Morgunblaðið - 23.10.1966, Side 17

Morgunblaðið - 23.10.1966, Side 17
Sunnudagur 23. ókt. 1986 MORGU NBLAÐID 17 Þættir úr ræðu Bjarna Bene- diktssonar á fundi Flokksráðs _________Sjálfstæðisflokksins Á FUNDI Flokksráðs Sjálfstæðisflokksins 14. þ. m. flutti Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins. ræðu. Var hún hljóðrituð og hefur Morg- unblaðið fengið leyfi til að birta þætti úr ræðunni. Fara þeir hér á eftir. Flokksráð á að marka stjórn- málastefnu 'flokksins ef ekki liggja fyrir ákvarðanir landsfund ar. Það er þess vegna eðlilegt, að við nú í upphafi þessa fund- ar reynum að gera okkur grein fyrir meginstefnu okkar, hvern- ig tekizt hefur að fylgja henni og hver vandamál séu einkum fram undan. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð í nóvember 1959, lýsti Ólafur Thors, þáverandi for sætisráðherra og formaður flokks okkar, meginstefnu þeirrar stjórn ar á þá leið, að hún ætti að tryggja heilbrigðan grundvöll efnahagslífsins, svo að fram- leiðsla aukist sem örast, atvinna haldist almenn og örugg og lífs- kjör geti enn farið batnandi. Þessi meginstefna er ekki ein- ungis meginstefna núverandi rík- isstjórnar, heldur hefir hún einn- ig verið meginstefna flokks okk- ar á því árabili, sem síðan er lið- ið. Það má raunar segja, að þetta sé stefna, sem ætla mætti, að allir stjórnmálaflokkar gætu ver- ið sammála um, og ágreiningur- inn væri einungis um það, hver úrræði væru vænlegust til þess að ná þessari stefnu, að komast áleiðis í þá átt, sem hún segir til um. En fyrir okkur Sjálfstæð ismenn er sérstaklega vert að hafa í huga, að það, sem deilt er á núverandi ríkisstjórn fyrir og fundið að hennar gerðum, er einmitt það, að of mikið frjáls- ræði hafi ríkt, að einstaklings- framtakinu hafi verið gefinn of laus taumur, að úrræði frelsis og íramtaks hafi mótað stjórnar- stefnuna. En getum þá við sagt, að þess- ®ri meginstefnu hafi verið náð eftir þeim úrræðum, sem við höf um til vísað? Kjarabót almenn- ings nær 40 % Ég hygg, að ekki verði um það deilt, að á þessu tímabili hafi framleiðsla aukizt mjög ört. Fram leiðsla og þjóðartekjur hafa á þessu tímabili, þegar litið er á það í heild, aukizt örar fyrir at- beina íslenzks atvinnurekstrar heldur en á nokkru öðru jafn löngu tímabili í íslandssögu og örar heldur en með flestum öðr um þjóðum, sem við höfum gpurnir af. Þar er hvorttveggja til að dreifa, bæði framleiðslu- aukningunni og hagstæðri verð- lagsþróun mikinn hluta tímabils- ins. Raunar hafa orðið sveiflur á, en í heild má segja, að verð- lagsþróunin hafi verið okkur hagstæð. Nú er því að visu hald- ið fram, að þessi framleiðsluaukn ing, sem orðið hefur og enginn vefengir, sé ekki að þakka okk- ar úrræðum. Þar sé afli, þar sé ný tækni, þar sé hagnýting vís- inda, sem úrslitum hafi ráðið. En án frjálsræðisins, án einstakl ingsframtaksins hefði allt þetta orðið að litlu gagni. Og einnig án atbeina ríkisvaldsins, sem við höfum fyllilega átt okkar hlut að til þess að aðstoða einstakling- ana í öflun atvinnutækjanna, hefði þessi mikli auður ekki bor- izt hingað á land. Um það er ekki deilt, að fram leiðsla og þjóðartekjur hafa auk- izt mjög ört á þessu siðasta tíma bili. Ef einungis er miðað við árabilið frá 1960 fram til 1965 ímá segja, að þjóðartekjur á mann hafi á þessu tímabili raun verulega aukizt sem næst þriðj- ungi. Það er vissulega mikið á ekki lengri tíma. Um það þarf ekki heldur að deila, að atvinna hefur haldizt almenn og örugg víðast á landinu. Þar sem fólks- fjöldi er mestur hefur beinlínis verið skortur á vinnuafli. Önnur héruð hafa raunar reynzt ver sett, en þar hefur ríkisvaldið reynt að hlaupa undir bagga og bæta úr bráðum vandræðum. Ykjulaust má segja, að atvinnu- ástand í heild hafi aldrei verið verkalýð og almenningi hag- stæðara um jafn langán tíma, eins og á þessu undanfarna tíma- bili. Lífskjörin hafa fylgt þjóðar- tekjunum á þann veg, að allar skýrslur og sjálfsraun hvers ein- staklings bera um það vitni, að lífskjörin hafa rýmkazt eða batn- að raunar nokkru meira heldur en nemur aukningu raunveru- legra þjóðartekna. Öruggar heim- ildir eru fyrir því, að fjölmenn- ustu atvinnustéttir hafa frá árinu 1960 bætt hag sinn milli 33 og nokkuð yfir 40% þ. e. a. s. fengið ríflega sinn hlut af stórauknum þjóðar- tekjum. Það er því hægt að full- yrða, að þetta er eitt mesta, — réttara sagt ekki einungis eitt, heldur mesta vélgengnitímabil sem almenningur á íslandi hefur notið. Verið getur, að einstök góð ár hafi fært með sér meiri tekju breytingu heldur en orðið hefur til jafnaðar á þessu tímabili. En slíkt góðæri hefur þá aldrei stað ið svo lengi, enda er þá um al- gjörar undantekningar að ræða og hæpið að tala um góðæri, eins °g þegar varnarliðsvinnan kom hér í upphafi seinna heimsstríðs- ins og gerði þúsundir Reykvík- inga að matvinningum á ný, eft- ir að þeir höfðu þolað sult og harðæri atvinnuleysistímabilsins milli 1930—1940. Atvinnutækin auk- izt um nær 50% En hefur þá þessi mikli lífs- kjarabati orðið til þess, að veikja grundvöll efnahagslífsins? Skýrsl ur segja, að fjármagn í ýmis kon ar tækjum, húsum, vélum, skip- um og öðru slíku, sem atvinnu- vegirnir þurfa á að halda, þau verðmæti, sem í þessum tækjum eru fólgin — ekki í minnkandi krónum, heldur sönnum verð- mætum — hafi aukizt um nær 50% á tímabilinu frá árslokum 1958 — 1965. Þetta sannar örug^- lega, að atvinnuvegirnir hafa á þessu tímabili átt þess kost og notað sér þann möguleika, að gera stöðu sína tryggari heldur en nokkru sinni fyrr. Grundvöll- ur efnahagslífsins er því nú tví- mælalaust heilbrigður, hann er öruggari, hsrnn stendur á fleiri og fastari stoðum heldur en við höf- um áður haft spurnir af. Þetta breytir ekki því, að einstakar at- vinnugreinar og einstök atvinnu fyrirtæki kunna að eiga við örð- ugleika að etja. Þessi staðreynd styðst einnig af því, að tekizt hef ur á þessu tímabili að búa at- vinnufyrirtækjunum mun hag- stæðari skattalög heldur en þau áttu áður við að búa. Sanngjarn- ir atvinnurekendur viðurkenna og, að hér sé nú vel hægt að reka iyrirtæki vegna skatta, gagn- stætt því sem áður var, þar sem það var á löngu tímabili nánast ógjörlegt nema með stórkostleg- um undanbrögðum. Um það verður þess vegna ekki efast, að okkur hefur tekizt að ná mjög langt fram eftir þeirri leið, sem okkar látni for- ustumaður Ólafur Thors vísaði bæði þjóð og flokki, þegar hann tók við völdum í nóvember 1959. Hitt skulum við svo játa, að auð- vitað hefur sumt tekizt ver og öðruvísi en skyldi. Við skulum gera okkur ljóst, að nú eigum við að etja við alvarlega örðug- leika í sumum höfuðatvinnugrein um landsmanna, sem að nokkru leyti er að kenna því, að ekki hefur tekizt að ráða við verð- bólguna. Að öðru leyti er þar um að ræða ástæður, sem eru marg- þættar og verða seint með öllu lokaðar út úr íslenzku þjóðlífi. Hvorki núverandi ríkisstjórn né þeim, sem á undan henni hafa verið síðasta aldarfjórðung, hefur tekizt að ráða við verðbólguna, eins og hugur þeirra hefur stað- ið til og þær hafa marg oft lýst yfir, að þær mundu leggja sig fram um að gera. Af hver ju er svo erfitt að halda hér föstu verð- lagi? Hvernig stendur á því, að okk- ur á íslandi skuli ganga ver en ýmsum öðrum, að ráða við þenn an vanda? Hvernig stendur á því, að hér skuli verða meiri verðhækkanir og verðlag vera óstöðugra, þégar einmitt mætti ætla, að atvik væru slík, að hér gæt.i verið meiri stöðugleiki? Því að óumdeilanlegt er, að yfirleitt hefur verið fast verðlag og ekki hækkandi á innflutningsþörfum okkar nú um alllangt skeið. Og úr því að við búum í þjóðfélagi, sem þarf á meiri innflutningi að halda heldur en önnur þjóðfélög, sem við þekkjum, af hverju hef- ur okkur tekizt miður en mörg- um þessara þjóðfélaga að halda hér föstu verðlagi og verðhækk- unum, — verðbólgu, — niðri? Þetta er vissulega íhugnar- efni, sem ekki einungis stjórn- endur, heldur einnig allir kjós- endur hljóta að reyna að gera sér grein fyrir. Vandinn verður ekki leystur, nema menn átti sig á í hverju hann er fólginn. Verk okkar og annarra verða ekki dæmd nema menn geri sér grein fyrir öllum aðstæðum. Nú er það óumdeilanlegt, að í okkar stjórnartíð hefur rösklega ar og af meiri þekkingu og meiri samkvæmni en áður verið reynt að berjast á móti verðbólgunni. Ég hygg þó, að árangurinn sé svipaður, — ég nenni ekki að fara út í samanburð á því, hvort verðhækkanir hafi orðið meiri eða minni á þessu tímabili held- ur en áður. Það er ljóst, að það hlýtur að skekkja mjög mynd- ina, að þegar að við tókum við, þá urðum við strax að fella geng ið, ekki vegna okkar eigin að- gerða, heldur vegna þess ástands, sem áður hafði skapazt. Þannig má færa ýmsar skýringar fram, en ég læt mig slíkan samanburð á milli ára litlu skipta. Óumdeil- anlegt er, að við höfum reynt flest þau úrræði, sem annars staðar eru notuð á móti verð- bólgu og athyglisvert er, að þeir, sem mest skamma okkur nú fyr- ir að hafa ekki ráðið við verð- I ‘bólguna, eru að segja má undan- tekningalítið á móti einmitt þess- um úrræðum, sem hvarvetna annars staðar eru talin frumskil- yrði fyrir því, að við verðbólgu verði ráðið — og það er víst, að án þeirra verður ekki við hana ráðið. Hóflegri samu- ingar Á þessu tímabili og ekki sízt á síðustu tveimur árum hefur okk- ur tekizt að ná betra samkormi- lagi við verkalýðsfélögin heldur en oft áður, þannig að samnings- gerð af þeirra hálfu hefur verið mótuð meiri hófsemi, heldur en löngum hafði verið. Sjálfur hafði ég oft haldið því fram, að ein höfuðorsök verðbólgunnar hér væri hóflaus kröfugerð verkalýðs félaganna og launþega. Nú er enginn vafi á því, að einkanlega sú samningsgerð, sem tókst 1964, dró mjög úr verðbólguvexti. Samningsgerðin 1965 varð ekki eins hagkvæm. Þar mátti greina á milli tvenns, annars vegar Hvíta sunnusamninganna, sem gerðir voru við félögin á Norður- og Austurlandi, þar sem ríkisstjórn in var beinn aðili. Um hana mátti segja, að hún leiddi til hóf legrar hækkunar. Aftur á móti voru samningarnir síðar um sumarið hér á Suðurlandi, þar sem miklu óvarlegar var í sakir farið og þar sem ríkisstjórnin átti minni hlut að. Ég er ekki að afsaka stjórnina, heldur ein- ungis að segja frá staðreyndum, því að vitanlega fagnaði hún þeim samningum, sem komust á og gerði sitt til að greiða fyrir þeim með því að samþykkja, að ráðstafanir í húsnæðismálum skyldu taka gildi, þó að þær hefðu upphaflega verið miðaðar við mun hófsamlegri samninga, heldur en endanlega voru gerðir. Sú kauphækkun, sem í sumar var gerð í samningum milli vinnu veitenda og verkalýðsfélaganna, er að flestra dómi hófsamleg, milli 3 og 4%. En þeir samningar voru gerðir án forgöngu, án at- beina, að vísu má segja með vit- und ríkisstjórnarinnar, en við vöruðum við því, að við teld- um varhugavert, að semja um slíka hækkun til jafn skamms tíma, eins og samið var, þó að við hins vegar skildum þær á- stæður, sem urðu til þess, að at- vinnurekendur sjálfir töldu sín- um hagsmunum henta, að gera þessa samninga. Ég ítreka, að öll þessi samningsgerð er mun hóf- samlegri heldur en við höfðum átt að venjast löngum áður. Öll úrræði nema atvinnuleysi Jafnframt höfum við barizt á móti verðbólgu með beinum stjórnaraðgerðum. Við höfum átt þátt í vaxtahækkun. Við höfum átt þátt í bindingu sparifjár. Við höfum átt þátt í skattalagabreyt- ingum, til þess að taka umframfé af mönnum ef svo má segja, og fleira mætti telja, sem hvarvetna annars staðar er talið sem frum- stæðustu og sjálfsögðustu ráð til þess að berjast gegn verðbólg- unni. Af þeim úrræðum, sem aðr ir hafa beitt, þá er einkum eitt, sem núverandi ríkisstjórn hefur ekki viljað beita og kemur ekki til hugar að beita, og það er að stofna til atvinnuleysis. En verka- lýðsstjórnin brezka hefur ekki treyst sér til þess að ráða við vandann í sínu þjóðfélagi, nema með því að stofna til stórfelds atvinnuleysis, sem svarar til þess að ríkisstjórnin hér beinlínis efndi til atvinnuleysis — við skul um segja fyrir 1400—2500 manns, og mundu það þykja verulegur atvinnuleysingjahópur hér. Svo mikils virði, sem ég tel gildi pen- inganna, — að festa þá í verð- mæti, þá tel ég ennþá meira virði Framhald a bls. 20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.