Morgunblaðið - 25.10.1966, Qupperneq 28
28
MORCUNBLAÐIÐ
ÞriSjuclagur 25. okt. 1966
Eric Ambler:
Kvíðvænlegt feröalag
— Kopeikin er ágætis maður,
en hann er ekki alvís. En ég
skal segja yður í öllum trúnaði,
að þetta er bara samningur milli
okkar José. Við erum vinnufélag
ar og ekkert þar út yfir. Hann
er ekki afbrýðissamur gagnvart
mér, nema þegar ég læt ánægj-
una ganga fyrir atvinnunni.
— Sjáið þér það ekki?
Hún sagði þetta kæruleysis-
lega, rétt eins og hún væri að
ræða einhverja grein í samningn
um sínum.
—Og ætlið þér nú að fara að
dansa í París?
— Ég vona það, en annars er
nú svo víða lokað vegna stríðs-
ins.
— Og hvað gerið þér, ef þér
komizt hvergi að?
— Hvað haldið þér? Auðvitað
svelt ég. Ég hef þá gert það
fyrr. Hún brosti hreystilega. —
Það er svo gott uppá vaxtar-
lagið. Hún studdi höndum á
mjaðmir og horfði á hann, rétt
eins og til að leita álits hans. —
Haldið þér ekki, að það gæti
verið gott fyrir vaxtarlagið mitt,
ef ég sylti dálítið? Maður fitnar
í Istambul. Hún stillti sér upp.
Graham var næstum farinn að
hlæja. Myndin, sem sett var
upp fyrir framan hann, handa
honum að segja álit sitt á, var
álíka girnileg og tízkumynd í
„La Vie Parisenne“. Þarna var
„draumur kaupsýslumannsins"
uppmálaður: fallega, ljóshærða
dansmærin, gift en ástsnauð,
þurfandi fyrir vernd — dýr
vara, sem fékkst fyrir lítið.
— Það hlýtur að vera erfitt líf
hjá dönsurunum, sagði hann
þurrlega.
— Já. Margir halda, að þetta
sé eintóm skemmtun. Bara að
þeir vissu hvernig það er í raun
og veru!
— Já, vitanlega. En það er far-
ið að verða kalt. Eigum við að
fara inn og fá okkur einhverja
hressingu?
— Það gæti verið ágætt. Svo
bætti hún við með afskaplegum
hreinskilnisvip: — Ég er svo
fegin, að við skulum verða sam-
ferða. Ég var hrædd um, að mér
myndi leiðast. En nú ætla ég að
skemmta mér vel.
Hann fann sjálfur, að svar-
brosið hans var eitthvað mátt-
leysislegt. Hann var tekinn að
verða þess óþægilega var, að
hann að heimska sig. — Við
eigum víst að ganga inn hérna,
sagði hann.
„Salurinn" var mjótt her-
bergi, ein þrjátíu fet á lengd,
með inngangi frá aukaþilfarinu,
og frá stigagatinu, þar sem
gengið var í káeturnar. Þarna
voru gráir, bólstraðir bekkir
meðfram veggjum en við gaflinn
voru þrjú borð, sem voru fest í
gólfið. Sýnilega var þarna eng-
inn sérstakur borðsalur. Nokkrir
stólar, spilaborð, hrörlegt skrif-
borð, útvarpstæki, slagharpa og
slitin gólfábreiða og þá var upp-
talinn húsbúnaðurinn þarna
inni. Frá herberginu við enda
salarins var lúgugat með hálfri
hurð fyrir. En við neðri hluta
hurðarinnar var fest hilla, sem
átti að vera afgreiðsluborð. Þetta
var skenkiborðið. Fyrir innan
var þjónninn að opna vindlinga-
lengjur. Annars var þarna
manntómt. Þau settust niður.
— Jæja, hvað vilduð þér
drekka, frú, ...-.? byrjaði Grah-
am, svo sem eins og til að þreifa
fyrir sér.
Hún hló. — Ættarnafnið hans
• •
AldJOniÆGA
9
NYM
TAUNUS
12M ogIJM
MYMI
ÞÆGINM
FEGTJMÐ
FRAMIIJÓLADRIF, som skapar óvið-
jafnanlega aksturseiginleika.
Aukið rými fyrir farþega
þar sem gólf er slétt
V—4 VÉLAR 63, 75 og 80 hestafla.
Diskahemiar að framan.
Fullkomið hitunar- og
loftræstikerfi (FlowAway)
TVEGGJA OG FJÖGURRA dyra,
COUPÉ og STATION.
TIL SYNIS
DAGLEGA
, <^> KR.KRISTJANSSDN H.F. ,
la. U M B D {1 1 SUDURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00^
— Nei, ungfrú, við auglýsum að vísu að við höfum allt handa
brúðunni, en brúðgumann verðið þér sjálf að útvega.
lúguna og hleypti brúnum.
Viskí? „melto caro“! sagði hann
aðvarandi, mjög dýrt. Fimm
lírur. Mjög dýrt.
— Jæja, við ætlum nú að fá
það samt.
Þjónninn dró sig í hlé, og svo
heyrðist glamur í flöskum.
Hann er mjög reiður, sagði
Josette. — Hann er ekki vanur
fólki, sem drekkur viskí. Hún
hafði sýnilega haft allmikla
ánægju af þessari viskípöntun
og ólundinni í þjóninum. í birt-
unni, sem þarna var inni, sýnd-
ist loðkápan hennar ódýr og
gömul, en hún hafði hneppt
hana frá sér og komið henni fyr-
ir á herðunum, eins og hún væri
dýrasta minkaskinnskápa. Hann
tók að vorkenni henni — með
samvizkunnar mótmælum þó.
— Hve lengi hafði þér dans-
að?
11
— Síðan ég var tíu ára. Það
var fyrir tuttugu árum. Þér sjá-
ið, sagði hún með nokkurri
sjálfsánægju, að ég er ekki að
Ijúga til um aldur minn. Ég
fæddist í Serbíu, en ég segist
vera ungversk, af því að það læt
ur betur í eyrum. Foreldrar mín
ir voru mjög fátæk.
— En sjálfsagt heiðarleg.
Það var eins hún vissi ekki,
hvaðan á sig stæði veðrið. —
O, seisei, nei, pabbi var hreint
ekkert heiðarlegur. Hann var
dansari, og hann stal einhverj-
um peningum frá einhverjum í
hópnum. Þeir settu hann í fang-
elsi. Svo kom stríðið og mamma
fór með mig til Parísar. Þar var
einhver ríkur maður, sem sá
fyrir okkur um nokkurn tíma og
við höfðum ágætis ibúð. Hún
andvarpaði, eins og fín dama,
sem er að syrgja horfna vel-
gengni. — En hann tapaði eign-
um sínum, svo að mamma varð
að fara að dansa aftur. Mamma
dó þegar við vorum í Madrid og
ég var send aftur til Frakklands,
og fór í klausturskóla. Þar var
hræðilegt að vera. Ég vissi aldrei
hvað varð um föður minn.
Ég tel líklegt, að hann hafi fallið
í stríðinu.
— Og hvað þá um José?
— Hann hitti ég í Berlín, þeg-
ar ég var að dansa þar. Honum
kom ekki saman við dömuna
sína. Enda var hún bölvuð
trunta, bætti hún við, ósköp
blátt áfram.
— Er langt síðan þetta var?
— Já, já. Þrjú ár. Við höfum
verið afskaplega víða. Hún
José er Gallindo, en ég hef óbeit
á því. Þér verðið að kalla mig
Josette. Ég vildi helzt enskt
viskí og svo sígarettu.
— Tvo viskí! sagði Graham.
Þjónninn stakk höfðinu út um
horfði á hann með velviljuðum
umhyggjusvip. — Þér eruð
þreyttur. Og svo hafið þér skor-
ið yður í framan.
— Ég reyndi að raka mig með
annarri hendinni.
— Eigið þér skemmtilegt hús
í Englandi?
— Já, konunni minni þykir
það skemmtilegt.
— Já, einmitt. Og kunnið þér
vel við konuna yðar?
— Já, mjög vel.
— Ekki held ég, að mig mundi
langa til að fara til Englands,
sagði hún. — Þar er svo mikiF
rigning og þoka. En ég kann vel
við París. Það er ekkert betra
búa í íbúð í París. Og þar er ekki
dýrt.
— Ekki það?
— Fyrir tólf hUndruð franka
á mánuði er hægt að fá ágætis
íbúð. í Róm er ekki eins ódýrt.
Ég hafði íbúð í Róm, sem var
góð, en hún kostaði líka fimmtán
hundruð lírur. Kærastinn minn
þar var mjög ríkur. Hann seldi
bíla.
— Var það áður en þér giftust
honum José?
— Vitanlega. Við ætluðum að
fara að gifta okkur, en þá varð
eitthvað í veginum með skiln-
aðinn hans frá konunni sinni i
Ameríku. Hann sagðist alltaf
ætla að koma því í lag, en það
fór nú samt svo, að það reyndist
ómögulegt. Mér þótti mjög fyrir
því. En ég hafði íbúðina í heilt
ár.
— Var það þá, sem þér lærð-
uð ensku?
— Já, en annars hafði ég lært
dálítið í þessum hræðilega
klausturskóla' Hún hleypti brún-
um. — En nú er ég að segja yðar
alia ævisöguna mína, en veit
ekkert um yður nema það, að
þér eigið gott hús og konu og
eruð verkfræðingur. Þér komið
með allar spurningarnar, en
segið mér ekki neitt. Ég veit
enn ekki, hversvegna þér eruð
hér. Þetta er ekki fallega gert
af yður.
En hann þurfti ekki neitt að
svara þessu. Einn farþegi var
kominn inn í salinn í viðbót og
gekk í áttina til þeirra, greim-
lega þeirra erinda að kynnast
þeim.
Þetta var stuttur, herðabreiður
og úfinn maður, með þungan
munnsvip af kraga og gráu
flöskuhári kring um skalla. Hann
var með stirðnað bros, líkast
dúkku hjá búktalara, sem var
einskonar föst afsökun fyrir því,
að hann skyldi dirfast að vera til.
Skipið var farið að rugga
dálítið, en eftir því að dæma,
hvernig hann greip í hvert stól-
bakið af öðru, sér til stuðnings,
hefði mátt halda, að kominn
vaeri rokstormur.