Morgunblaðið - 18.10.1966, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.10.1966, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18 okt. 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjón: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Sjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6 Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480. Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 7.00 eintakið. FUNDUR FLOKKSRÁDSINS Sjóræningjar á S- Atlandshafi And-brezk þjóðernisstefna Peronista að baki ólgunnar vegna Falklandseyja Eftir Halldór Sigurðsson Atburður sá, er gerðist ný- lega á Falklandseyjum og banatilræði við Filippus prins í Buenos Aires, sýndi hættu- leg öfl að verki í Argentínu, og einnig að Bretlandi kann að veitast erfiðara að losa sig við nýlendur sínar en upp- haflega að vinna þær. NÝJASTA dæmið um öfgarn- ar í argentínsku stjórnmála- lífi fékkst hinn 28. september, er hópur þjóðernissinna réðist inn í Falklandseyjar í Suður- Atlantshafi. í kjölfar innrásar innar fylgdu and-brezkar óeirðir í Buenos Aires og fleiri stöðum. Atburður þessi, — sem lauk með því, að 18 argentínskir þjóðernissinnar voru sendir heim til Buenos Aires, — mun hafa í för með sér örlagaríkar afleiðingar. Og vandamál það, sem olli atburðinum er enn óleyst. Það leikur þó. enginn vafi á, að þessi hjákátlega innrás hefur haft tilætluð áhrif. í Argentínu hefur hinn ævin- týraþyrsti flokkur þjóðernis- sinna verið hylltur sem „hetj urnar frá Port Stanley", og mikill meirihluti hinna 23 milljón íbúa Argentínu lítur svo á, að hér sé um að ræða verknað, sem sé mjög í þágu ættjarðarinnar. Með þessum verknaði hefur ekki aðeins tekizt að klípa brezka Ijónið í rófuna, heldur hefur einnig heppnazt að beina athygli alls heimsins að Falklandsvandamálinu. Það er í raun og sannleika ekki meðal mikilvægustu vandamála þessa heims. En það gagntekur hugi manna í Argentínu, og er ljóst dæmi um það þversagnakennda á- stand, að Stóra-Bretland virð- ist eiga við rammari reip að draga að losa sig við nýlend- ur sínar en að vinna þær á sínum tíma. Og að lokum sýn ir viðburðurinn, að sambúðin við Englendinga er ekki eins góð og helzt yrði á kosið. Þegar ég heimsótti Argen- tínu síðastliðið sumar, spurði ég þáverandi utanríkisráð- herra, Miguel Angel Zavala Ortiz, hvort Argentína hefði í hyggju að segja Stóra-Bret- landi strið á hendur vegna Falklandseyja. — „Nei“, svar aði Zavala Ortiz með brosi á vör, — „þvi að utanríkis- stefna Argentínu grundvall- ast á friði. Við grípum aðeins til vopna í sjálfsvörn. Vanda- málið vegna „Las Islas Mal- vinas“ er þó gamall þyrnir í auga Argentinu, sem við höf- um fundið fyrir í 133 ár, og munum áfram finna fyrir svo lengi sem sá þyrnir er ekki fjarlægður." Argentína hefur í nokkur ár reynt að knýja Stóra-Bret- land til undanlátssemi eftir stjórnmálalegum leiðum. Á svipaðan hátt og Guatemala, sem gerir tilkall til Brezka- Honduras, beitti Argentína sér fyrir nokkrum árum gegn því, að samveldislöndin tvö, Tobogo, fengju aðild að Jamaica og Trinidad að Amer íska ríkjasambandinu (OAS). Falklandsvandamálið hefur oftar en einu sinni verið tekið til meðferðar hjá S.Þ., til dæm is árin 1964 og 1965 hjá nefnd þeirri, er fjallar um afnám nýlenduhalds („Tuttugu og fjögra manna nefndin"). Síð- astliðið ár samþykkti allsherj arþing Sameinuðu þjóðanna ákvörðun, sem gerði Stóra- Bretlandi og Argentínu að leita friðsamlegrar úrlausnar. Ætlunin var, að þessi tvö lönd skyldu hafa tekið upp samn- ingsumleitanir nú í október- mánuði, en með tilliti til síð- ustu atburða mun ráðamönn- um í Lundúnum sjálfsagt happádrýgst að slá þeim á frest. ★ Landakröfur Argentínu grundvallast einkum á tveim- ur atriðum. í fyrsta lagi lítur Argentína svo á, að er hún vann sjálfstæði sitt af Spán- verjum fyrir 150 árum hafi hún jafnframt erft viðkom- andi nýlendueignir Spánverja. 1 öðru lagi liggja Falklands- eyjar á landgrunninu undan ströndum Argentínu. Bæði þessi rök, — hversu sjálfsögð sem þau kunna að virðast Argentínumönnum — eru hrekjanleg. Hin fyrri af sögu- legum ástæðum, hin síðari með tilliti til alþjóðaréttar. Argentína hefur heldur ekki óskað eftir að leggja málið fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag. Réttindi Stóra-Bretlands eru áþreifanlegri. Eyjarnar hafa verið brezk nýlenda allt frá töku þeirra árið 1833, og íbú- arnir eru engilsaxneskir (og orðið hefur lítilsháttar blóð- blöndun við Norðurlandabúa). Fjórir fimmtu hlutar Falklend inga eru bornir og barnfæddir á eyjunum, og þeir, sem eftir eru, innflytjendur frá Wales og Skotlandi. Mikilvægustu rökin eru samt sem áður þau, að Falklendingar sjálfir óska hvorki eftir sjálfstæði né argentínskum yfirráðum. Þeir vilja þvert á móti vera áfram brezk nýlenda. (Það er að segja nákvæmlega eins og íbú- ar í nýlendu krúnunnar, Gíbr- altar, sem þessi ár hafa einnig orðið fyrir hörðum stjórnmála legum þvingunum af hálfu Spánar). Frá efnahagslegu sjónar- miði hafa Englendingar lítið sem ekkert gagn af eyjunum. Heildarflatarmál þeirra er að- eins 12200 ferkm. Samanlögð íbúatala eyjanna er 2102 menn, en helmingur þéirra býr í Port Stanley. Aðalat- vinnuvegurinn er kvikfjár- rækt og falla þrjúhundruð fjár á hvern íbúa. Útflutning- urinn er mest megnis ull, og fara 99 hundraðshlutar til Stóra-Bretlands. ★ England hefur þó vissra stjórnmálalegra hagsmuna að gæta við að varðveita yfir- ráð eyjanna. Hernaðarlegt mikilvægi þeirra var staðfest í fyrri heimsstyrjöldinni, þeg- ar Bretar færðu sér í nyt hin góðu hafnarskilyrði til þess að leyna úthafsflota sínum þar. í desember 1914 gerðu þeir skyndiárás á stóra þýzka flotadeild í námunda við eyj- arnar. En í þeirri orrustu var mörgum stærstu herskipum keisarans sökkt. Sjóorrustan við Falklandseyjar skar úr um, að Stóra-Bretland hélt yfirráðum á úthöfum það sem eftir var ófriðarins. Nú á dögum eru Falklands- eyjar mikilvægar, sem síðasta viðkomuhöfn á leiðihni til Suðurskautslandsins. Stóra- Bretland á miklar landakröf- ur á Suðurskautssvæðinu, og þar er einmitt um að ræða svæði það, sem Argentína ger- ir einnig tilkall til. Þessu svæði tilheyra einnig eyjarnar South Georgia og South Sandwich Islands, sem eru verstöðvar hvalfangara. Báðir eyjaklasarnir eru af stjórnmálalegum á s t æ ð u m eign Falklandseyja, og krefst Argentina ennfremur þeirra. í alþjóðlegri samþykkt í Washington árið 1959 voru landakröfur allra ríkja á Suð- urskautinu gerðar að engu næstu 30 árin. Undir tólf- veldasáttmála þennan hefur Argentína neitað að skrifa. Einn flugfarþeganna, sem gegn vilja sínum tók þátt í innrásinni í Falklandseyjar, var José María Guzmán flota- foringi. Hann er hinn opinberi Framhald á bls. 14 IT'undi flokksráðs Sjálfstæðis * flokksins lauk á laugar- dagskvöld. Hann sóttu fulltrú ar hvaðanæva af landinu. Bjarni Benediktsson, forsætis ráðherra, flutti inngangsræðu fundarins, þar sem hann gerði glögga grein fyrir árangri þeim, sem náðst hefur og -þeim vandamálum, sem Við er að etja. Síðan skiptust menn á skoðunum í tveggja daga umræðum, sem ein- kenndust af bjartsýni og á- huga á að gera hlut Sjálf- stæðisflokksins sem beztan í kosningum þeim, sem fram- undan eru að vori. í lok fundarins var eftir- farandi ályktun samþykkt samhljóða: „Á síðustu tveim kjörtíma- bilum hefur raunveruleg verð mætaaukning þjóðarinnar orð ið meiri en nokkru sinni fyrr í framleiðslutækjum atvinnu- veganna og bættum hag al- mennings. J afnframt hefur tekizt að safna traustum gjald eyrissjóðum og styrkja efna- hagskerfi þjóðarinnar svo að fært reyndist að afla fjár- magns, bæði innanlands og erlendis, til þess að tryggja nýja atvinnuþróun og hag- nýta auðlindir landsins. Af þessum ástæðum er þjóðin þess megnug að mæta erfiðleikum, sem nú steðja að vegna verðfalls útflutnings- afurða. Forsenda þess að það takist er, að víðtækt samstarf náist með samtökum verka- lýðs og launþega almennt, at- vinnurekenda og ríkisstjórn- ar og Alþingis um að stöðva hvers konar verðhækkanir og hindra þannig vöxt verðbólg- unnar. Flokksráðið telur, að sú stefna frjálsræðis, sem fylgt hefur verið, leiði ein til á- framhaldandi framleiðslu- aukningar, gjaldeyrisöflunar og meiri framleiðni og heitir á landsmenn að fylkja sér um þá stefnu og gegn þeirri leið, sem liggur á ný til haftakerfis og kyrrstöðu“. Vissulega er mikil ástæða til þess að Sjálfstæðismenn fagni þeim árangri, sem náðst hefur af störfum núverandi Tíkisstjórnar. Hún setti sér það markmið að koma á frjálsum viðskiptaháttum eft- ir áratuga haftatímabil. Marg ir voru vantrúaðir á að þetta gæti tekizt. Tilraunir, sem áð- ur höfðu verið gerðar til að lina nokkuð á höftunum, höfðu farið út um þúfur og fjöldi manna var farinn að trúa því að það væri náttúru- lögmál, að við yrðum að búa við höft og þvinganir í við- skipta- og efnahagsmálum. Stjórnarandstæðingar sögðu líka þegar á fyrstu mánuðum viðreisnarinnar, að hún væri að fara út um þúfur — eða jafnvel væri farin út um þúf- ur. Þeir trúðu því ekki að stefna athafna- og viðskipta- ferlsis gæti sigrað. En Við- reisnarstjórnin lét engar hrak spár né erfiðleika á sig fá. Hún hélt ótrauð þeirri stefnu, sem mörkuð hafði verið og brátt fór árangurinn að koma í ljós. Sá gífurlegi árangur, sem náðst hefur á öllum sviðum þjóðlífsins síðan frjálsræðið leysti úr læðingi athafnaþrá fólksins, er öllum kunnur, enda eru síðustu árin mesta framfaratímabil í sögu ís- lenzku þjóðarinnar. Þessum árangri af framgangi stefnu sinnar fagna Sjálfstæðis- menn. VERÐSTÖÐVUN riokksráð Sjálfstæðisflokks- 1 ins leggur megináherzlu á stuðning við þá stefnu ríkis- stjórnarinnar, að stöðva nú verðhækkanir og verðbólgu- þróun. Á undanförnum árum hafa sem kunnugt er orðið verulegar víxlhækkanir kaup gjalds og verðlags. Samt hef- ur okkur tekizt að treysta stöðu okkar út á við og at- vinnuvegirnir hafa yfirleitt gengið vel. Þetta byggist auðvitað á því að atvinnufyrirtækin hafa mjög styrkt aðstöðu sína síð- an viðreisnarráðstafanirnar voru gerðar á árinu 1960, og mikill afli og hagstætt verð- lag útflutningsafurða hefur gert þeim unnt að standa und ir nýjum kostnaðarauka. Nú hagar hinsvegar svo til að verðlag á ýmsum mikil- vægustu útflutningsafurðum okkar hefur farið lækkandi og hefur það þrengt hag atvinnu veganna svo, að yfirleitt virð- ast allir sammála um það — hvað sem þjóðmálaskoðunum annars líður — að ekki sé unnt að íþyngja atvinnufyr- irtækjunum með nýjum út- gjöldum, heldur þurfi nú að staldra við og treysta hag þeirra. Ríkisstjórnin hefur þess vegna haft forustu um stöðv- un verðhækkana, og nýtur hún áreiðanlega mikils og al- menn fylgis landsmanna í þessum aðgerðum. VAKA ]VTú um helgina voru lands- menn minntir á styrk Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta, en Vökumenn börðust einir í kosningunum í háskólanum við samein- að lið allra „vinstri fél- aganna, og „nokkurn hluta Vöku“, eins og Þjóðviljinn komst að orði. En þrátt fyrir þessa sam- bræðslu fengu Vökumenn nær helming atkvæða í kosn ingunum og munaði aðeins örfáum atkvæðum að þeir sigruðu alla andstæðinga sína sameinaða. Allmörg ár eru nú síðan kosningum til Stúdentaráðs var breytt þannig, að ekki var lengur um beinar pólí- tískar kosningar að ræða. Þess vegna hefur ekki legið aga í háskólanum væri, en kosningarnar á laugardaginn sýna, að Vaka, félag lýðræð- issinnaðra stúdenta, er enn öflug í háskólanum, og jafn- vel öflugri en nokkru sinni fyrr. Menntaæskan styður hugsjónir lýðræðis og frels- is, og vissulega spáir það góðu um þróun íslenzkra stjórnmála í framtíðinni. ljóst fyrir, hver styrkur hinna ýmsu stjórnmálafél-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.