Morgunblaðið - 10.11.1966, Blaðsíða 7
Firrihitíídagur lfl. n5v. 1966
MORGUNBLAÐIÐ
7
Sjómannaheimili byggt í Danmörku
íyrir notuð
frímerki
Morgunblaðinu hefur bor-
izt bréf frá „Indenlandsk
Sömandsmission“ í Kaup-
mannahöfn, þar sem sagt er
frá byggingu á nýju sjó-
mannaheimili á vesturströnd
Jótlands. Hafa þeir m.a. afl-
að fjár til fýrirtækisins, með
því að safna víða að úr heim
inum notuðum frímerkjum og
selja þau síðan.
Bréfið, sem blaðinu barst
er á þessa leið:
„Eins og þér sjáið af með-
fylgjandi gögnum, söfnum við
notuðum frímerkjum. Ætlurn
okkur er að byggja stórt og
vistlegt sjómannaheimili við
hina stóru, nýju höfn á vestur
strönd Jótlands, Hanstholm.
Við erum ekki ríkir af pen
ingum og þess vegna söfnum
við notuðum frímerkjum,
sem við seljum síðar.
Sjómenn við lestur og spil
í sjómannaheimilinu Nyhavn
22.
Væri ekki möguleiki á því,
að þér gætuð rétt okkur hjálp
arhönd, með því að skrifa
litla grein í blað yðar um
þessa frímerkjasöfnun?
W vi > Ihhi CaM rfiJi d! fn
Myndir þessar voru til hlið
ar við kvæðið: Margir litlir
lækir verða að stórfljóti!
Það liggur ljóst fyrir að
heimili þetta verður einnig
opið fyrir íslenzka sjómenn,
og þeir munu þar finna stað,
sem þeir geta litið á sem heim
ili sitt. Þar verður staður,
sem Guðsorð hljómar, og þar
sem ríkir friður og ró. Það
myndi gleðja okkur mikið, ef
fólk á hinu fagra íslandi
vildi hjálpa okkur að hrinda
máli þessu í framkvæmd með
því að senda okkur notuð frí
merki.
Söfnunin hefur staðið í
2% ár, og nemur nú í dönák
um krónum 86.662,00 vegna
sölu á notuðum frímerkjum.
En byggingarkostnaður sjó-
mannaheimilisins mun verða
í allt um hálfa milljón
danskra króna, svo að það er
stórt bil, sem ennþá er eftir
að brúa.“
MANGE BÆKKE SMÁ-
G0R EN STOR Á!
Vi vil bygge et hjem
ved Hanstholm havn
til stímænd, der sejler derude.
Til dem, som sá flittigt
for Danmark gör gavn
pá hvert skib og hver
fiskerskude. •
Men ogsá for ham
fra et fremmed land,
som kommer til havnen, den
stille;
han skal finde et sted,
er hyggeligt hjem
med ordene gode og milde.
Vore midler er smá,
derfor samler vi ind,
vi beder slet ikke om penge.
Vi samler pá mærker,
med háb i sind
og tror ej pá modgange
strenge.
Der kom mærker i dag —
de er pá vort bord,
ogsá fra fremmede lande.
Vi sender Dem hilsen og
takken stor
og samler stadig for ham, der
för
derude pá salte vande!
Rud. Christiansen
Kaptajn
Leder af frimærkeindsamling
Þannig hljóðar bréfið frá
Rud. Christiansen, kapteini,
en hann er fyrir þessari frí-
merkjasöfnun. Ef einhver fyr
irtæki eða einstaklingar vilja
hjálpa þeim að byggja sjó.-
mannaheimilið, má senda hin
notuðu frímerki til Inden-
landsk Sömandsmission, Bern
storffsgade 21, Köbenhavn,
V. Danmark. Það er gott mál-
efni á ferðinni, sem verð-
skuldar athygli. Ekki er að
efa það, að margir verða til
þess að senda þeim frímerki,
sem safnast fyrir á heimilum
og skrifstofum hérlendis. Hér
fylgir einnig kvæðiskorn eitt,
sem við birtum hér á dönsku,
og fylgdi með þessu bréfi.
Einnig fylgdu myndir frá
Sjómannaheimili sambands-
ins í Nyhavn 22, og sjást þar
sjómenn við lestur og spil.
er.
VÍSUKORN
f tilefni af 75 ára afmæli hins
þjóðkunna leikara, Haraldar
Björnssonar frá Veðramóti.
Á sjálfum mér það sannast bezt,
— svona er að vera strákur,
og ég skuli elska mest
eftirhermukrákur.
Hjálmar frá Hofi.
Akrai»esferðir með áætlunarbílum
1*1*1* frá Akranesi kl. 12. alla daga
ncma laugardaga kl. 8 að morgnl og
sunnudaga kl. 17:30. Frá Rvík (Um-
ferðamiðstöðin) kl. 6 alla daga nema
laugardaga kl. 2 og sunnudaga kl.
21 og 23:30.
Loftleiðir h.f.: Bjarni Herjólfsson
er væntanlegur frá NY kl. 09:30.
Heldur áfram til Luxemb o rg ar kl.
10:30. Er væntanlegur til baka frá
Luxembnrg kl. 00:45. Heldui* áfram
til NY kl. 01:45. Eiríkur rauði fer til
Óslóar, Gautaborgar og Kaupmanna-
hafnar kl. 10:15. Snorri Sturluson er
væntanlegur frá Amsterdam og
Gtlasgow kl. 00:15.
Pan American þota kom í morgun
kl. 06:35 frá NY. Fór kl. 07:15 til
Glasgow og Kaupmannahafnar. JÞotan
er væntanleg frá Kaupmannahöfn og
Glasgow í kvöld kl. 16:20. Fer til
NY í kvöld kl. 19 XX).
Eimskipafélag íslands h.f.: Bakka-
íoss fer frá Lysekid í dag 9. til Fuhr,
Kaiupmannahafnar, Gautaborgar og
Kristiansand. Brúarfoes fer frá NY
A morgun 10. til Rvikur. Dettifoss fer
<ré Þorlákshöfn 1 kvötd 9. tid Rvíkur.
FjaiWÆoas fór frá Rvík 7. tiil Norfolk
og NY. Goóafoes fór frá Roetock í
kvöld 9. til Hamborgar og Rvíkur.
Gullfoss kom til Rvíkur 7. frá Leith
og Kaupman nahöfn. Lagarfoss fór frá
Gdynia 7. til Rvíkur. Mánafoss fór
frá Reyðarfirði 8. tU Antwerpen og
London. Reykjafoss fór frá Seyðis-
firði 6. til Kaupmanhahafnar, Lyse-
kil, Turku og Lvingrad. Selfoss fór
frá Vestmannaeyjum 1. til Gloucest-
er, Baltimore og NY. Skógafoss kom
til Rvíkur 6. frá Hamborg. Tungufoss
fer frá London í dag 9. til Hull, og
Rvíkur. Askja fór frá Fáskrúðsfirði
8. til Hamborgar, Rotterdam og Hull.
Rannö fór frá Kaupmannahöfn 7.
til Norðfjarðar, Seyðisf jarðar og
Vopnafjarðar. Agrotai fór frá Hull 8.
til Rvíkur. Dux fór frá Hull 8. til
Bremen, Rotterdam, Hamborgar og
Rvíkur. Keppo fór frá Vestmannaeyj-
um 3. til Riga. Gunvör Strömer kom
til Rvíkur 5. frá Kristiansand. Tantzen
fer frá NY á morgun 10. til Rvíkur.
Vega De Boyola fer frá Gdynia 1 dag
9. til Kaupmannahafnar, Gautaborg-
ar og Rvíkur.
Skipaútgerð ríkisins: Hekla fór frá
Rvík kl. 15.00 í gær austur um land
í hringferð. Herjólfur fer frá Vest-
mannaeyjum í dag áleiðis til Horna-
^jarðar og Djúpavogs. Blikur er á
Austurlandshöfnum á suðurleið. Bald-
ur'fer frá Rvík í kvöld til Vestfjarða-
hafna.
>f Gengið
Rcykjavík 27. október 1966.
Kaup Sala
1 Sterlingspund 119,88 120,18
1 Bandar. dollar 42.95 43,06
1 Kanadadolilar 39,80 39,91
100 Danskai- krónur 622,30 623,90
100 Norskar krónur 601,32 602,86
100 Sænskar krónur 830,45 832,60
100 Finsk mörk 1.335,30 1.338,72
100 Fr. frankar 868,95 871,19
100 Ðelg. frankar 85,93 86,15
100 Svissn. írankur 990,50 993,05
100 Gyllini 1.186,44 1.186,50
100 Tékkn. kr. 596,40 598,00
1{)0 V.-þýzk mörk 1.080,15 1.082,91
100 Austurr. sch, 166,18 166Í66
100 Pesetar 71,60 71,80
GAIUALT og COTT
Nú hef ég svæfðan
son þinn, kona,
ljúfling okkar
í Iitlu bragði,
alinn til elli,
allan í hvílu,
heill hann veri,
en hálfan á ég.
Utivist barna
Skammdegið fer í hönd. Börn
eiga ekki heima á götunni.
Verndið börnin gegn hættum og
freistingum götunar og stuðlið
með því að bættum siðum og
betra heimilislífi.
Fannhvítt frá Fönn
Dúkar - Stykkjaþvottur
Frágangsþvottur
Blautþvottur
— Sækjum — Sendum
Fannhvítt frá Fönn.
Fjólugötu 19 B. Sími 1722C.
Sparifjáreigendur
Ávaxta sparifé á vinsælan
og öruggan hátt. Uppl. kl.
11—12 f.h. og 8—9 e.h.
Margeir J. Magnússon
Miðstræti 3 A.
Símar 22714 og 15385
Stúlka óskast
Umsókn merkt: „Jól 9919“,
UMsókn merkt jól 9919
sendist afgr. blaðsins fyrir
14. þ. m.
íbúð óskast
Ung hjón óska eftir 2—3
herbergja í'búð sem fyrsc.
Vpplýsingar í síma 20116.
Húsmæður — stofnanir
Vélhreingerning, ódýr og
vönduð vinna. Vanir menn.
Ræsting sf.
Sími 14096.
Keflavík
Til sölu sem ný þvottavél
Gala (BTH) með elementi.
Upplýsingar í síma 1314
eftir kl. 7.00 e. h.
Góð leiga
Háskólastúdent óskar eftir
herb. strax. Góð leiga. Upp
lýsingar gefur Friðrik Sig-
urbjörnsson lögfræðingur.
Sími 22480.
Einbýlishús til sölu
Tvö herb. og eldhús. —
Sími 38998, eftir kl. 7 e.h.
Atvinna óskast
Maður um þrítugt óskar
eftir léttri vinnu um óá-
kveðinn tíma. Hefur bíl-
próf. Sími 36893.
Grindavík
Höfum kaupanda að góðri
5—6 herb. íbúð í Grinda-
vík. Upplýsingar gefur
Fasteignasalan, Hafnarg. 27
Keflavík. Sími 1420.
Hvíldarstólar
— svefnbekkir, svefnsófa-
sett, sjónvarpsborð á hjól-
um. Garðarshólmi, Keflav.
Ódýrt
sængurveradamask, rósótt;
sængurveraléreft, poplín —
og léreft í vöggusett, milli-
verk og blúndur. Þorsteins
búð.
Vil kaupa
miðstöðvarketil, 3% til 4
ferm., með spíral fyrir
heitt vatn og sjálfvirkri
kyndingu. Tilboð merkt
„Hitun — 8081“ sendist
afgr. Mbl. fyrir laugardag.
Myndir og málverk
sem ekki hafa verið sótt-
ar úr innrömmun seljurn
við næstu daga fyrir kostn-
aði.
Rammagerðin
Hafnarstræti 17. ,
Kynning
Maður um fimmtugt óskar
eftir að kynnast konu á
líkum aldri með hjónaband
í huga. Tilboð sendist Mbl.
fyrir 15. nóvember, merkt:
„N N — 8079“.
Nú nálgast jólin
Þið, sem þurfið að láta
mála, vinsamlega hringið í
síma 37552.
Riffill
til sölu, 22 kaliber með
kíki 8x32. Uppl. á Loka-
stíg 8, hæð.
Til leigu í Vesturbænum
stór stofa. Aðgangur að
eldhúsi og baði, síma og
þvottahúsi, fyrir reglusama
fyrir laugardag, merkt:
„4412“.
Fiðla
fannst á Holtsgötunni í okt.
Uppl. í síma 16187.
Arin
Legg grjót og veggi og
hleð eldstæði. Sími 37707.
Keflavík
Til leigu er nú þegar verzl
unarpláss við Hafnargötu.
Uppl. gefur Tómas Tómas
son hdl. Sími 1430 og 1234.
Dönsk og þýzk
telpnanærföt. — ódýrar
sokkabuxur, ódýrir telpna-
sokkar. — Þorsteinsbúð,
Snorrabr. 61, og Keflavík.
Plast
Plastskipamódel, plastflug-
vélamódel, plastlím. Garð-
arshólmi, Keflavík.
ATHUGIÐ
Þegar miðað er við útbreiðslu.
er langtum ódýrara að auglýsa
í Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
Húseign við Skólnvörðustíg
Húseign á hornlóð við Skólavörðustíg til rölu. í hús
inu eru 4 tveggja herbergja íbúðir ásamt iðn-
aðar- eða verzlunarhúsnæði. Aðstaða á lóðinni til
frekari byggingaframkvæmda. Húsið selst í einu
lagi eða hlutum eftir samkomulagi.
Skip ocj fasteignir
Austurstræti 18. — Sími 21735.
Eftir lokun 36329.