Morgunblaðið - 23.10.1966, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 23. okt. 1966
Afslóttur 1966
Höfum nokkra Opel Record sendibíla, station og
fólksbíla af árgerð 1966 til söiu á niðursettu verði.
SAMBAND ISL. SAMVINNUFÉLAGA
VÉLADEILD
ÁRMULA 3
SÍMI 38900
BIKARKEPPNIN
MELAVÖLLUK: ÚRSLIT.
í tlag, sunnudaginn 23. okt., kl. 2 e.h. leika
KR - VALUR
Dómari: Magnús Pétursson.
Komið og sjáið síðasta leik ársins.
Mótanefnd.
SAAB
Saab, árgerð 1963 til sölu. Vel með farinn.
Til sýnis að Sæviðarsundi 27 í dag kl. 2—5 e.h.
Nauðungarupphoð
Eftir kröfu Jóns N. Sigurðssonar, hrl., Hauks Jóns-
sonar hrl. og Iðnaðarbanka íslands h.f. verður hús og
lóðarréttindi fiskverkunarstöðvar við Víkurbraut 1
(Varir) í Grindavík, talin eign fvars Þórhallssonar
selt á nauðungaruppboði, sm háð verður á eign-
inni sjálfri þriðjudaginn 25. október 1966, kl. 3 e.h.
Uppboð þtta var auglýst í 71., 72. og 73. tbl. Lög-
birtingablaðsins 1965.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
— Himneskt
Framhald af bls. 8
orðum. Sein* a frétti ég, að inn-
vörður hefdi sagt við hann:
„Hvað er að sjá þetta. Það er
vínlykt af yður, maður“. Svarar
þá hinn nýi félagi og þótti hinn
spyrja nokkuð fávíslega: „Held-
ur þú, að nokkur gangi ófullur
inn í góðtemplararegluna, góð-
urinn minn?“ En þetta var mál-
tæki hans. Orð þessi sagði hann
stundarhátt, svo að allir þeir,
sem voru utarlega í salnum,
hlutu að hafa heyrt þetta.
Þegar svo Björn fór að finna
að því við hann, er þeir hittust
nokkrum dögum síðar, hvers
vegna hann hefði ekki komið
inn aftur, og einnig, af hvaða
ástæðu hann hefði farið að
hrópa þessa ósvífni að dyraverð
inum, svaraði hann: „Mér varð
dálítið bylt við, þegar hann fór
að minnast á vínlyktina af mér.
Ég ætlaði nefnilega að bæta
svolítið á mig frammi, því að
ég hafði svolitla lögg með mér,
ef mér skyldi leiðast. En þegar
vörðurinn sneri sér svo fávís-
lega í þessu, ákvað ég að fara
heim og ætla ekki að koma aft-
ur. Annars hefði ég líklega
ílengst þarna“.
Það fór nokkuð likt með
flesta hinna, að þeir hurfu einn
eftir annan úr reglunni. Mig
minnir, að Björn héldi í þetta
sinn út í 3 mánuði og nokkrir
með honum, en þá sagði hann
sig úr stúkunni.
Það fór einnig þannig með
mig, að ég sá mér ekki fært
samvizkunnar vegna að vera
í reglunni, vegna þess að yfir-
menn mínir sendu mig oft eftir
víni og áfengum bjór, og því
sagði ég mig úr stúkunni Hlín,
að mig minnir í ársbyrjun 1903.
ÍJtvff rpstruf lanir
vestra
ísafirði , 22. okt.
Við vorum að hlusta hér í
kvöld á útvarpsstjórann blessað
an flytja yfirlit yfir væntanlega
vetrardagskrá og kenndi þar
margra og góðra grasa. Hitt er
svo undir hælinn lagt hversu
mikið við fáum að heyra af
henni, því það hafa að undan-
förnu verið talsverðar truflanir
frá loranstöðinni, þegar skyggja
tekur.
Engar truflanir hafa orðið á
sjónvarpssendingum hér vestra
og verða trúlega ekki næstu 7
árin, ef áætlunin um uppbygg
ingu sjónvarpsins í þesum lands
hluta sterízt. H.T.
ATH UGIÐ
Þegar miðað er við útbreiðslu.
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
SÝNIHG á norsku EINBÝUSHÚSI
Norsku „JOKEB“ einbýlishúsin
eru ný gerð af verksmiðjuframleiddura húsum, sem
reisa má tilbúin til notkunar á einni til tveímur
vikum.
í dag og næstu daga sýnum við norskt verksmiðju-
framleitt einbýlishús, sem við höfum flutt inn og
reist við Bjarkarholt í Mosfellssveit (skammt vestan
við Hlégarð). Sýningin verður opin laugardag kl.
15—20 og sunnudag frá kl. 10—20. Áframhaldandi
sýningartími verður auglýstur síðar.
f. Pálmason hf.
Austurstræti 12, sími: 22235.