Morgunblaðið - 13.09.1966, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 13. sept. 1966
Sigrar Keflavík
eða þarf aukaleik?
KefBvíkingar unnu KR 2-0
KEFLVÍKINGAR sigruðu KR með tveim mörkum gegn engu á
sunnudaginn. Með þeim sigri hafa Keflvíkingar tryggt að íslands-
meistaratitill gengur þeim ekki úr greipum fyrr en eftir „auka-úr-
slitaleik“ Og sá aukaúrslitaleikur — ef til hans kemur — verður
við Val, en Valsmenn geta náð sama stigafjölda og Keflvíkingar
með því að sigra Þrótt á núðvikudagskvöldið. Keflvíkingar hafa nú
14 stig af 20 mögulegum — og Valsmenn geta einnig náð þeirri
tölu, ef Belgíu- og Parísardvölin situr ekki enn um of í beinum
þeirra.
Barátta í 30 mínútur
Leikur Keflvíkinga og KR
var lélegur og heldur tíðindalít
ill ef frá eru taldar fyrstu 30
mínúturnar. Þá var allvel iTarizt
á báða bóga: Fyrst höfðu KR-
ingar undirtökin í þeirri bar-
áttu án þess þó nokkru sinni að
skapa sér verulega hættuleg
færi.
En smám saman náðu Keflvík-
ingar tökum á leiknum og jukust
yfirburðir þeirra fljótt. Náðu
þeir algerum yfirráðum á vallar-
miðjunni og þar var byggð upp
hver sóknarlotan af annarri. Á 8.
mínútu kafla um miðbik fyrri
hálfleiks skoruðu Keflvíkingar
tvívegis og virtust eftir það
ekki hafa mikinn áhuga á að
skora meira. heldur að halda yfn
burðum sínum og tryggja þannig
sigurinn. Það tókst á svo full-
kominn hátt, að KR-ingar áttu
ekki eitt einasta almennilegt
skot á mark Kéflavíkur allan
leikinn út í gegn.
Fyrra mark Keflvíkinga
kom á 19. mín. Hófst sóknin a
miðju og leikið var út til vinstri.
Rúnar „bítill“ Júlíusson lék lag-
lega á Kristin bakvörð og gaf
mjög vel til Jóns Jóhannssonar
sem skoraði af stuttu færi.
Síðara markið kom á 27. mín.
Hár knöttur var sendur að
Staðan
Staðan í 1. deild er, þegar
einum leik er ólokið, þannig:
Keflavík 10 6 2 2 23-12 14
Valur 9 5 2 2 18-12 12
Akureyri 10 4 4 2 20-17 12
K.R. 10 4 2 4 19-13 10
Akranes 10 2 3 5 13-21 7
Þróttur 9 0 3 6 7-26 3
Enskn
knatíspyrnan
7. UMFERB ensku deildarkeppn
jnnar fór fram s.l. laugardag og
marki KR. Þar varð mikil þvaga.
oft skotið en jafnoft varið, þar
til Grétar Magnússon innherji
krækti í knöttinn og fékk skorað
af þröngu færi.
Sókn KR var í algerum moi-
um. Keflavíkur-vörnin kæfði í
fæðingu allar samleikstilraumr
sóknarmanna og einasta ógnunin
frá KR-ingum var einstaklings-
tilraunir, sem allar misheppnuð-
ust. Eyleifur hitti sjaldan maric,
flestar sendingar og skot Harðar
lentu aftur fyrir mark og af boga
sendingum Baldvins stafaði
aldrei hætta. Eyleifur átti bezta
færið í síðari hálfleik — en
skaut framhjá.
Leikurinn var í heild heldur
slakur og daufur á að horfa. í
flestum eða öllum stöðum voru
Keflvíkingar betri. Vörn ÍBÍ
var svo sterk að KR fékk engu
áorkað. Miðjuna áttu Keflvíking
ar og það sem sást af góðum
sóknarleik var Keflvíkinga. Oft
hafa þó Keflvíkingar sýnt betri
leik og hefðu ef til vill getað
betur nú, ef á hefði þurft að
halda — svo virtist að minnsta
kosti.
— A. St.
urðu úrslit ieikja þessi:
1. deild
Blackpool ~ - Aston Villa 0—2
Chelsea — Sunderland 1—1
Leeds — N Forrest 1—1
Leicester — - Sout’nampton 1—1
Liverpool - - Sheífield W. 1—1
Manchester City — Arsenal 1—1
Newcastle - - Burnley 1—1
Sheffield U . — Everton 0—0
Stok — ’.Vest Harr 1—1
Tottenham — Manchester U.2—1
W.B.A. — Fulham 2—1
2. deild.
Birmingham — Bury 1—3
Blackburn - — Cardiff 4—1
Bolton — Huddersfield 1—0
Bristol City — Ipwich 1—1
Carlisle — Wolverhampton 1—3
Framh. á bls. 12
19,64 m á
Akureyri
BANDARÍSKI kúluvarparinn
Neal Steinhauer tók þátt í móti
á Akureyri á sunnudaginn. Hann
varpaði kúlunni 19,64 m. í keppn
inni — og slíkur árangur hefur
aldrei náðst hér á landi áður.
Utan keppni sýndi Steinhauer
kúluvarp og varpaði 17 sinnum.
í 14 varpanna lenti kúlan hand-
an við 19 m. strikið.
Steinhauer tók einnig þátt í
kringlukasti og kastaði 51,18 m.
Árangur Steinhauers smitaði
einhvern veginn út frá sér. Lárus
Lárusson setti í keppninni Kópa-
vogsmet 14,05 m. ög Ingi Árna-
son setti Akureyrarmet 13,88 m.
Síðara mark ÍBK. Grétar (4. i'rá hægri) skorar af stuttu færi en erfiðri stöðu.
Clay sigraði í
Leikurinn stöðvaður er IHilden-
berger gat ekki varizt sökum
blóörennslis
lotu
CASSIUS CLAY er áfram heims
meistari í þungavigt hnefaleika.
í fjórða sinn á þessu ári varði
hann titil sinn á laugardaginn
fyrir Evrópumeistaranum Karl
Mildenberger í Frankfurt. Leik-
urinn var stöðvaður er 1 mín og
30 sek voru liðnar af 12. lotu,
en þá var Mildenberger ófær um
að verja sig vegna blóðrennsl-
is úr skurðum við bæði augu
og úr nefi.
Ekki sá á Cassiusi Clay en
mörg þung högg fékk hann frá
Mildenberger, sem veitti heims-
meistaranum meiri mótspyrnu
en búizt hafði verið við. Sótti
Mildenberger fast á framan af,
en fékk ekki sínu framgengt
vegna fimlegrar varnar Clays,
sem vék sér undan flestum högg
um á sinn snaggaralega máta
með frábærri fótavinnu og lið-
legheitum.
• Þrisvar í gólfið
Þrívegis lá Karl Milden-
berger í gólfinu — í 5., 8. og
10. lotu. í 5. lotu varð eld-
snöggt hægri handar högg
honum að falli rétt áður en
bjallan hringdi lotulok.
f 8. lotu sótti Mildenberger
fast og skoraði mörg stig.
Var sýnilegt að heimsmeistar
IHcGregor
setti
heimsmet
SKOTINN Bobby McGregor —
sem íslendingum er að góðu kunn
ur frá þátttöku í sundmóti hér
— setti heimsmet í 100 m. skrið
sundi í Blackpool á laugardaginn.
Synti hann á 53,5 sek.
i
anum þótti höggin er hann
fékk þung. Mildenberger
sótti ef til vill af meira kappi
en forsjá og Clay tókst að
víkja sér undan svo höggin
urðu að vindhöggum og upp
úr því kom Clay fyrst 4 Jétt-
um vinstri handar höggum á
Mildenberger og síðan vinstri
handar höggi undir höku og
Mildenberger féll — stóð eld
snöggt upp, en dómarinn
taldi upp að átta samkv. nýj-
ustu reglum.
I 10. lotu sótti Mildenberg-
er einnig framan af og kom
þungum höggum á meistar-
ann. Sókn hans var þung
gegn Clay en honum tókst
ekki að skapa möguleika á að
koma góðu höggi á meistar-
ann. f ákafa sóknarinnar
varðist hann ekki eldsnöggu
hægri handar höggi og féll
á rassinn á gólfið. Var það
rétt i samam mund og hringt
var til lotuslita.
# Jafnara en búizt var við
í held var baráttan miklu jafn
ari en búizt var við. Clay vann
að vísu 9 lotur af ellefu. Níunda
lokan var dæmd jöfn og Miluen
berger vann 4. lotu leiksins.
Það var fyrst og fremst snerpa
Clay sem skapaði sigur hans.
Hann átti einkum í 3. og 4. lotu
í erfiðleikum með hinn örvhenta
Mildenberger. En vörn Clays
Framhaid á bls. 23
linglingamótiriu
lýkur á morgun
Á unglingameistaramóti íslands
1966, sem fram fór á Laugar-
vatni í sumar, var ekki hægt að
láta keppni fara fram í 110 m.
grindahlaupi og 400 m. grinda-
hlaupi, þar sem ekki eru til
grindur að Laugarvatni.
Ákveðið hefur verið að láta
keppni fara fram í þessum tveim
grindahlaupum unglingameistara
mótsins n.k. miðvikudag á Meia
vellinum og hefst keppnin kl. 18.
Auk þess fer fram keppni í þrem
aukagreinum, sleggjukasti, stang-
arstökki og kúluvarpi.
Þátttökutilkynningar sendist til
FRÍ á skrifstofu ÍSÍ, íþróttamið-
stöðinni, fyrir hádegi n.k. míð-
vikudag.
Hverjir eiga að
skipa landslið?
GETRAUNIN um það, hvernig landsliðsnefndin stillir upp lands-
Jiði sínu, hefur fengið sæinilegar undirtektir og þátttöku. í dag kI.
3.15 verður blaðamannatundur hjá KSÍ og þar verður liðið til-
kynnt. Við tökum því enn við getraunaseðlum — eða þar til kl. x
í dag — svo og þeím, sem póstlagðir hafa verið fyrir þann tima.
Seðillinn fylgir hér:
Steinhauer á Laug-
ardalsvelli í kvöld
v. útherji
miðh erji
h. útnerji
v. innherji
h. mnherji
v. framvörður
miðv örður
h. framvóiuur
1 KVÖLD efnir FRÍ til frjáls-
iþróttamóts í tilefni af heimsókn
bandaríska kúluvarparans Neal
Steinhauer, sem undanfarna daga
hefur leiðbeint kösturum hér í
Reykjavík og norður á Akureyri.
Steinhauer mun taka þátt í bæði
kúluvarpi og kringlukasti. Hann
ásem kunnugt er annan bezta
árangur í kúluvarpi í heiminum
í ár, 20,44 metra og kastar hann
kringlunni bezt um 58 metra.
Auk kúluvarpsins og kringlu-
kasts verður einnig keppt í lang-
stökki og hástökki, 100 metra
hlaupi sveina, drengja og stúlkna
og karla, 400 metra hlaupi A og
B flokki, 1000 metra hlaupi auk
4x100 metra boðhlaups karla.
Keppnin fer fram á Laugardals
vellinum og hefst kl. 18,30.
v. bakvórður
h. bakvóröur
maikv örður
Sendandi:
I Heimilisfang: