Morgunblaðið - 20.08.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.08.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIO I Laugardagur 20. ágúst 1966 BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 400. Kr. 3,50 per km. SÍMI 34406 SENDUM MAGIMUSAR skipholti 21 símar21190 eftir lokun simi 40381 Volkswagen 1965 og '66. LITLA bílaleigon Ingólísstraeti 11. Volkswagen 1200 og 1300. BlFRÍipJÍBICAHnnnn. jtuAots SIMI 33924 JÓN FINNSSON hæstaréttarlögmaður Sölvhólsg. 4 (Samb.hús, 3. h.) Símar 23338 - 12343. Sparitjáreigendur Avaxta sparifé á vinsaelan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11—12 lh. og 8—9 e. h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3 A. Sími 15385 og 22714. BOSCH Þurrkumótorar 24 volt 12 volt ö volt Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. — Simi 38820. 'Á' Hámarkstími við langferðaakstur Ekki er nokkur vafi á því að allir fylltust skelfingu er þeir lásu um hið voðalega slys sem átti sér stað nýlega 1 Vest- ur-Þýzkalandi, er langferðabíll ók út af brú á hraðbraut og fjöldi belgiskra barna beið bana. Ekki kom fram á frétt- um hver var orsök slyssins. Hitt hefur hinsvegar komið fram að ökumaðurinn hafði ekið lengur samfleytt, en regl ur fyrirtækis þess, sem hann ók fyrir, sögðu til um. Þetta vakti menn til umhugsunar um hvaða reglur gilda yfir- leitt í löndum Vestur-Evrópu um hámarksvinnutíma lang- ferðabílstjóra. Kom fram að víða gilda reglurnar um 400 mílna vegalengd, eða 6—8 klukkustundir í senn, ef hægt er farið yfir. í þessu sambandi hefir okkur dottið í hug að spyrja um hvaða reglur gilda um þetta hjá langferðabílstjórum. Við vitum að þeir aka ekki nema ákveðinn tímafjölda í dagvinnu en eru nokkur takmörk á því hve lengi þeir mega aka í eftir- og nætúrvinnu, eða hve lengi þeir mega halda áram 1 einni lotu? Þessir bílsjórar flytja skólaböm árlega í lang- ferðir um landið og munu oft- ast kennarar vera með í þess um ferðum og takmarka þá sjálfsagt tímann. Hitt er okk- ur ekki grunlaust um að það séu fleirri en 6—8 tímar sem hver bílstjóri ekur daglega. Ekki eru vegirnir okkar síður hættulegir, en víðast erlendis, þótt kannske megi segja með sanni að þeir séu svo hlykkj- óttir og holóttir, að erfitt muni að sofna undir stýrinu á ferð eftir þeim. Hvað sem um það er, þá er sjálfsagt að um þetta gildi reglur, ekki sízt þar sem svo til hvaða meiraprófsbílstjóri sem er getur fengið leyfi til aksturs langferðabíls og jafn- vel hafið rekstur slíkra bif- reiða. Velvakandi beinir því þeirri spurningu til yfirvald- anna, hvort um þetta gildi ein hverjar reglur, og sé svo, hvar er þá að leita þeirra? 'Ar Geta má þess sem vel er gert Kæri Velvakandi. Þó að Keflavíkurvegurinn sé ekki beinlínis efst á baugi um þessar mundir get ég ekki orða bundizt en verð að lýsa velþókn un minni á þessari ágætu braut. Ég skrapp suður eftir um dag- inn og það var hreinasta unun að aka eftir sléttum og tiltölu- lega beinum veginum. Vonandi verða fleiri slíkir vegir lagðir hér á landi á komandi tímum. Annað er líka þakkarvert í sambandi við Keflavíkurveginn og það eru vegavísarnir sem benda á hliðargötur og vega- mót. Þeir eru sérlega góðir og greinilegir. Svona vinnubrögð erú til fyrirmyndar — og þeim sé þökk sem verkið unnu. Drési. Léleuar þýðingar á kvikmyndatexta Hér kemur bréf frá kennara. „Þeir eru óþarflega margir sem telja lítt þarfa viðleitni þeirra manna, sem halda því fram, að brýn nauðsyn sé að halda stöðugan og strangan vörð um hreinleika íslenzkrar tungu. En sannleikurinn er sá að margar hættur steðja að þessu dæmalausa tungumáli sem aðeins fárra tugþúsunda þjóða, á jöðrum hins byggi- lega heims, talar og skilur. í þessu stutta bréfi verða þessar hættur ekki raktar. Aðeins skal á það bent, að mikill voði er talinn stafa af lélegum þýðing- um úr erlendum málum, í blöð um og bókum. En núna fyrir nokkrum dög- um opnuðust augu mín fyrir nýrri árás úr nýrri átt, Ég skapp í bíó. Kvikmyndinni fylgdi svokallaður íslenzkur texti. Og hvílíkur texti, drott- inn minn sæll og ljúfur! Hann var vægast sagt argasta hneyksli (textahöfundur virðist ekki þekkja það orð- notar orð- skrípið „skandali“ í staðinn). Þarna úði og grúði af dansk- og enskkynjuðum slettum, fer- legum málvillum og jafnvel ein földum beygingarvillum. Á áhorfendabekkjum sátu svo unglingarnir hópum saman og sulgu þetta góðgæti í sig með áfergju. Það er hastarlegt fyrir okk- ur veslings íslenzkukennarana, sem berjust stöðugri baráttu við málspjöllin og kostum kapps um að innræta nemend- um okkar virðingu fyrir móður málinu, að sjá það blasa við af kvikmyndatjaldinu, sem við berjumst harðast gegn. Og við þurfum ekki að ganga þess duldir, að sá kennari er drýgri til árangurs en við. Unga fólkið tekur fræðslu kvikmyndarinn- ar fyrirhafnarlaust og veitir henni fúslegar viðtöku en þreyt andi ítroðslu kennslustofunnar. Hér er alvarleg hæíta á ferð um. Hreinn voði. Lúta svona endemis textar alls ekki yfir- ráðum hins margumrædda kvikmyndaeftirlits? Hafa kvik- myndahúsaeigendur engar skyldur gagnvart móurmálinu? Er þeim heimilt að ráða sóða og bögubósa til svo ábyrgðar mikils starfs? Nei, hér verða að vera tab mörk. Ég skora hér með á menntamálaráðuneytið að setja þegar í stað strangar reglur um samningu kvikmyndatexta á íslenzku, svo að tryggt verði að til þeirra sé vandað. Ella verði sýningar stöðvaðar og kvikmyndahúsaeigendur látnir sæta ábyrgð. Nauðsyn íslenzkr ar tungu krefst þess. Ragnar Jóhannesson. ATVINNA Óskað er að ráða einhleypan, roskinn mann, sem húsvörð í nýbyggingu. Góður aðbúnaður á staðnum. Tilboð óskast sent afgr. Mbl. fyrir 25. þ.m., merkt: „Skyldurækinn — 4739“. Maður óskast til starfa hjá einu stærsta bifreiðaumboði bæjar- ins. — Þárf að hafa einhverja þekkingu á bílum. Tilboð, merkt: „Traustur 4913“ sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld. Lokað verður laugardaginn 20. ágúst frá k!. 10 f.h. vegna útfarar frú SOFFÍU WEDHOLM. Gufupressan Stjarnan hf. Laugavegi 73. ... HRÍK upplýsingar í sí IwERÐ ÍRSÁRDALUR REYKJAVÍK / ma 22300 MORCUMBLAOIB ■ ■ ■ VIÐEYJARFERÐ Heimdallur F. U. S., efnir til ferðar í Viðey nk. sunnudag, 21. ágúst, kl. 2 e.h. Árni Óla, ritstjóri, segir frá sögu staðarins. Þátttaka tilkynnist í síma 17102 kl. 1—5 e.h. í dag. Stjórn HEIMDALLAR. ■ ■ .. ■ ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.