Morgunblaðið - 20.08.1966, Blaðsíða 20
20
MORGU N BLAÐIÐ
Laugardagur 20. ágúst 1966
FÁLKAFLUG
EFTIR DAPHNE DU MAURIER
þessu sem henni hafði borið fyr
ir augu rétt áðan. Ég snarstöðv-
aði bílinn við nr. 5. Hún fór út
og gekk inn í húsið, en skildi
eftir opna hurðina mín vegna.
En ég fór ekki á eftir, heldur
fór ég út úr bílnum og gekk svo
áleiðis uppeftir í áttina til
Draumagötu.
Hversu lengi skyldi hún bíða
eftir mér? Skyldi hún standa
við gluggann sinn og horfa á
bílinn og aðgæta, hvort ég væri
þar enn, og kannski jafnvel fara
út til að aðgæta betur. Hún
kynni meira að segja að fara
yfir í nr. 24 og spyrja, hvort
hr. Fabbio hefði ef til vill kom-
ið heim og væri farinn upp í
herbergið sitt.
En svo sleppti ég henni alveg
úr huganum. Ég gekk fram hjá
gamla heimilinu mínu, þar sem
allir gluggahlerar voru aftur,
og kom loks að húsi bróður
míns. Ég hringdi upp á húsvarð
ardyrnar og brátt kom Jacopo
fram. Hann brosti við mér.
— Gætirðu hleypt mér inn og
lofað mér að bíða eftir Aldo?
sagði ég. — Hann er úti veit ég,
en ég þarf að tala við hann þeg-
ar hann kemur.
— Alveg sjálfsagt, hr. Beo,
sagði hann og þá hefur hann
kannski verið farið að gruna
eitthvað, út frá svipnum á mér
og roðanum, því að ég hafði
gengið hratt, því að hann bætti
við: — Er nokkuð að?
— Það varð eitthvert uppnám
uppi á Carlotorgi, og varð til
þess, að samkvæmið í hótelinu
fór út um þúfur. En Aldo er
víst eitthvað að sansa það.
Hann setti upp áhyggjusvip,
en opnaði ganginn og hleypti
mér inn í stofu Aldos. Þar
kveikti hann ljós. — Það hafa
náttúrlega verið stúdentarnir,
sagði hann. — Þeir eru alltaf í
uppnámi í þessari viku fyrir há-
tíðina. Og svo þetta innbrot á
sunnudagsnóttina. Var þetta
kannski eitthvað svipað?
— Já, sagði ég. — En hann
Aldo segir betur frá því.
Hann opnaði dagstofuna og
spurði, hvort ég vildi ekki fá
eitthvað að drekka. Ég afþakk-
aði það. Ég gæti fengið mér í
eitt glas, ef ég vildi, seinna.
Hann dokaði ofurlítið við, eins
og hann væri óviss um hvort ég
ætlaði að fara að skrafa við
hann eða ekki, en svo varð yfir
sterkari kurteisin og nærgætn-
in, sem hann hafði lært á langri
dvöl sinni hjá bróður mínum,
og hann komst að þeirri niður-
stöðu, að ég vildi heldur vera
einn. Hann gekk út og ég heyrði
að hann læsti útidyrunum og
fór svo til síns heima.
Ég ráfaði um stofuna. Leit út
um gluggann. Horfði á mynd-
ina af föður mínum. Fleygði mér
í stól. Friðurinn og vellíðanin
innan um húsgögnin úr benrsku
heimili mínu, greip mig, en ég
var samt órólegur og mér leið
illa. Ég stóð upp aftur, gekk að
borðinu og greip enn eitt bind-
ið af ævisögu hertoganna af
Ruffano, eftir Þýekarann, og
renndi augunum gegn um bók-
ina, þar til ég kom að staðnum,
sem ég mundi svo vel:
.......Þegar hinir hneyksl-
uðu borgarar í Ruffano báru
fram ásakanir gegn honum,
hefndi Claudio sín með því að
lýsa því yfir, að hann væri skip
aður af guðlegu valdi til að út-
deila þegnum sínum þeim refs-
ingum, sem þeir hefðu til unn-
ið. Hinir hrokafullu skyldu
flettir klæðum, hinir ráðríku
sæta ofbeldi, þaggað skyldi nið-
ur í rógberanum, og höggormor
inn drukkna í sínu eigin eitri.
Þannnig yrði komið jafnvægi á
metaskálar himnesks réttlætis.“
Ég lokaði bókinni og settist
niður í annan stól. Ég sá tvö
andlit fyrir mér. Annað var ung
frú Rizzio, hrokafull og ósveigj-
anleg, sem virti mig varla svars
yfir sódavatninu sínu, og svo
Elia, sem var að borða með kunn
ingja sínum í veitingahúsinu og
reka upp tröllahlátur yfir óför-
um hennar, kátan, fullan sjálfs-
álits o ghreykinn. Ég hafði ekki
séð ungfrú Rizzio síðan á sunnu
dagsmorgun. Hvort hún var hjá
kunningjafólki sínu í Cortina
eða annars staðar, gat varla
skipt neinu mála. Hún var með
skömm sína með sér, hvar sem
hún kynni að vera. Elia prófess
or hafði ég séð fyrir tæpri hálfri
klukkustund. Hann bar skömm-
ina sína með sér ennþá.
Símin tók að hringja og ég
horfði bara á hann, án þess að
hafast neitt að. En hringingin
hélt áfram af miklu þrálæti, svo
að loks stóð ég upp og svaraði.
— Viljið þér taka samtal við
Róm? sagði símastúlkan. Ég var
búinn að svara já, áður en ég
vissi af, og brátt heyrði ég kven
rödd segja: — Ert þetta þú,
Aldo?
Það var frú Butali. Ég þekkti
röddina vel. Ég ætlaði að fara
að segja henni, að bróðir minn
væri ekki heima, en hún hélt
áfram að tala og tók þögn mína
sem samþykki, eða kannski
kæruleysi. Það var örvnætingar
tónn í mæli hennar.
— Ég hef verið að reyna að
ná í þig í allt kvöld, sagði hún.
— Gaspare er ósveigjanlegur.
Hann vill fyrir hvern mun koma
heim. Síðan Rizzio hringdi til
hans í gær og sagði honum,
hvað gerzt hafði, halda honum
engin bönd. Og læknarnir segja,
að honum sé skárra að fara
heim en liggja kyrr hérna og fá
hita aftur. Elsku........í guðs
bænum segðu mér hvað ég á að
gera...... Ertu þarna, Aldo?
Ég lagði símann. Eftir fimm
mínútur hringdi hann aftur. Ég
svbaraði ekki. Sat bara í stóln-
um hans Aldo.
Það var komið fram yfir mið-
nætti þegar ég heyrði hann snúa
lyklinum í skránni og skella svo
aftur útihurðinni. Jacopo kann
að hafa heyrt í bílnum og aðvar
að bróður minn um, að ég væri
inni, og síðari gengið til her-
bergja sinna, því að ég heyrði
ekkert mannamál. Brátt kom
Aldo inn í stofuna. Hann leit á
mig og sagði ekkert. Síðan gekk
hann að glasabakkanum og fékk
sér í glas.
— Varst þú líka uppi á Carlo
torgi? sagði hann.
— Já.
— Hve mikið sástu?
— Það er sama og þú. Elia próf-
essor allsnakinn.
Hann bar glasið sitt að stól
og klofaði yfir hann og lagði svo
annan fótinn upp á bríkina. —
Hann var ekki einu sinni mar-
inn, sagði hann. — Ég náði í
— Þér getið ekki verið með, því að þá erum við 13 við borðið.
lækni til að skoða hann. Sem
betur fór var hlýtt í veðri.
Hann fær enga lungnabólgu. Og
auk þess er hann hraustur eins
og naut.
Ég svaraði þessu engu. Aldo
drakk úr glasinu, setti það frá
sér, og stökk á fætur. — Ég er
banhungraður, sagði hann. —
Ég fékk aldrei þennan kvöld-
mat. Skyldi Jacopo hafa skilið
eftir brauðbita handa mér. Ég
kem eftir andartak.
Hann var svo sem fimm mín-
útur í burt'u, en kom þá með
bakka þar sem var salat og
fleiri matur, og hann setti hann
hjá stólnum.
— Ég veit nú ekkert, hvað
þeir hafa tekið til bragðs í Pano
rama, sagði hann, og réðst að
matnum. Ég hringdi til forstjór
ans og sagði að Elia prófessor
væri lasinn og ég yrði hjá hon-
um, og hvort hinir gætu ekki
haldið áfram án okkar? Það
hafa þeir sjálfsagt gert — flest-
ir, að minnsta kosti. Flestir próf
-□
46
□-
essorarnir fá aldrei almenni-
lega að éta, á þessu kaupi, sem
þeir hafa, og heldur ekki kon-
urnar. En hvað í ósköpunum
varst þú að gera?
— Ég var bara að horfa á
gestina koma, sagði ég.
— Því hefurðu ekki fundið
uppá sjálfur, býst ég við?
— Nei.
— Jæja, hún hefur víst feng-
ið mettan kvið — og það ætti
að duga henni í eina tvær næt-
ur. Leitaði hún nokkuð á þig?
Ég lét sem ég heyrði ekki
spurninguna. Hann brosti og
hélt áfram að borða.
— Beo minn litli, sagði hann.
— Þessi heimkoma þín hefur
ekki verið allsendis þrautalaus.
Hver hefði getað trúað, að Ruff-
ano væri orðinn svona fjörugur
staður? Þú ættir náðugri daga
í einhverjum langferðabílnum
þínum. Nú, borðaðu með mér.
Hann þreif appelsínu og kast-
aði henni til mín.
— Ég var á leikhúsfundinum
í gærkvöldi, sagði ég og fór mér
hægt að því að hýða appelsín-
una. — Það er naumast þú ert
orðinn snillingur á trommu.
Þetta kom honum á óvart.
Það gat ég séð á því, að hann
gerði næstum ósýnilegt hlé á
því að háma í sig matinn.
— Þú ert talsvert á. ferðinni,
hv ert E « co þéi rl fari ð/> ivenærsem þérfarið
hv err iig sei mj )é rfe irði: of ALMENNAR (£& al TRYGGINGARÍ POSTHQSSTRJETI9 5/ SIMI 17700 1 ■ ■
sagði hann. — Hver fór með þig
á þennan fund?
— Það voru stúdentar úr V
og H, sem búa á sama stað og
ég, og eins og aðrir þarna, virt-
ust þeir álíka hrifnir af ræð-
unni þinni og einvalaliðið á laug
ardagskvöldið í hertogahöllinni.
Hann dokaði ofurlítið við áður
en hann svaraði. En svo ýtti
hann frá sér diskinum og greip
til salatsins, og sagði: — Já, ung
lingar eru hrifnæmir.
Ég lauk við appelsínuna og
bauð honum helminginn af
henni. Svo sátum við þegjandi.
Ég sá, að hann leit á bindið af
ævisögu hertoganna, sem lá á
borðinu, sem lengra var burtu,
þar sem hann hafði lagt það.
Svo leit hann á mig. „Hinir
drambsömu skulu flettir klæð-
um og hinir hrokafullu sæta of-
beldi“ las ég upp úr mér. —
Hvað er það eiginlega, sem þú
hefur í hyggju? Ætlarðu að fara
að útdeila guðlegri refsingu eins
og Claudio hertogi?
Þegar hann var orðinn sadd-
ur, stóð hann upp, setti bakk-
ann á borðið úti í horni, hellti
víni í glas og stóð svo með
það undir myndinni af fóður
okkar.
— í bili er ég önnum kafin.n
að æfa leikara, sagði hann, —
og ef þeir kjósa að verða per-
sónurnar, sem þeir eru að leika.
þá er það bara betra. Og við
skulum fá ennþá betri leik á
sjálfan hátíðardaginn.
Þetta bros hans, sem afvopn-
aði alla aðra, blekkti mig ekki.
Svo oft hafði hann notað það
áður fyrr til þess að fá vilja
sínum framgengt.
— Það hafa gerzt tveir at-
burðir, sagði ég, — og báðir ná-
kvæmlega undirbúnir. Og þú
skalt ekki reyna að segja mér,
að einhver stúdentahópur hafi
hugsað þá út.
— Þú vanmetur ungu kynslóð
ina, svaraði hann. Hún hefur
mikla skipulagsgáfu, ef hún
kærir sig um að þroska hana.
Og svo hungrar hana og þyrstir
eftir nýjum hugmyndum. Gefðu
þeim einhverja nýja hugmynd,
og þá skal ekki á þeim standa.
Hann gerði hvorki að játa né
neita neinni hlutdeild í því, sem
gerzt hafði á laugardagskvöldið
og svo í kvöld. En ég var í eng-
um vafa um, að hvorutveggja
hafði hann staðið fyrir.
— Þér finnst ekkert um það
að auðmýkja svona tvær per-
sónur — og þrjár, ef Rizzio er
talinn með — og það svo mjög,
að þær hljóta að missa alla virð
ingu sína fyrir fullt og allt?
— Þessi virðing er hégómi,
sagði hann, — nema hún komi
innan frá. En þá er hún líka
guðlegur innblástur.
Ég glápti bara. Aldo hafði
aldrei verið trúaður. Kirkjusókn
okkar í bernsku hafði verið ein3
og hvert annað vanaatriði, sem
foreldrar okkar höfðu komið á,
enda þótt bróðir minn notaði
það oft sem tækifæri til að
hræða mig — og altarisbríkin I
Cyprianusarkirkjunni var gott
dæmi um þessa gáfu hans til að
umsnúa ímyndunaraflinu þang-
að til það sprakk.
— Þetta skaltu geyma handa
stúdentunum, sagði ég. — Það
er það sama, sem Fálkinn sagði
einvalaliðinu sínu.
— Já, og þeir trúðu honum,
svaraði hann.
Glettnisbrosið var alveg horf-
ið. Augun leiftruðu í fölu and-
litinu og vöktu óróa hjá mér.
Ég iðaði í stólnum og seildist eft
ir vindlingi. Þegar ég leit á hann
aftur, var spennan horfin. Hann
var að ljúka úr vínglasinu sínu.
— Þú þekkir eitt, sem eng-
inn hér í landi getur þolað?
sagði hann léttilega, og horfði á
ljósið gegn um glasið. *— Og
heldur ekki í neinu landi heims
alla mannkynssöguna á enda?
Það er að „missa andlitið“. Við
drögum upp einhverja mynd af
sjálfum okkur og svo kemur,
einhver og spillir þessari mynd.
Við erum gerðir hlægilegir. Þú
varst rétt áðan að tala um auð-
mýkingu, en þetta tvennt er eitt
og hið sama. Sá maður og sú
þjóð, sem missir andlitið, nær
sér aldrei aftur og leysist síð-
an upp, eða þá lærir auðmýkt-
ina, sem er gerólík auðmýking-
unni. Tíminn einn getur sýnt,
hvað úr Rizzio-systkinunum
verður, eða þá úr Elia og dverg
unum, sem eru einingar í þess-
um smáheimi, sem kallast
Ruffano.
ferðaslysatrygging
Skrifstofustarf
Tæknistofnun óskar eítir að ráða stúlku til síma-
vörzlu o. fl. Vélritunarkunnátta æskileg. — Um-
sóknir sendist í pósthólf 155, fyrir 26. ágúst.
Raðhús ti! sölu
við Sæviðarsund, hæð 169 ferm. og kjallari 120 ferm.
Bílskúr. Húsið selst fokhelt með miðstöð. — Húsið
verður sýnt í dag og á morgun. Allar upplýsingar
gefnar í símum 34430 og 37272.
T æknifræöingur
óskast til starfa við eldvarnareftirlit Reykjavík-
urborgar. Umsóknir með upplýsingum um starfsfer
il og afrit af prófskirteinum sendist undirrituðum
fyrir 1. september nk.
19. ágúst 1966.
Slökkviliðsstjórinn í Reykjavík.