Morgunblaðið - 20.08.1966, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 20. agúst 1968
5
ÖR
ÖLLUM
ÁTTUM
í DAG opnar einn þekkt-
asti „portrait“-ljósmynd-
ari borgarinnar ljósmynda
sýningu í sýningarsal
Menntaskólans. Þetta er
Jón Kaldal. Mun þetta í
fyrsta sinn sem ljósmynd-
ari setur hér upp sýningu
einn, en samsýningar hafa
verið haldnar hér áður.
Jón, og kona hans, Guðrún
Kaldal, hafa unnið að þessari
sýningu í frístundum sínum,
einkum um helgar, frá þvi í
vetur sl. Sem kunnugt er
Frú Guðrún og Jón Kaldal fyrir framan myndir af Kjarval, sem teknar eru á síðustu 30 árum,
eða þar um bil, af listamanninum. (Ljósm.: Ól. K. M.)
Kaldal heldur Ijós
myndasýningu
lenti ljósmyndastofa Kaldals í
bruna fyrir skömmu og
skemmdist þá mikið af safni
hans. Vinnan hefir farfð í að
endurbæta skemmdir á
myndasafni hans og síðan
velja úr því til þessarar sýn-
ingar.
Á þessari sýningu eru 72
myndir, margar af kunnum
borgurum lífs og liðnum og
eru myndirnar unnar fyrst og
fremst sem listaverk, enda
unun að sjá frágang sýningar-
innar allrar.
Jón Kaldal hóf nám árið
1916 í ljósmyndagerð. Hér
heima stundaði hann námið í
tvö ár, en fór síðan utan dl
Kaupmannahafnar og vann
þar allt til 1925, er einn vina
hans keypti fyrir hann ljós-
myndastofu hér í Reykjavík
og fluttist Jón þá heim.
Þegar hér heima, fyrir 1918,
er Jón fór utan, hafði hann
getið sér frægð sem íþrótta-
maður og hann átti enn eftir
að bæta miklu við þá frægð á
erlendri grund. Alla tíð síðan
hefir Jón Kaldal verið mikill
og góður starfskraftur í
iþróttahreyfingu höfúðiborgar
innar. Lasleiki hamlaði hon-
um frá því að stunda íþrótt-
irnar til langframa, en áður.
en það kom til hafði hann
unnið stórkostleg afrek, á er-
lendri grund, og standa sum
þeirra enn í dag, sem íslands-
met.
Jón Kaldal sagði að sýning
þessi væri á engan hátt gróða
fyrirtæki og engin myndanna
er til sölu .heldur aðeins til
gamans og frístundaverk
þeirra hjóna.
— Þessar „typur“ fáum við
aldrei aftur, sagði Jón í sam-
tali við blaðið, — eins og
þessa karla með skeggið og
fleiri.
Það má segja að Jón hafi
unníð og geymt í sínum fórum
fleiri en eina kynslóð manna,
sem við eigum aldrei eftir að
sjá framar.
Sýningin verður opin frá
kl. 4 í dag og a.m.k. næstu 10
daga.
Jón Kaldal og frú Guðrún ásamt börnum sínum.
Mynd á sýningarskrá Jóns Kaldal á ljósmyndasýningu þeirri
er hann heldur nú í sýningarsal Menntaskólans.
Verð aðgöngumiða:
Stúka kr. 100,00
Stæði — 75,00
Börn — 25,00
BIKARKEPPNI EVRÓPULIÐA
VALUR - STANDARD
Bikarmeistarar VALS keppa við belgisku Bikarmeistrana STANDARD DE LIÉGE
á Laugardalsvellinum, mánudaginn 22. ágúst, kl. 19,30.
Sala aðgöngumiða hafin við Útvegsbankann. — Forðist biðraðir við leikvanginn og kaupið
miða tímanlega.
Knattspyrnufélagið VALUR.