Morgunblaðið - 20.08.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.08.1966, Blaðsíða 23
Laugarðagur 20 Sgúst 1966 MORGUNBLAÐIÐ 23 Bilainnflutningurinn hefur aldrei veriS meiri en á þessu ári. Heita má að með hverri ferð t.d. frá Bandaríkjunum, komi skipin með bila á dekki. Þessi mynd var tekin fyrir nokkru er Fjallfoss var nýkominn upp að bryggju úr Amerikuferð. Hann kom með marga jeppa á dekki. — Pravda Framhald af bls. 1 in sögð hafa tekið upp nýja stefnu, fjandsamlega Noregi. „Það er opinbert leyndarmál", segir , „Pravda“, að undanfarið hefur verið hart lagt að Norð- xnönnum að styrkja varnir sínar í norðri“. Siðan segir, að það sé athyglisvert, þegar litið sé á skrif blaða um það, sem fram fari í Noregi, að þar sé sagt frá framkvæmdum, sem „erlendir“ aðilar vinni við. Sé þar um að ræða erlendar herstöðvar í ná- grenni landamæra Noregs og Sovétríkjanna. Segir „Pravda" að slík skrif urn slíkar aðgerðir hljóti að vekja miklar grunsemdir, og sé ekki við öðru að búast en að til komi skrif og umtal í Sovétríkj- unum. Hver þarfnast slíkrar þró- unar“ segir „Pravda“. „Hver hefur áhuga á því í Noregi, að endurvakin sé grýlan um „hætt- una í austri“, og vopnin lögð upp í hendur þeirra, sem sífellt leitast við að gera verri sambúð Sovét- ríkjanna og Vesturlanda“. Þá segir „Pravda“, að skrif „Handels- og Sjöfarts- Tidende“ um, að sovézkur . almenningur skilji ekki sjónarmið Norðmanna, þegar um sé að ræða herstöðvar í Noregi, þjóni ekki neinum heið- arlegum tilgangi. Það sé mörgum kunnugt I Sovétríkjunum, að til séu þeir í Noregi, sem ekki fylgi stefnu þeirra manna, sem þjóna vilji tilgangi Atlantshafsbanda- lagsins þar. Segir síðan höfund- ur greinarinnar í „Pravda", Kuznetsov, að verið sé að slá ryki í augu almennings með því að halda því fram, að „hættan í austri“ sé ekki minni en áður. Greininni í málgagni sovézka kommúnistaflokksins lýkur með því, að Sovétríkin hafi ætíð verið velviljuð Noregi, og það sé því fyrst og fremst þess vegna, að mótmælt sé því, á. hvern hátt áðurnefnd norsk blöð hafi skrifað að undanförnu um umrædd mál- efni. — Nýir timar Framhald af bls. 1 maður um vísindi og framfa.rir. • Chang Chih-Chung, eitt sinn hershöfðingi (Kuomingtang), og varaforseti varnarráðs alþýðu- lýðveldisins. • Li Ching-Chuan, maður sem gegnt hefur þýðingarmiklum embættum, meðal annars í fram kvæmdanefnd kommúnista- flokksins. Greinilegt er, að miklar breyt ingar hafa átt sér stað í „menn ingarbyltingunni" undanfarið. Lin Piao, sem skýrt hefur verið frá í fréttum undanfarið, A myndinni er Frigga (t.y.) ásamt þeim Robin, írskum úlf- hundi, sem einnig lék í „Rauðu skykkjunni, og Pétri Iljálmars syni tilraunastjóra. -- Læknanemi Framhald af bls. 24 Með kvikmyndafólkinu var Kristján Tómas Ragnarsson stud. med., sem jafnframt var „stadisti" í kvikmyndinni, og til hajds ef eitthvað kæmi fyrir meðal kvikmyndafólks- ins. Brá Kristján Tómas skjótt við er hann sá hvernig komið var, og hóf þegar lífgunartil- raunir á FRIGGU, með blást- ursaðferðinni og með hjarta- nuddi. Liðu aðeins tvær mín- útur þar til líf fór að færast í tíkina. Rankaði hún skömmu síðar við sór. Hún var látin halda kyrru fyrir um daginn, og jafnaði sig loks alveg. Léik hún sitt „hlutverk“ eftir þetta með prýði. — Surtsey Framhald af bls. 24. kl. 20,30 í gærkvöldi, og sagðist honum svo frá: — Ég vaknaði við jarðskjálfta um sjöleytið í morgun, en hugði ekkert nánar að, þar sem jarð- hræringar eru algengar hér. Ég fór svo í eftirlitsferð eftir hádeg ið og uppgötvaði þá gosið. Ég get ekki sagt nákvæmlega um hvenær það byrjaði en geri ráð fyrir að það hafi verið í morg- unsárið. Annars er hér jarð- skjálftamælir og er ekki ólík- legt að vísindamennirnir sem hingað komu í kvöld, geti séð á honum hvenær gosið byrjaði. — Hvað er hraunelfurin orð- inn löng? — Hún er orðin á að gizka 500 metrar á lengd, 100 metrar á breidd og víðast hvar þriggja metra þykk. Má segja að hún sé um það bil hálfnuð á leið til sjávar. — Hefur gosið aukizt frá því að þú fyrst uppgötvaðir það? — Já, það færist sífellt í auk- ana og mér virðist að úr þessu geti orðið talsvert gos. í morg- un rann aðeins hraun úr fjórum gígum, en nú rennur hraun úr öllum gígunum og hraunslétt- urnar ná allt að 50 metra hæð. — Áttirðu von á gosi þarna’ — Já, ég hef átt von á gosi, en alls ekki í dag. Ég hef orðið var við mikinn jarðhita hér und anfarið og fyrr í vikunni hringdi ég í Sigurð Þórarinsson og spurði um hans álit. Hann sagði mér að vera alveg rólegum, það kæmi gos áður en langt um liði. Við urðum þó varir við mikinn hita þar í gær og upp við gamla gíginn var ekki unnt að setjast niður og hvílast sökum hitans, sem streymdi upp. Steingrímur Hermannsson sagði okkur að til hefði staðið að reisa húsið einmitt á gos staðnum? — Já, það er rétt þvi hafði verið ákveðinn staður einmitt þar sem stærsti hraunpotturinn er nú, en til allrar hamingju nenntum við ekki að bera allan útbúnaðinn þá leið, og því var frá því horfið. — Þú ert óhultur þama? — Já, mér er engin hætta búin. Það er hálfrar klukkustundar gangur að gosinu héðan, og fjall hryggur á milli. ------------------------—------------—íi j.iluii i. m»w.v.w. uupiiu'jwimuw Myndin er tekin beint fyrir ofan gosstöðvamar og má sjá hraunsletturnar. Einmitt hér átti gæzluhúsið upphaflega að standa. — Dr. Heinkel Framhald af bls. 10 "'V. um þörfina fyrir sérstakan félag3 skap um þetta mál? — í mörgum löndum Evrópu hafa áhrif kirkjunnar farið held- ur dvínandi svona frá því mitt á milli heimstyrjaldanna. En nú hafa víða verið stofnuð sérstök samtök til þess að styðja við bak ið á kristnifræðikennslunni í hin um almennu skólum, svo sem í Sviþjóð, Noregi, Þýzkalandi, Bretlandi og síðan 1945 einnig í Frakklandi og Hollandi, Finn- landi og víðar. Ég álít, að kirkj- an geti haft betra tækifæri og möguleika í hinum almennu skól um en nokkurn tíma áður, t.d. í þeim löndum, sem ég nefndi; en þau hafa öll langa skólaskyldu, annaðhvort til 16 eða 17 ára ald- uns. Skólaskyldan hefur lengzt verulega síðan eftir strið. Með þvi að uriga kynslóðin situr miklu lengur í skólastofum en áður tíðkaðist, en þeir sem sækja kirkju eða sunnudagaskóla og kristilegan æskufélagsskap, eru hlutfallslega allmiklu færri en áður, þá verðum við að mæta unga fólkinu þar, sem það er, en það er einmitt í skólum hinna virku daga, skólum af margs konar tegundum. í sunnudaga- skólunum verður aldrei hægt að ná til nema lítils hluta barnanna. í Hollandi hefur áhugi á kennslu kristinna fræða aukizt mikið nú eftir styrjöldina. Hvað viltu segja okkur tim aðalstarf þitt heima fyrir? — Ég hef verið forstöðumaður kennslumáladeildar hollenzku reformertu kirkjunnar, síðan ár- ið 1953, og við reynum að ná til allra skóla af öllu tagi. Hjá okk- ur er ekki rikiskirkja, eins og kunnugt er. En það fer fram mik ið og vinsamlegt samstarf milli kirkjunnar og ríisvadsins um fræðslumál. — Er þitt persónulega starf tengt einhverjum vissum skólum öðrum fremur? — Já, ég hef einna mestan á- huga á kennaraskólum og hef valið þá sem minn sérstaka vett- vang ,því að ég tel, að nemendur kennaraskólanna taki- við mjög miklu ábyrgðarstarfi fyrir fram- tíðarkynslóðina. Með því að gera það, sem hægt er, til þess að mennta dugandi og áhugasama kristnifræðikennara fyrir æsku- lýðinn fær kirkjan sín öruggu uppskeru. En uppskeran fer auð- vitað hér sem annars staðar eft- ir sáningunni og umhyggjunni við ræktunina. Ég þakka Dr. Henkel fyrir viðtalið, sannfærður um, að hann hafi lög að mæla, þakka báðum hjónunum fyrir ágæta viðkynn- ingu og bið þeim faraheilla og góðs árangurs í störfum. (Dr. H. vill ekki láta kalla land sitt Holland, með því að það heitir Nederland á móðurmáli hans, en Holland heitir frá fornu fari aðeins suðurhluti landsms. Hins vegar nota ísl. landafræði- bækur fyrst og fremst nafnið Holland). Helgl Tryggvason. — Stórveiði Framhald af bls. 24 fer í bræðslu, enda þótt síldin sé vel söltunarhæf, bæði vegna þess að síldarsöltunarstöðvarnar anna ekki þessu mikla magni sem berst að og vegna mann- eklu á staðnum. Þó rættist þar nokkuð úr í gær, þar sem ull- stór hópur söltunarstúlkna kom þá til bæjarins. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. aflaði sér hjá síldarleitinni á Dalatanga, þá fengu nokkrir bátar góð köst fyrri hluta dags- ins í gær á miðunum út af Surtsey, sem bátarnir sigidu með á nálæga firði. En síldar- leitin hafði ekkert frétt af veið- inni hjá bátunum í gærkveldi. Faðir okkar og tengdafaðir, BJÖRN M. HANSSON fyrrverandi skipstjón, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. ágúst kl. 3 e.h. Ragnheiður Björnsdóttir, Þorkell Guðbjartsson, Sólveig Björnsdóttir, Þorgeir Sigurgeirsson, Unnur Björnsdóttir, Guðlaugur Kristófersson, Halldór Björnsson, Þórey Kristjánsdóttir, Aðalbjörn Björnsson, Lovísa Norðfjörð, Svavar Bjömsson, Jón Björnsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.