Morgunblaðið - 25.10.1966, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 25.10.1966, Qupperneq 31
Þriðjudagur 25. olct. 1966 MORGUNBLADIÐ 31 Þátttakendur í Manillaráðstefnunni. Efri röð frá vinstri: E. B. Johnson, Bandaríkin, F. E. Marcos, Fiiippseyjar, Chung Hee Park, Kórea og Harold Holt, Ástralía. Neðri röð: Nguyen Van Xhieu og Ky, S-Vietnam, Keith Holyoake Nýja Sjalandi og Thanom Kittikachorn, Xhaila nd. — Manila Framh. af bls. 1 granna sína, munu vinir þessara nágranna vera til staðar og veita þeim hjálp“. Forsetinn sagðist hafa fundið einlæga samstöðu <um nauðsyn þess að hrekja árás- aröflin burt frá Víetnam. Johnson tók síðastur fundar- Jnanna til máls og sagði í ræðu Binni að hann væri þess fullviss eð samstaða og staðfesta Banda- manna í Víetnam myndi að lok- um lefða til friðar, annaðhvort með samningum eða að kommún- istar myndu ákveða að hætta árásaraðgerðum. Hann lét í ljós hryggð yfir að einn styrjaldar- eðila skyldi ekki vera viðstadd- ur og átti hann þar bersýnilega við N-Víetnam. Marcos forseti sagði í setning- erræðu sinni, að ráðstefnan væri ekki aðeins komin til að ræða um írfð í Víetnam, heldur einnig til að fjalla um aldagömul vanda- mál Asíu: hungur, fáfræði og Kjúkdóma. „Leiðtogar 7 þjóða hafa komið hingað til að leggja grundvöll að lausn vandamála Asíuþjóða". Ky forsætisráðherra sagði: „Á- standið í Víetnam í dag gefur til kynna æ meiri nauðsyn einingar og samstarfs til þess að vernda frelsi og stöðva sókn kommún- ista. Þar til sá dagur rennur upp, eð kommúnistar hætta árásarað- gerðum verður áð halda vörn áfram og styrkja hana“. Hee, forseti S-Kóreu, sagði: j,Ég vil gera það ljóst, að við get- um ekki setzt að samningaborði með fulltrúum hinnar ólöglegu hermdarverkahreyfingu, svoköll- uðu Þjóðfrelsishreyfingu". Sagði hann að leysa yrði upp „pólitísk- en“ arm Víet Cong og stjórnin í N-Víetnam yrði að láta af stuðn- jngi við hreyfinguna. Tóku hinir leiðtogarnir mjög í sama streng í ræðum sínum. Allhörð átök urðu í Manila, er stúdentar fóru um götur höfuð- borgarinnar í mótmælagöngu. Höfðu stúdentarnir búizt við að 6000 manns tækju þátt í göng- unni, en þeir urðu aðeins 2000. Átökin áttu sér stað fyrir framan hótelið sem Johnson forseti býr Kópavogur FULLXRÚARÁÐSFUNDUR Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður haldinn í kvöld í Sjálf- stæðishúsinu í Kópavogi kl. 8.30. Frummælandi um bæjarmálin verður Axel Jónsson, alþingis maður. í og höfðu stúdentamir uppi mót- mælaspjöld gegn stefnu Banda- ríkjamanna í Víetnam. Johnson forseti lét þessar að- gerðir lítið á sig fá og sagði að þeir sem vildu mótmæla stríðinu Víetnam hefðu ekki komið á réttan stað, þeir ættu að fara til Hanoi. — Njósnari Framhald af bls. 1 Kóreu, er N-Kóreumenn her- tóku borgina árið 1950. Hann var síðar sendur til V-Berlínar, þar sem hann gerðist gagnnjósn- ari í aðalstöðvum brezka hers- s í borginni og sá sovézku leyniþjónustunni fyrir upplýsing um. Réttarhöldin yfir Blake urðu tíl þess að gera varð mikl- ar breytingar á leyniþjónustu Breta og svo mikilvæg voru rétt arhöldin talin fyrir öryggi lands ins, að þau voru haldin fyrir luktum dyrum. Blake viður- kenndi sök sína. Flótti Blakes hefur vakið mikinn styrr í Bretlandi og kraí izt hefur verið að ríkisstjórnin gefi skýringu á málinu. Duncan Sandys, þingmaður íhaldsflokks ins, krafðist rannsóknar á öryg'g isreglum í brezkum fangelsum og sagði um brezka innanríkis- ráðherrann Roy Jenkins, að hann ætti að leggja minni áherzlu á sálfræðilega meðferð fanganna en reyna heldur að halda þeim innan fangelsisveggj anna. Meðan umræður um málið fóru fram í Neðri málstofunni, tókst þrem föngum að sleppa úr öðru Lundúnafangelsi og kom- ust þeir allir undan lögreglunni. Miklar umræður urðu um brezk fangelsi, er tveim af höfuð paurum póstránsins mikla, tókst að flýja úr fangelsi. Lýsti brezka stjórnin því yfir í dag, að skip- uð yrði nefnd til að gera til lögur um aukið öryggi í brezk um fangelsum. — Banaslys Framhald af bls. 32 Ber frásögn ökumanns vörubif reiðarinnar saman við frásögn konu, sem kom akandi um 50 m á eftir Volkswagenbifreiðinni og rannsóknarlögreglan náði tali af í gær. Hún telur Volkswagen- bifreiðina hafa ekið á um 30 km hraða og alveg eðlilega, þar til hún veitir því skyndilega at- hygli að bifreiðin beygir hægt inn á hægri akrein, og skall á Volkswagenbifreiðin beygði, hafi verið að ökumaður hennar hafi fengið aðsvif við stýrið. Strax eftir áreksturinn hljóp ökumaður vörubifreiðarinnar inn í slökkvistöðina og gerði aðvart. Kom sjúkrabifreið mjög brátt á vettvang, og flutti hina slösuðu í Slysavarðstofuna. En eins og áður segir var Þóra látin er þangað kom og Jóhann lézt skömmu síðar. Barnabörn þeirra sluppu hins vegar lítt meidd. — Skipting Frámhald af bls. 8 vopn á milli þeirra ríkja At- lantshafsbandalagsins, sem réðu yfir kjarnorkuvopnum og hinna meðlimaríkjanna, sem hefðu ekki slík vopn. Sendiherrann var m.a. enn- fremur spurður að þvi hvort samningur, sem Bandaríkin og Sovétríkin kynnu að gera sín á milli um að láta ekki öðrum ríkjum í té kjarnorkuvopn, myndi hafa nokkur gagnger áhrif á Atlantshafsbandalagið. Cleve- land sagðist ekki vera þeirrar skoðunar, en slíkur samningur myndi án efa skapa miklu betra andrúmsloft á milli austurs og vesturs. — Ryskingar Framhald af bls. 32. tíu daga útivist. í gærkvöldi var haldinn hér dansleikur, eins og jafnan er, þegar mörg skip eru í höfn. Fjöl menntu þýzku togaramennirnir á dansleikinn, og eins enskir sjómenn á enskum togurum, sem hér liggja inni. Er leið á dansleikinn dró til tíðinda, og um tíma ríkti algjört hernað- arástand í danshúsinu, þar sem Englendingarnir og Þjóðverjarn ir slógust sem í orustu væru, og lágu margir óvígir, er bardaga lauk, en lögreglunni tókst að síðustu að skakka leikinn og koma á friði. Engir voru stór- slasaðir eftir slagsmálin. Lögreglan hér á Norðfirði er alltof fámenn, og á í vök að verjast þegar svona stendur á. Þyrftu að vera hér a.m.k. sex lögregluþjónar, en nú er hér aðeins einn fastur lögregluþjónn. — Ásgeir. Síríus náðist út EINS og skýrt var frá í Mbl. slitnaði togarinn Síríus, sem leg- ið hefur um nokkurt skeið á Sundunum, upp á laugardaginn, og rak upp í fjöru við skammt frá Vatnagörðum. Hafnsögu- menn fóru á vettvang með lóðs- báta sína, og tókst þeim mjög fljótlega að ná honum út aft- ur. Ekki virtust milar skemmd- ir vera á honum eftir strandið, en farið var með hann inn í Reykjavíkurhöfn, þar sem skemmdir verða kannaðar nán- ar. Á hinn bóginn hefur komið í ljós, að unnin hafa verið mikil skemmdarverk á skipinu, þar sem það hefur legið, og hefur ýmis dýr útbúnaður verið skemmdur. — Gibraltar Framhald af bls. 1 brezku flugvélarnar hafi 15 sinn um brotið lofthelgi Spánar frá því í júlí s.l., og fara Spánverjar því fram á að flugvélunum verði meinuð afnot af flugvellinum í Gíbraltar. Bretar neituðu þessum tilmæl- um, og báru á móti því að loft- helgi Spánar hafi verið rofin. Segja þeir að á umræddu tíma- bili sé aðeins vitað um eina brezka flugvél, sem flogið hafi inn í lofthelgi Spánar, en hugs- anlegt sé að það hafi gerzt með tvær aðrar vélar. Hinsvegar hafi þetta verið óviljaverk, sem Bret- ar vilji biðjast afsökunar á. Lokun akbrautanna milli Spán- ar og Gíbraltar heiur sérstaka erfiðleika í for með sér fyrir þá sjö þúsund Spánverja, sem starfa í Gíbraltar. Verða þeir nú að ganga tveggja kílómetra leið yfir eiðið til vinnu sinnar frá bænum La Linea. Einriig kem- ur þetta hart niður á ferða- mönnum ,því margir þeirra hafa komið sjóleiðis til Gíbraltar með bifreiðir sínar, og farið akandi þaðan norður á bóginn. íbúar Gíbraltar, sem eru m 25 þúsund, þar af 2.500 brezkir hermenn, eru einnig vanir að bregða sér norður eftir til Spánnar í frí- stundum, en fá það nú ekki lengur. Varðandi vistaflutning til Gí- braltar ættu þessar nýju aðgerð- ir ekki að hafa mikil áhrif, því Bretar hafa dergið mjög úr verzlun sinni við Spán, og flytja í sí-auknum mæli vörur til Gíbraltar frá öðrum löndum, aðallega Portúgal Hollandi og Marokkó. Sem dæmi má neína að í sumar voru fluttar inn 41 milljón lestir af drykkjarvatni frá Hollandi. f haust hefur hins- vegar verið mikið um úrkomu og því nægar vatnsbirgðir fyrir hendi. EKIÐ var á rauðjarpskjóttan hest á Reykjanesbraut um helg- ina um 1 km fyrir norðan Voga- afleggjarann. Bi'ður lögreglan eig anda hestsins að gefa sig fram, en bitið er annað brugðið fram- an hægra eða bitið framan hægra. Hesturinn var í fylgd með öðr- um hesti steingráum að lit. — Ræddu Framhald af bls. 1 herrarnir að m ili i stjórnarráð- inu í Stokkhólmi og ræddu eink- um málefni Norðurlanda. Bertil prins, elzti sonum Gústafs kon- ungs Adolfs og staðgengill föður síns í fjarveru hans, bauð til há- degisverðar og síðan heimsótti forsætisráðherra Gunnar Lange, viðskiptamálaráðherra. Á mánu- aagskvöld hélt sænska ríkis- stjórnin forsætisráðherrahjónun- um veizlu í utanríkisráðuneytinu og var Erlander forsætisráðherra gestgjafi, en gestir nokkuð á annað 'hundrað. Manilla, 24. okt. NTB. 27 MANNS biðu bana er tvö skip rákúst á skammt fyrir utan Manila. Var annað lítið skip sem annast ferðir milli eyja á Filipps vörubifreiðinni. Telja menn senni I eyjum, hitt stórt bandarískt flutn legast, að ástæðan fyrir því að ingaskip. Getum bætt við okkur smíði á eldhúsinnréttingum. Sími 51155. Veitingastofa eða húsnæði fyrir veitingastofu óskast. Tilboð send- ist afgreiðslu Morgunblaðsins, merkt: „Fjárráð — 9913“ sem fyrst. Innilega þakka ég vinum og vandamönnum, fjær og nær, sem glöddu mig á 75 ára afmæli mínu 20. þ.m. með. blómum, heillaskeytum og gjöfum. Og skáldunum fyrir kvæðin, þeim Angantý Jónssyni, Grindavík og Braga Jónssyni frá Hoftúnum og öllum hinum, sem gerðu mér daginn ógleymanlegan. Ég bið góðan guð að blessa öll ykkar ófarin æviár. — Lifið heil. Jón Bjarnason, Vesturgötu 105, Akranesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.