Morgunblaðið - 20.08.1966, Blaðsíða 3
liaugarðagur 20. ögúst 1966
MUKb U N 0 LMtílU
o
64 skip með 13.276 tonn:
Mesta síldveiði sem sögur fara
af miðað við fjölda veiðiskipa
SÍLDARAFLINN á fimmtu- ,
dag aðfaranótt föstudags er sá
mesti, sem sögur fara af miðað
við fjölda veiðiskipa. Alis fengu
64 skip 13.276 tonn (132.760 tunn j
ur). Mesti afli sem fengizt hefur
á einum sólarhring, fékkst 12.
júlí 1964, en þá var afli 119
skipa 110.480 mál og tunnur,
eða 14.210 tonn. |
Mesta afla fékk Gísli Arni, RE 1
skipstjóri Eggert Gíslason eða
370 tonn. Jörundur II. RE fékk I
330 tonn, en í skýrslunni er hann
talinn hafa 400 tonn en það kem
ur til af því, að skipið losaði '
70 tonn í flutningaskip þann
sólarhring.
Þessi mikli síldarafli fékkst á
tveim veiðisvæðum, um 200 !
mílur norðnorðaustur af Raufar
höfn og 120 mílur suðaustur af
Seley. Skipin sigldu með aflann
til hafna allt frá Siglufirði til
syðstu hafna á Austfjörðum.
i Síldarbragur á Siglufirði
Nokkur skipanna héldu til
Siglufjarðar með aflann, en 20-
30 tíma sigling er þangað af
miðunum út af Raufarhöfn.
Fréttaritari Mbl. á Siglufirði
sagði í gær, að síldarbragur væri
nú kominn á Siglufjörð. Asbjörn
og Siglfirðingur hefðu komið um
miðjan dag með fullfermi og
væri söltun þegar hafin á tveim
plönum. Saltað yrði á 8 plönum
þá um kvöldið og nóttina og
hefði ekki verið saltað á svo
mörgum plönum þar í bæ árum
saman.
Frétaritarinn bjóst við söitun
alla nóttina og allir sem vettlingi
gætu valdið tækju þátt í henni,
en aðeins heimafólk og líklega
einhverjir frá Hofsósi.
Kvað hann líf í tuskunum á
Siglufirði, fólkið væri mjög á-
nægt að fá síld aftur, enda
væri þetta góð og falleg síld
sem skipin kæmu með.
Stanzlaus söltun á Raufarhöfn.
Á Raufarhöfn var í gær saltað
á öllum söltunarplönum 10 tals
ins. Vinnur fólkið á meðan það
stendur uppi, en í gær kom fólk
frá Reykjavík, Akureyri og reynt
var að smala saman fólki í sveit
unum til að vinna við söltunina.
Um 15 skip voru við bryggjur
í gær. Tekið var úr þeim í söltun
sem unnt var, en afgangurinn
fór í sildarbræðsluna. Síldin er
mjög stór og falleg. Var henni
landað beint í kassana, en síð-
degis var samt tekið að bera á
misjafnri síld, sem þurfti að j
setja í flokkunarvélar, en þá
gengur söltunin seinna fyrir sig
Síldarbræðslan á Raufarhöfn
átti að taka til starfa í gær-
kvöldi, en þróarrými hennar er
um 10 þúsund tonn. Voru þrærn
ar nær tómar.
Veiðiveður var gott á miðun
um í gærdag en nokkur kalsi.
Um 20 tíma sigling er fyrir
skipin til Raufarhafnar.
Hér fer á eftir listi LÍÚ um
afla skipanna í fyrrinótt:
Raufarhöfn:
Lestir
Snæfell EA 250
Þorleifur OF 25
Búðaklettur GK 250
Lómur KE 250
Hamravík KE 210
Árni Magnúss. GK 235
Gunnar SU 240
Sólfari NK 210
Ingiber Ólafsson GK 290
Siglfirðingur 220
Gjafar VE 270
Elliði GK 210
Víðir II. GK 200
Guðrún Þorkelsd. SU 220
Loftur Baldvinss. EA 250
Ingvar Guðjónss. SK 270
Guðm. Péturs IS 240
Þrymur BA . 210
Framnes IS 170
Árni Geir KE 125
Þórður Jónsson EA .70
Náttfari ÞH 220
Helgi Flóvetnss ÞH 230
Dagfari ÞH 280
Ásþór RE 180
Guðbjartur Kristján 200
Sóley IS 280
Sæþór OF 180
Guðrún Guðleifsd. IS 280
Jörundur II. RE 400
Guðbjörg OF
Björgúlfur EA
Sigurvon RE
Ól. Friðbertsson IS
Sigurfari AK
Helga Guðmundsd. IS
Gullfaxi NK
Grótta RE
Auðunn GK
Guðbjörg IS
Gísli Árni RE
Pétur Thorsteinss.
Guðbjörg' GK
Hannes Hafstein EA
Dalatangi:
Helga Björg HU
Heimir SU
Ögri RE
115 , Sæfaxi II. NK 150
240 ; Kristján Valgeir 250
270 Húni II. HU 140
210 Þorbjörn II. GK 110
170 ísleifur IV VE 160
240 J Baldur EA 100
220 i Hólmanes SU 220
240 Æskan SI 110
260 Gullberg NS 140
145 Guðrún Jónsdóttir IS 170
370 Örn RE 280
260 Snæfugl SU 100
180 Sveinbj. Jakobss. SH 160
240 Mímir IS 50
Siglufjörður:
130 Sigurborg SI 240
250 Haraldur AK 230
210 Eldborg GK 250
inn í Grund-
crfirði drukknaði
Grundarfirði, 19. ágúst.
SVO sem frá var skýrt í Morgun
blaðinu í gær, hvarf sex ára
drengur í Grundarfirði að heim-
an frá sér um kl. 2 eða 3 á
Hinrik Hinrlksson,
fimmtudag. Þegar foreldrar
drengsins var farið að lengja
eftir drengnum, var hafin víð-
tæk leit og tóku allir, sem heima
voru þátt í henni.
Ennfremur komu leitarflokk-
ar firá Stykkishólmi og Ólafsvík
og hjálparsveit skáta sendi menn
með leitarhund. Þá var og haft
samband við Hannes Hafstein hjá
SVFÍ og bauð hann alia þá að-
stoð, sem að gagni mætti koma.
— En um hálf tvö í nótt fannst
litli drengurinn drukknaður við
bátabryggjuna í Grundarfirði.
Hann hét Hinrik Hinriksson,
sonur hjónanna Ragnheiðar Ás-
geirsdóttur og Hinriks Elbergs-
sonar skipstjóra. Hinrik litli mun
hafa verið einn á ferð niður á
bryggju, þegar slysið varð.
Alla íbúa byggðariagsins setti
hljóða við þetta sviplega slys og
sár harmur er kveðinn að for-
eldrum og systkinum litla drengs
ins, ekki sízt þegar haft er í
huga, að nýlátinn er móðurafi
drengsins og liggur nú á líkbör-
um. — Emil.
Miklar framkvæmd-
ir á Bíldudal
— Senn lokið hafnarframkvæmdum
MIKLAR framkvæmdir eru nú á
Bíldudal. Verið er að ramma
niður 190 metra langt stálþil i
höfnina, og mun það bæta að-
stöðu skipa í höfninni til muna.
Er áætlað að verkinu verði lokið
um mánaðamótin október-nóv-
ember, og munu þá öll íslenzk
skip að undanteknu Hamrafellinu
geta lagzt að bryggju í Bíldudal.
Vitamálastjórnin sér um verkið.
Verkstjóri er Bergsveinn Breið-
fjörð.
Kennsla mun í haust hefjast í
hinum nýja og glæsilega barna-
og unglingaskóla í Bíldudal.
I náinni framtíð verður sam-
kvæmt áætlun byggt leikfimi-
hús við skólann, svo og sundiaug.
Hingað til hefur kennsla farið
fram í gamla barnaskólanum,
sem byggður var 1896, og mun
vera ein elzta skólabygging
landsins í notkun fram á þennan
dag. Verður það æsku Bíldudals
mjög til hagsbóta á næstu árum
að geta sótt hinn nýja og vistlega
skóla.
Eyjólfur Þorkelsson, hinn ný-
kjörni sveitarstjóri á Bíldudal,
tjáði Morgunblaðinu í gær,
að í ár hafi verið lögð útsvör
á bæjarbúa að upphæð 2Vá
milljón króna, og er það einni
milljón meira en lagt var á
sömu höfðatölu á síðastliðnu ári.
Sagði Eyjólfur, að þetta sýndi
hve almenn velmegun er á Bildu-
dal. Er afkoma fólks mjög góð
enda mikil vinna á staðnum,
meira en bæjarbúar geta sjálfir
annað. Er vinnuaflsskortur geysi-
legur. Dágóður afli hefur fengizt
á snurvoð að undanförnu í Bíldu-
dal. Gott veður er á staðnum,
logn og blíða.
0 Kafarar eru enn að bjarga
dýrgripum úr víkingaskipinu
VASA — sem er frá 17. öld.
I dag fundust beinaleifar og
hálfs annars meters há haf-
frúarstytta, sem skreytt hefur
stefni skipsins. Talið er að um
50 manns hafi farizt með
VASA, er skipið fórst 10. ág.
1628.
ST\KSIII\\I!
Aístaða Hennanns
og Lúðvíks
í ræðu, sem Bjarni Benedikts-
son, þáverandi dómsmálaráð-*-
herra, flutti við útvarpsumræð-
ur á Alþingi um landhelgissamn
ingana 1961, benti hann m.a.
á afstöðu Hermanns Jónassonar
og Lúðvíks Jósepssonar til þess
að skjóta ágrciningi um land-
helgismálin til Alþjóðadómstóls
ins eða gerðardóms, og sagði:
„Þegar deilt var við Breta
um reglugerðina frá 19. marz
1952, þar sem nýjar grunnlínur
voru aðalatriðið, lagði þáverandi
ríkisstjórn, sem skipuð var
Steingrími Steinþórssyni, Her-
manni Jónassyni, Eysteyni Jóns
syni, ólafi Thors, Birni Ólafs-
syni og mér, til, að þeim ágrein
ingi yrði skotið til alþjóðadóm-
stólsins. Þá voru það Bretar,
sem ekki vildu fallast á þá máls
meðferð, heldur tóku upp lönd-'
unarbann á íslenzkum isvörðum
fiski í þess stað. Á Genfarráð-
stefnunni fyrri 1958, þegar
vinstri stjórnin undir forustu
Hermanns Jónassonar sat vif
völd á íslandi, og Lúðviit
Jósepsson réði meðferð land-
helgismálanna, lét hún leggja
fram tillögu um rétt strand-
ríkis til ráðstafana utan við
sjálfa fiskveiðilögsöguna.
í þeirri tillögu var eitt megin
atriðið, að ef ágreiningur yrði,
skyldi gerðardómur skera úr.
Sú tillaga náði þó ekki sam-
þykki, en var á ný flutt á ráð-
stefnunni 1960, þá að tilhlutan
núverandi stjórnar, en með sam
þykki allra íslenzku fulltrúanna
á Genfarráðstefnunni, þar á
meðal Hermanns Jónassonar og
Lúðvíks Jósepssonar. Þannig var
það tvivegis berum orðum gert
að beinni tillögu af íslands hálfu
á alþjóðavettvangi, að ráðstaf-
anir utan 12 mílna fiskveiðilög- .
sögu yrðu ekki gerðar nema
ágreiningur út af þeim yrði bor-
inn undir dóm. Þess vegna var
ekki um það að villast, að AI-
þingi tslendinga hefur talið
þörf á viðurkenningu annarra
á ráðstöfunum utan 12 mílna
fiskveiðilögsögu og íslenzkar
ríkisstj irnar hafa fyrr og síðar
boðið fram, að þann ágreining,
sem af slíkura ráðstöfunum staf
aði, skyldi útkljá með dómi,
ýmist sjálfum Alþjóðadómstóln-
um eða af gerðardómi. Ef um
gerðardóm eða alþjóðadómstól-
inn er að velja, er augljóst, að
okkur er meiri trygging í
ákvörðunum hins síðarnefnda.
Hann er hæfasta stofnunin, sem
til er til þess að skera úr því
hver séu gildandi alþjóðalög. >
Hingað til hefur enginn haldið
því fram, að við gætum eða
ættum að gera frekari ráðstaf-
anir til stækkunar landhelginn-
ar nema í samræmi við alþjóða
lög. í umræðunum um land-
helgismálið á fyrri hluta þessa
þings lýsti Hermann Jónasson
t.d. hvað eftir annað yfir því,
að þær ráðstafanir ættu að vera
í samræmi við alþjóðalög, og
þar yrðum við eingöngu að fara
efíir alþjóðalögum". .
Viðurkenning
á 12 mílunum
Á Genfarráðstefnunum 1958 >-
og 1960, reyndu íslendingar að
fá 12 mílna fiskveiðilögsögu við
urkennda sem aiþjóðareglu. Það
tókst ekki, en hins vegar viður-
kenndu Bretar 1961 12 mílna
fiskveiðilögsögu íslands, án þess
að þar væri um alþjóðareglu
að ræða, og um leið og íslend-
ingar lýstu því yfir að þelr
mundu vinna áfram að frekari
útfærslu fiskveiðilögsögunnar.