Morgunblaðið - 13.09.1966, Síða 31
Þriðjudagur 13. sepT. T966
MORGU N BLAÐIÐ
31
Leysiar samveldisráð-
sfteinan Ródesíumálið?
Þessa mynd tók Adolf
Hansen af vitaskipina Ár-
vaki, þegar það Iét úr Reykja
vikurhöfn í gærmorgun kl.
08.10. Hið óvanalega við brott
för skipsins var, að það
hafði i eftirdragi 40 lesta
þungan olíutank, en olíutank
inn hafði skipið dregið fra
Flateyri. Olíufélagið h.f. er
eigandi tanksins, og er að
flytja hann til Vestmanna-
eyja. Frá Flateyri fékk skip-
ið gott veður og var gang-
hraðinn að meðaltali um 6
hnútar, en tankurinn var að
mestu ofansjávar, risti ekki
nema um 1 metra. Siglingin
til Eyja var áætluð um 20
klukkustundir, en skipstjóri
í þessari ferð er Ásgrímur
Björnsson í fjarveru Guðna
Thorlacíus.
- EFTA
Framhald af bls. 1
verzlunarsvæðisins frá því í októ
ber s.l. um viðræður milli þess-
ara tveggja markaðsbandalaga.
í skýrslu sinni fer Gauthier
miklum viðurkenningarorðum
um þróunina innan EFTA og seg-
ir, að hlutlaus athugandi hljóti
að undrast hversu miklum ár-
angri Efta hafi náð- og allar
fyrri hrakspár um framtíðar-
möguleika bandalagsins hafi að
engu orðið. Hann bendir hins-
vegar á, að viðskipti á sviði land-
búnaðarframleiðslu séu aðeins
10% af viðskiptum EFTA ríkj-
anna en vísar á bug staðhæfing-
um um, að ekkert hafi verið
gért til þess að auka þessi
viðskipti.
í fyrri skýrslunni segir, að
takist — eins og ætlunin sé að
afnema tolla innan Frívrzlunar-
svæðisins á fullunnum vörum,
áður en þetta ár sé á enda, þá
sé það heilu ári fyrr en áætlað
var árið 1960, þegar fram-
kvæmdaáætlunin var gerð í
Stokkhólmi. Hinsvegar segir, að
Portúgalir muni viðhalda ein-
hverjum tollum og kvótum eftir
næstu áramót og hafi gert sér-
staka samninga við hin aðildar-
ríkin, Bretland, Austurríki, Dan-
mörk, Svíþjóð, Sviss og Noreg
um að afnema tollana nokkru
hægar en þau. Finnland, sem hef
ur samband við EFTA dregur
einnig úr tollum — verða þeir
væntanlega um næstu áramot að
eins orðnir 10% af því, sem
þeir voru 1960.
í skýrslunni segir, að , starf
EFTA hafi gefið mjög góða
raun. Viðskiptin milli ríkjanna
hafi fjórfaldast frá því 1959 og
viðskipti Norðurlandanna fjög-
urra aukizt um 150%.
Á það er jafnframt bent, að
lækkun tolla og breytingar á
kvótum sé aðeins eitt atriði af
mörgum, sem varða viðskipti
bandalagsins og muni í nánustu
framtíð lögð öll áherzla á að
leysa önnur vandamál, er haml-
að geti auknum viðskiptum og
samstarfi aðildarríkjanna.
Syndih
200 m
Vegur yfir
Kjarrdalsheiði
Höfn, Hornafirði, 12. sept.
HAFSTEINN Jónsson, vegaverk-
stjóri í Hornafirði, bauð í gær
fréttamönnum að skoða nýjan
fjallveg, sem hann hefur unmð
að. Vegur þessi liggur inn að
Skaftafellsfjöllum og er hann 12
km að lengd.
Það tók 8<daga að leggja veg-
inn, en hann byrjar í svonefnd-
um Ásum, sem er fjalllendi norð
an við Eskifell og liggur upp
Kjarrdalsheiði, en hæð hennar
er 711 m. Síðan liggur vegurinn
inn alla heiðina og endar niður
við Illakamb, sem liggur gegnt
gangnakofa í Kollmúla.
Mörgum ferðamönnum er í mun
að sjá landslag þarna inn fra,
sem er mjög sérkennilegt og
stórbrotið. í gær voru þarna
fimm jeppar á ferðinni, fólk að
skoða þetta nýja mannvirki, sem
S YIM DIÐ
200metrana
verða mun til mikils hagræðis
fyrir ferðamenn. — Gunnar.
Vinningar i skyndi-
happdrætfi Mat-
vælaiðnaðarins
DREGIÐ var í skyndihappdrætti
matvælaiðnaðarins á Iðnsýning-
unni 1966 sl. föstudagskvöld. —
Eftirtalin númer hlutu vinninga
og skal vinninganna vitjað í
Sýningarhöllina í Laugardal
þriðjudag 13. sept. og miðviku-
dag 14. sept. kl. 14 til 18:
2346 1148 1219 1257 2261 2259
2681 1451 1114 4653 4652 181 1348
914 3248 42 43 3226 2502 2728
797 796 4515 4430 500 1410 1903
910 758 2584 4143 1213 4277 1195
938 778 27 4076 463 2565 940
1997 979 980 1271 490 2930 3043
4531 4532 1713 4714 2354 1859
3224 2557 1183 18 4194 1468 3301
3300 4658 4658 1389 1390 1902
4304 4225 4303Í (Birt án ábyrgð
ar).
— Mikill ósigur
Framhald af bls. 1
„Við höfum nú átt við slíkt og
þvílíkt að búa í sjö ár og það er
ekki hlaupið að því að hræða
okkur núna“.
Eins og áður sagði verða ekki
kunn úrslit kosninganna að fullu
fyrr en að nokkrum dögum liðn-
um, en kosið var um 117 þing-
sæti og voru frambjóðendur hátt
á sjötta hundrað. HiS nýkjörna
þing mun koma saman í 'fyrsta
sinni 26. september n.k. og er
ætlað það hlutverk eitt að semja
landinu nýja stjórnarskrá. Til
þess verks fær þingið sex mán-
uði og að því loknu verða enn
haldnar kosningar til allra þeirra
embætta sem hin nýja stjórnar-
skrá gerir ráð fyrir. Almennt er
búizt við því að í stjórnarskránni
verði gert ráð fyrir all-valda-
miklum forseta með þing sér til
mótvægis.
Undirtektir úti um heim.
í Bandaríkjunum eru menn
sagðir harla ánægðir með hinar
nýafstöðnu kosningar í S-Viet-
nam og Johnson forseti er sagð-
ur líta bjartari augum á vanda-
málin austur þar eftir en áður.
Engin opinber yfirlýsing hefur
þó enn verið gefin út um kosn-
ingarnar, og talsmaður forsetans,
Bill Moyers, neitaði að ræða þær
frekar, en sagði að forsetinn
hefði rætt kosningarnar við Dean
Rusk, sem heimsótti Johnson í
morgun, nýstaðinn upp úr
inflúenzu. Walt Rostow, sérleg-
ur ráðunautur forsetans, sagði í
gærkvöldi er hann kom fram í
sjónvarpi að úrslit kosninganna
í S-Vietnam hefðu verið Banda-
ríkjamönnum undrunar- og gleði
efni. Rostow minnti á að kjör-
sókn í Bandaríkjunum er að
meðaltali um 50% við forseta-
kosningar og sagði að það væru
þeim mun meiri tíðindi hve mikil
hún hefði verið í S-Vietnam nú
og væri til marks um það að
hótanir Vietcong hefðu lítt megn
að að aftra mönnum frá því að
kjósa.
í London var það haft eftir
opinberum aðilum að hin mikla
kjörsókn væri tvímælalaust ósig
ur Vietcong og full ástæða væri
til þess að lofa stjórn S-Vietnam
og embættismenn hennar úti um
landsbyggðina fyrir skipulagn
ingu kosninganna við svo erfiðar
aðstæður að fæstir hefðu trúað
því að svo vel gæti tekizt til um
þær.
Viðrbögð Vietcong.
Hin leynilega útvarpsstöð Viet
cong sagði í dag að stjórnarskrár
þingið sem kosið var til á sunnu
dag væri ekki annað en verk
færi í höndum heimsvaldasinna
og kvað skæruliða hafa með
höndum nöfn allra þeirra sem
kosningu hefðu náð, þótt S-Viet
namstjórn myndi ekki birta þau
fyrr en síðar í vikunni. „Við
þurfum ekki að bíða eftir
neinni tilkynningu um kosninga
úrslitin", sagði í fréttasendingu
útvarpsstöðvarinnar, „við vitum
hverjir kosnir hafa verið, það
var fastmælum bundið með
Bandaríkjamönnum og handbend
um þeirra í S-Vietnam fyrir
tveimur mánuðum".
Útvarpsstöð Vietcong hæddist
mjög að S-Vietnamstjórn fyrir
rangar tölur um fjölda kjósenda
og annað ámóta, og kvað það
mestu firru að yfir fimm millj.
manna hefðu verið á kjörskrá
við kosningarnar á sunnudag.
„Herlið Saigon-stjórnarinnar
ræður ekki yfir nema um það
bil fjórum milljónum manna á
kosningaaldri" sagði útvarpið,
„og það aðeins um stundarsakir".
Ekki er vitað með réttu hversu
margir íbúar eru í S-Vietnam,
en útreikningar hin síðari ár
sýna að sú tala er eitthvað í
kringum 16 milljónir.
London, 12. sept. — NTB-AP
W I L S O N, forsætisráðherra
Breta, Iagði í dag fram á sam-
veldisráðstefnunni tillögur
brezku stjórnarinnar til sátta
Ródesíu-málinu þar sem geng-
ið mun töluvert til móts við
kröfur samveldislandanna í
Afríku og Asíu.
Fulltrúar á ráðstefnunni hafa
þingað fyrir luktum dyrum í
dag en í óstaðfestum fregnum
af því sem þar fór fram segir
að Wilson hafi lagt til að skipuð
yrði nefnd samveldislanda sem
kyrrþey kannaði afstöðu
Ródesíumanna yfirleitt til varan
legrar lausnar á Ródesíumálinu.
Wilson er sagður hafa lýst því
yfir að hann gæti ekki að fullu
látið undan kröfunum um að
Bretland tilkynnti að það neit-
aði að viðurkenna sjálfstæði
Ródesíu og fullveldi fyrr en
komið hefði verið á meirihluta
stjórn í landinu, en á hinn bóg-
inn eru tillögur hans sagðar
miðá mjög í samkomulagsátt og
að því að tryggja áframhaldandi
viðræður Breta og Ródesíustjórn
ar um málið.
Utanríkisráðherra Zambíu,
Simon Kapwepwe, hélt flugleið-
is heim til Lusaka í dag að ræða
við Kenneth Kaunda, forsætis-
ráðherra um Ródesíumálið en
skildi eftir aðra ráðherra úr
sendinefndinni sem sitja munu
ráðstefnuna áfram allt til loka
hennar.
Viðskiptnsamnmgur við
Tékkóslóvokíu
— i frjálsum gjaldmidli i fyrsfa sinn
(Frá utanríkisrá'ðuneyt-
HINN 12. september 1966 var
undirritaður í Brno nýr við-
skiptasamningur milli íslands og
Tékkóslóvakíu. Samningurinn
gildir frá 1. október nk. til 30.
september 1970.
Frá stríðslokum hafa við-
skiptin milli landanna byggzt á
jafnkeypisgrundvelli, en sam-
kvæmt hinum nýja samningi
verða viðskiptin framvegis í
frjálsum gjaldmiðli. í samningn-
um eru þó ákveðnir kvótar fyrir
íslenzkar vörur og eru þeir svip-
aðir og kvótar þeir, sem gilt
hafa undanfarin ár. Endurskoða-
má þessa kvóta árlega.
Samninginn undirritaði dr.
Oddur Guðjónsson, viðskipta
ráðunautur og Frantizek Ham
ouz, ráðherra utanríkisvið-
— KúlnagÖt
Framh. af bls. 1
að brjótast gegnum 2,5 m.
hátt gaddavírsnet á mörkun-
um sjálfum. Við það gróf farar
tækið sig niður hátt á annan
metra, áður en loks tókst að
rjúfa netið.
Meðan á þessu stóð dundi
yfir kúlnahríðin. — Við stýrið
sat annar karlmannanna, en
hinir hnipruðu sig saman við
fætur hans til þess að forðast
kúlurnar, sem sumar hverjar
gengu gegnum fyrirtækið. Þeg
ar þau voru komin gegnum
gaddavírinn, námu þau staðar
við trérunna og leituðu þar
skjóls.
Hér var, sem fyrr segir, um
að ræða tvenn hjón, — önnur
þeirra 25 og 27 ára að aldri
höfðu með sér þriggja ára son
sinn — hin 18 og 27 ára, barn
laus — en konan barnshaf-
andi. öll voru flutt í sjúkra-
hús og þegar gert hafði verið
að sárum þeirra, er rúeiddust,
ræddu þau stundarkorn við
blaðamenn, skýrðu frá flóttan
um og sögðust m.a. hafa hellt
í sig brennivíni til þess að
hleypa í sig kjarki.
skipta.
inu).
— Gólfteppi
Framhald af bls. 2.
íslenzka ullin hentaði betur til
gerðar áklæða og gluggatjalda
en hliðstæð ull erlend, þar sem
hún væri annars eðlis og fjað-
urmagnaðri.
Þessu næst ræddu þeir nokk-
uð um erfiðleikana í sambandi
við þennan iðnað. Ásbjörn Sig-
urjónsson, forstjóri Álafoss hf.
gat þess t.d. að nýja spunaverk-
smiðjan á Álafossi væri nú ekki
nema í hálfum gangi, en hún
hefði verið byggð með það fyr-
ir augum að flytja a.m.k. helm-
ing framleiðslunnar út. Hann
hefði á síðustu 1 mánuðum flutt
út 150 tonn af bandi til Dan-
merkur, en vegna síhækkanöi
tilkostnaðar hefði orðið að
hætta því. Ásbjörn kvaðst enn-
fremur vera nýkominn frá Dan-
mörku með þær upplýsingar að
bandið væri að lækka á heims-
markaðnum, meðan launin
hefðu hækkað hérlendis og all-
ur tilkostnaður við framleiðsl-
una, þannig að um samkeppni
vaari vart að ræða. Ásbjörrt
sagði að endingu, að möguleikar
væru á því að nýta verksmiðj-
una meira í framleiðslu á gólf-
teppum, þar sem þar hefði kom-
ið í Ijós að íslenzku teppin væru
hin beztu, þegar klætt væri
horn í horn á gólfin.
Forráðamenn þessara fyrir-
tækja sögðu að lokum, að allir
væru sammála um það að það
hlyti að vera góð forsenda fyrir
því að ullariðnaður yrði áfram
í landinu, þar sem hér væri fyr-
ir svo gott hráefni.
Vientiane, Laos, 12. sept.
NTB—AP.
• Stjórn Laos hefur tilkynnt,
að fundizt hafi 34 lík manna,
er farizt hafa í flóðum síðustu
tvær vikurnar.
Garðahreppur
Börn óskast til að bera út Morgunblaðið
í Garðahreppi.
Upplýsingar í síma 51247.