Morgunblaðið - 25.10.1966, Síða 32
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
Langstærsta og
fjölbreyttasta
blað landsins
Hörmulegt slys um hefgina:
Eldri hjón biðu
bana í
HÖRMCLEGT bifreiðaslys varð
á Reykjanesbraut skammt neðan
við slökkvistöðina nýju, um kl.
18,30 s.l. sunnudag, en þar létust
eldri hjón í bifreiðaárekstri. Var
konan látin áður en komið var
í Slysavarðstofuna en maðurinn
lézt skömmu síðar í Landsspítal-
anum. Hjónin hétu Jóhann Fr.
Guðmundsson, 67 ára að aldri, og
Þóra A. Jónsdóttir 71 árs að
aldri, til heimilis að Eski-
hlíð 10 A.
Slysið varð þannig, að Volks-
waegn-bifreiðin R-17440, sem
hjónin voru í, ásamt dóttursyni
og sonardóttur sinni, var á leið
bílslysi
suður Reykjanesbraut, en á móti
kemur vörubifreiðin R-411.
Samkvæmt frásögn ökumanns
vörubifreiðarinnar, ekur hann
með um 45 km. hraða, og telur
hann sig vera vel út á vinstri j
vegabrún. En er hann sér
Volkswagenbifreiðina koma á !
á móti sér, veitir hann því strax
athygli að hún er óeðlilega mik-
ið út á hægri vegarbrún. Hemlar
hann þá þegar, og telur sig vera
stöðvaðan eða alveg um það bil
að stöðvast, er Volkswagen-bif-
reið/n skellur á sig.
Framhald á bls. 31
Myndin er tekin skömmu eftir áreksturinn.
Stfómarfrv. um áfengismál:
WMÍMMM
Þóra A. Jónsdóttir og Jóhann Fr. Guðmundsson.
Veitingahúsin skiptist á um
vínveitingaiaus laugardagskvöid
FRAM er komið á Alþingi stjórn
arfrumvarp um breytingu á
áfengislögunum og er m.a. gert
ráð fyrir því, að þau veitinga-
hús, sem vínveitingaieyfi hafa,
skuli halda uppi fullkominni
þjónustu án vinveitinga a.m.k.
eitt laugardagskvöld af hverjum
fjórum eftir kl. 8 síðdegis. Þá
eru ýmis sektarákvæði áfengis-
laganna hækkuð og í greinar-
Um 2000 manns skoðuðu
Skarðsbók á sunnudaginn
SÍÐASTA skinnbók, sem fs-
lendingar áttu, Skarðsbók,
liggur nú frammi almenningi
til sýnis í fordyri Þjóðminja-
safnsins. Bókin, sem er eitt
fegursta handrit, sem skráð er
á íslenzka tungu er geymd
í glerkassa og hjá henni er
rakamælir, svo unnt sé að
fylgjast með rakastiginu í
kassanum. Samkvæmt upplýs-
ingum, sem gefnar eru við
kassann hafa 48 kálfskinn
farið í bókina. Við safngest-
inum blasa síður 40 og 41,
með fagurlega dregnum upp-
hafsstaf og glæsilegri rithönd.
Er fréttamaður Mbl. kom í
Þjóðminjasafnið í gær var þar
staddur prófessor Einar Ólaf-
ur Sveinsson, sem las máls-
grein úr bókinni fyrir áhuga-
sömum safngestum, úr sögu
tveggja postula Jóns og Ja-
kobs. Prófessorinn tjáði
fréttamanni blaðsins, að um
2000 manns hafi komið til að
sjá bókina frá því á hádegi
á sunnudag og fram til lok-
unartíma safnsins kl. 9.30.
Prófessorinn áleit, að bókin
yrði til sýnis fram á laugar-
dagskvöld, en þá verður hún
flutt á Landsbókasafnið og
þaðan væntanlega á Handrita
stofnunina.
Nokkrir safngcstir skoða Skarðsbók.
gerð þingmannanefndarinnar,
sem samdi frumvarpið eru ýmsar
Féll niður i gryfju
f GÆRDAG varð slys i Kassa-
gerðinni. Þar var verið að vinna
við affermingu á pappírsrúllum á
bifreið. Stóðu mennirnir, sem að
þessu unnu, upp á sérstökum
vinnupalli, en fyrir ne'ðan þá var
gryfja um 1.20 m að dýpt. Fékk
þá einn mannanna, sem að af-
fermingu vann, aðsvif, og féll
niður í gryfjuna. Var hann flutt-
ur í Slysavarðstofuna, en ekki
tókst Mbl. að afla sér upplýsinga
um meiðsli hans.
ábendingar til úrbóta, sem ekki
eru löggjafaratriði.
Frv. þetta er samið af þing-
mannanefnd, sem kjörin var af
Alþingi skv. þingsályktunartil*
lögu, sem samþykkt var 1964. Þá
lá fyrir Alþingi stjórnarfrv. um
breytingu á áfengislögunum, sem
ekki varð útrætt og m.a. vegna
þess, að ekki varð samstaða um
afgreiðslu þess var nefnd þess
kosin. Frv. fylgir greinargerð og
fjölmörg fylgiskjöl og álitsgerð-
ýmissa aðila um áfengismálin.
Ábendingar nefndarinnar eru 1
8 liðum: Efnt verði til víðtækra
vísindalegra áfengismálarann-
sókna hér á landi, bæði félags-
Framhald á bls. 31
Þýzkir og brezkir sjc-
menn í rykskingum
Neskaupstað, 24. okt.
UNDANFARNA daga hafa verið
hér óvenjulega mörg flutninga-
skip, ýmist að lesta síldarfarm
eða losa vörur. Hafa þau stund-
um komið sex saman á dag.
Hefur því verið þröngt á þingi
hér í höfninni, því að auki hafa
legið hér um 40 síldarbátar
vegna brælunnar á miðunum. 1
gær komu hingað þrír þýzkir
verksmiðjutogarar til þess að fá
vatn. Þessir togarar hafa verið
á síldveiðum út af Austfjörðum,
og veiða þeir með síldartrolli.
! Veit ég að einn þeirra var með
80 tonn af síldarflökum eftir
Framhald á bls. 31
53195 kr. á Akra-
nesi
FLÓTTAMANNASÖFNUNIN
Akranesi gekk mjög vel. —
Alls söfnuðust 53,195 kr. Það
voru nemendur Gagnfræða-
skólans á Akranesi sem önn-
úðust söfnunina undir stjórn
skáta.
Alvarlegt slys
í Þorlákshöfn
ALVARLEGT slys varð í Þor-
lákshöfn sl. laugardag. Þar var
verið að vinna að því að skipa
steypujárni úr skipi, og voru þau
flutt upp fyrir höfnina á stórum
vögnum, og tekið af með stórum
krana.
Vildi þá það óhapp til að kran-
inn missti eitt búntið af steypu-
járninu, en það er um eitt tonn á
þyngd, og féll það niður á einn
verkamanninn, Ný-Sjálending.
Var hann fluttur í Slysavarðstof-
una og síðan í Dandsspítalann, og
er talið að hann sé mjaðmagrindr
arbrotinn og kinnbeinsbrotimv.