Morgunblaðið - 20.08.1966, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ
Laugardagur 20. ágúst 1966
Soffín Wedholm
Minningarorð
F. 5. júlí 1901. - D. 15. ágúst 1966.
SOFFlA var fædd á ísafirði þann
5. júlí 1901. Foreldrar hennar
voru Friðrikka Asgeirsdóttir og
Viggó Emils Vedhólm Jónsson á
ísafirði. Kornung missti hún for-
eldra sína og var 5 ára gömul
tekin í fóstur til heiðurshj ónanna
Ólínu Jónsdóttur og Einars Finn-
bogasonar verkstjóra á Þingeyri
og síðar í Reykjavík. ólst hún
upp hjá þeim þangað til hún fór
að vinna fyrir sér. Mikið ástríki
var með henni og börnum þeirra
hjóna og dóttur þeirra, sem lengi
áttu við vanheilsu að stríða,
reyndist Soffía frábærlega vel.
Árið 1924 fór hún til Danmerk-
ur og Svíþjóðar til að læra hár-
greiðslu, dvaldist þar í 4 ár og
Hugheilar þakkir til allra vina og vandamanna, sem
sýndu mér vinsemd með heimsókn, gjöfum, blómum og
skeytum og gerðu rnér daginn ógleymaniegan á 70 ára
afmæli mínu. — Guðs blessun sé með kkur öllum.
Leifur Grímsson,
ÁLfheimum 13.
Hjartans þakkir færi ég börnum, tengdabörnum, barna
börnum og öllum vinum fjær og nær fyrir gjafir og
góðar kveðjur á 80 ára afmæli mínu 24. júní sl.
Guðs blessun sé með ykkur.
Guðrún Magnúsdóttir,
Suður-Nýjabæ.
Við sendum þeim, sem glöddu okkur með heim-
sóknum, gjöfum eða skeytum á gullbrúðkaupsdaginn,
hugheilar þakkir. — Guð blessi ykkur öil.
Erlendína Jónsdóttir og Dagbjartur Guðmundsson.
Eiginmaður minn og faðir,
HARALDUB SIGVALDASON
Brúarhóli, Mosfellssveit,
andaðist í Borgarspítalanum 18. ágúst sl.
Steinunn S veinbjarnardóttir,
Sigvaldi Haraldsson.
Útför konunnar minnar, móður, tengdamóður
og ömmu,
FJÓLU BJARNADÓTTUR
sem andaðist á Borgarsjúkrahúsinu aðtaranótt. 15. þ.m.
fer fram frá Fossvogskirkjú mánudaginn 22. ágúst
kl. 3 e.h.
Hallgrímur Jónsson, börn,
tengdabörn og barnaböm.
Hjartans þakkir til allra þeirra, er sýn.du mér vinsemd
og samúð vegna fráfalls eiginmanns míns,
EINARS B. KRISTJÁNSSONAR
húsasmíðameistara.
Guðrún Guðlaugsdóttir.
Þökkunr\ innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa,
M AGNÚSAR WELDING
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og .vináttu við
andlát og jarðarför konu minnar, móður, tengdamóður
og ömmu,
STEINHILDAR SIGURÐARDÓTTUR
Landakoti, Álftanesi.
Sæmundur Amgrímsson,
Halldóra Sæmundsdóttir, Einar Einarsson,
Jóanna Sæmundsdóttir, Guðmundur Georgsson,
Sigurður Sæmundsson, Ragnhildur Jónsdóttir,
Arngrímur Sæmundsson, Bára Þórarinsdóttir,
Hildimundur Sæmundss., Aðalheiður Steingrímsd.,
Guðjón Brynjólfsson, Sigríður Steindórsdóttir,
Jóhannes Hjaltested, Sigurlaug Stefánsdóttir,
og bamabörn.
Tnnilegt þakklæti sendum við öllum þeim, sem tóku
þátt í leitinni að
SIGURÐI THEODÓRSSYNI
sem hvarf aðfaranótt 24. júlí sl. á Barðaströnd. Einnig
konum þeim er veittu leitarmönnum beina í Birkímel.
Aðstandendur.
starfaði síðan hér í Reykjávík við
þessa iðn bæði hjá öðrum og
sjálfstætt í nokkur ár.
Þann 1. október 1931 giftist
Soffía eftirlifandi manni sínum
Marinó iðnrekanda Jónssyni
prests frá Bíldudal. Þau eignuð-
ust einn son, Örn viðskiptafræð-
ing, sem kvæntur er Ragnheiði
Þorgeirsdóttur frá Gufunesi, og
var litla dóttir þeirra Soffía
augasteinn ömmu sinnar. Annan
son, Gunnar, eignaðist Soffía
áður en hún giftist. Hann óls’t
upp á Eskifirði hjá þeim sæmd-
arhjónunum Kristínu Eiríksdótt-
ur og Símoni Jónssyni útgerðar-
manni. Hann er nú sýsluskrifari
á Eskifirði kvæntur Jónu Mich-
elsen og eiga þau þrjár dætur.
Dvaldi hann oft hjá móður sinni
og stjúpu, þegar hann var við
nám hér sunnanlands.
Soffía var sérstaklega um-
hyggjusöm móðir og eiginkona.
Það var sama hvað maður henn-
ar starfaði að, alltaf tók hún
þátt í athöfnum hans og studdi
hann af fremsta megni.
Hún var mikill dýravinur,
horaða flækingsketti var henni
ómögulegt að láta afskiptalausa,
enda urðu þeir margir innlyksa
hjá henni. Var stundum brosað
að því hvað hún fór hjá sér,
þegar hún var spurð hvað marg-
ir kettir væru nú í fæði hjá
henni. Þegar hún var ein úti í
garði að gefa snjótitlingunum,
komu þeir og átu úr lófa hennar,
veit ég ekki annað dæmi um að
snjótitlingar hafi sýnt nokkrum
manni slíkt trúnaðartraust.
Soffía mágkona mín var yndis-
leg kona, fríð sýnum og svo
prúð í öllu fasi og framkomu að
þeim sem jafnvel þekktu hana
lítið varð hlýtt til hennar. í þau
35 ár sem liðin eru síðan hún
tengdist minni fjölskyldu, minn-
ist ég ekki að hafa heyrt hana
hallmæla nokkurri manneskju,
og heldur ekki að hafa neinu
kastað til hennar eða farið um
hana kuldalegu orði. Börnin í fjöl
skyldu manns hennar, minnast
enn, nú komin til fullorðinsára
hvað þau voru spennt fyrir því
hvaða „dýr“ þau mundu nú fá
frá „Sóffíu frænku" í afmælis-
gjöf. En þessi „dýr“ saumaði hún
handa þeim og gætti þess vand-
lega að þau fengju alltaf „nýtt
dýr“ enda urðu þau eftirlætis
leikföng barnanna. Tengdafor-
eldrum sínum reyndist Soffía
sem bezta dóttir og kunnu þaú
vel að meta það.
Ég hefi oft dáðst að dugnaði
og þreki Soffíu mágkonu minnar,
en þó aldrei meir en á síðasta
afmælisdegi hennar, þann 5. júlí
síðastliðinn, þegar fjölskyldan
sameinaðist saman hjá henni í
síðasta sinn. Við vissum öll og
hún líka að hverju dró. Meinið,
sem hún hafði svo farsællega
komizt yfir fyrir réttum tuttugu
árum hafði tekið sig upp aftur
og nú var ekkert hægt að gera
nema bíða. En sorg og trega
byrgði hún inni og lét ekki á
neinu bera. Ég gleymi því aldrei
hve augu hennar ljómuðu, þegar
hún sýndi mér afmælisskeyti,
sem hún hafði fengið frá elztu
Ragnar Tómasson
héraðsdómslögmaður
Austurstræti 17
(hús Silla og Valda).
Sími 2-46-45.
sonardótturinni, sem þá var er-
lendis og sagði frá símtali við þá
yngstu, Soffíu Arnardóttur, sem
bað afa sinn og ömmu um að
láta koma sól, svo að hún geti
leikið sér úti.
Stórt og óbætanlegt skarð er
nú höggvið í fjölskylduhópinn
þar sem báðir bræður mínir
hafa misst konur sínar á tæpum
tveimur mánuðum. Stefanía kona
Árna andaðist þann 24. júní síð.
astliðinn, en það er hugguj
harmi gegn að báðar þessar kon-
ur láta eftir sig hugljúfar endur.
minningar ,sem ekkert getur frá
okkur tekið, og fyrir hönd allrai
fjölskyldunnar, eldri sem yngri
vil ég votta þakkir fýrir að hafa
átt þess kost að kynnast þeim
og elska þær.
Sigríður Jónsdóttir Magnússon.
Stýrimannaskólinn í
Vestmannaeyjum
Umsóknir um skólavist fyrir næsta vetur skulu
sendar sem fyrst og fyrir 1. september til skóla-
stjóra (sími 1871 Vestmannaeyjum).
Fyrsti og annar bekkur hefjast 1. október.
Undirbúningsdeild hefst 15. september fyrir þá,
sem ætla að taka inntökupróf í 2. bekk. Minna-
prófs menn (120 tonna réttindi) í sérdeild, ef næg
þátttaka fæst. — Heimavist.
Skólinn er búinn öllum nýjustu siglinga- og
fiskileitartækjum eins og:
DECCA-ratsjá
LORAN-tæk jum
KODEN-ljósmiðunarstöð
ATLAS-PELIKAN-dýptarmæli
SIMRAD-fiskrita (asdic).
Auk þess eru í skólanum öll nýjustu viðtæki
Landssímans og miðunarstöðvar.
Mikil áherzla er lögð á verklega kennslu í bæt-
ingu veiðarfæra og gerð botnvörpu, síldar- og
þorskanóta.
Megrunarkúr þýðir fækkun kalóría í mat.
í f jórum kökum af LIMMITS CRACKERS
eru aðeins 350 kalóríur, en þó eru þær full
máltíð með bolla af tei eða glasi af mjólk.
Enginn sultur — enginn vandi, — en
undraverður árangur —
LIMMITS CRACKERS fást í Apótek-
unum.
Heildsölubirgðir:
G. ÓEafsson hf.
Sími: 24418.