Morgunblaðið - 25.10.1966, Síða 3
Þriðjudagur 25. okt. 1966
MÖKGU N BLAÐIO
Kaupmáttur tímakaupsins
eykzt úr 100 í 122 frá '63
RáðstöfimarteJijur verka- sjó- og
iðnaðarmanna hafa aukizt meir
en þjóðartekjur
t TILEFNI af ummælum Geirs ■ burð á þróun hans og þróun
Gunnarssonar, alþingismanns, 1
íjárlagaumræðum á Alþingi 18.
þ.m., hefur á vegum forsætis-
ráðuneytisins verið gerð athug-
un á þróun kaupmáttar tima-
kaups og ráðstöfunartekna verka
manna og þróun þjóðartekna á
undanförnum árum. Fylgir at-
hugun þessi hér á eftir:
^ Kaupmáttur tímakaups og
| ráðstöfunartekjur verkamanna.
) í ræðu Geirs Gunnarssonar,
alþm. við fjárlagaumræðurnar
segir svo um kaupmátt tíma-
kaups verkamanna og saman-
raunverulegra þjóðartekna:
„Ef tekin er til samanburðar
vísitala kaupmáttar tímakaups
miðað við neyzluvöruvísitölu og
3. taxta Ðagsbrúnarkaups og
vísitala kaupmáttarins sett 100
1959, kemur í ljós, að kaupmátt-
urinn hefur verið lægri allt þetta
tímabil og hefur hinn 1. október
s.l. enn ekki náð kaupmættin-
um 1959, á sama tímabili og þjóð
artekjur á mann hafa hækkað
um 32.2%. 1959 var kaupmáttur-
inn 100, 1960 90.6, 1961 85, 1962
83.7, 1963 84, 1964 85.3, 1965 91
og 1.10. 1966 99.6. Nokkurn veg-
breytzt á þessu tímabili, á tíma-
bilinu frá 1959—1964 sem hér
segir miðað við 100 1959, 1960
99.4, 1961 90.7, 1962 100.7, 1963 j
108.8 og 1964 112.7. En þótt ráð-
stöfunartekjurnar hafi þannig
vegna aukinnar eftir-, nætur- og
helgidagavinnu komizt í það að
verða 12.7% hærri 1964 en 1959,
hafa ekki einu sinni ráðstöfun-
artekjurnar aukizt til jafns við
aukningu þjóðartekna á mann á
þessu tímabili. Og ef borin er
saman afstaða ráðstöfunartekna
inn það sama kemur út, ef miðað! til þjóðartekna á mann og það
er við tímakaup í fiskvinnu“. hlutfall sett 100 1959, er það hlut-
Síðar segir um samanburð komið niður í 91.9 anð 1964.
þessa kaupmáttar við þjóðar- Það eru því alrangar staðhæf-
ingar, að verkafólk hafi fengið
STAKSTEINáR
tekjur:
„Ef miðað er við 3. taxta Dags-
brúnar og afstaða milli kaup-
máttar tímakaups og þjóðartekna
á mann sett 100 1959, er 1960 90.7,
1961 82.3, 1962 76, 1963 72.5, 1964
69.1 og 1965 68.8. Þ.e.a.s. þetta
hlutfall hefur breytzt um 31.3%
verkafólki í óhag á þessu tíma-
bili.“
Þá segir í hæðunni um þróun
ráðstöfunartekna:
„Þessa skerðingu kaupmáttar
tímakaups, sem verið hefur veru-
leg um langt skeið, allt. þetta
tímabil, hafa launþegar reynt að
bæta sér upp með þrotlausri
yfirvinnu. Þess vegna hafa ráð-
stöfunartekjurnar, þ.e.a.s. héild-
artekjur án tillits til vinnutíma
sinn hlut af auknum þjóðar-
tekjum undanfarinn ára, hvort
sem litið er á kaupmátt tíma-
kaups eða á heildartekjur án til-
lits til vinnutíma, skortir mikið
á, að verkafólk hafi haldið sín-
um hlut. Samtímis því, sem kaup
máttur tímakaups hefur lækkað,
hafa þjóðartekjur á mann aukizt
og ef athuguð er afstaða kaup-
máttar tímakaups verkamanna
til hreinna þjóðartekna á mann
kemur í ljós, hve mjög hefur
verið gengið á hlut verkafólks á
stjórnartíma viðreisnarstjórnar-
innar“.
Efnahagsstofnunin hefur í
ágústmánuði s.l. í skýrslu til
Hagráðs birt tölur um þróun
Framh á bls. 19.
20 drcu
Skógræktarfélag Reykjavíkur
SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykja-
víkur átti 20 ára afmæli í gær.
Félagið var stofnað 24. október
árið 1946 er skógræktarfélag Is-
lands klofnaði i Skógræktarfé-
iag Reykjavíkur og Skógræktar-
félag Hafnarfjarðar. Meðlimir í
félaginu eru nú 1500, við stofnun
l>ess voru þeir 1200.
Á fundi með fréttamönnum
síðdegis í gær gat form. Skóg-
ræktarfélags Reykjavíkur, Guð-
mundur Marteinsson, þess m. a.
að tilgangurinn með félaginu
væri jafnframt skógræktinni og
þá einkum plöntuuppeldi, að
auka áhúga almennings fyrir
ekógrækt. Hafa fjölda margir
fræðslufundir verið haldnir á
vegum félagsins og fólki mörg-
um sinnum verið boðið að skoða
stöðina og þá í fylgd með ein-
hverjum þeirra sem til skóg-
ræktar þekkja.
Einar Sæmundsen, fram-
kvæmdastjóri Skógræktarfélags
Reykjavíkur, minntist þá á fram-
leiðslu félagsins, en það hefur
nú framleitt 3 millj. 755 þús.
plöntur, um 400 þús. plöntur ár-
lega. Var ársframleiðsla árið
1950 67 þús. 700 plöntur, svo sjá
má að aukning hefur verið gífur-
leg. Upphaflega var öll fram-
leiðslan notuð til gróðursetning-
ar í Heiðmörk, en á síðari árum
hefur mikið af framleiðslunni
farið í garða einstaklinga 25%
af framleiðslunni og skrúðgarða.
Það munu vera um 40 mismun-
andi tegundir plantna, sém Skóg
ræktarfélag Reykjavíkur fram-
leiðir nú.
Þá minntist Einar á starfsað-
stæður. Upphaflega var Skóg-
ræktinni léð 9 ha landi til um-
ráða, en síðar var aukið við það
landrými, svo nú er það 14 ha.
Síðan talaði Einar um gróður-
setningarstarfið í Heiðmörk.
Árið sem Heiðmörk var vígð
1950 voru þar gróðursettar 900
plöntur. Gróðursetning þar hefur
að mestu verið í höndum sjálf-
boðaliða. Ýmsum félögum hafa
þar verið úthlutaðað spíldun og
gerð við þau samþykkt um að
gróðursetja í landið. Hafa alls
55 félög tekið þátt í gróðursetn-
ingunni. Þá hefur Vinnuskóli
Reykjavíkur staðið fyrir gróður-
setningu í Heiðmörk. Alls hafa
uú verið gróðursettar í Heiðmörk
2 millj. 347 þús. plöntur, 218 þús.
plöntum árlega síðan 1958. Heið-
mörk nær nú yfir 2510 ha.
Alþjóðahjdlp
Á allra síðustu áruia hafa fs»-
lendingar tekið mjög vaxandi
hjálp vaxandi þátt í aðstoð við
þróunarlöndin og komst sú starf
semi fyrst á verulegan rekspöl
með Herferð gegn hungri, en
þar var safnað mVrlum fjár- •*'
munum til ákveðins verkefnis
með ágætri skipulagningu og
mikilli vinnu ungs fólks. Um
þessar mundir stendur yfir hér
á landi fjársöfnun til aðstoðar
tíbezku flóttafólki í Indlandi. F.n
fæstir gera sér líklega grein
fyrir því, að við fslendingar
leggjum fram töluyert fjármagn
til hinna ýmsu stofnana Samein
uðu þjóðanna, sem hafa fjöl-
breytilegu hlutverki að gegna i
þróunarlöndunum svonefndu,
og væri full ástæða til þess að
ítarlegri grein væri gerð fyrir
þeim fjárframlögum svo að all-
ur almenningur geti áttað sig á
hinni víðtæku þátttöku þjóðar-
innar í starfi Sameinuðu þjóð-
anna. Hér hefur vissulega verið
stigið skref í rétta átt og ánægjn *
legt er til þess að vita að æsku-
lýðssamtök í landinu hafa haft
forgöngu um að koma þessum
málum á raunhæfara stig hér á
landi en verið hefur, en svo sem
kunnugt er hafa hinar Norður-
landaþjóðirnar tekið mikinn og
víðtækan þátt í margskonar al-
þjóðahjálp.
Ndnara samband
við þróunarlöndin
f tilefni af afmælinu verður í
kvöld haldinn fræðslufundur í
Tjarnarbúð. Mun form. félagsins,
Guðmundur Marteinsson,. flytja
ávarp. Þá verða sýndar litskugga
myndir úr Heiðmörk og mun
norskur búfræðidoktor Kristian
Björ, sem staddur er hérlendis
um þessar mundir flytja erindi
um búfjárrækt í skóglendi. Að
lokum verður stiginn dans.
Myndin er af þeim, sem nú skipa stjórn Skógræktarfélags Re ykjavíkur. Frá vinstri Jón Helga-
son gjaldkeri, Ingólfur Davíðsson ritari, Sveinbjörn Jónsson meðstj. Guðmundur Marteinsson
formaður, Lárus Blöndal meðstj., Einar G. E. Sæmundsen framkvstj. 3 síðasttöldu hafa verið
í stjórn félagsins frá upphafi.
MJOLKIN LÆKKAR UM KR. 1,35
—aukfiar niðurgreiðsliir
— liður í verðstöðvunarstefnu
ríkisstjarnarinnar
í GÆR lækkaði mjólkurverð
um kr. 1.35 pr. lítra og kostar
lítri af mjólk nú kr. 6.70. —
Smjörverð og smjörlíkisverð
svo og verð ýmissa annarra
neyzluvara helzt óbreytt
vegna aukinna niðurgreiðslna,
sem ríkisstjórnin hefur ákveð
ið. — Niðurgreiðslur þessar
tóku gildi í gær, 24. ©kt. og
eru þær liður í verðstöðvunar
stefnu ríkisstjórnarinnar og í
samræmi við yfirlýsingar for-
sætisráðherra að undanförnu
um nauðsyn verðstöðvunar.
Ráðstafanir þessar miða að
o-
því að halda vísitölunni
breyttri eins og hún var hinn
1. ágúst sl.
Fréttatilkynning ríkisstjórn
arinnar fer hér á eftir:
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að
auka niðurgreiðslur til þess að
vega upp á móti ýmsum verð-
hækkunum, sem orJðið hafa á síð-
astliðnum þremur mánuðum eða
verðlagsnefnd hefur nú þegar
samþykkt. Þessar niðurgreiðslur
munu taka gildi 24. október nk.
Rjúpnaskyttur villtust
ALLTÍTT er að menn fari á
rjúpnaveiðar, án þess að hafa
með sér nauðsynlegan öryggis
búnað, og villist. Síðari hluta
dags í gær kom ein rjúpna-
skytta til ábúandans í Miðdal,
og bað hann að hafa samband
við lögregluna, þar sem tveir
félagar hans, sem voru á veið-
um með honum, voru ekki
komnir fram. Um kl. 8 í gær-
kvöldi, þegar það átti að fara
að kalla leitarflokka út, skil-
uðu mennirnir sér heilu og
höldnu, en þeir höfðu þá villzt
á heiðinni fyrir ofan Miðdal.
Voru þeir án áttavita og landa
bréfs.
IMámskeið fyrir
rjúpnaskyttur
HJÁLPARSVEIT skáta i
Reykjavík heldur í þessari viku
námskeið fyrir almenning í með
ferð áttavita og landabréfa. Eru
þessi námskeið fyrst og fremst
ætluð fyrir rjúpnaskyttur, enda
hefur það komið fyrir hvað eft-
ir annað að rjúpnaskyttur hafi
vilizt, þar sem þeir hafa verið
án kompás eða landabréfa.
Námskeiðin munu standa mið
vikudags- og föstudagskvöld í
Iðnskólanum. Eru væntanlegir
þátttakendur beðnir að láta skrá
sig í Skátabúðinni, sími 12045,
á miðvikudag. Þar sem þátttak-
endafjöldinn er takmarkaður,
eru þeir sem hafa áhuga á að
sækja námskeiðið beðnir að
láta skrá sig sem fyrst á mið-
vikudag.
En aðstoð okkar við þróunar-
löndin á ekki fyrst og fremst að
byggjast á fjársöfnunum hér á
landi til ákveðinna takmarkaðra
verkefna. Við höfum yfir að
búa tæknikunnáttu á ákveðnum
sviðum, sem vafalaust getur
komið mörgum þróunarlandanna
að góðu gagni og raunar hafa
íslenzkir sérfræðingar þegar ver
ið fengnir til ýmissa starfa á
vegum stofnana Sameinuðu þjóð
anna í þessum löndum. Það
mundi hins vegar verða okkur
sjálfum til lærdóms og gagns, ef
íslenzkir sérfræðingar og ungt
fólk hér á landi hefði tækifæri
til þess að fara til þróunarland-
anna, vinna þar nokkra hríð að
málum fólksins í þeim löndum
og öðlast þar með mikilvæga
þekkingu og reynslu á málefnum
þessa fólks, sem örugglega mun
hafa þörf á mikilli og vaxandi
aðstoð velmegunarþjóðanna á
komandi áratugum. Meðan millj
ónir manna búa við sárustu neyð
í öðrum heimshlutum, geta vel-
megunarþjóðirnar á norðurhveli
jarðar ekki unað sælar við sitt
og það er vissulega tími til kom-
inn, að íslendingar taki aukin
og vaxandi þátt í aðstoð við
þessar þjóðir, ekki aðeins þeirra
vegna heldur okkar sjálfra líka.
Erfið verkefni
Hinar nýfrjálsu þjóðir Afríku,
Asíu og Rómönsku Ameríku eiga
við að etja gífurleg vandamál,
sem Evrópubúar eiga erfitt með
að gera sér grein fyrir. Þau
vandamál verða ekki leyst á
stuttum tíma, sem verður ljóst
af þvi, að þær eiga ógert margt
af því, sem Evrópuþjóðir hafa
byggt upp á öldum. Vandamál
þessara ríkja verða heldur ekki
leyst með því að leggja þeim
til mikla fjármuni. Vandamál
þeirra byggjast fyrst og fremst
á þekkingarleysi fólksins, ólæsi,
fordómum af trúarlegum ástæð-
um o.s.frv. Stórátak á þessu
sviði er grundvöllur allra fram-
fara í þróunarlöndunum. Þau
eiga líka við að etja ótryggt
stjórnarfar, þar sem leitast er
við að sameina undir einni
stjórn þúsundir mismunandi
þjóðarbrota, sem eiga ekkert
sameiginlegt nema nafnið. Hin-
ar tiðu stjórnarbyltingar í þess-
um löndum bera þessu glöggt
vitni.