Morgunblaðið - 25.10.1966, Síða 30

Morgunblaðið - 25.10.1966, Síða 30
 Þriðjudagur 25. okt. 1966 ÖU Bikarínn aftur hjá KR Uinrau Valsmenn i úrsliium 1-0 BIKARINN er aftur í höndum KR inga — eftir eins árs fjarveru KR-ingar, bikarhafar í 5 fyrstu árin sem bikarkeppnin fór fram, endurheimtu nú hin kæru verðlaun. Og sigurinn var fyllilega verð- skuldaður. KR-ingar sýndu það í knattspyrnu sem sýnt var í þess- um leik. Uppskeran var eftir því — sigur í annari mestu knatt- spyrnukeppni hérlendis. KR lék undan vindi í fyrri hálf leik. Sóknin var öll á Valsmark- ið en, vörn Vals og markvörður- inn Sigurður Dagsson sáu um að halda markinu hreinu — ut- an þess er Arssell Kjartansson bakvörður ætlaði að gefa fyrir mark Vals en mistókst sitt aetl- unarverk. En þess í stað færði vindurinn knöttinn að marki með auknum hraða og þegar mis- skilningur varð milli Valsvarnar og Sigurðar Dagssonar varð markið ekki umflúið. Þetta reyndist eina mark leiks ins, en KR-ingar voru allan tím- ann betri aðilinn, og verðskuld- uðu sigur í leiknum. Leikur liðanna einkenndist eins og oft vill verða, af mikilvægi úrslitanna. . . . Á þeim vett- vangi — sem reyndar öðrum varðandi þennan leik — sigruðu KR-ingar. Þeir voru betri á öll- um sviðum knattspyrnunnar, og uppskáru eftir því. Sigurmarkið er þó skyldara heppni en góðri knattspyrnu, eins og fyrr segir. Valsmenn náðu aldrei saman í þessum leik. Hlutverk þeirra að undanförnu hefur verið erf- itt. íslandsbikarinn var ekki sóttur án erfiðis til Keflvíkinga. Og nú tókst liðinu ekki að sýna þann leik er það getur og verð- ugt er íslandsmeisturum. Eng- inn leikmaður liðsins sýndi getu á við það sem vitað er að hann getur sýnt — nema ef undan er skilinn Árni Njálsson Sem barð- ist af hörku og gaf félögum sýn- um gott fordæmi. KR-liðið kom vel frá leikn- um. Liðsmenn sýndu baráttuvilja frá byrjun til loka og ævinlega tilraunir til góðrar knattspyrnu. f heild séð var lið KR svo framar Valsliðinu í þessum leik, að annað en sigur hefði verið lítil laun. Sigurður Dagsson gómar knöttinn, en Hörður Markan sækir að sigruðu fyrsta leikkvöldið Ekkert hátalarakerfi í nýju íþróttahöllinni REYKJAVÍKURMÓTIÐ í hand- knattleik hófst í íþróttahöllinni á sunnudagskvöldiö'. Sjá mátti á leik allra liðanna að æfing fylgdi ekki að baki. Svo fóru leikar að á fyrsta leikkvöldinu vann Ár- mann Þrótt með 13-10, Fram vann lR með 23-13 og KR vann Val með 16-13 og kom síðast- nefndi sigurinn mest á óvart. Jón Magnússon, formaður Handknattleiksráðsins, hafði til- búna ræðu að setja mótið. En á daginn kom að íþróttahöllin átti stendur, að hægt verði að leika hér í fleiri flokkum en munu KR — bikarmeistarar 1966 Gott starf Glímusambandsins Ársþing Glímusambands ís- lands var haldið í Reykjavík 23. október s.l. og sett af formanni sam bandsins, Kjartani Berg- mann GuðjónssynL í upphafi fundarins minntist formaður þriggja kunnra glímu- manna, þeirra Helga Hjörvars, Eggerts Kristjánssonar og Er- lings Pálssonar. Þingforsetar voru kjörnir Guð- jón Einarsson, varaforseti íþrótta sambands íslands, og Sigurður Ingason, en ritarar Sigurður Sig urjónsson og Valdimar Óskars- son. Formaður gaf skýrslu um starf semi sambandsins á s.l. starfs- ári, en hún var mjög fjölþætt og mörg mál í athugun til eflingar glímuíþróttinni í landinu. Ýmis mál voru tekin til um- ræðu og afgreidd á glímuþing- inu. Meðal annars var samþykkt var tillaga um að skora á héraða samböndin, að þau beiti sér fyrir því að koma á sveitaglímu í sínu héraði eða milli héraða. Samþykkt var tillaga um að stjórn Glímusambandsins vinni að aukinni glímukennslu í skól- um, og þá sérstaklega með til- liti til héraðsskóla. Kosin var milliþinganefnd til að endurskoða glímuiögin. Nefnd in er skipuð þessum mönnum: Þorsteinn Einarsson, formaður, Hafsteinn Þorvaldsson, Ólafur H. Óskarsson, Sigtryggur Sig- urðsson, Sigurður Sigurjónsson. í glímudómstól voru þessir menn kjörnir: Sigurður Ingason, Ólafur H. Óskarsson, Sigurður Sigurjónsson. Stjórn Glímusambandsins var öll endurkjörin, en hana skipa þessir menn: Kjartan Bergmann Guðjónsson, Vatnsleysu, Biskups tungum, Sigtryggur Sigurðsson, Reykjavík ,Ólafur H. Óskarsson, Reykjavík, Sigurður Geirdal, Kópavogi. Til vara: Sigurður Ingason, Reykjavík, Valdimar Óskarsson, Reykjavík, Elías Árna son, Reykjavík. leika hér í Reykjavíkurmótinu ekki hátalarkerfi til notkunar. Ræða Jóns fer hér á eftir lítið stytt: Góðir handknattleiksmenn og handknattleiksunnendur. í kvöld hefst hér í íþróttahöll- inni í Laugardal 21. meistaramót Reykjavíkur í handknattleik. Eru þetta merk tímamót í sögu hand- knattleiks á íslandi, því að þetta er fyrsta 'handknattleiksmótið, sem fram fer í íþróttahöllinni. Þess má einnig geta, að á þessu nýhafna starfsári veröur HKRR 25 ára og HSÍ 10 ára. Það mun hafa verið von hand- knattleiksunnenda að með til- komu íþróttahallarinnar mundi verða hægt að flytja handknatt- leiksmót flestra flokka í þetta glæsilega hús. En í Reykjavíkurmótinu munu aðeins leika hér meistaraflokkar karla og kvenna og 2. flokkur karla og 3. flokkur karla að hluta. Aðrir flokkar munu leika á Hálogalandi, sem áður. Útlit er ekki fyrir það, sem og jafnvel vafasamt að hægt verði að láta alla þessa flokka leika hér í íslandsmótinu. Ástæða þessa er sú, að lág- marksleiga fyrir hvert keppnis- kvöld er svo há, áð ekki er útlit fyrir annað en mótin verði rekin með tapi, ef ekki fæst úr þessu bætt. MOLAR BELGÍA vann Sviss, 1:0, í landsleik í knattspyrnu í Brugge sl. laugardag. Franski sundmaðurinn Nos- coni setti nýtt heimsmet í 400 metra skriðsundi á sunnudag. Hann synti á 4.10,5 mín., en eldra metið átti Austur-Þjóð- verjinn Frank Wiegand, 4.11,1. Irland og Spánn skildu jöfn, 0:0, í fyrri leik landanna í Evrópukeppni landsliða. — Leikurinn fór fram í Dublin og horfðu 38 þús. manns á. ATHUGIÐ! Þegar miðað er við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. Það hefur sýnt sig að þá daga . og kvöld, sem yngri flokkarnir leika er fátt áhorfenda, og ef svo verður áfram, getur farið svo að ekki verði hægt að láta þá leika hér vegna þessa mikla kostnaðar, sem ^f því leiðir. Ef ekki verður hægt að láta yngri flokkana leika hér, er ég hræddur um að tilkoma íþrótta- hallarinnar verði ekki sú lyfti- stöng fyrir islenzkan handknatt- leik, sem búizt var við. Þróttur—Ármann, 10-13 Þróttarar veittu Ármenningum harðari keppni en búast mátti við. Hvorugt líðið sýndi góðan leik, en Þróttarar komu þó á óvart. Enginn hafði spáð því að staðan í leikhlé væri 4-3 fyrir Þrótt, en sú var samt naunin. En er á leið lærðu Ármenn- ingar á nýja húsið og tryggðu verðskuldaðan sigur án erfið- 'leika, en án aills glæsibrags. ÍR—Fram, 13-23 ÍR-ingar komu álíka á óvart í foyrjun sem Þróttarar í fyrsta leiknum. Þrjú fyrstu mönkin skor uðu ÍR-ingar eftir fallegan leik og sú er spá mín að þetta ÍR-lið geti náð langt, ef áherzla er lögð á vörnina og persónudýrkun sleppt. Myndi ég segja, að ÍR- liði'ð væri líklegast til mikils frama í íþróttahöllinni, af þeim liðum er fram komu fyrsta kvöld ið. — KR—Valur, 16-13 Þriðji leikurinn þetta kvöici endaði með markatölunni 13. Nú var það hið óvænta sem skeði —■ KR vann. Náðu KR-ingar for- ystu í upphafi fyrir sakir ákveðn ari samleiks og gætti þar í rík- um mæli samstarfs Karls Jóh. og Hiilmars Bjarnasonar. í hJéi stóð 8-5 fyrir KR og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Valsmanna, með alla, sína landsliðsmenn, tókst ekki að rétta hlutinn. Sæ- mundur í marki KR kom einnig á óvart og varði hin óliklegustu skot — og sigur KR varð ekki sízt hans vegna verðskulda'ður. Þrír dómarar komuá fram f fþróttahöllinni þetta fyrsta leik- kvöld íslenzkra liða. Af bar Hannes Þ. Sigurðsson. Dómar hans voru á alþjóðamælikvarða, ef svo má segja. Hann var sam- kvæmur sjálfum sér, ákveðinn og alltaf á verði. Aðrir mættu mikið af Hannesi læra. — A. St. Frá leik Fram og 1R: Arnar reynir langskot að marki ÍR. KR, Fram og Armann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.