Morgunblaðið - 25.10.1966, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 25. okt. 1968
M0RCUN2LADID
13 .
Juckie Coogan leik-
ur á Broadway
a
Margir muna eflaust eftir
Jackie Coogan, sem fyrst skaut
upp kollinum í kvikmyndaheim
inum lítill strákur, sex ára gam
eU, í myndinni „The Kid“, sem
Charlie Chaplin gerði 1921 og
■varð feikna vinsæl. Margar
myndir aðrar — oftast af svip-
uðum toga — sigldu í kjölfar
„The Kid“ og Jackie Coogan
varð eftirlæti kvikmyndahúss-
gesta bæði yngri og eldri, fyrsta
„barnastjarna“ Bandaríkjanna.
En það fór fyrir honum eins
og svo mörgum öðrum „barna-
Stjörnum" að hann átti nokkuð
erfitt uppdráttar eftir að hann
komst á fuUorðinsár og sjaldan
hefur farið miklum sögum af
honum síðan þótt ekki hafi
hann legið á liði sinu. Sjálfum
telst honum svo til að hann
hafi leikið í 35 þöglum kvik-
myndum um dagana og 100
myndum sfðar, en auk þess kom
ið fram í sjónvarpi 850 sinn-
um, nú síðast í þættinum „The
Addams Family".
En þar með er engan veginn
allt talið, því Coogan hefur
fengizt við flest það sem nöfn-
um tjáir að nefna innan
skemmtanaiðnaðarins. Hann
lék fyrst á leiksyiði 1937 og hef
ur síðan farið viða um Banda-
ríkin með ýmsum leikflokkum
en aldrei leikið á Broadway
ifyrri þótt honum stæði það til
boða og borið vfð of lágu kaupi.
Einnig hefur hann leikið í fjöl-
Qeikahúsum, komið fram á
skemmtistö'óum og haldið sjálf-
stæðar skemmtanir. „í>að hefur
gengið á ýmsu“ segir hann sjálf
ur, „en einhvern veginn er það
svo að ég hlakka alltaf til þess
dag hvern að fara í vinnuna“.
Og það er vinna Coogans nú
að æfa aðalhlutverkið í nýju
leikriti eftir Harry Essex, sem
frumsýna á um jólaleytið á
Broadway. Leikritið heitir
„Fatty“ og fjallar um æfi
Roscoe Arbuckle, sem fékk auk
nefni sitt af holdafarinu eins
og nærri má geta, og var fræg
ur gamanleikari er var upp á
sitt bezta einmitt um svipa'ð
leyti og Jackie Coogan heillaði
landa sína í „The Kid“.
Jackie Coogan minnist horfinna ára.
„Fatty“ Arbuckle lézt 1933
og átti illa ævi siðustu árin,
farinn að fé og vinsældum eftir
eitt hinna mörgu hneykslismála
sem upp komu í Hollywood á
þessum árum, dauða ungrar
leikkonu sem bar að í lok mik-
illar drykkjuveizlu í San Fran-
cisco. Arbuckle var leiddur fyr
ir rétt og gefið að sök að vera
valdur að dauða stúlkunnar en
var sýknaður af ákærunni eftir
mikil málaferli og enn meiri
blaðaskrif um þau. Sýknunin
hrökk þó skammt því enginn
vildi framar við honum líta
sem gamanleikara. Jackie Coog
an man vel eftir Arbuckle og
kveðst vona að leikritið verði
til þess að hreinsa mannorð
hans, hann hafi ekki átt skilið
útreið þá sem hann fékk forð-
um daga.
Q
— Thoma_
Framhald af bls. 12
hafði lika þýtt. Fyrir nokkru
kom út bók eftir John C.
Thirlwell, „In another lang-
uage“ þar sem segir frá konu
þessari og samskiptum hénnar
við Thomas Mann, sem alla tíð
lét afleitlega að mæla á enska
tungu óg var framan af tæp-
ast dómbær á ágætr þýðinga
frúarinnar. Frú Lowe-Porter
var bandarískrar ættar, lengi
búsett í Þýzkalandi og fluttist
síðan með manni sínum til Ox-
ford og þar þýddi hún „Buddeö
brooks" Manns 1921 og „Töfra-
fjallið“ fimm árum síðar og
síðan fleiri bækur Manns. Hún
var mikill aðdáandi Manns og
áttu þau enda margt sameigin-
legt. Þau áttu nokkur bréfa-
skipti vegna þýðinganna og
Mann þakkar fyrir sig af stakri
kurteisi, segir þær unnar mjög
trúverðuglega og í alla staði
hinar ágætustu. Er Thomas
Mann fór til Princeton-háskólæ
í Bandaríkjunum ellefu árum
eftir Nóbelsver’ðlaunaveiting-
una til fyrirlestrahalds var frú
Lowe-Porter til fengin að vera
honum til aðstoðar og reyna
að betrumbæta framburð hans
á enskunni, „sem var svo af-
leitur að ég átti fullt í fangi
með að skilja hann sjáir‘, sagði
frúin, „og þekkti ég þó hvort-
tvéggju túngumálin og efnið
sem um var fjallað“.
Er komið var fram undir 1949
• var Thomas Mann tekið að
lengja heim til ættlands síns
og var hann um stund á báðum
áttum um það hvort ‘hann ætti
að' fara aftúr helm til Þýzka-
lands. En er 'hann gerði sér ljóst
að Þýzkaland var ékki léngur
samt land og áður, a’ð Hitler og.
hörmungar heimsstyrjaldarinn-
ar, höfðu gjörbreytt landinu
sem hann hafðF fóstrað barn-
vmgan, hvarf hann frá þeirri
fyrirætlan.
Útgeiðormenn og sjómenn
Höfum til sölu 40 tonna bát með 240 hesta vél, línu-
spil, trollspil, dragnótaspil, dýptarmælir, radar. —
Bátur, vél og taeki allt í fyrsta flokks standi.'
Báturinn er til afhendingar strax ef óskað er.
Austurstræti 12.
Sími 14120, heimasími 35259
Ms. Blikur
fer vestur um land í hring-
ferð 1. nóv. Vörumóttaka á
þriðjudag, miðvikudag og
fimmtudag til Patreksfjarðar,
Sveinseyrar, Bíldudals, Þing-
eyrar, Flateyrar, Suðureyrar,
Bolungarvíkur, ísafjarðar, —
Norðurfjarðar, Djúþavíkur,
Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, —
Akureyrar, Húsavíkur, Kópa-
skers, Raufarhafnar og Aust-
fjarðahafna.
Ms. Baldur
fer til Snæfellsness og Breiða
fjarðarhafna á fimmtudag.
Vörumóttaka á þriðjudag, mið
vikudag og fimmtudag.
M.s. Herjólíur
fer til Vestmannaeyja, —
Hornafjarðar og Djúpavogs á
miðvikudag. Vörumóttaka á
þriðjudag.
BÍLAR
Taunus 17M, stat. árg. 1963
Moskwitch — 1966
Jaguar — 1961
Trabant — 1966
Peugeot station — 1964
Singer Vogue — 1963
Daf _ 1964
Taunus 17M, stat. — 1963
Saab — 1963
Volvo Amazon — 1963
Commer sendibíll — 1965
Sveinn Egilssnn bf.
60 ára reynsla!
GEYSILEG FJÖLGUN SKODABIFREIÐA
SANNAR TRAUSTLEIKA ÞEIRRA OG
VINSÆLDIR.
HAGKVÆMUSTU KAUPIN ERU TVÍ-
MziíLALAUST SKODA.
ÞRJÁR GERÐIR TIL AFGREIÐSLU MEÐ
GREIÐSLUSKILMÁLUM: GLÆSILEG
FÓLK SBIFREIÐ 1000MB OG TVÆR
STATIONBIFREIÐIR.
TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ H.F.
Vonarstræti 12, sími 21981.
SKODA-IOOOMB, 5-manna fólksbifreið,
aðeins kr. 147.800,—.
SKODA-COMBI: 5-manna station, 146.600,—.
SKODA-1202‘ 6-mann station, 155.000,—.
Langódýrustu stationbifreiðir á ísl. markaði.
Töknm nýiegn
og vel með fnrnn
Skodnbíln upp í
konpin
1966
1906