tíðindum sæta að
Frakkar virtust koma vel undir-
búnir til mótsins, æfðu sama og
ekkert í brekkunum meðan aðr-
ir puðuðu mikið. Austurríkis-
menn/rnir virtust taugaóstyrkir
og í ofþjálfun — og við fyrsta
ósigurinn virtist keppnisskap
þeirra gersamlega þrotið.
Lokagrein mótsins var svig
karla. ítalinn Senoner sigraði
mjög óvænt og hefur ítali ekki
unnið gullpening á heimsmeist-
aramóti síðan 1952.
Það vakti athygli að eftir
fyrri umferð var Svíinn Granh
í forystu og hafði næstum 2 sek
fo'rskot á Perillat en Svíánum
mistókst gersamlega í síðari um
ferð.
Senoner fékk tímann 1:41.56,
3. Perillat Frakkl. 1:42.25, 3.
Jauffert Frakkl. 1:42.25, 4. Bogr
er V-Þýzkal. 1:43.06, 5. Leitnei
V-Þýzkal. 1:43.47, 6. Heugs
Bandar. 1:43.96.
Frakkar unnu 6 gullverðlaun,
7 silfur og 3 bronz. Austurríki
1 gull, 1 silfur og 2 bronz, Ítalía
1 gull. Þýzkaland 2 bronzverð-
laun og Bandaríkin 1 bronzverð
laun.
NORHMENN og Finnar háðu
knattspyrnulandsleiki um
helgina. í A-flokki varð jafn-
tefli 1-1. Þóttu Norðmenn
eiga mun meira í leiknum.
Leikurinn var í Kotka. Ung
lingaleikinn unnu Finnar í 6.
sinn í röð 2-1.
A-ÞJÓÐVERJINN Wolfgang
Nojdwig bætti Evrópumetið
í stangarstökki tvívegis
móti í Varsjá um helgina.
Fyrst stökk hann 5.17 og
töldu margir að hærra fæii
hann ekki. En hann lét það
ekki nægja og tókst að fara
yfir 5.29.
FINAR senda 14 karlmenn og
2 stúlkur til keppni á EM i
frjálsum í Búdapest.
KR varð bikarmeistari 1966
í frjálsum íþróttum
Velheppnuð Bikarkeppni FRÍ
BIKARKEPPNI FRÍ fór fram á
Laugardalsvellinum á laugardag
og sunnudag, og varð það KR,
sem hlaut bikarinn í þetta sinn,
sem keppni um hann fer fram.
Mótið fór mjög vel fram í alla
staði, og verður ekki að efa að
þetta mót á i framtíðinni eftir
að njóta mikilla vinsælda hér-
lendis í þessari íþróttagrein,
enda hefur það ótrúlcga mikið
að segja, að margir keppendur
séu í hverri grein, og alltaf nóg
um að vera alls staðar á vellin-
um.
Góður árangur
Ekkert íslandsmet var sett í
keppninni, en ágætur árangur
náðist í allmörgum greinum,
t.d. voru 18 héraðsmet sett, og
sýnir það Ijóslega, hve mikið
atriði það er fyrir utanbæjar-
keppendurna að fá að koma til
Heykjavíkur til þess að taka
þátt í móti þessu — á velli sem
bíður upp á beztu aöstæður sem
hugsast getur.
Það má því segja að ósk FRÍ,
sem kom fram í setningarræðu,
sem Örn Eiðsson, yfirdómari
keppninnar flutti ,hafi rætzt nú
þegar, en hann sagði m.a.:
Á árunum eftir síðari heims-
styrjöldina var hér geysilegur
áhugi fyrir frjálsum íþróttum,
sérstaklega í Reykjavík. íslend-
ingar áttu ágæta afreksmenn,
sem stóðu sig vel á alþjóðamót-
um og í landskeppni við aðrar
þjóðir bárum við oftast sigur úr
býtum. Þegar frjálsíþróttamót
voru háð sóttu þau þúsundir
áhorfenda.
Þetta blómaskeið stóð í nokk-
ur ár, en síðan kom kyrrstaða
og jafnvel afturför, áhorfendum
fækkaði og nú koma tæplega
eins mörg hundruð og þúsundirn
ar áður fyrr.
Stjórnendur þessarar ágætu
íþróttagreinar hafa margt reynt
til þess að efla á ný áhuga fyrir
frjálsum íþróttum en það hefur
gengið erfiðlega. Komið hefur
verið á landskeppni næstum ár
lega, en árangur verið slakur,
við höfum oftast tapað með mikl
um mun. Áhorfendum hefur
ekki fjölgað.
Keppni sú, sem hér hefst í
dag er enn ein tilraún FRÍ til
að efla gengi frjálsíþrótta í land
inu. Það er von okkar, að vel
takist um keppni þessa. í dag
eru samankomnir flestir beztu
frjálsíþróttamenn og konur
landsins til keppni um titilinn
„Bikarmeistari FRií“. Hér er um
stigakeppni að ræða. Þar sem
tvö beztu félögin í Reykjavík og
fjögur beztu héraðssamböndin
tefla fram sínu bezta liði.
Lokastaðan í bikarkeppninni
varð þessi: KR hlaut 137 stig
og varð því Bikarmeistari 1966,
HSÞ hlaut 108 stig, ÍR hlaut 99
stig, HSK hlaut 94 stig, HSH
hlaut 85 stig og UMSE 37 stig,
en þess ber að gæta, að það
mætti óvenju liðfátt til keppni.
Vegna rúmleysis nú verður að
bíða með að segja frá keppn-
inni þar til síðar.
Myndin er tekin fyrir nokkru þá er Pennel hinn bandaríski setti
nýtt heimsmet í stangarstökki. Hann stökk 5,34 m. og bætti sitt
eigið met.
England vann 33 gull,
24 sillur og 23 brons
Keino vann míluhlaupiÖ á 3:55.3
samveldisleikunum
brezku lauk um helgina i Kings-
ton á Jamaica. Ensku blöðin
lofa mest Keníumanrúnn Kip-
choge Keino sem sigraði glæsi-
lega í míluhlaupi á lokadegi
mótsins — og þótti það frábært
eftir hinn frækilega sigur yfir
Clarke í 3 mílna hlaupi.
Keino hljóp á 3:55.3 mín og
setti Samveldisleikjamet en það
eldra var síðan 1964 sett af
Bannister er fyrstur hljóp undir
10,000 morku
nppbót til
þeirra þýzku
STJÓRN þýzka knattspyrnusam
bandsins hefur ákveðlð að verð
launa þá 22 leikmenn er skipuðu
lið Þýzkaiands á HM í knatt-
spyrnu með 10 þús. marka verð-
launum hvern — að frádregnum
25 % skatti.
Lögð er áherzla á að verð-
launin séu ekki veitt í þakklæt-
isskyni fyrir silfurverðlaunin í
keppninni er leikmennirnir
unnu, heldur til að bæta þeim
upp fyrir missi sumarleyfis síns
hjá félögum sínum, en æfingar
HM liðsins hófust þegar er deild
arkeppninni lauk.
HELZTU afrek á meistara-
móti Finna í frjálsum íþrótt-
um voru 84.10 í spjóti hjá
Jorma Kinnunen og 7.95 í
langstökki hjá Stenius. _
4 mínútum.
Englendingar báru stærstan
hlut frá borði í keppniiini sem
spannaði 9 greinar íþrótta. Unnu
Englendingar 33 gullverðlaun,
24 silfurverðlaun og 23 bronz-
verðlaun. Ástralía varð 2. sæii
með 23 gull, 28 silfur og 22
bronz.
Keníumennirnir Keino og
Temu sem unnu 1, 3 og 6 milna
hlaupin eru stærstu „stjörnur“
frjálsíþróttakeppninnar.
70 óro hefð
breytt
f FYRSTA sinn í 70 ára sögu
ensku knattspyrnunnar verður
nú leyft að varamenn komi í
leikinn í stað slasaðra manna.
Var tillaga þess efnis samþykkt
á þingi enska knattspyrnusam-
bandsins á dögunum. Tillagan
var komin frá stjórn ensku deilda
keppninnar.
DANIR hafa tekið til við
deildarknattspyrnuna aftur.
Leiknir voru leikir er frestað
var í vor: Esbjerg vann KB
1-0, Köge vann AGF 4-2 og
B-1913 vann B 1903 7-2.
TATJANA Tsjelkanova stökk
6.96 m í langstökki kvenna í
Moskvu á sunnudag. Það er
20 sm Iengra en heimsmct
Mary Rand. Of mikill með-
vindur var svo afrekið fæst
ekki staðfest.