Morgunblaðið - 13.09.1966, Síða 23

Morgunblaðið - 13.09.1966, Síða 23
Þriðjuðagtrr 13 sepl. 1966 MORC U NB LAÐIÐ 'ZJ Norsku forsætisráðherrahjónin með hjónunum á Grund í Eyjafirði. Frá vinstri: Aðalsteina Magnúsdóttir húsfreyja, Per Borten, Gisli Björnsson, bóndi á Grund og frú Magnhild Borten. 1 Dimmuborgum. Jóhann Skaftason, sýslumaður vísar norska forsætisráðherranum veginn. — Norðurland Framhald af bls. 17. stjórnar stóð að Hótel KEA um kvöldið. I Evjafirði Eins og kunnugt er, er Per Borten fyrrverandi bóndi og búnaðarfrömuður, og beinist því áhugi hans einna helzt að jarð- yrkju, kvikfjárrækt og búskap yfirleitt. Hann er líka býsna kunnugur íslenzkum búskap af afspurn. Hann fræddi samferða- menn sína t. d. um það, sem sennilega er á fárra íslendinga vitorði, að í Eyjafirði er meiri mjólkurframleiðsla á hvern bónda að meðaltali en í nokkru öðru héraði á öllum Norður- löndum. Hann hefir heldur ekki á ferðalagi sínu setið sig úr færi að kynnast af eigm raun og sjá með eigin augum vinnubrögð ís- lenzkra bænda og búskaparháttu á íslandi. Sá áhugi er einlægur og lifandi. Hann hefir unun af því að ræða við íslenzka bænd- ur, spyr margs og vill skoða sem allra flest þvi að sjón er sögu ríkari. Klukkan 10 á sunnudags- morgun var þess vegna haldið í stutta kynn'sferC um hið blóm- lega og búsældarlega hérað, Eyjafjörð, svo að norsku ráð- herrahjónunum gætist kostur á að litast þar um. Ekið var sem leið liggur austur yfir hólma Eyjafjarðarár og fram Kaup- angssveit. Brátt var komið að ný- býlinu Höskuldsstöðum, sem ris- ið er með miklum myndarskap fyrir fáum árum. Algjörlega utan dagskrár lætur Per Borten stöðva þar bíimn og gengur heim að bænum ásamt Magnúsi Jónssyni fjármálaráðherra og Árna Jónssyni tilraunastjóra, sem slegizt hafði i för með ráð- herrunum um morguninn. Á hlaðinu mættu þeir Sigurði Snæ- björnssyni bónda, sem var ný- kominn frá morgunverkum í fjósinu. Toku þeir tal saman og ræddust við góða stund, aðallega um nautgriparækt. Norðan við fjósið var stór hópur alikálfa, sem nú fengu mörg hlutverk og mikil í íslandskvikmynd ráð- herrans. Eftir þessa óvæntu skyndi- heimsókn að Höskuldsstöðum var ekið frain hjá ninum mynd- arlegu stórbýlum á Staðarbyggð, húsmæðraskólanum á Lauga- landi, Munkaþverá og öðrum merkum stöðum, unz staðnæmzt var á hinu snyrtilegu stórbýli Stóra-Hamri. Þai er tvíbýli, og heita bændurnir Eiríkur Skafta- son og Þórhailur Jónasson. Leitun mun vera a öðrum eins þrifnaði og snyrtimennsku á bændabýlum hérlendis og jafn- an er á Stóra-Hamri. Hvenær sem þar sr fram hjá farið, kem- ur aldrei fyrir, að þar sjáist nokkur hlutur í óreiðu, hvergi spýta eða tómur poki, allt fágað og fagurt. Öll hús eru hvítmáluð með rauðum þökum, malarborn- ir stígir milli húsa, sem eru mörg reisuleg, fjós hvítlökkuð að innan. Þar er staður fyrir hvern hlut og hver hlutur á sín- um stað. Hér tók á móti hópnum Eirík- ur Skaftason bóndi og gekk með gestunum um garða. Per Borten skoðaði allt var.dlega, fjárhús, fjós, hlöður, heyblásara, véla- geymslur og verkstæði, og lauk á allt hinu mesta lofsorði. Hann — Clay Framhald af bls. 30. brást ekki. Hans létta fótavinna og fimleiki að sveigja frá högg- um andstæðingsins annars veg- ar og hins vegar hans eldsnöggu högg upp úr erfiðri vörn voru enn einu sinni þau vopn er dugðu honum til yfirburðasig- urs. Mildenberger var allt til loka tilbúinn til sóknar þrátt fyrir áðurnefnda yfirburði Clays. í 5. lotu olli högg Clays skurði á augabrún Mildenbergers og tók að blæða mjög. Skurðurinn opnaðist aftur í 7. lotu og í 9. lotu fékk Mildenberger ákafar blóðnasir. í 12. lotu fékk hann skurð á heila augað og blæddi svo mjög að hann var ófær um að verja sig. spurði Eirík bónda um afkomu búsins, vinnubrögð og fleira og gaf honum að skilnaði áritaða myndabók frá Noregi. Næsti viðkomustaður var Saurbær, þar seir hin aldna torf kirkja var skoðuð. en síðan var ekið heim að höfuðbólinu Grund. Þar stóðu á .tröppum úti hjónin Aðalsteina Magnúsdóttir og Gísli Björnsson og fögnuðu gestum. Er ekki að orðlengja, að öllum hópnum var boðið í bæinn til að þiggja hressingu. Móttökur allar voru höfðinglegar og stór- myndarlegar. Gestunum var tekið með mikilli alúð og eðli- legum hjartanleik eins og þar væru komnir gamlir vinir og kunningjar, enda var auðfund- ið, að þeir voru bæði velkomnir og kærkomnir. Húsráðendur töl- uðu margt við gestina og sýndu þeim margt fróðlegt, sem þarna var að finna. Gísli bóndi sýndi Per Borten Þetta er 26. leikur Clays sem atvinnumaður — og 26. sigur í röð. Mildenberger hefur nú keppt 55 leiki, hefur unnið 49, 3 orðið jafnt og tapað 4 — þar af „að- eins“ verið rotaður tvisvar. — Per Borten Framhald af bls. 3. göng Snorra í Reykholti. Borten sagði á blaðamannafundinum, að er fréttamaður NTB stakk upp á þessu, hefði hann sagt „því ekki það“. Ekki svo að skilja að hann teldi ekki að íslendingar væru fullfærir um að gera þetta sjálf- ir. í hugir.yndinni fælist það, að íslendingar og Norömenn hefðu þarna sameiginlsgum skyldum að gegna. Og Norðmenn mundu gjarna vilja að þeir leystu þær Borten kveður Eirík Skaftason á Stórhamri, sem þakkar honum og Magnúsi Jónssyni, ráðherra, fyrir komuna. af hendi sameiginiega, ef unnt væri. Kvað ráðherrann það hafa verið mjög fróðlegt að koma til Reykholts og sjá Snorralaug og umhverfi þess rithöfundar, sem Norðmenn eiga svo mikið upp að unna. Björgunarmönnum þakkað. 1 lok blaðamannafundarins bað Per Borten ráðherra blöðin fyrir sérstakt þakklæti til þeirra manna, sem hefðu veitt ómetan- lega aðstoð við björgun á skip- brotsmönnum af norskum báti 6. september. En það hefðu ver- ið frá Björgunarsveit Neskaup- staðar þeir Sveinn Guðmunds- son, Hilmar Bjarnason, Stefán Þorleifsson, Jóhann Zoéga, Ro- bert Jörgensen og Halldór Bjarnason. V.S. Goðinn flutti mennina að Stuðium. Einnig 5 menn af varðskipinu Þór undir forustu Bjarna Helgasonar stýri manns og tveir menn frá Nes- kaupstað, Jón Bjarnason og Hálf dán Bjarnason er sóttu menn og farangur á strandstað. Vildi ráðherrann þakka þessum mönn um öllum. Leiðrétting MISSÖGN varð í frétt Mbl. sl. laugardag um sérstaka „bók“ sem er til sýnis í stúku Slát- urfélags Suðurlands á Iðnsýn- ingunni. Framleiðslu bókarinnar annast Grétar Bergmann, en hann er hins vegar ekki framkvæmda- stjóri fyriitækisins G. Bergmann hf. sem mun annast dreifingu þessarar boKar og er Grétari Bergmann að öðru leyti óvið- komandi. og Magnúsi Jónssyni uppdrátt að Grundarbænum frá árinu 1880, sem hékk á vegg í stof- unni, og spjölluðu þeir jafn- framt um húsaskipan almennt á gömlum norskum og íslenzkum bæjum, sameiginleg nöfn í tung um beggja þjóðanna á húsum og ýmsum búshlutum. Við frú Aðalsteinu ræddu Borten-hjónin um verkun á hangikjöti og ýmsum öðrum íslenzkum mat, og hún sýndi þeim m. a. gamlan útskorinn prjónaslokk, sem langamma Gísla hafði átt. Skemmtilegt þótt Norðmönnun- um að sjá safnrit norskra höfuð- skálda meðal bóka heimilisins. Við stálpaðan son þeirra Grund- arhjóna vav talað um hesta og hestamennsku, og varð þess ekki vart, að hann léti neitt standa á greiðum svörum. Eftir að ailir höfðu skrifað í gestabók heimihsins, var gengið út í kirkjuna, sem er ein feg- ursta sveitakirkja á landinu, en síðan kvaðzt. með miklum virkt- um. Var auðiundið á forsætisráð herrahjónunum, að þeim þótti afar vænt um ao koma á þetta myndarlega sveitaheimili og tala við íólkið, sem þar býr. Nokkru fróðari en áður um íslenzka bændur, búskap og bændamennmgu héldu Per Borten og frú hans ásamt föru- neyti til Akureyrar og snæddu þar hádegi.sverð. Um kl. 15.30 var svo flogið til Reykjavíkur, og lauk þai með hinni opinberu norsku ráðherraheimsókn til Norðurlands. — Sv. P, Borten brá sér á hestbak í - Mý vatnssveitinni. son, oddviti á Grænavatni heldur í tauminn. Sigurður Þóris-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.