Morgunblaðið - 13.09.1966, Side 7

Morgunblaðið - 13.09.1966, Side 7
Þriðjudagur 13. sept. 1968 MORCU NBLAÐID ¥ Hún lítur ekki út eins og hún á að sér að vera, brosandi og fögur. Hún situr og virðist vilja segja — ég nenni ekki meiru. Myndin er tekin af Sofíu Loren í hléi við kvikmyndaupptök- ur á Suður-Ítalíu, þar sem verið er að taka myndina „Cera una volta“ — „Það var einu sinni“ — þar sem hún leikur fátæka bóndakonu, sem lendir í fögru ævintýri. Mótleikari hennar í myndinni er egypzki kvikmyndaleikarinn Omar Sharif. SOFFÍA LOREIM só NÆST bezti Hann bað hana um koss. Hún hnyklaði brýrnar. — Koss, maelti hún, táknar tilfinningu. Koss á nöndina táknar virðingu koss á enni merkir vináttu. Koss á varirnar táknar nvort- tveggja, — og dálítið meira. Nú gef ég yður leyfi til að kyssa mig. Hann þagði. í gegnum virðingu og vináttu skapast ástin. Hann leit á nana til að lesa hugsanir hennar. . . Þarna stóð hún með húf- una dregna niður að augum og hendurnar grafnar í kápuvösunum. Hann skildi. Uppeldi lcvenna Látið stúlkubörn njóta góðr ar skólamenntunar, en kennið þeim jafnframt að þvo, gera við sokka, sauma í fötin sín og búa til mat. Sýnið þeim fram á að sé hyggilega far- ið að við matartilbúning spar ast mikið fé. Og látið þeim skiljast að í hverri krónu eru 100 aurar, og að sá einn verð- ur efnalega sjálfstæður, sem eyðir minnu, en hann vinnur Bér inn, en sá sem daglega eyðir meiru en hann vinnur fyrir, verður fyrr eða síðar öreigi. Kennið þeim að meta bómullarkjólinn, sem er borg- aður, en silkikjólinn, sem er tekinn í skuld. Gerið þeim skiljanlegt að hraustlegt og rjótt andlit af vinnu, er fall- egra en föl og blóðlaus and- lit, þótt fríð séu. Kennið þeim að húsmóðirin á sjálf að kaupa til heimilis- ins og sjá um að reikningar þeir séu réttir. Kennið þeim iðni og sjálfstraust og látið þeim skiljast að hjarta góður, skynsamur og duglegur mað- ur í vinnufötum, er meira virði en heil tylft af fínt klæddum letingjum, sem eyða tíma og efnum til einskis. Gerið þeim það ljóst að ham ingja hjónabandsins er ékki komin undir fríðleik og fé, heldur þeim sjóði,‘sem hjartað geymir. Ef þér hafið kennt dætrum yðar allt þetta, þurf- ið þér ekki að kvíða íyrir framtið þeicra. FRÉTTIR Árbæjarsafn lokað. Hópferðir tilkynnist í síma 18000 fyrst um sinn. Verzlunarskóli íslands verður settur í hátíðasal skólans fimmtu daginn 15. sept. kl. 2, e.h. Reykjalundur sendir bifreiða- étjórum Hreyfils innilega kveðju ®g hjartans þakkir fyrir dásam- legan dag og yndislega ferð á vegum þeirra 7. þ.m., svo og öðrum, er að þessu stóðu með þeim. Lifið heil! Spilakvöld Templara, Hafnar- firði hefjast að nýju miðviku- daginn 14. sept. Spiluð verður félagsvist með líku sniði og und anfarið. Allir velkomnir. Vinahjálp. Bridge-klúbburinn tekur til starfa í Hótel Sögu 1 Átthagasal, fimmtudaginn 15. september kl. 2,30. Kristniboðssambandið. Á sam- komunni í kvöld kl. 8.30, í kristni boðshúsinu Betaníu, talar Bene- dikt Arnkellsson, cand. treol. Allir eru velkomnir. Kvenfélagið Esja. Aðalfundur þriðjudaginn 13. kl. 9 síðdegis. Stjórnin. Minningarspjöld Ekknasjóður lækna. Minningarspjöldin fást á eftir- töldum stöðum: Skrifstofu lækna- félaganna í Domus Medica, í skrifstofu borgarlæknis, í Reykja víkur Apóteki, í Kópavogi hjá sjúkrasamlagi Kópavogs, í Hafn- arfirði hjá Hafnarfjarðar Apó- teki. Minningarkort Krabbameins- félags lslands fást á eftirtöldum stöðum: I Öllum póstafgreiðsl- um landsins, öllum apótekum í íteykjavík nema Iðunnar Apóteki Kópavogi, Hafnarfirði og Kefla- vík. Afgr. Tímans í Bankastræti 7 og skrifstofu krabbameinsfé- laganna, Suðurgötu 22. 75 ára er í dag frú Ástríður Björnsdóttir, Laugavegi 46b, Reykjavík. Hún dvelst í dag á heimili dóttur sinhar, og tengda- sonar að Skipholti 60 hér í bæ. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Jónína M. Péturs- dóttir, Þinghólsbraut 15, kópa- vogi, og Reynir Guðmundsson, bifvélavirki, sama stað. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína Haldóra Hálfdánsdóttir, fóstra frá Bolungarvík og Þor- steinn Einarsson, stýrimaður Barmahlíð 37. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Móeiður Sigurðar- dóttir, Birtingaholti, Árness. og Þorleifur Eiríksson, Tómsarhaga 41, Rvík. Sunnudaginn 4. þ.m. opinber- uðu trúlofun sína, ungfrú Hanna Gísladóttir, Stórabúrfelli VÍSUKORIVi Til vinar míns Jóns Kaldals, þökk. Sjálfur drottinn sendir þér sól frá kærleiks vori! — fylgi þér allt sem fegurst er fram að hinsta spori. Hjálmar frá Hofi. X- Gengið >f Reykjavík 5. september 1966 1 Sterlingspund Kaup 119,74 Sala 120,04 1 Bandar. dollar 42,95 43,06 1 Kanadadollar 39,92 40,03 100 Danskar krónur 620,40 622,00 100 Norskar krónur 600,64 602,18 100 Sænskar krónur 830,15 832,30 100 Finsk mörk 1.335,30 1.338,72 100 Fr. frankar 876,18 878,42 100 Belg. frankar 86,22 86,44 100 Svissn. .frankar 99,00 995,55 100 Gyllini 1.188,30 1.191,36 100 Tékkn. kr. 596,40 598,00 100 v-þýzk mörk 1.076,44 1.079,20 100 Austurr. sch. 106,16 106,60 og Jón Már Smith, Eldjárns- stöðum, Austur-Húnavatnssýslu. Þann 31. Ágúst voru gefin saman í Laugarneskirkju af séra Garðari Svavarssyni ung- frú Alis Larsen frá Kaupmanna- höfn og John Harmoud Grant frá Californiu. Spil: Ef þú ert að spila á spil, þá er það fyrir skjótlegri gift- ingu. Ef þú hefur mest af tígli, þá verður makinn ílla lyntur. Ef mest er af hjarta, þó mun hjóna bandið verða mjög hamingju- samt. Ef mest er af laufi, þá færðu mikla peninga með gift- ingunni. Ef mest er af spaða, þá verður þú óhamingjusamur og börn þín einnig. — Spil út af fyrir sig er ekki gott að dreyma, oftast fyrir vonbrigðum. Klæðum og gerum við húsgögn, seljum ný bólstr- uð húsgögn á framleiðslu- verði. Bólstrunin, Lang- holtsveg 82. Sími 37550. — (Karl og Sigsteinn). Heimasaumur Óskum eftir sambandi við konur, sem eiga Overlock saumavélar og vilja taka í heimasaum. Tilboð merkt „Heimasaumur“ skilist á afgr. blaðsins. Húseigendur Reglusaman námspilt vant- ar herbergi í nágrenni KennaraskólanS. Uppl. í síma 24576. ATHUGIÐ Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Stór 4 herbergja íbúð í Háaleitishverfi til leigu strax. Tilboð sendist Mbl. merkt „4064“. Kona eða stúlka óskast til afgreiðslustarfa í bakarí hálfan daginn. Uppl. í síma 30958 milli kl. 7—8. Kvenúr tapaðist fimmtud. 8/9 frá Gullteig í Lækjargötu í Góðtempl- arahúsið. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 41349. Sem nýtt sjónvarp (Normandie) 23 tommu með útvarpi og plötuspil- ara til sölu. Uppl. í síma 38355 frá kl. 9—5. Til sölu þurrkari, hjónarúm, eld- húsborð og fleira. Uppl. í síma 16847. Volkswagen (rúgbrauð) ’55—’60 árg. í góðu standi óskast til kaups. Æskilegt er að sæti fylgi. Uppl. í síma 15122. Einhleypur, miðaldra maður óskar eftir eins eða 2ja herb. íbúð til leigu sem fyrst. Forstofuherb. kemur einnig til greina. Reglusemi lofað. Tilboð merkt „4253“ leggist inn á afgr. Mbl. f. laugardag. Karlmannsveski fundið Ppplýsingar í síma 34741 ATHUGIÐ! Þegar miðað er við útbreiðslu. er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Klæðum og gerum við bólstruð húsgögn. 1. flokks vinna. Sækjum og sendum. Valhúsgögn Skólavörðustíg 23. Sími 23375. Ráðskona óskast á gott sveitaheimili, einn maður í heimili. Má hafa barn. Upplýsingar í síma 51031. Hestar Tveir góðir hestar til sölu. Upplýsingar í Laugardæla- búinu. Hjón utan af landi vantar þrjú herbergja íbúð í Reykjavík sem fyrst. Vin- samlegast hringið í síma 22518. íbúð óskast til leigu Menntaskólakennara með maka og tvö börn vantar 2ja—3ja herb. íbúð f. 1. okt Róleg og algerlega reglu-^ samt fólk . Ársfyrirframgr. Uppl. í síma 20853. íbúð óskast Kennaraskólanemi ó s k a r eftir einu herb. og eldhúsi. Barnagæzla eða kennsla upp í leigu, ef óskað er. Uppl. í síma 1011 Akran. frá 9—5, og 1130 eftir kl. 5.30. Tækifæriskaup Vetrarkápur með skinnum, svartar og brúnar, á kr. 2200,-. Svartir kvöldkjólar á kr. 700,-. Prjónakjólar, margir litir, á kr. 8.00,-. Laufið, Laugaveg 2. Til leigu er 4 herbergja íbúð frá 15. okt. Ársfyrirframgr. Tilboð merkt: „Heimavinná 4052“ leggist inn á afgr. MbL fyrir föstudag. Reglusaman fullorðinn mann vantar gott herbergi í Kópavogi, helzt með aðgangi að síma. Uppl. í síma 40557. Volkswagen árgerð 1963 til sölu. Uppl. í síma 35269, eftir kl. 6. Miðstöðvarketill óskast Stærð 4 ferm. Upplýsingar í síma 12764. Áreiðanleg og dugleg stúlka óskar eftir vel laun- uðu starfi. AUs konar um- sjónarstörf, símavarzla og fl. Góð meðmæli. Tilboð merkt „Áreiðanleg 4249“. Óskum eftir 2 herb. íbúð strax eða við fyrstu hentug leika. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Vinsam- lega hafið samband við Guðbrand í síma 2 24 80 frá kl. 1—8 dag hvern. Tenor eða bariton SAXAFÓIMN óskast keyptur. — Upplýsin»ar um verð o. fl. sendist afgr. Mbl., merkt: „Saxafónn — 4248“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.