Morgunblaðið - 23.10.1966, Side 16
16
MORGU N BLAÐIÐ
Sunnudagur 23. okt. 1966
flluyi0TOM&frft!r
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
P.itstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Knstinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6
Auglysingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 7.00 eintakið.
HJÁLP, HJÁLP, HJÁLP
ennan dag fyrir tíu árum
söfnuðust tvö hundruð
þúsund manns saman í Búda-
pest, höfuðborg Ungverja-
lands, og efndu til mótmæla-
göngu gegn stjórnarháttum
kommúnismans þar í landi.
Fólkið lýsti samúð sinni með
pólsku þjóðinni í þeirri. frelsis
baráttu, sem þá stóð þar yfir,
og krafðist þess að Ungverja-
land yrði óháð Rússum og lýð
fæði komið á í landinu. —
Stjórnarvöldin bönnuðu fund
inn, en þær fyrirskipanir
voru að engu hafðar.
Á næstu tveimur vikum
mögnuðust þessar mótmæla-
aðgerðir ungversku þjóðar-
innar, og snerust upp í frelsis-
byltingu. Ungverski herinn
gekk í lið með fólkinu, og
helztu leppar Rússa voru
reknir frá völdum, en Nagy
var kallaður til þess að gegna
forsætisráðherraembætti. Um
skeið virtist svo, sem bylting-
in mundi takast, og Ungverj-
ar hrista af sér hlekki komm-
únismans.
En óveðursskýin hrönnuð-
ust upp, rússneskar hersveitir
streymdu inn í Ungverjaland.
Og klukkan fjögur að morgni
sunnudagsins 5. nóvember lét
Rauði herinn til skarar skriða,
þjóðarmorðið á Ungverjum
var hafið, látlaus skothríð
hófst á Búdapest, blóðbaðið
var í fullum algleymingi. Síð-
asta útsending frá útvarpinu
í Búdapest var hjálparbeiðni
frá ungverska rithöfundafé-
laginu og þar sagði:
„Við eigum ekki langan
tíma eftir, hjálpið Ungverja-
landi, hjálpið ungversku þjóð
inni, rithöfundum, vísinda-
mönnum, bændum og mennta
mönnum hennar. Hjálp, hjálp,
þjálp.“.
Síðan var byrjað að leika
hljómplötur, en skyndilega
þagnaði stöðin, eftir það
heyrðist ekkert frá Búdapest.
Á eftir fylgdi hræðilegt
blóðbað, ungverskar frelsis-
sveitir vörðust víða um land-
ið, en varnarmáttur þeirra fór
dvínandi og þær voru ofurliði
bornar af rússneska hernum.
Hryðjuverk voru framin, ó-
breyttir borgarar hengdir á
götum úti, grimd hinna sov-
ézku herja var dýrsleg. For-
s'ætisráðherranum var heitið
griðum, ef hann kæmi út úr
júgóslavneska sendiráðinu,
hann leiddur á aftökupallinn,
Maleder yfirhershöfðingi var
kvaddur til samningavið-
ræðna við yfirhershöfðingja
Rússa og hefur ekkert til hans
spurzt síðan.
Um tveggja vikna skeið rið-
aði hið kommúníska heims-
veldi til falls vegna baráttu
fólksins fyrir frelsi. Það var
baráttan við ofurefli, barátta
fátæks og vopnlauss fólks
gegn Rauða hernum, sem bú-
inn var öllum hinum full-
komnustu morðtólum. Atburð
ir þessir vöktu hrylling um
heim allan, en kommúnistai
hvar sem var, voru sjálfum
sér líkir og reyndu að klóra í
bakkann, einnig hér á landi.
OFBELDI
KOMMÚNISMANS
TJér á íslandi vakti þjóðar-
morðið í Ungverjalandi
mikinn óhug allrar þjóðarinn
ar, mótmælafundir vom
haldnir og efnt var til mót-
mælagangna.
Á Alþingi íslendinga gerð-
ust þau fáheyrðu tíðindi
mánudaginn 5. nóvember, að
Einar Olgeirsson, þáverandi
forseti Neðri deildar Alþingis,
neitaði formanni Sjálfstæðis-
flokksins, Ólafi Thors, um
orðið, en hann hafði kvatt sér
hljóðs, og sleit forseti fundi.
Steig Ólafur þá í sæti forseta
og mótmælti því ofbeldi, sem
hann hafði verið beittur, og
skýrði frá því, að fyrir sér
hefði vakið að mælast til þess
í nafni Sjálfstæðisflokksins að
felldir yrðu niður fundir Al-
þingis þann dag vegna þess,
að djúpur hannur og sár
hryggð ríkti í hjörtum allra
sannra íslendinga út af því
grimmdaræði, kúgun og of-
beldi, sem frjálsiborin hetju-
þjóð hefði verið beitt. Daginn
eftir mættu þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins ekki á fundi
Neðri deildar í mótmælaskyni
við ofbeldi kommúnistans í
forsetastóli Neðri deildar Al-
þingis.
STUND FRELSIS-
INS MUN KOMA
ótt áratugur sé nú liðinn
frá þessum hörmulegu at-
burðum standa þeir þó enn
glögglega fyrir hugskotssjón-
um þeirra, sem með þeim
fylgdust. Og fyrir aðra, er full
ástæða til þess að rifja þá
upp. í Ungverjalandsuppreisn
inni 1956 sýndi kommúnism-
inn sitt rétta eðli, sitt sanna
innræti. Gegn vilja fólksins
var beitt skriðdrekum og
morðtólum, þúsundir og tug-
Aróðursvé! Castros
— Erlendur blaðamaður segir stuttlega frá
— Eftir Isaac l\l. Flores
Havana — AP
„Hér er meira frelsi að
finna en í nokkru öðru landi
í Mið- og S-Ameríku, jafnvel
meira en í Bandaríkjunum.
Lýðræði er frelsi til að deyja
hungurdauða".
Þetta er álit kúbansks skó-
burstara, um 50 ára gamals,
sem var að lýsa skoðunum
sínum á umheiminum fyrir er
lendum manni, sem var í heim
sókn á Kúbu. Skóburstarinn
starfar í hverfi í Havana, sem
venjulega nefnist „I>a Rampa“,
og er talið með betri hverfum
höfuðborgarinnar.
Víðar á Kúbu láta þjónar,
sölumenn, leigubílstjórar og
fleiri, sem vinna þjónustu-
störf, sér svipað um munn
fara. Hvað sem sannfæringar
kraftinum lýður, þá eru um-
mæli þessa fólks, sem sífellt
er að bera lof í kerfi Castros,
merki þess, að áróðursvél
hans er áhrifamikil.
Hún hefur veri'ð starfrækt
í sjö ár, og erlendur sendi-
maður á Kúbu hefur lýst því
yfir, að „greinilega megi
merkja, hvernig áróðurinn hef
ur sveigt hugsanir fólksins
inn á ákveðnar brautir".
Á því leikur enginn vafi,
að mikill fjöldi manna á
Kúbu er sannfærður um að
her landsins sé svo öflugur,
að hann mundi sigra Banda-
ríkjaher, kæmi til beinna á-
taka. Því hefur verið haldið
fram af opinberri hálfu á
Kúbu undanfarin ár, að her
„bandarísku heimsvaldasinn-
anna“ hafi verið brotinn á
bak aftur, er innrásin var
gerð við Svínaflóa 1962.
Bandaríkin þori ekki að ráð-
ast á Kúbu, vegna þess, að
„byltingarandinn“ sé svo rík
ur meðal almennings.
Því er eins farið me'ð frétta-
Fidel Castro — hjólin í áróð-
ursvél hans snúast jafnt og
þétt.
og upplýsingaþjónustu á
Kúbu og í öðrum einræðis-
ríkjum, að markmið hennar
er ekki að fræða fjöldann —
heldur sannfæra hann.
Allt, sem stjórnin eða
kommúnistaflokkurinn gerir,
er gott — jafnvel þegar á-
standið er verst. Séu engin
hrísgrjón, baunir eða kjöt til,
þá veldur það ráðamönnum
litlum áhyggjum. Áróðurstæk
in eru notuð til þess að sann
færa almenning. um, að það
eé „hetjulegt" að búa við
skort, í sta'ð þess að leita á
náðir „heimsvaldasinnanna".
Megnið af áróðrinum er að
finna í dagblöðunum. Minna
gætir af hreinum áróðri í út-
varpi og sjónvarpi, þótt þar
sé einnig markvisst að því
unnið að „ala þjóðina" —
7Vfe milijón manna, „í réttum
anda“.
Ræður Cíistros og annarra
leiðtoga gegna miklu hlut-
verki. Þær eru prentaðar, og
síðan dreift. Þær eru nánast
skyldulestur hermanna, náms
manna og meðlima kvenfél-
agahreyfingarinnar á Kúbu.
Svo er einnig um marga aðra
aðila, m. a. meðlima verkalýðs
félaganna.
Megnið af áróðrinum bygg
ist upp á slagorðinu „Hatið
Bandaríkjamennina". Allt
sem Bandaríkjamenn gera, er
illt. Allt, sem kommúnistar
gera, er gott“.
Málgagn kommúnistaflokks
ins, „Granma", ber þessa
greinileg merki. Það elur sí- -
fellt á -hatri í garð Banda-
ríkjamanna, og heldur uppi
áróðri fyrir kommúnisman-
um. Stórar feitar fyrirsagn-
ir eru hér sterkt vopn.
Þeir Evrópumenn, sem
koma til Kúbu, verða mjög
óþægilega varir við þennan
áróður. Komumaður verður
að venjast því, á hvern hátt
heimsfréttunum er umsnúið,
svo að þær geti þjónað til-
gangi valdhafanna.
í fyrstu kann mönnum að
finnast þessi rangtúlkun
kjánaleg eða hlægileg. Hins
vegar verður hún, er frá líð-
ur, erlendum mönnum óþol-
andi. Yfir komumann getur
komið löngun til þess að
grípa fram í, reyna að sann-
færa fólk um, að að því sé
logið á hverjum degi.
Er menn hafa búið við slí'ka
rangtúlkun og fréttafölsun
um la'ngt árabil, eins og Kú-
banar hafa nú gert, — og hafa
ekkert tækifæri til að ganga
sjálfir úr skugga um sann-
leikann — fara þeir að venj
ast ástandinu, jafnvel að trúa
því, sem borið er á borð.
Kúbanar hafa lifað slíkt
aðlögunartímabil.
7 rcxðherrar segja
af sér ■ S-Vietnam
þúsundir féllu fyrir rúss-
neskum byssukúlum, upp-
reisnin var bæld niður, en
svo lengi sem saga mannsins
er rituð, mun þessa atburðar
minnzt, sem merkis um þær
miklu fórnir, sem fólkið hvar
sem er, er reiðubúið að færa,
til þess að fá að lifa við freisi.
Og það er þeim mönnum
sem reyndu að verja ofbeldis-
aðgerðir Rússa í Ungverja-
landi til ævarandi smánar, að
þeir skyldu ekki í það skiptið
hrista af sér hlekkina og skipa
sér í fylkingu þeirra sem
börðust fyrir frelsi fólksins,
hver á sínum stað.
Atburðirnir í Ungverja-
landi eiga eftir að endurtaka
sig svo lengi sem kommúnism
inn reynir að beita ofbeldi og
kúgun til þess að berja niður
frelsisvitund fólksins. Og sú
stund mun koma að þær
milljónir, sem nú búa við ein-
ræðisstjórnarfar kommúnism-
ans verða frjálsar á ný.
Saigon, 19. okt. NTB-AP.
SJÖ ráðherrar úr stjórn S-
Vietnam hafa sagt af sér embætt
um. Tilkynntu þeir í dag, að
þeir hefðu lagt lausnarbeiðnir
sínar fyrir Ky hershöfðingja í
morgun. Væri ágreiningurinn
kominn á það stig, að ekki yrði
við bjargað úr þessu.
Þar með eru farnar út um þúf
ur viku tilraunir Kys, forsætis-
ráðherra til að bjarga stjórninni
fyrir Manila ráðstefnuna sem
halda á í næstu viku. Einn þeirra
er sagði af sér, átti að vera í
sendinefnd stjórnarinnar á ráð-
stefnunni.
Ágreiningurinn í stjórninni er
sagður eiga rót að rekja til ó-
ánægju með völd og áhrif þeirra
manna, sem ættaðir eru frá Norð
ur Vietnam, en flúðu yfir til
Suður Vietnam, er kommúnistar
náðu völdum í N-Vietnam. Ky,
forsætisráðherra og aðrir her-
foringjar eru að norðan- en ráð
herrarnir, sem sögðu af sér eru
allir fæddir og uppaldir í S-
Vietnam.
Búizt var við þessum ágrein-
ingi, þegar fyrir nokkrum vik-
um er einn helzti aðstoðarmaður
heilbrigðismálaráðherrans —,
sunnan maður — var handtek-
inn. Yfirmaður lögreglunnar,
Nguyen Ngoc Loan, hershöfðingi
— norðan maður — fyrirskipaði
handtökuna og sögðu þá af sér
ser ráðherrar. Ky bað þá sitja
áfram og hafa síðan staðið yfir
sleitulausar viðræður.
Ráðherrarnir sjö, — varafor-
sætis-, æskulýðsmála-, félags-
mála-, verkalýðsmála-, mentua-
mála-, samgöngumála- og fjár-
málaráðherra — hafa krafizt
þess, að herinn hætti að skipta
sér af málum „er hann hafi ekk-
ert vit á“, eins og þeir komast
að orði, ennfremur að vikið
verði úr embættum yfirmanni
lögreglunnar, utanríkisráðherr-
anum, Bui Diem og nánasta að-
stoðarmanni forsætisráðherrans,
Dinh Rinh Chinh. Segja þeir
beina hættu á, að S-Vietnam
verði lögregluríki og krefjast
þess, að stjórnin sýni einhver
merki þess, að hún vilji bæta
hag fólksins.