Morgunblaðið - 25.10.1966, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.10.1966, Qupperneq 11
f>riðjudagur 29. okt. 1908 MORCUNBLAÐIÐ Ú Johnson forseti í Ástralíu Þótt mikið vaeri um fagnaðarlæti í Sydney, voru þar einstaka menn, sem vildu mótmæla komu Bandaríkjaforseta. Hér er óein- kennisklæddur lögreglumaður að fjarlægja einn þeirra, er lagzt hafði í veg fyrir bifreið forsetans. Johnson Bandaríkjaforseta var ákaft magnað við komuna til Sydney í Astralíu sl. laugardag. Myndin sýnir er forsetinn ók um aðalgötu borgarinnar. Eins og frá var skýrt hér í blaðinu á laugardag, var plastbelgjum með rauðri og grænni máln- ingu varpað á bifreið Johnsons forseta er hann heimsótti Melbourne í Ástralíu sl. föstudag. Var mynd þessi tekin við það tækifæri, og fremst á henni er einn af lífvörðum forsetans allur útat- aður í málningu. Forsetahjónin sátu í bifreiðinni og sluppu ósködduð. (Fleiri myndir á bls. 23). >f >f X* >f -K Johnson forseti á leið til ráðhússins í Melbourne á föstudag. Myndin var tekin eftir að bifreið forsetans hafði orðið fyrir „sprengjuárásinni“. Þarna er lðgreglan a9 handtak a manninn, sem grunaður var um að hafa varpað belgjunum. T veir ísl. gestir á 100 ára afmœli Svenska teatern SVENSKA teatern í Helsing- fors hélt hátíðlegt 100 ára af- mæli sitt um s.l. mánaðamót. Þetta leikhús er hið elzta í Finnlandi og annað af tveim- ur sænskum leikhúsum i land inu, hitt er Svenska teatem á Aabo. 1 tilefni afmælisins gekkst leikhúsið í Helsing- fors fyrir þriggja daga hátíða- höldum, sem leiklistarfrömuð um í Finnlandi og öðrum gest um var boðið til. Frá íslandi fóru á hátíðina Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri og Brynjólfur Jóhannesson, formaður Félags íslenzkra leikara. Hufvudstadsbladet, sem gefið er út á sænsku i Helsingfors greinir frá því, að hinir ís- lenzku gestir hafi fært Svenska teatern góðar gjafir í tilefni afmælisins. Gjöfun- um veitti viðtöku Karl-Aug- ust Fagerhölm, form. leikhús nefndar. Færði Guðlaugur leik húsinu ávarp frá Þjóðleikhús- inu, letrað á kálfskinn óg bundið í geitarskinn, svipað áferðar og íslenzk handrit, hin fegursta gjöf. Brynjólfur Jóhannesson gaf leikhúsinu fyrir hönd íslenzkra leikara, styttu Ásmundar Sveinssonar „Konan við strokkinn". í>á flutti þjóðleikhússtjóri ávarp á hátíðinni á íslenzku og sænsku og veitti viðtöku minnispeningi, sem Svenska teatern lét slá til að heiðra vini sína og velunnara á þess um merku tímamótum. Gleymmérei Blómstrandi alparósir, gúmmí tré og beinviður. Afskorin blóm og skreytingar. Kransar, körfur og vendir. Gleymmérei Laugavegi 82.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.