Morgunblaðið - 01.09.1966, Page 24

Morgunblaðið - 01.09.1966, Page 24
24 MORGUNBLAÐ/Ð FimmTucIaf'ur 1. sept. 1966 FÁLKAFLUG ••••••••••••• EFTIR DAPHNE DU MAURIER — Gott! Þvi fleiri, sem taka þátt 1 henni, því betra. Hann kemur hingað rétt bráðum. Þá fæ ég að vita nánar um betta. Mér kom nú þetta efnisval hans í ár dálítið á óvart, en hann er vís til að komast vel frá því. Það gerir hann alltaf. Hvaðan eruð þér? — Hvaðan ég er? át ég eftir. — Hvar er heimili yðar eða háskóli. Mér skilst, að þér séuð hérna rétt til bráðabirgða. — Já, svaraði ég og það var eins og tekið vaeri fyrir kverk- arnar á mér. — Ég kem frá Tor- ino. Ég þurfti að fá eitthvað að gera, rétt í bili. Ég hef próf í nýju málunum. — Gott. Og hvernig lízt yður á bókasafnið okkar? — Ég varð mjög hrifinn af því. — Og hve lengi hafði þér unn- ið hérna? — Eina viku. — Ekki nema viku? Hann tók út úr sér vindilinn og starði á mig. Með undrunarsvip. — Af- sakið, sagði hann. Ég heyrði af tilviljun stúlkuna segja við kon- una mína, að herrann, sem var hérna á sunnudaginn í kvöld- verði, vildi finna hana. Ég vissi ekki,^_ að hún hefði haft neitt gestáaoð fyrir starfsmenn há- skólans. Ég kingdi munnvatni. — Það var nú ekki stórt boð. Ég var svo heppinn, að koma með nokkrar bækur úr safninu til frúarinnar, bg þá var hún svo vinsamleg að spila fyrir mig. Og upp ur því kom svo þetta kvöld- verðarboð. — Ég skil, sagði hann. Harin leit á mig aftur. Tillitið var nú öðruvísi. Eins og hann væri að mæla mig. Svipur eig- insmahns, sem fer snögglega að velta því fyrir sér, hversvegna fallega konan hans hefði fengið þá hugdettu að fara að spila fyrir ókunnugan mann, og síðan bjóða honum til kvöldverðar. Það lagði hún sýnilega ekki í vana sinn að gera. — Þér hafið gaman af tón- list? sagði hann. — Já, ég elska tónlist, svar- aði ég og vonaði, að hann léti sér það nægja. — Gott! sagði hann aftur. Og svo skaut hann að mér annarri spurningu til að koma mér í vandræði. — Hvað voru margir í þessu boði? Nú sat ég laglega í gildrunni. Ef ég segði svo sem sex, þá væri það lygi, sem kæmist hæglega upp, þegar hann færi að spyrja hana og þá lenti hún í sams- konar gildru. — Þér misskiljið þetta, pró- fessor, sagði ég. — Samkvæmið var á sunnudagsmorguninn. — Svo að þér komuð þá ekki í kvöldverð? — Jú, ég kom líka £ kvöld- verð. Donati prófessor tók mig með sér. — Nú, sagði hann. _ Ég fór að svitna. Ég gat ekki annað sagt en þetta. Hann gat alltaf farið að spyrja stúlkuna, ef ekki konuna sína. — Það var tónlistarsamkoma, sagði ég. Tilgangurinn með komu minni var að fá að heyra frú Butali spila. Hún spilaði fyrir okkur þangað til við fór- um. Það var eftirminnilegt kvöld. — Það er ég viss um, að það hefur verið, sagði hann. Einhvernveginn hlaut ég að hafa hlaupið á mig. Það var eins til, að frú Butali hefði sagt hon- um eitthvað allt annað, þegar hún kom til Rómar, daginn eft- ir. Hún gat vel hafa sagzt hafa borðað ein á sunnudagskvöldið, en hefði þá verið gripin kvíða um eiginmann sinn og flýtt sér til Rómar morguninn eftir, til þess að vera hjá honum. Hvað vissi ég? Hann hélt áfram og sagði. — í Róm komst ég út úr öllu sam- bandi við Ruffano. — Það er skiljalegt, sagði ég. — Enda þótt velviljaðir vinir gerðu sitt bezta til að lofa mér að fylgjast með því, sem hér gerðist, hélt hann áfram. Og sumir þeirra kannski ekki fram úr hófi velviljaðir. Ég brosti. En það var upp- gerðarbros. Hvöss augun voru aftur farin að rannsaka mig. — Þér segizt bara hafa verið hérna í viku? sagði hann aftur. — Já, það er vika í dag, sagði ég. Það er rétt. Ég kom á fimmtu daginn var. — Frá Torino? — Nei, frá Róm. Ég fann, að svitanum var farið að slá út um enhið á mér. □----------------n 56 □----------------D — Höfðuð þér verið að vinna í einhverju bókasafni í Róm? — Nei, prófessor, ég var þar bara á ferð. Mér datt það bara snögglega í hug, að fara hingað til Ruffano. Ég þurfti að fá mér svolítið frí. Þessi frásögn mín hljómaði eitthvað svo falskt, jafnvel í mínum eigin eyrum. Og helm- ingi falskari hlaut hún að láta í hans eyrum. Taugaóstyrkur- inn hjá mér var alltof áberandi. Um stund sagði hann ekkert, því að hann var að leggja eyrun við samtali frúarinnar í símanum uppi, — alveg eins og við höf- um reynt að hlusta á hann tala í símann, nokkrum mínútum áð- ur. — Ég bið yður afsökunar, hr. Fabbio, sagði hann eftir nokkra þögn, — fyrir að láta spurning- arnar dynja svona á yður. En það er bara vegna þess, að með- an ég var í Róm, var alltaf ver- ið að hrella mig með nafnlaus- ZANUSSI Hver einasta húsmóðir, sem sér ZANUSSI kæliskáp hrífst af hinni rómuðu ítölsku stílfegurð. Þær sem hafa reynt ZANUSSI kæli- skápa þekkja kostina. Komið og kynnið yður hina sérstáklega hagkvæmu greiðsluskilmála. — Það er ekki til nein matarmenning nú á dögum — veitingahúsið er fullt af gestum. um símahringingum, þar sem vikið var að Donati prófessor. Ég reyndi að láta rekja þessar hringingar til upphafs þeirra, en komst ekki að öðru en því, að þær komu þaðan úr borginni. En það skrítna var, að sá sem hringdi var kona, talaði ekki beint við mig, heldur var hún að hvísla fyrirmæli sín til þriðja aðila, sem var karlmaður. Mér rétt datt í hug — og þér fyrirgefið mér ef mér skjátlast — að þér hefðuð getað verið karlmaðurinn og gætuð sagt mér eitthvað meira um þessar hringingar. En í þetta sinn hlýtur undr- unarsvipurinn á mér að hafa getað sannfært hann. — Ég hef enga hugmynd um neinar hringingar, prófessor, sagði ég. — Líklega er bezt að segja yður það strax, að ég er ferðamannatúlkur. Ég vinn hjá fyrirtæki í Genúa, og var með hóp á leið til Napólí, um Róm. Og vissulega hef ég aldrei hringt til yðar. Hafði ekki heyrt nafn yðar nefnt fyrr en ég kom hing- að. Hann rétti mér höndina. — Þá skulum við láta þetta vera úr sögunni, sagði hann. — Hugs- ið þér ekki um það meir. Og nefnið þér ekki þetta við nokk- urn mann, sízt af öllu við kon- una mína. Þessar hringingar voru heldur hvimleiðar, engu síður en nafnlaus bréf, en nú hafa cmgar verið í meira en viku. / Dyrabjallan hringdi og mér varð illt við. — Þetta er sjálf- sagt lögreglustjórinn eða þá læknarinn, sagði hann. Ég bið yður enn að afsaka þetta hr. Fabbio. — Það var ekkert, sagði ég. Svo hneigði ég mig og sneri til dyra. Ég gat heyrt stúlkuna fara til að opna og samtímis heyrði ég frúna koma niður stigann. Ég gekk fram og lét lít- ið á mér bera, þegar útidyrnar voru opnaðar. Og þegar ég sá lögreglustjórann í einkennis- búningi, dró ég mig enn betur í hlé, inn í eldhúsið. Frú But- ali skyggði á mig um leið g hún vísaði honum inn í bóka- stofuna. Síðan sneri hún sér við og kvaddi mig. Stúlkan, sem opnaði, var enn innan heyrnar- máls, svo að ég gat ekki aðvarað frúna um samtalið, sem ég hafði átt við mann hennar. — Ég vona, að þér lítið inn aftur, sagði hún og varð nú aft- ur formleg, eins og góð húsmóð- ir, sem er að kveðja gest sinn. — Það vona ég líka, frú, sagði ég, en þá kallaði maður hennar hana inn í stofuna og hún veif- aði til min hendi og hvarf. Ég gekk eftir hellulögðu brautinni og út á götu, þar sem bíll lögreglustjórans beið, og lögreglumaður í einkennisbún- ingi sat við stýrið. Ég sneri til vinstri, til þess að fara ekki framhjá honum, og gekk hratt niður eftir brekkunni. Það var sama, hvert ég færi, ef ég væri bara nógu langt frá lögreglu- bílnum. Ég ákvað að fara heim, doka þar við nokkra stund og fara svo heim til bróður míns. Ég hafði orðið fyrir miklu áfalli af fréttinni um dauða Stefano Marelli en mér var engu betur við þetta, sem rektorinn hafði sagt mér um nafnlausu síma- hringingarnar. Þegar ég kom í Mikjálsgötu og gekk áleiðis heim til Silvani, sá ég mann standa þar við dyrn ar og tala við frúna. Maðurinn, sem var berhöfðaður og sneri vanganum að mér, var auðveld- lega þekkjanlegur. Það var lög- reglumaðurinn frá Róm, í borg- arafötum, sem ég hafði séð við kirkjuna á þriðjudaginn var. Ég var kominn móts við nr. 5 og skaut méf ósjálfrátt inn i dyrnar þar, og fór beint upp á fyrstu hæð. Ég barði að dyrum á herberginu þar sem Carla Raspa bjó. Ekkert svar. Ég gekk inn og lokaði á eftir mér. 18. kafli. Ég hélt, að þarna væri enginn í stofunni, en hurðarskellurinn hjá mér hefur ónáðað einhvern, sem var í baðherberginu. Kona kom inn um dyrnar, með hlífðar svuntu og gólftusku í hendi. Hún glápti á mig toftryggni- augum. — Hvað viljið þér? spurði hún. — Ég hafði mælt mér mót við ungfrú Raspa, laug ég. — Hún sagðist kunna að vera seint á ferð og bað mig að bíða sín. — Gott og vel, sagði konan. — Ég er nú búin með þessa stofu, en á eftir baðið og eldhúsið. Lát ið þér fara vel um yður. Hún sneri aftur inn í baðher- bergið og svo heyrði ég vatn renna. Ég gekk út að gluggan- um og leit út á götuna og yfir að nr. 24. Maðurinn var þarna enn. Frú Silvani var nú kom- in vel í gang og talaði mest af því sem talað var og ég gat séð að hún pataði út í loftið. Hún hlaut að vera að tala um mig. Hún hlaut að vera að segja manninum, að ég ynni allan dag inn í bókasafninu og mundi lík- lega vera þar núna, að ég hefði verið leigjandi hennar í eina viku, en væri aðkomumaður I Ruffano. Ef hann hefði gert grein fyrir sér, mundi hann áreiðanlega vilja leita í her- berginu mínu. Hann mundi áreiðanlega fara upp og opna allar skúffur og gá í skápana og ferðatöskuna mína. En hann mundi ekki finna neitt, sem gagn væri í. Ég gekk með öll skjöl mín á mér. En enn hafði frú Silvani enga tilburði haft til að bjóða honum inn. Þau voru enn að tala. En svo kom hrein- gerningakonan inn aftur, svo að ég fór frá glugganum. — Vilduð þér fá kaffi? spurðl hún. — Nei, verið ekki að gera yð- ur neitt ómak, sagði ég. — Það er ekkert ómak og ég veit, að ungfrúin mundi ætlast til þess.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.