Morgunblaðið - 23.10.1966, Page 1

Morgunblaðið - 23.10.1966, Page 1
28 síður 243. tbl. — Sunnudagur 23. október 1966 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kína gagnrýnir Indónesíu — er Malik, ufanrikisráðherra Indóne^' lýkur viðrædum i Moskvu Tokyo, 22. október. — AP STJÓBN Alþýðulýðveldisins Kína hefur krafizt þess af stjórn Indónesíu, að hún veiti kínversk- um borgurum í Indónesíu fyllstu vernd, og komi í veg fyrir of- beldisverk gegn þeim. Hefur Pekingstjórnin ásakað þá stjórn, sem nú er við völd í Indónesíu, fyrir að hafa látið hryðjuverk gegn Kínverjum við- gangast átölulaust. Stjórn sú, sem nú fer með völd í Indónesíu, tók við, eftir að Ijóst varð, að kommúnistar þar í landi (með aðstoð Peking- stjórnarinnar) ætluðu að komast til algerra valda með byltingu. 1 kjölfar þessarar byltingar- tilraunar var starfsemi kommún- MYNDIN sýnir lítinn flótta- mann, sem bjargað var úr þorpinu Phu Cat, í fjallahér- uðum S-Vietnam, en þar hafa skæruliðar Vietcong búið mjög vel um sig. Staðið hefur yfir flutningur óbreyttra borgara frá þessu svæði und- anfarið. — AP Molinovsky sngðnr veikur Moskva, 22. október. — AP RODION Y. Malinovsky, varn armálaráðherra Sovétríkjanna er nú sagður mikið veikur. Er þessi frétt höfð eftir áreiðan- legum heimildum í Moskvu í dag, laugardag. Er talið, að veikindi ráðherr ans séu ástæðan fyrir því, að hann hefur ekki getað tekið þátt í viðræðum leiðtoga og varnarmálaráðherra 9 komm- únistaríkja, en þær hafa stað ið í Moskvu undanfarna 5 daga. Víst þykir, að Malinovsky haldi enn embætti sinu, því að í gær, föstudag, birtist minningargrein í einu Moskvu blaðinu, og var hún undirrit- uð af honum. Hðrmulegt ástand ríkir í velska þorpinu Aberfan Talið, að 200 manns hafi týnt Hfi i gjallhruninu mikla; leit ber litinn árangur, Jbó/f unnið sé sleitulaust Aberfan, Wales, 22. október — AP — Granville J. Watts. — í MORGUN, laugardag, unnu enn stórir hópar björgunar- manna að því að grafa í rúst- unum í Aberfan, í þeirri von, að enn myndu einhverjir á lífi, eftir gjallhrun það, sem átti sér stað í gær. Um 2000 manns leituðu með sterkum ljósum og rek- um í alla nótt, en sú leit hef- ur borið lítinn árangur, því að enginn hefur fundizt á lífi í rústunum frá því í gær. Hátt á annað hundrað lík hafa fundizt, nær allt lík barna og ungmenna, og þykir nú margt til þess benda, að um 200 manns, sem saknað er, hafi týnt lífi. Gjallhrunið skall fyrst á bóndabæ, svo á barnaskóla en rann síðan yfir 14 önnur hús og byggingar. Er hér um að ræða eitt mesta slys, sem orðið hefur á Bret- landseyjum. Wilson, forsætisráðherra, Bret lands, fór fyrir hóp stjórnmála- manna, sem lagt hafa leið sína Framhald á bls. 31 Dr. Johnson, l/rrunt erkibiskup, láíXnn Var þekktur fyrir stjórnmálaskoðanir sínar Canterbury, 22. okt. — NTB. | Johnson var löngum þekktur DR. HEWLETT Johnson, fyrrum erkibiskup af Kantaraborg, lézt í sjúkrahúsi í dag, 92 ára gamall. Mannfjölgunin nemur 180.000 á dag fyrir stjórnmálaskoðanir sinar en hann þótti hlynntur komm- únistum. Gekk hann um hríð undir nafninu „Rauði erkibiskup inn“. Framhald á bls. 31 tstaflokks Indónesíu, þriðja stærsta kommúnistaflokks heims, .oönnuð. í Moskvufréttum í dag segir, að Malik, núverandi utanrikis- ráðherra Indónesíu (hann er þekktur fyrir andstöðu sína við kommúnista) hafi í dag lokið viðræðum sínum í Moskvu við háttsetta, sovézka embættismenn. I tilkynningu, sem gefin var út að viðræðunum loknum, segir Malik, að þær hefðu verið gagn legar, og aukið á gagnkvæman skilning milli landanna tveggja. Vitað er, að Malik ræddi m.a., Vietnamdeiluna við sovézku ráðamennina, svo og skuldir Indó nesíu við Sovétríkin, en þær eru miklar frá gamalli tíð. Riðlast rað- ir „Rauðu varð- liðanna44 Búdapest, 22. október. — AP TOGSTREITA er nú komin upp milli einstakra hópa „Rauðu varð ' liðanna" í Kína, forsprakka „menningarbyltingarinnar". Ung verska fréttastofan MTI skýrir frá þessu í frétt í dag, laugar- dag. Segir fréttastofan, að í Peking sé nú dreift miklu af flugritum „Rauðu varðliðanna", og sé þar lýst átökum þeim, sem eigi sér stað innan hreyfingar þeirra. Þó er því þar haldið fram, að „varð- liðarnir" eru allir „sannir and- stæðingar úrkynjaðrar borgara- menningar, og fylgjendur skoð- ana Mao-Tse-tungs“. í>á skýrir MTI frá því, að dreifibréf og önnur plögg, þar sem ráðizt hafi verið með hörð- um orðum gegn Chen-yi, utan- rikisráðherra, hafi nú verið tek- in úr umferð. Hins vegar hafi í staðinn verið dreift ritum og bæklingum með gagnrýní á varaforsætisráðherr- ann, Li Hsien-mien. — í fjölda ríkja er væntanleg^r meðalaldur enn ade'tis tæplega 40 ár New York, 22. okt. — NTB. íbúar verði á jörðinni innan 40 1 FRÉTTUM frá Sameinuðu þjóð ára, verði fjölgunin svipuð fram- tinum í dag, segir, að mannfjöld- vegis. inn í heiminum vaxi um 180.000 í skýrslu S.þ. um þetta efni manns á dag (álíka og fjöldi ís- segir ennfremur, að beztar líkur lendinga er nú). Hafi mannfjöld- til að ná háum aldri hafi stúlku inn í heiminum verið um börn í Frakklandi, Noregi og 3.825.000.000 fyrir um ári. Er Svíþjóð, 75 ára aldri. Drengir gert ráð fyrir, að tvöfalt fleiri hafi hins vegar mestar líkur til að ná háum aldri í Hollandi, Noregi og Svíþjóð, 71 árs aldri. Eins og skýrt var frá í frétt- um í Mbl. í gær, er dánartala hins vegar lægst á íslandi, 6,9 af hverjum 1000 íbúum árlega. Næst koma Japan, Sovétríkin, Pólland, Kanada, Búlgaría og Holland. Á Fílabeinsströndinni er dánartala hins vegar hæst, 33 af hverjum 1000 íbúum. Hæsta fæðingartala í heimin- um er í Gíneu (Afríku), en þar fæðast 62 á hverja 1000 íbúa. Lægst er fæðingartalan hins veg ar í A-Evrópuríkjunum. Þau ríki, þar sem líkurnar fyr- ir að ná háum aldri eru minnst- ar (tæplega 40 ár) eru Afríku- ríkin Chad, Kongó (Brazzaville), Dahomey, Ghana, Guniea, Togo og Efri-Volta. 10 ár frá byltingunni í Ungverja'andi í DAG, 23. október, eru 10 ár liðin frá því, að ung- verskir frelsisunnendur gerðu tilraun til að hrinda af sér oki kommúnismans með byltingu. Næstu vikur á eftir voru tími blóðsúthellinga og hörmunga fyrir ungversku þjóðina. Matar- og vopna- litlar frelsissveitir voru 1 **■ kúgaðar af ofurefli Rússa, sem sendu mikið herlið og vopn á veítvang. í greinum á bls. 12 og 13 í Mbl. i dag eru raktir í stórum dráttum atburðir þessara örlagaríku daga haustið 1;56.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.