Morgunblaðið - 18.10.1966, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
I»rið}udagur 18. okt. 1968
FRÁ ALÞINGI
— Námslán
Framhald, af bls. 32
ekki síðari hluta annars náms
árs, eins og nú er.
Með frumvarpinu er mörkuð
«ú stefna, að opinber aðstoð við
námsmenn nægi þeim til að
standa straum af eðlilegum náms
kostnaði, þegar eðlilegt tillit hef
ur verið tekið til áðstöðu þeirra
til fjáröflunar. Láta mun nærri,
að hin opinbera aðstoð nú, sam-
anlögð lán og styrkir nemi að
jaf-naði um helmi-ngi umfram-
fjárþarfar þeirra, sem slíkrar að
stoðar hafa notið. Með umfram-
fjárþörf er átt við árlegan náms
kostnað námsmanns að frádregnu
aflafé hans. Bkki má búast við
verulegri aukningu á námslán-
um áð svo stöddu, en hér er um
stefnuyfirlýsingu að ræða, sem
er algjört nýmælL
Hingað til hafa vextir af náms
lánum verið 3,5% á ári og lán-
in afborganalaus fyrstu þrjú ár-
in, eftir að námi lýkur eða því
er hætt, en síðan hafa þau átt
að greiðast með jöfnum afborg-
unum á fimmtá/n árum. I frum-
varpinu er gert ráð fyrir, að
þessu verði breytt á þann veg,
að vextir verði 5% á ári, en af-
borganir hefjist fyrst að li'ðnum
5 árum frá námslokum. Ætlazt
er til, að ársgreiðslur verði jafn
ar, verða þær þá lægri fyrstu
árin en ella. Verðrýrnun peninga
á síðustu árum hefur komið hart
niður á lánasjóði íslenzkra náms
tnanna, og skert til muna verð-
gildi höfuðstóls hans. Hér er
ainaiig að finna eina meginorsök
þess hversu rikisframlagið til
sjóðsins hefur þurft að vaxa í
krónum talið hin síðustu ár. Þyk
ir nú að vel athuguðu máli eðli-
legt að hafa þan-n hátt á varð-
andi lánskjörin sem hér er gerð
tillaga um.
í>á er heimild til þess að á-
-kvarða lán til einstakra náms-
manna með hliðsjón af efnahag
þeirra og er talið, að það muni
tryggja rét-tlátari dreifi-ngu heild
arfjársins, sem lánað er, verði
matið réttlátlega og skynsamlega
framkvæmt.
Stúdentar vfð Háskóla ísla-nds
hafa fram að þessu fengið náms
lán í fyrsta skipti á síðari hluta
•nnars námsárs. í frumvarpinu
«r gert ráð fyri-r að þeir fái náms
lán þegar á fyrsta námsári. Þá
gerir frumvarpið ráð fyrir, að
-teknir verði upp framhaldsstyrk
ir til þeirra, sem lokið hafa há-
skólanámi, enda sé þar með um
að ræða lokapróf, sem krefjist
að öðru jöfn-u fimm ára náms
hið skemmsta. Háskóli íslands
hefur lagt á þetta atrfði ríka á-
herzlu.
Að lokum er í greinargerð
nefndarinnar fjallað nokkuð um
tilhögun á fjárhagsaðstoð við
þá, sem leggja stund á listnám,
og kemur þar fram að sá hóp-
ur hafi nokkra sérstöðu, sem
geri það að verkum að örðugt sé
að fella aðstoð vfð hann inn í
hið almen-n lána- og styrkjakerfi
fyrir námsmenn. Það hefur eink
um tvennt komið til. í fyrsta lagi
að vandasamt sé að leggja dóm á
að umsækjandi sé búinn þeim
listrænu hæfileikum sem séu for
senda þess að hann eigi erindi
í listnám erlendis.Og í öðru lagi
sé mikið álitamál, hvort veiting
námslána sé æskilegt form á
stuðningi við listnema, þar sem
framtíðartekjuöflun þeirra sé í
mörgum tilfellum mun meiri ó-
vissu háð en annarra náms.
manna. Segir í greinargerðinni
að til greina hljóti að koma að
velja frem-ur þá leið, að veita
árlega fé til styrkja handa efni-
legum listamönnum er hyggja á
nána erlendis.
Ríkisábyrgð vegna sildar-
flutningaskips rædd
„Haförninn46 kostaði 54 milljónir
í STUTTRI ræðu, sem fjár-
málaráðherra, Magnús Jónsson,
flutti í efri deild Alþingis í gær
kom fram að Haförninn, síldar-
flutningaskip Síldarverksmiðja
ríkisins kostaði hingað komið
með nauðsynlegum breytingum
54 milljónir króna. Skipið tekur
um 3200—3300 lestir af síld.
Fjármálaráðherra upplýsti
þetta er hann mælti fyrir frv.
ríkisstjórnarinnar til staðfesting
ar á bráðabirgðalögum um ríkis
ábyrgð vegna kaupa á Hafernin-
inum. Sagði ráðherrann að
stjórn Sildarverksmiðja rikis-
ins hefði snemma í sumar leitað
aðstoðar ríkisstjórnarinnar vegna
kaupa á síldarflutningaskipi.
Þótti rétt að veita þá aðstoð,
enda þótt um væri að ræða sjálf
skuldarábyrgð ríkissjóðs, en nú
um nokkurra ára skeið hefur
ríkissjóður einungis veitt ein-
faldar ábyrgðir. Þar sem hér er
um ríkisfyrirtæki að ræða, þótti
það ekki frávik frá þeirri megin
stefnu. Frv. var vísað til 2. um-
ræðu og fjárhagsnefndar.
4fnám vísitölubindingar
- á lánum húsnæðismálastjórnar
Á fundi neðri deildar í gær fór
fram fyrsta umræða um frum-
varp Einars Olgeirssonar og
annarra þingmanna kommúnista
(Geirs Gunnarssonar og Eðvarðs
Sigurðssonar) um breytingu á
lögum um Húsnæðismálastofnun
ríkisins. Efni frumvarpsins er í
stuttu máli á þá leið, að niður
verði felld vísitölubinding á lán
um Húsnæðismálastofnunar ríki-
sins, og þeim lánum, er þegar
hafa verið veitt og eru með vísi-
tölubindingu, verði breytt til
samræmis við það, en ríkissj.
greiði mismuninn.
Þetta frumvarp var flutt á
síðasta þingi, en fékk þá ekki
afgreiðslu.
í greinagerð frv. segir, sú
stefna, sem tekin var fyrir tveim
ur árum að vísitölubinda húsnæð
ismálastjórnarlán geri hins vegar
hinum almenna manni ókleift að
risa undir afborgunum og vöxt-
um ef svipuð verðbólguþróun
verður og undanfarin ár. Þannig
myndi stöðvast þróun undanfar-
inna áratuga og í staðin skapast
neyð og öngþveiti í húsnæðis-
málum.
Einar Olgeirsson: (K): Það er
viðurkennt að allir eigi að geta
eignast eigin íbúðir, og mikil I
breyting hefur orðið í þeim efn
um á undanförnum áratugum.
Menn hafa lagt mikið á sig en
samt hefði verið illmögulegt að
gera þessa hluti, ef verðbólgan
hefði ekki verið til staðar. Þessi
vísitölubinding á lánum húsnæðis
málastjórnar veldur því að ó-
mögulegt verður fyrir daglauna-
menn að byggja yfir sig enda
verða afborganir á lánum svo
miklar að miðað við óbreytt
ástand í dýrtíðarmálum verður
síðasta afborgun á 280 þús. kr.
láni til 25 ára næstum 200 þús.
kr. í stað þess að verða 18,398 kr.
ef allt væri eðlilegt. Lántakandi
væri á þesu tímabili búinn að
greiða á þriðju milljón króna í
vexti og afborganir.
Nú virðist stefnan sú að stöðva
verðbólguna með því að koma á
atvinnuleysi og kreppu. Það
þýðir afnám allrar eftir og nætur
vinnu, sem leiðir beint til þess
að gjörsamlega ókleift verður að
eignast eigin íbúð fyrir hinn al-
menna mann. Því að hann hefur
notað þau laun, er hann fær fyrir
eftir- og næturvinnu, til afborg-
ana á lánum sínum.
Að lokinni ræðu framsögu-
manns var frumv. vísað til ann-
I arrar umræðu og nefndar.
Réttindamissir vegna ölvunar
við akstur Tilaga Skúla Guðm.
I neðri deild var tekið fyrir
frumvarp Skúla Guðm. (F) um
breytingu á umferðarlögum, og
er efni þess í stuttu máli á þá
leið að svipta megi mann öku-
leyfi að fullu, ef hann ekur
undir áhrifum áfengis. Þetta
frumvarp var flutt á síðasta
þingi, en hlaut ekki afgreiðslu
þá.
í greinargerð frumvarpsins
segir að það ákvæði í lögum
að sleppa megi sviptingu
ökuréttinda er sérstakar
málsbætur eru fyrir hendi, ef
um fyrsta brot er að ræða, og
ef ölvun ökumanns hefur ekki
farið fram úr vissu marki, sé
mjög varhugavert, þar sem það
stuðli að auknum akstri drukk
inna manna. Því beri að afnema
þetta ákvæði, enda sé augljóst
að menn skirrast við að aka undir
áhrifum, ef ævilangur réttinda-
missir liggur við.
Flutningsmaður fylgdi frum-
varpinu úr hlaði, og ítrekaði
það, að lagabreyting þessi yrði
til að auka öryggi í umferð.
Sagði hann að frjálsræði drykkju
manna væri nógu mikið, þótt
þeim væri ekki leyft að aka
undir áhrifum. Menn hefðu leyfi
til að drekka eins mikið og maga
þol og fjármunir gæfu tilefni til
og menn hefðu meira að segja
leyfi til að eyðileggja heimili sín
með vínneyzlu. Hinsvegar sé eng
in ástæða til að gefa þeim tæki-
færi á því að aka drukknir, með
vægri löggjöf um slíka hluta,
og það sé því hagsmunamál á-
fengisneytenda sem annarra, að
þetta frumvarp sé samþykkt.
Að lokinni framsöguræðu, var
frumvarpinu vísað til annarrar
umræðu og nefndar.
í gær var lagt fram á Alþingi
i lagafrumvarp frá 6 þingmönnum
Framsóknarflokksins um fram-
leiðnilánadeild við Framkvæmda
sjóð íslands. Sams konar frv. hef
ur verið flutt tvívegis áður.
Þá hafa nokkrir þingmenn
Framsóknarflokksins lagt fram
þingsályktunartillögu um kosn-
ingu milliþinganefndar til að
gera tillögur um endurnýjun
strandferðaskipaflotans og skipu
i lagningu strandferð>Tna.
Loks hafa þrír þingmenn Fram
' sóknarflokksins lagt fram þingsá
lyktunartillögu um námslaun,
1 greiðslu skóladvalakostnaðar o.
; fl. Samhljóða tillaga var flutt á
| síðasta þingi
\
FASTEIGNÁVAL
Skólavörðustíg 3 A, 2. hæð.
Símar 22911 og 19255.
Til sölu m.a.
2ja herb. íbúð við Mosgerði og
Haðarstíg.
2ja herb. íbúðir við Skóla-
vörðustíg.
3ja herb. kjallaraíbúð við
Barmahlíð, 85 ferm.
3ja herb. íbúð á hæð við Laug
arnesveg.
4ra herb. kjallaraíbúð við
Laugalæk.
4ra herb. íbúð við Ljósheima,
sérinngangur.
4ra herb. íbúð við Kapla-
skjólsveg. í risi mætti inn-
rétta mörg herbergi.
4ra herb. skemmtileg íbúðar-
hæð við Álfheima.
5 herb. vönduð íbúðarhæð við
Gnoðarvog með tvennum
svölum.
5 herb. íbúðarhæð við Laugar
nesveg.
5 herb. íbúðarhæð við Rauða-
læk, nýtízkulegar innrétt-
ingar.
5—6 herb. glæsileg endaíbúð
við Háaleitisbraut. Tvær
svalir og sérþvottahús á
hæðinni.
6 herb. glæsileg íbúð við Háa-
leitisbraut. Mikið af innrétt-
ingum úr gullálmi. Suður-
svalir.
6 herb. ný íbúð á 4. hæð við
Háaleitisbraut. Mikið út-
sýni. Laus strax.
Einbýlishns við Langholtsveg.
Gæti verið tvær íbúðir. —
Forkaupsréttur að verzlun-
arhúsnæðinu.
Gott einbýlishús á stórri rækt
aðri hornlóð við Sundin
ásamt bílskúr.
Einbýlishús í Túnunum, stór
ræktuð lóð ásamt bílskúr.
Einbýlishús við Sogaveg á
ræktaðri hornlóð ásamt bíl-
skúr.
Stórt og glæsilegt einbýlishús
við Miðbæinn, stór og rækt-
uð lóð ásamt bílskúr.
Jón Arason hdL
Sölumaður fasteigna:
Torfi Ásgeirsson
Heimasími 20037.
Einstaklingsíbúð
ný og fullgerð við Klepps-
veg.
nýstandsett, við Framnes-
veg.
2 herbergja
góð íbúð við Básenda. Sérhiti,
sérinngangur.
nýstandsett íbúð við Haðar-
stíg.
stór kjallaraíbúð við Hofs-
vallagötu.
ódýr íbúð í tvíbýlishúsi við
Hlíðarveg í Kópavogi.
ódýr kjallaraíbúð við Akur-
gerði.
vönduð íbúð í fjölbýlishúsi
við Kaplaskjólsveg.
góð íbúð við Ljósheima.
ódýr íbúð við Njálsgötu.
3/o herbergja
nýstandsett og vönduð íbúð
við Baldursgötu.
stór íbúð á jarðhæð við Barða
vog.
risíbúð við Skipasund.
vönduð íbúð í háhýsi við Sól-
heima.
góð íbúð við Kaplaskjólsveg.
4ra herbergja
jarðhæð í tvíbýlishúsi við
Birkihvamm í Kópavogi.
vönduð íbúð við Brekkulæk;
sérhiti, bílskúrsréttur.
lítil en vönduð íbúð við Háa-
gerði.
íbúð við Mávahlíð.
góð risíbúð við Mosgerði. —
Ódýr.
góð íbúð við Sörlaskjól. Bíl-
skúr fylgir.
5 herbergja
íbúð í fjölbýlishúsi við Eski-
hlíð.
vönduð íbúð í þríbýlishúsi
við Hjarðarhaga. Sérhiti.
vönduð íbúð við Hvassaleiti.
Bílskúr fylgir.
góð íbúð við Kambsveg. Ný-
legt hús.
góð íbúð við Kvisthaga. Bíl-
skúrsréttur.
góð íbúð við Laugarnesveg.
FASTEIGNASALAN
GARÐASTBÆTI 17
Símar 24647 og 15221
6 herbergja
góð íbúð við Unnarbraut á
Seltjarnarnesi.
Cóii íbiið - Gott útsýni
Á 9. hæð í háhýsi við Sól-
heima er til sölu 3ja herb.
íbúð (tvö svefnherb. og stór
stofa). Teppi á stofu og
gangi. Svalir móti suðri. —
Sameign: Stór teppalögð for
stofa, svalir móti norðri með
útsýni yfir sundin; tvær lyft
ur; fundasalur, húsvarðar-
íbúð og tvö þvottahús, full-
búin vélum.
Höfum kaupanda að einbýlis-
húsi í Smáíbúðahverfi.
Árni Guðjónsson, hrl.
Þorsteinn Geirsson, lögfr.
Helgi Ólafsson, sölustjóri.
Kvöldsími 40647.
HÖRÐUR ÓLAFSSON
hæstaréttarlögmaður
Löggiltur dómtúlkur og
skjalaþýðandi (enska)
Austurstræti 14
10332 — 35673
Eyjólfur K. Sigurjónsson
löggiltur endurskoðandi
Fiókagötu 65. — Simi 17903.
Einbýlishús
ódýrt hlaðið lítið hús við
Hjallaveg.
raðhús, vandað við Langholts-
veg. Bílskúr.
Húseign
Heil húseign við Klapparstíg,
5 íbúðir og stórt verzlunar-
húsnæði.
Málflufnings og
fasfeignastofa
L Agnar Gústafsson, hrl.
Björn Pétursson
fasteignaviðskipti
Austurstræti 14.
, Símar 22870 — 21750.
Ujtan skrifstofutíma: ,
35455 — 33267.
Sveinbjörn Dagfinnsson, hrl.
og Einar Viðar, hrl.
Hafnarstræti 11 — Sími 19406.