Morgunblaðið - 23.10.1966, Síða 32

Morgunblaðið - 23.10.1966, Síða 32
Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Langstærsta og fjölbreyttasta blað landsins 243. tbl. — Sunnudagur 23. október 1966 Lítið rennsli i Soginu sjötta árið í röð Þó ekki hætta í RENNSLIÐ í Soginu er nú óvenjulega lítiö, en undanfarin 6 ár hafa verið slæm hvað þetta snertir. Ástæðan fyrir hinu lága rennsli nú er m. a. áhrif frá þurrkunum miklu í fyrra. En Sogið fær allt sitt vatn með neðanjarðarrennsli og það vatn kemur seint til skila. í sumar rigndi 90% af meðalregni. En rennslið í Soginu nú 77 kubikm. Stfior&nnbl8bib f DAG er Morgunblaðið 48 síður ásamt Lesbók. Eru les- endur blaðsins vinsamlegast beðnir að athuga, að Lesbók er inni í blaði II. i rafmagnsskorti á sekúndu, en meðalrennsli er, 115 kubikm. á sekúundu. Mbl. spurði Eirík Briem hvort i hætta væri á rafmagnsskorti af þessum sökum. Hann sagði, að j Áburðarverksmiðjan fengi ekki j umframorku, en ekki væri hætta I ó rafmagnsskorti fyrir almenn- j ing. Minnti hann á að ný véla- j samstæða í Toppstöðinni við Elliðaár kæmi í gagnið í nóvem , emberlok. Rigning nú mundi að vísu gefa góðan „skvett“, en neðanjarðarrennslið væri það sem gilti. Síðan byrjað var að mæla vatnsrennsli í Soginu 1937 hafa öðru hverju komið vatnslítil ár, en ekki 6 í röð eins og nú. Eins og stendur er engin umframorka handa Áburðarverksmiðjunni. Toppstöðin er stagfrækt og véla- samstæða stöðvun fyrir austan á nóttunni, til að láta vélarnar vinna á sem beztri nýtni og nota þarafleiðandi minna vatn. Skarðsbók tíl sýnis SKARÐSBÓK verður til sýnis í Þjóðminjasafninu í dag kl. 1:30 til 9:30, og á sama. tíma daglega næstu viku. Klukkunni var seinkað ■ nótt Klukkan eitt s.l. nótt var klukkunni seinkað um eina klukkustund. Er því vetrar- tími genginn í gildi. Erlingur Púlsson ylir lögregEuþjónn lútinn ERLINGVR Pálsson fyrrum yfirlögregluþjónn við Reykja- víkurlögregluna lézt um hádeg- isbil í gær í Heilsuverndarstöð- inni 71 árs að aldri. Erlingur Pálsson fæddist hinn 3. nóvember 1895 í Ashrauni á Skeiðum, sonur hjónanna Ólaf- ar Steingrímsdóttur og Páls Erlingssonar, sundkennara í Reykjavík. Erlingur varð lög- regluþjónn í Reykjavík árið 1919, eftir að hafa kynnt sér lögreglumál erlendis og 1921 varð hann yfirlögregluþjónn og gegndi því starfi þar til fyrir einu ári, að hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Erlingur Pálsson lét félagsmál innan íþróttahreyfingarinnar mikið til sin taka. Hann var m.a. varaforseti ÍSÍ árin 1933-51 og heiðursfélagi þeirra samtaka og form. Sundsambands íslands frá stofnun 1950 til dauðadags. Kvæntur var Erlingur Sigríði Sigurðardóttur og lifir hún mann sinn. ER TF-DGD flugvél Flug- stöðvarinnar h.f. í Reykjavík, var á leið til Patreksfjarðar á föstudag, vildi sá óvænti atburður til, að múkki varð fyrir vélinni, þegar hún var á niðurlelð yfir fjörðinn á 180 mílna hraða, og braut aðra framrúðuna. Straukst fuglinn við andlit annars flugmanns- ins, Péturs Valbergssonar, lenti síðan í dyrastafnum fyrir aftan hann, en þeyttist svo aftur í vélina. Sat Pétur eftir með plastrúðu vélarinnar í fangi sér. Geysilegan gust inn um brotinn gluggann, og hægðu flugmennirnir ferðina niður í 120 mílur yfir firðin- um. Vildi svo óheppilega til, að skömmu síðar urðu þeir að fljúga í gegn um haglél. Sagðist Pétur, er blaðamaður Mbl. talaði við hann í gær, varla geta lýst því, þegar þeir félagar flugu í gegn um élið. Þeyttust haglkornin af mikl- um krafti í andlit þeirra. Hinn flugmaðurinn heitir 1 Marinó Jónsson. Á föstudagskvöldið flaug önnur vél til Patreksfjarðar i með vélvirkja, sem setti alú- ( miníumplötu í opið til bráða- birgða. Átta félög boða bands fslands. Eru hlutaðeigend- ur beðnir velvirðingar á þessum mistökum. verkfall við Búrfell FIMM félög hafa boðað verkfall við Búrfell til viðbótar þeim þrem, sem áður höfðu boðað verkfall um næstu mánaðamót, Háskóla* hátíðin ■ gær HÁSKÓLAHÁTÉÐIN fór fram í Háskólabíói í gær og hófst kl. 14 að viðstöddu fjölmenni. Strengjasveit lék undir stjórn Björns Ólafssonar, háskólarekt- or Ármann Snævarr flutti ræðu og forseti Heimspekideildar af- henti prófessor Sigurði Nordal doktorsbréf, en Sigurður þakk- aði með nokkrum orðum. takist samningar ekki. Þessi fé- lög eru Félög eru Félag íslenzkra rafvirkja, Félag járniðnaðar- manna í Reykjavík, Félag bif- vélavirkja, Trésmiðafélag Reykja víkur, og Verkamannafélagið Dagsbrún. Ekki hefur verið á- kveðið hvenær fundur verður haldinn með verkfallsboðum og Vinnuveitendasambandi Islands. Þau mistök urðu í frétt blaðs- ins um verkfallið í gær, að Barði Friðriksson var sagður skrifstofustjóri Almenna Bygg- ingarfélagsins. Hann er skrif- stofustjóri Vinnuveitendasam- Gunnlaugur Þá söng stúdentakórinn nokkur lög undir stjórn Jóns Þórarins- sinar tónskálds, og rektor af- henti nýstúdentum borgarabréf sín. skreytir Háskólann Hantrafellii selt Indverjum HAMRAFELLIÐ, stærsta skip íslendinga, hefur verið selt til Indlands. Verður skipið afhent kaupendum, „The Shipping Cor- poration of India“, síðari hluta nóvember í Vestur-Evrópu. Sam- band íslenzkra Samvinnufélaga, sem hefur átt skipið, er búið að ganga frá sölunni að öllu leyti, en kaupendur eiga efiir að fá staðfestingu á innflumingsleyfi. Hjörtur Hjartar, forstjóri skipa- deildar SÍS, sagði í gær að ástæða fyrir sölu skipsins væri sú, að enginn rekstrargrundvöll- ur hefði verið fyrir það hér á landi. Hamrafellið kemur í dag til Konstansa í Rúmeníu, en skipið hefur að undanförnu verið leigt Rúmenum til að flytja olíu sem þeir selja til íslands. Skipið kemur til íslands í síðasta sinn áttunda nóv. n.k. Samband ís- lenzkra Samvinnufélaga keypti skipið, sem 16730 burðarlestir, til landsins 1956. í september 1965 var lokið 12 ára flokkunarvið- gerð á skipinu, og það í góðu ásigkomulagi er eigandaskiptin fara fram. MBL. hefur fregnað, að banka- ráð Framkvæmdabankans hafi gefið 300 þúsund krónur til skreytingar Háskóla íslands, og að ennfremur hafi verið ákveðið, að Gunnlaugur Scheving málaði fjórar myndir, sem hengja skyldi upp í Hátíðasalnum. Gunnlaugur Scheving sagði Mbl. í gær, að hálft ár væri frá því, er hann var beðinn um ofan- greind listaverk, en hér væri um að ræða fjögur stór málverk, sem ætlunin væri að koma fyrir á nokkrum stórum flötum í Hátíða salnum. Gunnlaugur kvaðst ekki byrjaður að mála myndirnar, en vera farinn að gera skissur að verkunum. Að öllum líkindum myndi hann hefja vinnu við mál verkin að heimili sínu eftir mánaðartíma. Aðspurður kvaðst hann ekki geta sagt af hverju málverkin yrðu, en ýmsar hugmyndir leit- uðu á, og eflaust ættu margar eftir að koma, er verkið væri hafið. Áður hefur Framkvæmdabank inn gefið Háskólanum stórgjöf, sem varið var til kaupa á töivu (computer).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.