Morgunblaðið - 20.08.1966, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.08.1966, Blaðsíða 12
12 MORGU NBLAÐIÐ ) Laugardagur 20. ágúst 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík, Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðaistræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. 1 lausasöiu kr. 5.00 eintakið. MARKAÐSMÁLIN Ý gær skýrði Morgunblaðið frá því, að nýr tollur hefði verið settur á innflutning ís aðs og frosins fisks í Þýzka landi, en hingað til hefur ver- ið leyft að flytja inn án tolla 14 þúsund tonn á tímabilinu 1. ágúst til 31. desember og ufsa til 28. febrúar. Þessi á- kvörðun er tekin að tilhlutan Efnahagsbandalagsins. Loftur Bjarnason, formaður Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda, sagði í viðtali við Morgun- blaðið í gær, að þessi ákvörð- un Efnahagsbandalagsins væri enn eitt áfall fyrir ís lenzku togaraútgerðina, sem þegar berðist í bökkum. Ákvarðanir um tollkvóta sem þessa, hafa verið teknar af Efnahagsbandalaginu til eins árs í senn, og hefur það stöðugt minnkað þá. íslend- ingar hafa á undanförnum ár um flutt til Ítalíu skreið og saltfisk tollfrjálsa að á- kveðnu marki. Ef sá tollkvóti yrði felldur niður, yrðum við að greiða 13% toll af þessum útflutningi. Það mundi e.t.v. ekki koma mikið niður á skreiðarsölu, þar sem íslend- ingar ásamt Norðmönnum eru einu aðilarnir, sem flytja skreið til Ítalíu, en slík tolla- hækkun mundi hafa áhrif á saltfisksölu til Ítalíu, því að Þjóðverjar og Frakkar mundu vafalaust hugsa sér til hreyf- mgs á þeim markaði. En hækkanir á ytri tollum Efnahagsbandalagsins eru ekki einu erfiðleikar útflutn- ingsatvinnuvega okkar á Evr- ópumarkaðnum. Eins og oft um* hefur verið vakin athygli á, hafa innbyrðis tollalækkanir EFTA-ríkjanna valdið marg- víslegu óhagræði fyrir út- flutningsatvinnuvegi okkar og stuðlað að óeðlilegum við- skiptaháttum. Þannig hafa Danir t.d. keypt síldarlýsi í vaxandi mæli af íslendingum á því verði sem við getum fengið fyrir það á Bretlands- markaði, blandað því saman við eigið síldarlýsi og flutt út til Bretlands á hærra verði vegna lægri tolla innan EFTA ríkjanna. Efnahagsbandalags- ríkin hafa tekið upp ríka toll- verndarstefnu gagnvart land- búnaði sínum, og ýmislegt bendir til þess, að þau hafi tilhneigingu til þess að taka upp svipaða stefnu á sviði sjavarútvegsins. Þetta eflir að sjálfsögðu viðskipti innan Ef nahagsbandalagsr í k j anna, en óneitanlega er þetta mjög Þrándur í Götu frjálsra við- skipta í heiminum, og hinar svonefndu Kennedy-viðræður hafa einmitt stefnt að því að ná fram gagnkvæmum lækk- unum á ytri tollum, en því miður hefur ekki orðið veru- legur árangur af þeim við ræðum, enn sem komið er. Þessa þróun í málefnum við skiptabandalaganna í Evrópu hefur verið auðvelt að sjá fyrir, og þess vegna þurfa tíð- indi sem þessi ekki að koma okkur á óvart. Þau undir- strika hinsvegar það sérstaka vandamál, sem ísland á við að etja, að standa utan beggja þessara viðskiptabandalaga, og nauðsynlegt er að við ger- um okkur grein fyrir þessum vandamálum og hvernig á að bregðast við þeim. Ekki þýð- ir að fljóta sofandi að feigðar- ósi, og bíða þess aðgerðar- lausir, að tollamálum Efna- hagsbandalagsins og EFTA- ríkjanna verði háttað á þann veg, að íslenzkar útflutnings- afurðir á þessum mikilvægu mörkuðum verði vegna hárra tolla eða innbyrðis toll- frelsis ríkjanna, svo háar í verði, að þær verði ekki leng- ur samkeppnisfærar á þess- um þýðingarmiklu mörkuð- um okkar. Þetta undirstrikar einnig mikilvægi starfs þeirra manna, sem af íslands hálfu hafa fylgzt með þessari þró- un og leitazt við að gera ai- menningi grein fyrir afleið- ingum hennar fyrir hags- muni íslands. Þessi þróun ger ir einnig þá kröfu til okkar, að við rekum ábyrga utan- ríkisstefnu, þar sem af skyn- semi og hófsemi sé tekið til- lit til hinna margvíslegu hags muna íslands í viðskiptaleg- um og stjórnmálalegum efn- STAÐA ATVINNU- VEGANNA F'orsíðu Þjóðviljans og for- ustugrein í gær er varið til árása á Morgunblaðið af litlu tilefni. í forustugrein Mbl. sl. fimmtudag var vakin athygli á því að Hagráð hefur að undanförnu fjallað um skýrslu, sem Efnahagsstofn- unin hefur lagt fyrir það um ástand og horfur í efnahags- málum, en jafnframt var skýrt tekið fram, að skýrsla þessi hefði ekki enn verið gerð opinber. Hinsvegar vakti Morgun- blaðið athygli á því, að þær upplýsingar, sem þegar liggja opinberlega fyrir um horfur í efnahags- og atvinnumálum bendi til þess, að ekki sé grundvöllur fyrir frekari hækkun kaupgjalds að sinni, en mikilvægt, að sá ávinning- ur, sem náðst hefur á sl. tveim ur árum með 15—20% aukn- UTAN ÚR HEIMI Lin Piao gengur nú ugglaust næstur Mao „Hienningarbyltingin44 virðist hafa veitt honum skjótan frama Belgrad í ágúst — AP Júgóslavneska fréttastofan Tanjug hefur í fregnum sín- um frá Peking skýrt frá því, að Lin Piao, hermálaráðherra Kína, hafi ljóslega borið sig- ur úr býtum á nýafstöðnum 11 daga fundi í miðstjórn Komm únistafiokks Kína, og sé nú uggiaust maður sá, sem næst- ur stendur Mao Tse-Túng, að völdum. Fréttaritari júgóslavnesku fréttastofunnar segir, að þetta sé með öllu ljóst af þeirri stað reynd, að í tilkynningu þeirri sem út var gefin um fundinn í Peking, er nafn Lins eina nafnið, sem nefnt er fyrir utan Mao Tse-Tung. f tilkynningu þessari er Lin Piao nefndur skapari stefnu, sem hafi „gífurlega þýðingu fyrir Kína“, fyrir framtíð landsins og byltingarhreyfing- ar heimsins alls. Tanjug segir, að því sé nú ljóst, að „erfingjaröð" Mao Tse-Tung í Kína hafi nú færst marskálknum í vil, í bili a.m.k. Fréttastofan hefur það einn ig eftir góðum heimildum, að á fundinum hafi Lin Piao verið skipaður í embætti fyrsta varaforseta miðstjórnar innar, en til þessa hefur ver- ið álitið að forseti landsins, Liu Shao-Chi, hafi og gegnt því embætti. Sé þetta rétt, leikur lítill vafi á því lengur, hver nsestur gangi Mao að völdum í land- inu. „Ýmsar fregnir, sem fleygar hafa verið að undanförnu um að dregið hafi úr áhrifum / kínverska hersins og borgar- ar hafi færst í aukana sýnast því úr lausu lofti gripnar", segir Tanjug. Eitt af þvi, sem og vakti athygli fréttaritara Tanjug, var að í hinni opinberu til- kynningu um miðstjórnarfund inn var ekki einu orði vikið að breytingum þeim, sem orið hafa á skipun embætta í Kína að undanförnu. Hefði mið- Lin Piao stjórnin raunar átt að vera æðsti dómstóll í þeim efnum. Þá segir fréttaritari Tanjug að annað verði ekki ráðið af tilkynningunni um miðstjórn arfundinn en að Mao Tse- Tung hafi petsónulega verið upphafsmaður að öllum þeim aðgerðum, sem átt hafa sér stað á milli tveggja síðustu miðstjórnarfunda, og er hér átt við „menningarbyltingu öreiganna", eða hreinsun þá, sem átt hefur sér stað í Kína að undanförnu. Bent er á það, að í tilkynningunni frá fund- inum hafi opinberlega verið endurteknar allar helztu árás ir Pekingstjórnarinnar á leið- toga Sovétríkjanna, og gæti hér enn persónulegra áhrifa Mao. Borba, aðalmálgagn júgó- slavneska kommúnistaflokks- ins, sagði í ritstjórnargrein sl. miðvikudag, að ljóst væri að öidur „menningarbyltingar- innar“ hafi fleytt Lin Piao skjótlega á tindinn. Þann 1. júlí sl. hafi hann verið talinn fjórði maður, á eftir Liu Shao- Chi og Chonu En-Lai, for- sætisráðherra. Blaðið segir, að Lin Piao, sem erft hafi hermálaráðherra stöðuna frá Peng Teh-Huai í október 19-60, hafi lagt meiri áherzlu á pólitík en herstjórn- arvísindi, en hinsvegar hafi hershöfðingar þeir, sem „hreinsaðir“ hafa verið úr hernum, verið þeirra skoðun- ar, að hermenn skyldu vera hermenn, og verja tíma sín- um til fullkomnunar í þeim efnum fremur en öðrum. „Hershöfðingjarnir, sem andsnúnir eru því, að tignar- stig séu afnumin í hernum, heyrast nú ekki nefndir á nafn lengur, en þeir eru sagð ir stjórna samyrkjubúum og minniháttar verksmiðjum“ sagði Borba. treystur svo sem kostur er. Þær upplýsingar, sem Morg- unblaðið á hér við eru auð- vitað ekki úr skýrslu Efna- hagsstofnunarinnar til Hag- ráðs, sem ekki hefur verið gerð opinber, og Morgunblað- ið hefur aldrei gefið í skyn að þessar upplýsingar séu þaðan runnar, heldur eru það ein- faldlega þær upplýsingar, sem þegar liggja opinberlega fyrir um verðlag á útflutn- ingsafurðum okkar og um af- komuhorfur atvinnuveganna. Stjórnarandstæðingar hafa sjálfir haldið því fram að allt sé í kalda koli í atvinnulíf- inu. Það er raunar rangt, en hinsvegar er ljóst, að staða atvinnufyrirtækjanna er slík, að þau þola ekki frekari kauphækkanir. Það er því af litlu tilefni. sem kommúnistablaðið fárast yfir ummælum Morgunblaðs- ins um þessi mál, en það mun svo koma í ljós, þegar skýrsla Efnahagsstofnunarinnar til ingu kaupmáttar launa verði Hagráðs verður birt hvort Loreley hæfftir framleiðslu hörð samkeppni erl. kex á markaðinum STARFSEMI kexverksmiðjunn- ar Loreley á Akureyri hefur ver- ið lögð niður. Höfðu eigendur verksmiðjunnar átt í erfiðleik- um um tíma vegna aukinnar sölu erlends kex á innlendum niðurstöður hennar eru þær sömu, sem Morgunblaðið hef- ur dregið af þeim upplýsing- um, sem þegar liggja fyrir. En Mbl. mundi auðvitað fagna því, ef skýrsla Efna- hagssstofnunarinnar til Hag- ráðs leiddi í ljós betri stöðu atvinnuveganna. markaði, og ákveðið því að hætta framleiðslu, þar sem sam- keppnin reyndist of hörð. Aðaleigandi Loreley var Guð- mundur heitinn Tómasson, og hafði hann, skömmu fyrir and- lát sitt nýlega, leigt verksmiðju- húsið Jó,ni Loftssyni h.f. undir bílaverkstæði og bílaumboð. Allar vélar verksmiðjunnar eru nú til sölu, þar á meðal bök- unarofn, hrærivélar, pökkunar- vél og sykurmölunarvél. Starfsfólki vertksmiðjunnar, 20 talsins, hefur verið sagt upp, og hefur það leitað sér atvinnu á öðrum stöðum. Á síðastliðnu ári greiddi eigandi Loreley tæpa xnilljón krónur í vinnulaun. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.