Morgunblaðið - 23.10.1966, Síða 20

Morgunblaðið - 23.10.1966, Síða 20
20 MOkCUNBLAÐÍÐ Sumrudagur 23. okt. 1966 — Ræða Bjarna B. Framhald af bls. 17. farsæld borgaranna. Ef stjórnar- stefna þarf að leiða til þess, að vísvitandi sé stefnt að því að svipta stóran hóp borgaranna eðiilegu lífsframfæri, ef til vill ekki öllum tekjum, heldur mögu- leikum til þess að neyta starfs- krafta sinni sjálfum sér og þjóð- Jélaginu til heilla, þá er það úrræði, sem ég vil ekki fallast á. Ég tel meira unnið við það, að allir fáið að njóta starfskrafta sinna, það hljóti til lengdar að verða þeim og þjóðarheildinni til meiri heilla heldur en til þess ráðs að grípa í því skyni að halda föstu verðlagi, að svipta fjölda manns því, sem hans frumstæð- asta þrá beinist að: Að fá að vinna fyrir sér og sínum. Við höfum ekki viljað á þetta úrræði fallast. Við höfum heldur ekki viljað eða talið hyggilegt að beita lögþvingun, ekki vegna þess að við teljum, að hún geti aldrei komið til greina, heldur vegna þess, að hún muni ekki ná tilætluðum árangri. Hún muni, eins og sakir standa hér, frekar auka vandann heldur en að draga úr honum. Þess vegna verði í lengstu lög að reyna að ná frjálsu •amkomulagi, enda má segja að sú viðleitni hafi borið meiri árangur nú siðustu tvö árin held ur en lengstum áður. Áhrif örra fram- kvæmda Þrátt fyrir alla viðleitni, þá er það óumdeilanlegt, að hér hefur verið óstöðugt og hækkandi verð lag. Hvernig stendur þá á því? Ein skýring er sú, að því er haldið fram, að ef mjög örar framfarir, framkvæmdir, lífs- kjarabætur, hvernig sem við vilj um orða það eigi sér stað, ef menn vilja byggja upp á skömm- um tíma það, sem vanrækt hafði verið að gera öldum saman áður, þá sé mjög örðugt og hafi raunar öllum reynzt ógerlegt, að gera það án nokkurar verðbólgu. Okk ur er ekki til hugarléttis, þó að við vitum, að víða er miklu meiri verðbólga heldur en á íslandi. Til þess þurfum við ekki að fara til Afríku eða Asíu. Við getum farið í gömul menningarlönd, eins og í Suður-Ameríku, sem að sumu leyti hafa orðið aftur úr, og eru nú að gera það, sem ná- grannar þeirra í Norður-Ameríku gerðu fyrir 100 árum. í mörgum þessara landa er miklu meiri og örari verðbólga heldur en á ís- landi. Stjórnarvöldum, jafnvel einræðisherrum, sem stjórna með hervaldi hefur reynzt ógerlegt að ráða við hana. Ég las grein eftir frægan bandarískan sagnfræðing, einn helzta ráðgjafa Kennedys heitins forseta, þar sem hann •agði, eitthvað á þá leið að verð bólga væri óumflýjanleg á slíku umbyltingaskeiði eins og í þess- sm löndum er, enda hefði verð- bólga einnig átt sér stað á 19. öld- fcnni 1 Bandaríkjunum meðan þau voru á svipuðu stigi. Látum þess- »r skýringar vera, þó að vel geti ▼erið, að þær eigi að einhverju leyti einnig við okkur. Okkar kynslóð og sú næsta á undan befur orðið að byggja upp land- fð. sem tekið var við örsnauðu, eftir að íslendingar höfðu lifað i því í rúmar 30 kynslóðir, rösk- lega þúsund ár. Eðlilegt er, að •likir umbyltingartimar, ásamt •tórkostlegum fólksflutningum innanlands, séu ekki sérstaklega lagaðir til þess, að tryggja ör- yggi pappírspeninga. Slikt þarf f raun og veru engan að undra. Þetta eru almennar ástæður, sem ekki eiga sérstaklega við okkur frekar en aðrar. Okkur hefur tek izt m.a. með þeim ráðum, sem ég taldi upp áðan, að ráða við verðbólguna mun betur, heldur en mörgum öðrum þjóðfélögum, •em hafa fengizt við svipaða uppbyggingu og við. Þetta ckulum við játa um leið og við éát.tim na serum okkur erein fvr- ir i hverju okkur hefur mistek- izt. Smæð þjóðfélags- ins En er það þá svo, að hér séu að sumu leyti sérstakar aðstæð- ur, sem geti skýrt, að það sé erf- iðara fyrir okkur að halda jafn- vægi og festu í fjármálum, held- ur en fyrir aðra? Við skulum þá fyrst gera okk- ur grein fyrir því, að þjóðfélag okkar er með þeim allra minnstu í heiminum. Auðsætt er og hefur oft verið sagt áður, að erfitt er að halda jafnvægi á lítilli báts- kænu, erfiðara að halda henni 1 jafnvægi, heldur en að halda stóru hafskipi í jafnvægi. Hing- að kom í sumar sunnan úr ísrael bankastjóri, sem ég hafði hitt þar, formaður í íslenzk-ísraelska félaginu. Hann sagði að erfitt væri í jafn litlu þjóðfélagi, eins og hjá þeim, að halda fullu jafn- vægi. Á örfáum mánuðum nú 1 ár, fengu ísraelsmenn u. þ. b. 30 þúsund atvinnuleysingja, vegna þess að dregið var úr bygging- arframkvæmdum. Það mundi svara til þess, að hér væru milli 2—3000 atvinnulausir. Ef ísrael, sem er 10—15 sinnum mannfleiri en við, er svo lítið, að það á erf- itt með að halda jafnvægi, þá á það ekki síður við um okkur. Við vitum það einnig, að vegna smæðarinnar, þá hlýtur ætíð að hlaðast á hvern íslenzk- an mann margfaldur kostnaður til vissra þarfa miðað við það, sem aðrir verða að bera. Ef við lítum á tölurnar einar, þá er það auðvitað ljóst, að hver íslend- ingur verður vegna æðstu stjórn ar landsins, vegna utanríkisþjón- ustu, vegna margháttaðra mann virkja og þarfa, að greiða miklu hærri upphæð heldur en maður, sem býr í þéttbýlu stórlandi. Engu að síður, þá höfum við af eigin raun fundið það, að það borgar sig miklu betur fyrir ís- lendinga, að greiða mikið fé til þess að hafa æðstu stjórn inni í landinu, og sína eigin utanríkis- stjórn, heldur en að borga ekk- ert fyrir æðstu stjórn landsins sitjandi úti í Kaupmannahöfn og utanríkisþjónustu í höndum er- lends ríkis. Ein, að vísu einung- is ein, en ein af ástæðunum fyrir kyrrstöðu á íslandi í 1000 ár var sú, að menn lögðu ekki fé í kostnað við eigin æðstu stjórn, heldur lutu annarra forsjá. En í beinum útgjöldum og á fyrsta stigi, þá kostar það mikið fé að halda uppi sjálfstæðu ríki fyrir jafn fámenna þjóð eins og ís- lendinga. Menn verða um það að velja, hvort þeir vilja taka á sig þessar byrðir eða kasta þeim af sér, hætta að vera sjálfstæðir og taka afleiðingunum af því. Eng- inn íslendingur mundi velja síð- ari kostinn. Einhæfir atvinnu- vegir Ekki er nóg með, að á okkur komi margfaldur beinn kostnað- ur með þessum hætti miðað við aðra, heldur bætist þar ofan á, hversu atvinnuvegir okkar eru fáir og einhæfir. Við vitum, að við lifum hér fyrst og fremst á sjávarútvegi, á landbúnaði og smáiðnaði. Þetta eru okkar undir stöðuatvinnuvegir. Aðrar stærri og öflugri þjóðir hafa fjölbreytt- ari fiskveiðar. Þær hafa miklu fjölbreyttari landbúnað. Þær hafa óendanlega fleiri og öflugri iðn- greinar heldur en við. Þess vegna varðar þær ekki ýkja miklu þó að einn þessara atvinnuvega bregðist. Þó að illa gangi akur- yrkja í einhverjum hluta Noregs, svo að við tökum ekki stærra land, þó að síldveiðar við Noregs- strendur bregðist, þó Lofoten- firtci gangi ver en skyldi, þó að einhver iðnfyrirtæki í Noregi þurfi að gefast upp, þá stendur norskur þjóðarhagur nokkurn veeinn iafn réttur eftir sem áð- ur. Við vitum aftur á móti, að hér riðar allt, ef síldveiði geng- ur misjafnlega. Ef hraðfrystihús- in fá ekki þá efnivöru, sem þarf, þá er það ekki einungis þeirra ógæfa og þeirra, sem við þau vinna, heldur er það einnig merki þess, að sjómennirnir fá ekki sitt. Stundum getur landbúnaður að vísu gengið vel í einum lands hluta, þó að honum gangi ver í öðrum, en oft hafa einnig gengið um allt land harðindi, sem hafa orðið allri þjóðinni til mikils baga. Iðngreinarnar eru svo fáar og lítt megnugar hver um sig, að minna máli skiptir, þó að hægt sé að halda þar framleiðslu með meira öryggi heldur en í hin um atvinnuvegunum. Önnur ó- vissuatriði, koma þar á móti. Hver þeirra út af fyrir sig megn- ar að minnsta kosti ekki að bæta upp skakkaföll, hvorki af því, að aðrar iðngreinar bregðast né hin ir stóru atvinnuvegir, sem ég taldi áður. Ofsalegar sveiflur í afkomu Atvinnuvegimir eru einhæfir. En þeir eru líka háðir stórkost- legum sveiflum. Síldveiði hefur æ ofan í æ gjörsamlega brugðist, ekki ein- ungis við einn landshluta, heldur hvarvetna. Miklum hluta þess, sem við áttum afgangs eftir seinni heimsstyrjöldina var varið til þess að byggja upp sildariðn- að. Sumt af þessu hefur ekki kom izt í gagnið enn, vegna þess, að síldin hefur gjörsamlega brugð- izt á þeim slóðum. Ekki er lengra liðið en síðan í fyrra, að opnað var efnilegt atvinnufyrirtæki hér í næsta nágrenni, sem átti að byggjast á síldveiðum. Síðan það hóf starfrækslu sína hefur ekki fengizt sú síld, sem þetta at- vinnufyrirtæki þarf á að halda, þó að síldveiði landsmanna í heild hafi aldrei verið meiri held ur en einmitt á þessu sama tima bili. Um óvissu landbúnaðarins þarf ekki að ræða. En það er einnig svo, að þess- ar framleiðsluvörur, ekki sízt síldarafurðirnar, sem gefa af sér meira þegar vel gengur heldur en nokkur önnur framleiðsla okk ar, eru samkvæmt fenginni reynslu háðar meiri verðsveifl- um heldur en aðrar framleiðslu- vörur, sem okkur er kunnugt um. Verðsveiflum, Sem við fáum ekki með nokkru móti við gert. Á árinu 1960 urðum við fyrir stórkostlegu verðfalli á síldarlýsi og síldarmjöli, svipað eins og við höfum orðið fyrir á þessu ári. Frá þvi í maí í vor er talið, að síldarlýsið hafi a.m.k. fallið um þriðjung. Það er ljóst, að þetta mundi valda þjóðarbúinu í heild stórkostlegum skakkaföllum, ef þarna vægi ekki upp á móti ó- venjulega mikil aflabrögð, sem gera það að verkum, að þrátt fyr ir allt standa sildveiðarnar sig skaplega. En óvissan er fyrir hendi og stærri sveiflur heldur en líklegar eru til að auðvelda fast og öruggt efnahagskerfi, einkanlega þegar sveiflurnar verða mestar á þeirri vöruteg- undinni, sem mestar tekjurnar gefa. r Otrúleg andstaða Einmitt þessi einhæfni atvinnu veganna og hversu þessir ein- hæfu atvinnuvegir eru sveiflum kenndir, gerir það að þjóðar- nauðsyn fyrir fslendinga, ef við viljum nýta land okkar og lifa hér farsæl til frambúðar, að nota öll landsins gæði, til þess að skapa meira öryggi og jafnvægi. Þess vegna mun það lengi þykja í frásögn færandi, að nokkrir menn skyldu snúast á móti virkj un Þjórsár og byggingu ál- bræðslu. Hvort tveggja markar tímamót, ekki vegna þess, að hvort um sig sé svo stórt verk. Það varðar ekki öllu, þótt 5-600 manns fái til frambúðar fasta og örugga vinnu við álbræðsluna, eða þó að meira og ódýrara raf- magn komi til almenningsnota, heldur en við áður höfum þekkt. En þarna er ruddur vegurinn, þarna er stefnt í þá átt, að láta ekki þessar miklu auðlindir vera farartálma í stað þess að mala verðmæti til gæfu fyrir íslenzku þjóðina. Þessi úrræði gegn okk- ar einhæfu atvinnuvegum og til þess að losna við sveiflurnar eru ekki fljótvirk. Þau verka fyrst eftir langan tima. En við þessu verður ekki gert nema einhvern tíma sé byrjað og menn átti sig á því með hvaða ráðum þetta verði gert. Einmitt um þetta tóku menn ákvörðun fyrr á þessu | ári. Ákvörðun, sem ég hygg, að . muni endast til þess að halda hróðri núverandi ríkisstjórnar á : lofti um langa framtíð. Ekki tjáir að tala um það, að j hægt sé að eyða óvissunni af síld ■ veiðum t.d. með því að ætla að gera úr öllum aflanum gaffal- bita. Hvar á að finna markaðinn fyrir þá? Svipað er um önnur slík skjótfengin úrræði. Við höf- um séð, að það er síldveiði við strendur Perú, sem ræður verð- laginu á síldarlýsi og síldarmjöli okkar. Þetta eru atvik, sem við ráðum ekkert við. Aflabrestur hjá Perú-mönnum getur skapað okkur mikinn auð í bili. En yfir fljótanleg veiði þeirra skapar okkur örðugleika. Meðan þessi óvissa er, þá tjáir ekki að halda, að við getum skapað hér fast og öruggt verðlag. Slíkt er því mið- ur ímyndun, utan við allan veru- leika. Greinar sjávarút- vegsins misarð- bærar Til viðbótar öllu þessu kemur svo það, hversu íslenzkir at- vinnuvegir gefa ákaflega misjafn lega mikið af sér. Við skulum fyrst líta á sjávarútveginn. Við skulum bera saman þau uppgrip, sem menn hafa af síldveiðum þegar vel gengur, við veiði á litlum bátum. Menn tala nú um erfiðleika litlu bátanna og segja að það sé að kenna verðbólgunni, að þeir séu að flosna upp. Þetta er ekki nema hálfsögð saga. Það er einkum að kenna því, að útgerðarmenn þeirra geta ekki keppt f kjörum við upp- gripin, sem eru á síldveið- unum. Með eðlilegum hætti fást menn ekki til að vera á litlu bátnum eða á togurnum, nema því aðeins, að þar séu nokkurn vegin sambærileg kjör við þau, sem stéttarbræður þeirra við síldveiðarnar hafa. Þetta er ofur skiljanlegt og eðlilegt. Menn viðurkenna, að meiri vinna og meiri uppgrip eigi að hafa viss- an mun í för með sér, en viss samræming verður að vera þarna á milli. Lögmál samkeppninnar, samanburðarins, gilda alveg eins í þessum efnum eins og öðrum. Þess vegna verður að skapa minni bátunum betri aðstæður en þeir hafa nú, án þess að skerða fiskstofninn. Með sama móti er hægt að gera togaraút- gerðina lífvænlegri með því að veita henni rýmri veiðiheimild- ir. En þá megum við ekki krefj- ast meira af togurum okkar heldur en aðrir krefjast af sín- um. Nú eru íslenzku togararnir látnir hafa mun stærri áhöfn, og þar með meiri kostnað. Þeir eru látnir gjalda skatt af eldsneyti sínu til sildarverksmiðjanna á Austurlandi. Þeir verða að bera 10% toll af þeim fiski, sem þeir flytja til Bretlands, og ef til vill ennþá meira af sölum bæði til Bretlands og Þýzkalands áður en langt um líður. Meðan ekki er bætt úr þessum efnum, a. m. k. þeim, sem við sjálfir ráðum við, þá er vonlaust fýrir þessi at- vinnutæki að keppa við hin. Slíkt hlýtur að skapa þvílikt ójafn- vægí í þjóðfélaginu, að það er i raun og veru tómt mál að tala um efnahagslegt jafnvæffi meðan það ástand varir. Kostnaður við inn- lendan iðnað Við skulum einnig horfa á iðn aðinn. Það gefur auga leið, að hinn .íslenzki smáiðnaður á mjög erfitt með að standast samkeppni við erlenda fjöldaframleiðslu. Menn verða að gera upp sinn hug, um hvort þeir styðji hinn íslenzka smáiðnað, til þess að halda lífi gegn þessari erlendu fjöldaframleiðslu. En þá verður í fyrsta lagi að gæta þess, að jafnt iðnaður sem aðrir hafa gott af vissu aðhaldi. Hætt er við of miklum kostnaði, ef aðili verður aðhalds- eða samkeppnislaus. En ef við viljum, eins og gert hefur verið, veita innlendum iðn aði vernd, þá kostar sú vernd það, að við verðum að borga meira verð heldur en ella fyrir vöruna. Sumir, sem býsnast yfir verðbólgunni, segja að verð bólgan sé að drepa iðnaðinn. En einmitt iðnaðurinn á sinn þátt 1 okkar háa verðlagi. Lítið samræmi er því, áð segja, að erlend samkeppni sé að drepa iðnaðinn og þess vegna verði að gera ráðstafanir til þess að halda iðnaðinum við, með því að halda verndartollum eða hækka þá, þ.e. veita honum sérréttindaað- stöðu til verðákvörðunar, og heimta jafnframt, að verðlagið lækki. Þeir menn, sem með þessu móti þykjast vera málssvarar iðn aðarins, eru í raun og veru að berjast fyrir háu og hækkandi verðlagi í landinu — að berjast fyrir verðbólgu, ef svo má segja. Jafnframt segi ég alveg hiklaust; Reynslan er búin að kenna okk- ur, að við verðum að hafa margs konar iðnað í landinu. Við lærð- um það á millistríðsárunum að atvinnuöryggi krefst þess, að hér sé margbreytilegur iðnaður. Þess vegna er mikið á sig leggj- andi til þess að hafa iðnað. Við lærðum það líka á striðsárunum, að það getur verið okkur lífsnauð syn, að hafa eigin iðnað. Við sjá um það einnig af tilteknum dæm um, að ef íslenzkur iðnaður fell- ur í rústir, þá hækka erlendir framleiðendur sína vöru, þannig að við verðum að borga meira en ella. Þess vegna er íslenzkur iðnaður einn þáttur í því, að halda hér uppi sérstöku og sjálfstæðu þjóðfélagi. En hann kostar það, að við verðum að hafa hærra verðlag en ella. Mennirnir, sem annars vegar skamma ríkisstjórnina fyrir verðbólgu og segja hins vegar að það sé verið að drepa iðnað- inn með erlendri samkeppni, heimta meiri verðbólgu; þeir heimta meiri verðlhækkanir, heldur en ríkisstjórnin hefur talið verjanlegar. Menn verða að gera sér grein fyrir afleiðing- um þess, sem þeir halda fram. Ég segi það enn og aftur, að sjálf sagt er og eðlilegt, að halda iðn- aðinum við, en það kostar, að við hljótum að hafa hærra verð- lag en ella. Við verðum að leggja á útflutningsframleiðslu okkar meiri byrðar hlutfallslega heldur en aðrir til þess að þetta verði gert. Erfiðleikar land- búnaðarins Alveg hið sama kemur fram gagnvart landbúnaðinum, Ég tel eins fráleitt, að leggja niður íslenzkan landbúnað eða fjand- skapast við hann, eins og að fjandskapast við islenzka þjóð eða íslenzkt sjálfstæði, íslenzk- ur landbúnaður er eitt af því, sem við verðum að hafa, þv,í að hann er þáttur af okkur sjálfum, ísland án landbúnaðar, án blóm- legra sveita, er okkur óhugsandi land. En við skulum þá ljka játa, hvað þetta kostar. Það kost- ar mikið, alveg eins það kost- ar mikið að vera sjálfstæð þjóð. Við skulum lita í þær tölur, sem nú liggja fyrir, og við skulum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.