Morgunblaðið - 25.10.1966, Blaðsíða 10
!0
MORCUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 25. okt^ 1966
HÁSKÚLAHÁTÍÐIN 1966
HASKÓLAHÁTÍÐIN fór fram sl.
laugardag. Á hátíðinni flutti
rektor, Ármann Snævarr að
vanda ræðu og- ræddi um starf-
semi Háskólans á liðnum vetri,
svo og ráðgerðar breytingar í
vetur. Að ræðu rektors lokinni
lék strengjahljómsveit undir
stjórn Björns ólafssonar, en að
svo búnu var prófessar Sigurður
Nordal sæmdur nafnbótinni dokt
or litterarum islandicarum.
Rektor get m.a. þess í ræðu
sinni, að stofnað hefði verið
sendikennarastarf í rússnesku við
Háskólann og hafi fyrsti maður-
inn, sem gegndi því embætti kom
ið til landsins fyrir skömmu. Er
það Vladimir Alexandrovich
Milovidov og mun hann hefja
rússneskunámskeið við Háskól-
ann einhvern næstu daga. Rektor
sagði, að það væri mikill styrk-
ur fyrir Háskólann, að geta boðið
upp á kennslu í þessu tungumáli,
en rússneska sagði hann, að væri
þýðingarmikið tungumál fyrir
vísindamenn, ekki sízt í raun-
vísindum.
Rektor gat þess, að mikil nauð
syn væri nú á, að stofnuð verði
raunvísindadeild við Háskólann,
og í því sambandi ætti einnig
að gefa gaum að, hvort ekki væri
tímabært að stofna til kennslu
í landbúnaðarvísindum. Visinda-
deildin mundi þá væntanlega ná
yfir núverandi verkfræðideild,
sem rætt hefur verið að undan-
förnu að stækka að starfssviði.
Síðan sagði rektor: nHver há-
skólí nú á dögum hlýtur að telja
það meginmarkmið sitt að efla
kennslu og rannsóknir í raunvís-
indum og er vonandi að stofnun
vísindadeildar hér við Háskól-
ann sé skammt undan“. Kvaðst
hann og vona, að næsta haust
geti hafizt kennsla í náttúruvís
indum.
Fyrir tilstuðlan Háskólaráðs
hefur Erfðafræðinefnd Háskól-
sms fengið fastan grundvöll. Verk
efni nefndarinnar er að veita
forstöðu rannsóknum í mann-
erfðafræði. Hér er um merkilegt
rannsóknarefni að ræða, énda er
rannsóknaraðstaða í þessari
grein um margt einstæð hér á
landi. Bandaríska kjarnorku-
nefndin hefur veitt styrk til þess
ara rannsókna og hefur nú heitið
viðbótarstyrk til þess að efla
þessar rannsóknir. Hefur Há-
skólaráð sett reglur fyrir þessa
nefnd, sem rektor kvaðst vona,
að yrði upphaf að háskólastofn-
un. Formaður nefndarinnar er
prófessor ólafur Bjarnason. f>akk
aði rektor Hagstofu íslands
veitta aðstoð, en hagstofustjóri
er einn nefndarmanna í Erfða-
fræðinefndinni.
Rektor gat þess að í september
s.l. hefði verið skipuð nefnd til
að semja áætlun að eflingu há-
skólans næstu 20 ár. Formaður
nefndarinnar er Jónas Haralz,
forstjóri Efnahagsstofnunarinnar.
Mikið verkefni bíður þessarar
nefndar, en hlutverk nefndar-
innar er að semja tillögur og
álitsgerðir um starfssvið Háskól
ans og byggingaframkvæmdir og
gera grein fyrir því fé, sem til
Háskólans þarf næstu áratugina
miðað við þá stórkostlegu eflingu
Háskólans sem í vændum hlýtur
að vera. Kvað hann hér vera um
að ræða áætlanagerð til aka-
demiskrar starfsemi, eins og
tíðkast hefði víða erlendis. Mikils
virði væri að veitt yrði fjármagn
til starfsemi nefndarinnar svo að
unnt yrði að ráða nefndinni
starfsmann.
Náðst hefur samstarf við fimm
norræna tannlæknaháskóla um
að Háskóli íslands sendi tann
læknanema, sem lokið hefðu
fyrri hluta prófi við tannlækna-
deildina, til framhaldsnáms. Eru
háskólarnir Kaupmannahafnarhá
skóli, Árósarháskóli, Uneáhá
skóli, Stokkhólmsháskóli og
Oslóarháskóli veita einum stúd-
ént á ári námsvist við skólana.
Kvaðst rektor þakklátur forráða
mönnum þessara skóla fyrir góð
an skilning á vandamálum Há-
skóla íslands. Hefur þessi lausn
skapað Háskólanum aðstöðu til
að veita 20 nýjum stúdentum við
töku frá stúdentaárgöngunum
1965 og ’66. Jafnframt sagði
rektor, að unnið yrði að lausn
vandamála tannlæknadeildarinn-
ar til frambúðar.
Rektor kvað því miður ekki
hafa verið unnt að hefja bygg-
ingaframkvæmdir við Handrita-
stofnunina svo sem vonir stóðu
til að gert yrði á'þessu ári. Lagt
verður hins vegar kapp á að
>ær geti hafizt n.k. vor um leið
og gerlegt er vegna veðráttu.
Kvað hann byggingarnefnd hafa
unnið mikið starf undir forystu
Jóhannesar Nordals bankastjóra.
Ármann Snævarr, rektor gat
Dess, að á þessu hausti yrði lið-
inn aldarfjörðungur frá því er
kennsla hófst í viðskiptafræðum
við Háskólann. Undanfari þeirr-
ar kennslu við Viðskiptaháskóli
íslands, sem stofnaður var 1938
og starfaði í þrjú ár .Rektor
kvað viðskiptafræðikennsluna
við Háskólann hafa gegnt miklu
hlutverki. Takmark kennslunnar
hefði einkum verið að veita
mönnum, sem búast til starfa í
þágu viðskiptalífs og athafnalífs
haldgóðan undirbúning. Kennsl-
an í deildinni hefur bæði horft
til hinnar . praktísku eða raun-
hæfu þátta viðskiptafræðinnar,
en einnig að ýmsum hreinfræði-
legum viðfangsefnum. Síðan
sagði rektor: „Ég hygg að það
sé samdóma álit manna, sem til
þekkja, að deildinni hafi tekizt
vel að tengja samán þessa tvo
þætti. Vissulega hafa kandídatar
deildarinnar verið eftirsóttir til
starfa og komizt vel áfram. Hef
ur deildin nú brautskráð alls
197 kandidata".
í haust eru liðin 90’ ár frá því
er Læknaskólinn, undanfari
læknadeildar tók til starfa. Stóð
að skólanum Jón Hjaltalín, land-
læknir lengstum af einn, en síðar
með aðstoðarmönnum. Eru nú
brátt liðin 100 ár síðan Jón
Hjaltalín brautskráði fyrsta nem
anda sinn, en hann kenndi mönn
Armann Snævarr.
um læknisfræði fyrir stofnun
skólans. Sagði rektor, að starf
Jóns væri akademiskt stórvirki,
sem ekki mætti gleymast.
Rektor gat þess að alls hefðu
15 fyrirlesarar frá 9 þjóðlönd-
um haldið fyrirlestra á vegum
Háskólans á s.l. starfsári. Eru þá
ekki meðtaldir fjöldi fyrirlesara,
sem haldið hafa fyrirlestra á ráð
stefnum, sem haldnar hafa verið
I Háskólanum. AS undanförnum
áu:um hefur verið veitt af ríkisfé
fjármagni til heimboða ýmissa
fyrirlesara. Rektor kveðst geta
þess í þessu sambandi með þökk,
að Evrópuráðið hefur nú í fyrsta
skipti styrkt Háskólann til þess
að bjóða erlendum fræðimönn-
um til fyrirlestrahalds.
Rektor sagði að nýskráðir
stúdentar væru 342 og skiptast
þeir svo í deildir: í guðfræði-
2, í læknisfræði 68, í tannteekn-
ingum 11, í lyfjafræði lyfsala 5,
í lögfræði 43, í viðskiptafræði 31,
í heimskepideild 145, þar af 90
í BA-námi, 29 í forspjallsvísind
um eingöngu og 16 í íslenzku
fyrir erlenda stúdenta, í verk-
fræði 30, og í BA-námi í verk-
fræðideild 7.
Síðan sagði rektor:
„Á háskólahátíðum undanfar-
in ár hef ég leyft mér marg-
sinnis að víkja að áhugamálum
um eflingu Háskólans, bæði um
þær greinir, sem nú er fengizt
við og svo aukið starfssvið Há-
skólans. Ég hefi reynt að sýna
fram á, að öll háskólakennsla
hlýtur að hafa rannsóknarað-
stöðu að bakhjarii — ef ekki
tengjast saman kennsla og rann-
sóknir er ekki fullnægt kröfum
og þörfum akademísks starfs.
Rannsóknaraðstaða skapast ekki,
fyrr en fullnægjandi vísindaleg-
um bókakosti er til að dreifa,
tækjum og húsnæði til rann-
sóknar, ásamt starfsliði til að-
stoðar, eftir atvikum.
Vér vitum öll, að í þessum
efnum er mörgu ábótavant hér
við Háskólann og vér Háskól-
ans menn hljótum að segja þjóð
vorri eins og er, að hér vantar
fjölmargt til þess að aðstaða til
rannsókna megi teljast viðslít'
andi.
íslendingar eiga því láni að
fagna að eiga fjölda vel mennt-
aðra sérfræðinga á flestum þeim
sviðum, sem til greina kemur að
fást við hér í Háskólanum. Ég
held ekki, að neinn geti með
sanngirni haldið því fram, að
skortur sé á hugmyndum og til-
lögum frá hendi Háskólans
manna um eflingu Háskólans.
Islendingar skulu vera hæsti-
réttur í sínum þjóölegu fræöum
— sagði Sigurður Nordal við
doktorskjörið sl. laugardag
Á HÁSKÓLAHÁTÍÐINNI á
laugardaginn var prófessor
Sigurður Nordal gerður að
heiðursdoktor' með titlinum
doktor litterarum islandicar-
um, en sá titill er einungis
veittur í sérstökum tilvikum
og er ekki unnt að afla hans
með doktorsprófi. Titillinn er
einungis veittur fyrir frábær
afrek á sviði íslenzkra fræða.
Dr. Haildór Halldórsson próf-
essor, deildarforseti heim-
spekideildar afhenti dr. Sig-
urði Nordal tftilinn og þakk-
aði Sigurður með nokkrum
orðum. Dr. Halldór lét þess
getið, að deildin rökstyddi
ekki þessar gerðir sínar, þar
eð hún teldi slíkt óþarft, öll-
um væri ljóst hvílíkur afreks
maður Sigurður væri á sviöi
íslenzkra fræða.
Þakkarorð dr. Sigurðar
Nordals voru svohljóðandi:
„Herra forseti íslands,
virðulega samkoma, herra
rektor, herra deildarforseti.
Mér er bæði skylt og ljúft
að tjá Háskóla íslands þakk-
læti mitt fyrir þann sóma,
sem mér hefur nú verið sýnd
ur og forseta heimskepideild-
ar fyrir ummæli hans í minn
garð.
En ég vil líka, hvað sem
mínum eigin verðleikum
‘kann að líða, láta í ljós
ánægju mína yfir því, að
þessi nafnbót hefur nú aftur
verið veitt eftir 28 ára hlé.
Til hennar var upphaflega
stofnað, eins og deildarforseti
tók fram, í sérstöku heiðurs-
skini við Björn Magnússon
Ólsen, og ég tel það ræktar-
semi við minningu hans að
láta hana ekki falla I
gleymsku. Sjálfur á ég Birni
Ólsen ekki einungis margt og
mikið upp að ynna sem kenn-
ara og fræðimánni, heldur
líka þá virðingu, sem mér
hefur hlotnazt mest um dag-
ana, þegar hann réð því um
leið og hann sjálfur lét af
embætti, að mér var án um-
sóknar af minni hálfu boðið
að verða eftirmaður hans a
kennarastóli.
Þá get ég ekki látið hjá
líða við þetta tækifæri að
nefna einn mann meðal allra
Það er hins vegar fjárskorturinn,
sem hefur orðið ærinn fjötur um
fót, sérstaklega um byggingar-
framkvæmdir og öflun bóka-
kosts. Margt hefur áunnizt á síð-
ustu árum, einkum um mikla
fjölgun starfsmanna og eflingu
bókasafns, og vil ég þakka ríkis-
stjórn og Alþingi góðan stuðning
við skólann. Fjárframlög til Há-
skólans á fjárlagafrumvarpinu
nýja hafa hækkað um það bil
50% frá fyrra ári, og tel ég
öruggt, að slík hækkun sé eins-
dæmi í sögu Háskólans. Er þetta
stórum þakkarvert.
Á næstunni verða samdar víð-
tækar framkvæmdaáætlanir fyr-
ir Háskólann til alllangs tíma,
eftir rækilega könnun á þeim
stefnumörkum, sem setja á Há-
skólanum í framtíðarstarfi. Þeg-
ar þær áætlanir hafa verið samd
ar, mun það ásannazt, sem for-
ráðamenn Háskólans hafa sagt
íslenzkri þjóð árum saman, að
happdrættisfé — svo gott sem
það er, — verður aðeins hluti af
því fjármagni, sem Háskólinn
þarf á að halda næstu ár og ára-
tugi til byggingarstarfsemi sinn-
ar. Skilningur á þörfum Háskól-
ans og gildi rannsókna hefur
aldrei verið jafn mikil sem nú
hjá stjórnarvöldum, löggjafar-
þingi og almenningi. Sá skilning-
ur er mikilvægur og örvandi og
veitir okkur Háskólans mönnum
tilefni til að horfa fram á veg-
inn af nokkurri bjartsýni.
Kennslutilhögun í háskólum i
Evrópu, ekki sízt á Norðurlönd-
um og Þýzkalandi, er reist á
þeirri hugsun, að háskólanám sé
að verulegustu leyti sjálfsnám
og að þroskavænlegast sé fyrir
stúdenta að njóta mikils frjáls-
ræðis í námi sínu. A síðustu
áratugum hefur að vísu verið vik
ið frá þessu, þ.á.m. með því að
setja því hömlur, hve löngum
tíma menn geti varið til að skila
einstökum hlutum námsins. Ann
að auðkenni á háskólanámi síð-
ustu áratuga er það, að kennslu-
tilhögun hefur verið að miklu
leyti með sama hætti fyrir alla
þá, sem stundað hafa nám I
Framhalds á bls. 14
þeirra nafna, sem í hugann
leita, jafnaldra minna og sam
kennara um mörg ár og holl-
vin alla tíð, Pál Eggert Óla-
son. Mér hefur lengi fundizt,
að þessari nafnbót hefði ver-
ið það vegsauki, að hann
hefði borið hana eins og vafa
laust hefði orðið, ef hann
hefði náð nógu hárri elli.
Páll Eggert Ólason var sá
afreksmaður að hverju sem
hann gekk, að fáir fæðast slík
ir og íslenzk fræði munu
njóta handtaka hans um lang
an aldur.
Við doktorskjör Björns M.
Ólsens 17. júní 1918 mælti
þáverandi forseti heimspeki-
deildar, Guðmundur Finn-
bogason m.a. á þessa leið:
„Vér eigum að kosta kapps
um, að Háskóli íslands verði
hvervetna talinn æðstur dóm-
stóll í íslenzkum fræðum og
viðurkennur hans hæstur
Framhald á bls 25
Frá vinstri: Háskólarektor, próf.' Halldór Halldórsson, deildarforseU og Dr. Sigurður Nordal.