Morgunblaðið - 23.10.1966, Qupperneq 3
U^UHUUUÖ U.X
Ul
OXU/. At/WO
v n w v i« íi b m w i
O
w
EFTIR EINAR SIGURDSSON
ÚR VERINU
Sr. Jón Au5uns, dómpréfastur:
Að veturndttum
Reykjavík.
Norðanstrekkingur var alla
vikuna og erfitt um alla sjó-
eókn. Frá Reykjavík er nú sjór
nær eingöngu stundaður af drag
nótabátum og þarf að vera sæmi
legt sjóveður, svo að þeir geti
verið að. Þegar þeir hafa komizt
út, hafa þeir fengið sæmilegan
e fla. Þannig fengu á fimmtudag-
inn 3 bátar Þór Ólafsson, Valur
og íslendingur II. hver 8 lestir
af ágætum kola eftir 2ja daga
útivist.
Einn bátur rær með línu og
eflar litið, 2-3 lestir.
Margir togarar seldu í vikunni
afla sinn erlendis. Togararnir
Karlsefni 100 tonn, DM. 86,000,
Víkingur 160 tonn, DM. 144,300
og 76 tonn síld DM. 39,200, Röð-
ull 135 tonn DM. 146,970, Maí
148 tonn DM. 123,000, Egill
Skallagrímsson 160 tonn DM.
158,140, og 26 tonn síld DM.
10,336, Þorkell Máni 120 tonn
DM. 85,100 og Kaldbakur 130
tonn £ 11,330.
Vestmannaeyjar.
Norðanrok var flesta daga vik
unnar og stundum hvasst. Sjór
var lítið stundaður, þó komu
inn nokkrir trollbátar, en með
heldur rýran afla.
Einn bátur var að svipast um
eftir sild í námunda við Eyjarn-
ar, en varð hvergi var vi’ð síld.
Mikil síld tók þó að berast til
Eyja austan úr bugtum í lok
þessa mánaðar í fyrra. Hófst
veiðin þannig, að ógæftir voru
fyrir austan og leituðu bátarnir
þá vestur á bóginn og fundu
mikla sí'ld við Hrollaugseyjar,
sem hélzt allt fram að jólum.
Keflavík.
Sæmilegar gæftir voru alla
vikuna og róið flesta dagana
með línu. Glæddist aflinn eftir
því .em á vikuna leið og komst
mest upp í 5% lest, en algeng-
ast var 4% lest. Litlu bá'tarnir
Ikomust upp í 3 lestir.
Þetta þykir sæmilegur afli og
ekki hægt að búast við því betra
um þetta leyti.
Hjá dragnótabátunum hefur
afli verið rýr og eins hjá troll-
bátunum, bolfiskur naumast eng
inn og lítið af nýtanlegum flat-
fiski.
Engin síld hefur borizt til
Keflavíkur, það litia, sem feng-
izt hefur, fer til Grindavíkur.
Akranes.
4 bátar róa með línu og afla
lítið, 2%-5 lestir í róðri. Róa
þeir með 40 stampa og beita sild.
Skip, Otur frá Stykkishólmi,
hefur leitað síldar úti af Jökli,
en ekki fundið neitt nema kol-
munna.
Sjá varútvegurinn hlunnfarinn.
í markaðsbandalögunum báð-
um, Efnahagsbandalaginu og 7-
veldabandalaginu, búa íslending
ar við síhækkandi tölla á út-
flutningsvörum sínum, sem mið
ar að því að torvelda þeim að-
gang að markaði Vestur-Evrópu
fyrir utan fjárhagslegu útlátin,
sem þetta hefur í för með sér.
Jafnframt auka þessar þjóðir
mjög útgerð og framleiðslu fisk-
afurða og keppa við íslendinga
é einum mikilvægasta markaði
þeirra, Bandaríkjunum. Hefur
þessi samkeppni haft í för með
sér 20% verðfall á sumum fiski
eins og blokkum og öllum fiski
eitthvað. AUur tilkostnaður við
framleiðsluna innanlands hefur
evo aukizt gífurlega á undan-
fömum árum. Ofan á þetta hef-
ur svo enn bæzt, að hráefni hef-
ur minnkað hjá hraðfrystihúsun
um, jafnvel algengt, að frysti-
hús hafl nú ekki hema helming,
jafnvel fjórðung, þess hráefnis,
sem áður var.
Þegar syrtir þannig að hjá
sjávarútveginum, fara þeir, sem
gera út og verka fisk, að skyggn-
ast um og gá, hversu þeir eru
settir í þjóðarbúskapnum borið
saman við aðrar greinar atvinnu
lífsins.
Áætlað er, að greiðslur til
landbúnáðarins nemi í ár um
335 millj. króna og niðurgreiðsl
ur á landbúnaðarvörum 486
millj, króna. Samtals eru þetta
821 millj. króna eða úm 20% af
rekstrarútgjöldum ríkissjóðs.
Þótt ekki verði litið á þessa fjár
hæð alla sem beinan stuðning
við landbúnaðinn, er enginn vafi
á, að með niðurgreiðslunum er
verulega lyft undir landbúnað-
inn, og myndi það koma greini-
lega í ljós ef þeim yrði hætt.
Innflutningstollar eru miklu
hærri á íslandi en í nokkru öðru
nálægu landi. Fólk finnur þetta,
þegar út fyrir landsteinana kem-
ur, á því, hve vörur eru þar
miklu ódýrari. Af innfluttum
vörum án skipa og flugvéla
eru með'altollar um 30%
Innlendur iðnaður nýtur meira
og minna góðs af hinum háu toll
um og stendur fyrir það betur
að vígi í samkeppninni um vinnu
aflið. Ef hér væru lágir eða eng-
ir tollar eins og gerist yfirleitt í
nágrannalöndum vorum innbyrð
is væri ódýrara að lifa og kaup-
gjald gæti verið lægra, sem því
næmi, og væri þá samkeppnis-
aðstaða útflutningsatvinnuveg-
anna betri.
og öflugur iðnaður mikilvægur
Nú er traustur landbúnaður
fyrir þjóðina, en þessar greinar
atvinnulífsins þyrftu að geta ver
ið sterkar og öflugar án þess að
njóta sérstakrar fyrirgrei'ðslu
fram yfir aðra mikilvæga at-
vinnuvegi. Með hinum óhóflegu
verndartollum, styrkjum og nið-
urgreiðslum er sjávarútvegurinn
hlunnfarinn, þó að menn hafi
kannski ekki almennt gert sér
það ljóst, og fær ekki notið sín
sem skyldi í þjóðarbúskapnum.
Verði haldið áfram á þessari
braut, hlýtur það að leiða til
ófarnaðar, draga úr eðlilegum
vexti sjávarútvegsins, og halda
niðri lífsafkomu alls almeninings
I landinu.
Stöðvunin.
Þegar Emil Jónsson myndaði
stjórn 1959, var stöðvun dýrtíð-
arinnar eitt framar öðru, sem
naut samúðar og fylgis álmenn-
ings. Þó fylgdi nokkur kaup-
lækkun, en það var sama, fólkið
skyldi og fann, að lengra varð
ekki haldið á sömu braut. Óða-
verðbólga blasti við, og allir
voru hræddir við afleiðingarnar
og vildu jafnvel heldur taka á
sig nokkrar fórnir en kasta sér
út í slíka óvissu. Vel má vera,
að hin harkalegu viðbrögð Her-
manns Jónssonar fráfarandi for-
sætisráðherra og lýsingar hans á
ástandinu hafi átt nokkurn þátt
í þessu.
Við höfum um langt skeið bú-
ið við stöðuga verðbólgu. Verð-
bólga þarf ekki að vera neinn
skaðræðisgripur, þegar hún á
við. Henni getur fylgt kaup-
hækkun og hún hefur hjálpað
mörgum manninum til þess að
eignast þak yfir höfuðið. En til
þess að slíkt ástand geti haldizt,
þarf stöðuga verðhækkun út-
flutningsafurðanna, aukin afla-
brögð, ódýrari framleiðsluhætti
o.s.frv., því að annars íþyngir
hún útflutningsframleiðslunni.
Nú eru tímamót. Verð útflutn-
ingsafurðanna hefur lækkað um
% á frosna fiskinum og % á síld-
arafurðunum, og menn hrukku
ónotalega við, þegar nokkrum
frystihúsum var lokað og togur-
unum lagt. Engar sögur fara af
öllum bátunum, sem hafa verið
bundnir. Sjálfsagt eru síldar-
verksmiðjurnar ekki búnar að
bíta úr náilinni með verðfallið.
Fyrir rúmum þremur mánuð-
um var samið um 5% kauphækk-
un verkafólks. Þá var ekki reið-
arslag verðlækkananna dunið
yfir. Sumir gerðu ráð fyrir, að
nú í haust yrði aftur kauphækk-
un. En forystutnenn verkalýðs-
félaganna eru menn athugulir.
Þótt þeir haldi fast á málum
verkalýðsins, fara þeir ekki út í
kaupdeilur og verkföll, þegar
þeir telja engin skilyrði fyrir
kauphækkun.
Ekki er enn komið fyllilega í
ljós, hvað fylgir í kjölfar þessa
mikla verðfalls útflutningsafurð-
anna. En alvarlegasta afleiðing
verðfallsins gæti verið atvinnu-
leysi, sem oft er talað um sem
böl og það með réttu.
Ríkisstjórnin hefur brugðizt
þannig við þessum mikla vanda,
því að þetta eru þungar búsifjar
þjóðinni allri, að greiða niður
matvörur, sem kallað er, til þess
að vísitalan hækki ekki. Það
verður einnig að gera ráð fyrir,
að ríkisstjórnin geri allt, sem í
hennar valdi stendur til þess
að koma í veg fyrir sam-
drátt útflutningsframleiðslunnar
og hamla þannig á móti atvinnu-
leysi og rýrnun gjaldeyrisforð-
ans. Það hvíla fyrir miklar byrð-
ir á ríkissjóði, og þótt afkoma
hans hafi verið góð undanfarið,
er samdráttur í útflutningnum
fljótur að segja til sín í minnk-
andi tolltekjum.
Nú hefur ríkisstjórnin óskað
eftir samstarfi við verkalýðs-
samtökin og samtök atvinnurek-
enda til þess að afstýra þeim
voða, sem að steðjar. Verka-
lýðsfélögin eru hér stóri bróðir-
inn. Hún biður þessi samtök að
standa með sér að stöðvun dýr-
tíðarinnar næstu 10 mánuði,
fram í ágúst næsta sumar, á
meðan verið er að sjá, hvort
útflutningsframleiðslan k e m s t
klakklaust yfir aðsteðjandi erf-
iðleika.
J. H. Cleveland.
FASTAFULLTRÚI Bandaríkj-
anna, hjá Atlantshafsbandalag-
inu James Ilarlan Cleveland
sendihcrra mun flytja fyrirlest-
ur á vegum Varðbergs og Sam-
taka um vestræna samvinnu í
Þjóðleikhúskjallaranum á morg-
un kl. 12.10. Sendiherrann er hér
í kynnisferð í boði ríkisstjórnar-
innar ásamt konu sinni.
Cleveland fæddist í New
York City 1918. Hann lauk prófi
frá Princetonháskóla 1938 og
var síðan veittur Rhodesstyrkur
til framhaldsnáms við Oxford-
háskóla í Englandi, en þar hóf
hann nám árið 1939. Næstu þrett
án árin starfaði hann í opin-
„Prófið allt, — haldið því sem
gott er“.
Þessi lífsregla Páls postula
verður mörgum torlærð: Að
komast svo út úr margbreytilegri
lífsreynslu með ljósi og skugg-
um, að geymt sé í minni hið
góða eitt, en öðru gleymt.
Og menn eru ekki heldur á
einu máli um, að slíkt viðhorf
sé ákjósanlegt og gagnlegt.
í skáldsögu skiptir höf. (E.H.
Kv.) mönnum í tvo flo"kka,
haustsálir og vorsálir.
Haustsálirnar hafa reynt af
mönnunum bæði gott og illt, en
ekki kunnað að geyma hið góða
eitt í minni. Þessvegna eru þær
fullar tortryggni, varasamar og
alltaf á verði eins og þær séu
sífellt að búast við fimbulvetri
og firnum. Þannig útiloka þær
sig frá mörgu því, sem verð-
mætast er og elskuverðast. Þær
eru haustsálir, jafnvel meðan
vorið hlær við þeim.
Vorsálirnar hafa engu síður
orðið fyrir barðinu á hinu rang-
snúna og illa. Þær hafa engu
síður en haustsálirnar „prófað
allt“, reynt allt. En þær hafa
haldið því einu sem gott var,
dregið lærdóma af hinu illa, en
geymt í minni hið góða eitt.
Sumarið er liðið. Hvað geymir
þú í minni af skiptum þínum
við það? Ollu mennirnir þér
erfiðleikum? Brást sumarið þér?
Hvernig aðrir menn reyndust
þér, kann að verulegu leyti að
vera sjálfum þér að kenna eða
þakka. Það er ekki víst, að þeir
liti á skuldir eða innstæður
sömu augum og þú. En þú skalt
ekki metast við þá um það. Þú
gerir reikningana með því móti
skynsamlegast upp, að gleyma
mótgerðum, raunverulegum eða
ímynduðum, en „halda því sem
Umræður um
sjávarútvegsmál
í útvarpinu
ANNAÐ kvöld heíst nýr þáttur
í vetrardagskrá útarpsins. Nefn-
ist hann „Á rökstólum" og er
Tómas Karlsson ritstjórnarfull-
trúi stjórnandi hans. í þættinum
hverju sinni koma fram — auk
stjórnandans — tveir menn, sem
hafa ólíkar skoðanir á umræðu-
efninu hverju sinni. í fyrsta
þættinum rökræða þeir Eggert
G. Þorsteinsson sjávarútvegs-
málaráðherra og Helgi Bergs rit-
ari Framsóknarflokksins um
sjávarútvegsmál. Þátturinn hefst
kl. 20.20.
berri þjónustu að mestu í Wash-
ington, Róm og Shanghai.
1953 tók Cleveland við rit-
stjórn ritsins The Reporter Maga
zine, sem er helgað heimsmálun-
um, og síðar gerðist hann út-
gefandi þess. Árið 1956 var hann
skipaður deildarforseti félags-
máladeildar háskólans í Syra-
cuse.
Cleveland hóf störf að nýju
í þágu hins opinbera, þegar
Kennedy forseti skipaði hann
fulltrúa, sem fer með mál alþjóða
stofnana, í utanríkisráðuneytinu
árið 1961. Aður en Cleveland
hóf störf hjá NATO í september
1965 hafði hann auk þess verið
gott er“, gleyma öðru en geyma
í minni hið góða eitt frá sam-
skiptum þínum við mennina.
Við þessa menn muntu aftur
eiga skipti, en við sumarið ekki.
Samskiptum þínum við það er
lokið. Hverjar minningar um
það fylgja þér nú inn í vetur- .
inn, sem hóf göngu í gær?
Hér sunnanlands er á bak
góðu sumri að sjá. Raunar voru
sumir dagar dimmari en við
hefðum óskað, svalari en við
hefðum kosið. En margir dagar
voru eins og sumardagar verða
hér fegurstir. Og haustið hefur
verið dýrðlegt. Þú „prófaðir
allt“, skúrir og skin, svalviðri
og sólardaga. En þegar þú lítur
um öxl yfir þetta allt, kanntu
þá dýru list, að halda því
einu, sem gott er, geyma í minn
ingunni sólardagana og gleyma
hinum?
Hvert laufblað, sem á leið þína
hefur fallið þessa fögru haust-
daga, geymir mikla sögu, minn-
ingar frá liðnu sumri. Og yfir-
skrift þeirra allra er þessi: „Hald
ið því sem gott er“, geymið 1
minningunni hið bezta eitt. En
hvað var bezt á liðnu sumri?
Sumarfegurðina sást þú, en
sástu höndina, sem gaf, sástu
Guð að verki? Guð var þar, en
hann er líka í lauffalli hausts-
ins. Og hann verður líka í hríð-
um og harðviðrum vetrarins.
GIJÐ ER MEÐ OSS, — færðu
betri fylgd inn í veturinn en
vissuna um það?
„Haldið því sem gott er“.
Geymum dýrmætustu lexíuna
frá liðnu sumri: GUÐ ER MEÐ
OSS. Allt er hverfult, nema
hann. Allt getur brugðizt, nema
hann. Og eins og hann talaði
í mildum sumarblænum, svo
talar hann einnig í stormum og
stórviðrum skammdegisnæturinn
ar. Og þegar við skynjum þá
jörmunkrapta, sem Guð hefur í
hendi sér eins og veikasta fis,>
þá á þér og mér að verða auð-
velt að fela honum öll okkar
ótta- og kvíðaefni, allt sem við
elskum og höfum áhyggjur af,
allt, sem okkur liggur á hjarta.
Ef við göngum inn í veturinn
í þessum hug, geymúm fegurstu
sumarminningarnar og gleymum
hinum, þá höfum við þokast í
áttina að lífsreglunni, sem Páll
postuli brýndi fyrir vinum sín-
um í Þessaloníkuborg: „Prófið
allt; haldið því sem gott er“.
GUÐ ER MEÐ OSS, — sú er
lexían, sem bezt er að geyma
frá liðnu sumri. Getur þú haft
betra veganesti til vetrarins, sem
byrjaði í gær?
Guð blessi þér hann, öllum
mönnum og málleysingjum.
formaður alþjóðasamvinnunefnd
ar Bandaríkjastjórnar.
Cleveland ambassador ber
heiðursnafnbót (LL.D., L.H.D.)
við fjóra háskóla og hann var
sæmdur U.S. Medal of Freedom
heiðursmerki fyrir starf sitt J*
ítalíu í og eftir síðustu heims-
styrjöld. Ríkisstjórnir Ítalíu
hafa einnig veitt honum viður-
kenningu. Hann hefur ritað mik
i ið og haldið fyrirlestra víða um
heim um efnahagsmál, félagsmál
og utanríkisstefnu Bandaríkj-
anna.
Cleveland ambassador er
kvæntur og á þrjú börn.
J. H. Cleveland, fasta-
fullfrúi U5A hjá NATO
talar á Varðhergsfundi á morgun
v