Morgunblaðið - 10.11.1966, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLADIÐ
Fimmtudagur 10. nóv. 1966
Sextugur:
Dr. Finnur Guðmundsson:
Síra Jón Þorvarðarsson
Á ÁRTJNUM næstu fyrir 1930
var æði mikil gróska i guðfræði-
deild Háskóla íslands. Deildin
var þá fjölmennari en hún hefur
oftast verið, þótt aftur jölgaði á
fimmta tug aldarinnar, og enn
nú á síðustu árum. Flestir
þeirra, sem luku guðfræðinámi
fyrir og um alþingishátíðarárið,
tóku prestvígslu og hafa starfað
í kirkjunni um áratugi, en eru
nú sumir látnir af embætti, og
allir teknir að reskjast. Einn
hinn yngsti í þessum hópi er að
verða sextugur í dag, en ennþá
í fullu fjöri og stendur í starfinu
í einum fjölmennasta , söfnuði
landsins, gæddur miklli starfs-
orku og óbuguðum áhuga. Er
það síra Jón Þorvarðarson, sókn
arprestur Háteigssafnaðar síðast
liðin fjórtán ár.
Síra Jón er Skaftfellingur að
uppvexti og að nokkru að ætt,
en fæddur er hann Þingeyingur,
á prestssetri Fjallasveitar Víði-
hóli, þar sem faðir hans hóf-
prestsskap. Foreldrar hans voru
síra Þorvarður Þorvarðarson, er
gerðist ári síðar prestur Mýr-
dælinga og fluttist að Norður-
Hvammi, en síðan til Víkur, þar
sem hann var til æviloka, og
kona hans Andrea Elísabet Þor-
varðardóttir frá Litlu-Sandvík.
Faðir síra Þorvarðar var Þor-
varður prestur Jónsson, er lengst
var í Holti undir Eyjafjöllum. en
síðast að Prestsbakka. Lengra
verða ættir síra Jóns ekki raktar
í þessum orðum, enda þótt þar
mætti telja marga mæta menn
og konur, og ekki sízt t'jölda
presta.
Það leynir sér ekki, að síra
Jóni hefur runnið prestablóðið
til skyldunnar. Ég býst við, að
aldrei hafi annað flogið að hon-
um en að gerast prestur, og í
guðfræðideild skráðist hann að
loknu stúdentsprófi, og lauk
þaðan embættisprófi 1932. Gerð-
ist hann fyrst aðstoðarprestur
föður síns í Víkl, en gegndi þó
sem settur prestur embætti, á
Akranesi tæpt ár í forföllum
síra Þorsteins Briems. Þegar
faðir hans lét af embætti 1934,
tók síra Jón við kallinu, og þjón-
aði því unz hann tók við prests-
starfi í Háteigsprestakalli, sem
áður greinir. Prófastur Vestur-
Skaftafellssýslu var hann frá
1935, þar til hann fluttist þaðan.
Ekki fór hjá því, að síra Jóni
væru falin margs konar trún-
aðarstörf í héraði sínu, en mest
gætti þar afskipta hans af
fræðslumálum. Hafði hann for-
stöðu unglingaskóla í Vík frá
1933, og síðar átti hann sæti í
skólanefnd héraðsskólans í Skóg
um. Söngmálin voru atmað
áhugamál hans, er hann hefur
jafnan sinnt mikið, enda sjálfur
ágætur söngmaður og hljóð-
færaleikari. Einkum hefur hann
látið sér annt um kirkjusöng,
og lengi verið í stjórn Kirkju-
kórasambands íslands. Um örn-
ur störf hans að félagsmálum
verður ekki rætt hér, umfram
það er lýtur að kirkjumálum.
En í kirkjuráði hefur hann verið
annar tveggja fulltrúa íslenzkr-
ar prestastéttar síðustu tólf ár-
in, og einnig í stjórn Presta-
félags íslands á annan áratug.
Þrátt fyrir öll þessi störf, sam-
hliða umfangsmiklu prests-
starfi, hefur síra Jóni unnizt tóm
til að auka við guðfræðimennt-
un sína og þekkingu á kirkju-
legu starfi með námsdvölum er-
lendis og ferðalögum. Er hann
sívakandi um öll kirkjuleg mál,
og fylgist vel með öllu sem ger-
ist á því sviði.
í prestsstarfi sínu hefur síra
Jón ætíð notið hylli og vinsælda
sóknarbarna sinna, enda hvers
manns hugljúfi í viðmóti öllu Og
hinn vandvirkasti um öll sín
prestverk. En einkum mun þó
tón hans og altarisþjónusta mik-
ils metin. Njóta hin fögru tón-
lög kirkju vorrar sín vel í með-
ferð hans, enda eru þau honum
harla kær.
í einkalífi sinu hefur síra
Jón verið mikill gæfumaður.
Kona hans er Laufey Eiríks-
dóttir, málara í Reykjavik Ei-
ríkssonar. Hefur hún búið
manni sínum indælt heimili og
reynzt honum hin bezta stoð i
öllu starfi hans, og ekki ‘sízt í
æskulýðsstarfinu. Börn þeirra
eru þrjú: Sigurgeir, hagfræðing-
ur Seðlabanka íslands, kvæntur
Ingibjörgu Gísladóttur, ólafur
læknir, ókvæntur við sérnám,
og Margrét, kennari, gift Jakobi
Löve fulltrúa.
Að lokum vil ég flytja afmæl-
isbarninu og fjölskyldu hans
hinar beztu óskir, og væn.ta
þess, að enn megi kirkja íslands
lengi njóta starfa hans.
B. M.
Síldveiðiskýrslan:
Aflinn orðinn nær 150 þús. lest-
um meiri en á sama tíma í fyrra
Aðalveiðisvæði sl. viku var
65-70 sjómílur undan landi í
Norðfjarðardýpi, en veður var
óstöðugt. Samkvæmt aflaskýrslu
Fiskifélags íslands bárust á land
26.243 lestir af síld. Þar af fóru
1.888 lestir í frystingu og saltað
var í 1.239 tunnur.
Heildaraflinn í vikulok var
orðinn 574.058 lestir og skiptist
þannig eftir verkunaraðferðum:
í salt fóru 55.904 lestir, í fryst-
ingu 4.800 lestir og í bræðslu 515.
354 lestir. Auk þess hafa er-
lend skip landað 1.022 uppsölt.
t-unnum og 4.680 lestum í
bræðslu. Á sama tíma í fyrra
var heildaraflinn 426.228 lestir,
þar af fóru 364.584 í bræðslu,
68.541 í salt og 3.102 í frystingu.
Helztu löndunarstaðir eru
þessir: lestir
Reykjavík 35.062
Bolungavík 6.634
Siglufjörður 24.091
Ólafsfjörður 6.491
Hjalteyri 10.022
Krossanes 16.240
Húsavík 4.260
Raufarhöfn 53.235
Þórshöfn 2.041
Vopnafjörður 31.246
Borgarfjörður eystri 7.188
Seyðisfjörður 141.768
Mjóifjörður 1.107
Neskaupstaður 85.804
Eskifjörður 60.842
Reyðarfjörður 33.388
Fáskrúðsfjörður 30.494
Stöðvarfjörður 9.137
Breiðdalsvík 7.965
Djúpivogur 10.187
Vestmannaeyjar 1.741
Eitt síldveiðiskip er komið
með yfir 10 þús. lesta afla. Gísli
Árni úr Reykjavík. Næstur er
Jón Kjartansson frá Eskifirði
með 8.762 lestir og þriðji Jón
Garðar úr Garði með 8.071 lest.
Afli skipanna fer hér á eftir:
Lestir
Akrafoorg Akureyri 3.177
Akurey Hornafirði 1.495
Aki>rey Reykjavík 5.020
An-dvari Vestmannaeyjum 580
Anna Siglufirði 2.096
Arnar Reykjaivik 5.860
Arnames Hafnarfirði 1.569
Arnfirðin-gur Reykjavík 3.973
Árni Geir Keflavik 1.582
Árni Magnússon San*dgerði 5.307
Arnkell Helli.s9andi 1.028
Ársæll Sigurðsson Hafnarfirði 2.446
Ásbjöm Reykjavik 6.150
Ásþór Reykjavík 4.570
Auðunn Hafnarfirði 3.636
Baldur Dalvík 1.682
Barð i Neskaupstað 6.136
Bára Fáskrúðsfirði 4.567
Bergur Vestmannaeyjum 2.658
Bjarmi Dalvík 1.140
Bjarmi II. Dal'vílk 5.820
Bjarbur Neskaupstað 6.366
Björg Neskaupstað 2.935
Björgúlfur Dalvík 3.278
Björgvin Dalvík 2.926
Brimir Keflavík 1.070
Búðaklettur Hafnarfiirði 4.13-1
Dagfari Húsavík 7.024
Dan ísa-firði 772
Einar Hálfdáns Bolungavík 989
Einar Eskifirði 748
Eldborg Hafnarfirði 5.008
Eiliði Sandgerði 4.651
Engey Reykjavík 2.339
Fagrikletfcur Hafnarfirði 2.023
Faxi Hafnarfirði 5.056
Fáfcur Hafnarfirði 2.488
Fiskaskagi Akranesi 228
Framnes Þingeyri 3.126
Freyfaxi Keflavík 1.233
Fróðaiklettur Hafnarfirði 3.672
Garðar Garðahreppi 2.892
Geirfugl Grindavík 2.244
Gissur hvíti Hornafirði 1.221
Gísli Árni Reykjavík 10.578
Gísli lóðs Hafnarfirði 159
Gjafar Vestmannaeyjum 4.196
Glófaxi Neskaupstað 963
Grótta Reykjavík 4.742
Guðbjartur Kristján ísafirði 4.667
Guðbjörg Sandgerði 4.063
Guðbjörg ísafirði 3.950
Guðbjörg Ólafsfirði 1.357
Guðjón Sigurðsson Vestmannaey. 587
Guðmunaur Péturs Bolungavík 5.844
Guðmundur Þórðarson Reykjavík 1.183
Guðrún Hafnarfirði 4.342
Guðrún Guðleif9dóttir Hnífsdal 4.663
Guðrún Jónsdóttir ísafirði 4.117
Guðrún Þorkelsdóttir Eskifirði 4.162
GuiLberg Seyðisfirði 5.109
Gullfaxi Neskaupstað 3.530
Gul-lver Seyðisfirði 5.832
Gunn-ar Rey ðarfirði 3.987
Hafrún Bolungavík 5.271
Haflþór Reykjavík 1.647
Halkion Vestmannaeyjum 4.808
HalLdór Jónsson Ólafsvík 3.618
H-amravík Keflavík 3.461
Hannes Hafstein Dalvík 6.385
Ha-raldur Akranesi 4.522
Hávarður Súgandafirði 282
Heiðrún II. Bolungav-ik 790
Heimir Stöðvarfirði 6.135
H-elga Reykjavík 4.536
Helga Björg Höfðakaupsfcað 2.562
Helga Guðmundsdóttir Patreksf. 6.663
Helgi Flóventsson Húsavík 4.256
Héðinn Húsavík 4.185
Hiimir Keflavík 250
HiLmir II Flateyri 602
Hoffell Fáskrúðsfirði 2.951
Hóiman-es Eskifirði 4.264
Hrafn Sveinbjarnas. III. Gri-ndav.1.499
Hrá-uney Vestm-anna-eyjum 216
Huginn II. Vestmannaeyjum 3.304
Hugrún Bolungavík 3.462
Húni II. Höfðakaupstað 2.459
Höfmngur II. Akranesi 3.197
Höfrungur III. Akranesi 5.012
Framhald á bis. 15.
Kísiliðjuvegur
f FRÉTTAGREIN í Morgunblað-
inu 2. þ.m. víkur fréttaritari
bláðsins í Mývatnssveit lítillega
að hinum fyrirhugaða kísiliðju-
vegi, en eftir þeim vegi á að
flytja afurðir kísiliðjunnar frá
verksmiðjunni í Bjarnarflagi til
Húsavíkur. Um þetta farast
fréttaritaranum (Kristjáni Þór-
hallssyni í Vogum) þannig orð:
„Mér er tjáð að Náttúruverndar
ráð hafi eitthvað við það að
athuga að vegur verði lagður,
þar sem búfð er að mæla fyrir
honum á milli Reykjahlíðar og
Grímsstaða hér í sveitinni. Ég
fæ ekki séð að hægt sé að fara
aðra leið með veginn. Væri fróð
legt að fá að heyra opinberlega
álit og tillögur Náttúruverndar-
ráðs varðandi þetta mál“.
Þar sem ég undirritaður er
einn af þeim, sem sæti eiga í
Náttúruverndarráði, vil ég ekki
láta hjá líða að gera hér nokkru
nánari grein fyrir þessu máli og
afstöðu Náttúruverndarrá'ðs til
þess. Hinn fyrirhugaði kísiliðju
vegur verður 48,5 km. á lengd
og mun kosta milljónatugi. Sam
kvæmt áætlunum þeim, sem
gerðar hafa verið um vegarlagn
inguna, á vegurinn fyrst að
krækja fyrir norðurenda Mý-
vatns og síðan sveigja norður
yfir Hólasand. Náttúruverndar-
ráð hefur ekkert við hið fyrir-
hugaða vegarstæði að athuga
nema á tiltölulega stuttum kafla
við norðurenda Mývatns, en þar
er gert rá‘ð fyrir að þessi vegur,
sem ætlaður er til þungaflutn-
inga til Húsavíkur, hlykkist um
húsasund í Reykjahlíðarhverf-
inu, liggi síðan vestur yfir tún-
ið, milli vatnsins og byggðar-
innar, og vestur yfir eldhraunið
frá 1729 þar sem það er breið-
ast. í fáum orðum sagt þræðir
þessi flutningaleið niður í gegn-
um byggðarhverfið í Reykjahlíð
og fylgir síðan vatnsbakkanum
til vesturs.
Náttúruverndarráð telur, að
me'ð þessari fyrirhuguðu vegar-
lagningu sé stefnt að svo stór-
felldum náttúruspjöllum, að
ekki verði með nokkru móti
við það unað. Hér er í fyrsta
lagi um mjög alvarleg landslags
spjöll að ræða, því að á svæði
þessu blasa alls staðar við aug-
um verksummerki hinna sögu-
frægu Mývatnselda, en á slík-
um svæðum ber auðvitað að
gæta ítrustu varúðar í sambandi
vfð mannvirkjagerð. Á komandi
árum mun margur ferðamaður-
inn koma eftir hinum fyrirhug-
aða vegi að norðan. Þegar hann
kemur á hálsana norðan Gríms-
staða blasir við Mývatnssveitin,
vatnið og fjallahringurinn. En
hætt er við að mörgum bregði í
brún, er þeir líta veginn, háan
og breiðan, þar sem hann klýf-
ur hraunið skammt frá vatns-
bakkanum, enda mun hann af-
skræma hið sérkennilega lands-
lag á þessum stað líkt og soll-
inn skurður í ásjónu manns.
í öðru lagi má ganga út frá
því sem vxsu, áð vegurinn eða
öllu heldur umferð um veginn,
ikomi til með að hafa mjög
hruflandi áhrif á fuglalíf Mý-
\xatns, því að í norðanátt sækir
huglinn í skjól undir hraunbrún
inni milli Reykjahlíðar og Gríms
staða. Þeir sem ekið hafa um
veginn vestan við Mývatn, milli
Laxár og Grímsstaða, minnast
þess ef til vill, að síðari hluta
sumars getur þar oftast á að líta
stóra fleka af öndum, sem ýmist
eru að synda að eða frá landi.
Áður fyrr voru endurnar vanar
að ganga á land méð unga sína
í hinum sendnu víkum á þessum
slóðum, en síðan vegurinn var
lagður hafa endurnar engan frið
í þessum skjólsælu víkum. Bíila-
umferðin er orðin svo mikil að
þær hafa ekki frið stundinni
lengur. Af þessum sökum og
raunar af ýmsum fleiri ástæðum
tel ég engan vafa á því, að með
lagningu vegarins frá Laxá að
Grímsstöðum á þeim stað þar
sem hann er nú, hafi verið unn-
in einhver mestu spjöll, sem
hingað til. hafa -verið unnin á
Mývatnssvæ'ðinu. Nú er kominn
hringvegur í kringum Mývatn og
og því miður liggur sá vegur
mjög víða of nærri vatnsbakk-
anum. Undantekning er þó veg-
urinn fyrir norðurenda vatns-
ins, en nú virðist stefnt að því
að flytja hann fram á vatns-
bakkann líka.
í þriðja lagi má svo benda á,
að með þessari fyrirhuguðu veg-
arlagningu verður sennilega
komið í veg fyrir eðlilega þró-
un hótelreksturs í Reykjahlíðar-
hverfinu, og yrði þá að byggja
upp slíka aðstöðu á öðrum stað
við vatnið. Þau hótel, sem nú eru
rekin á þessum stað, byggja að
allverulegu leyti afkomu sína á
erlendum sumargestum. Ein að-
aliðja þessara gesta er oft á tíð-
um fólgin í því að rölta fram á
vatnsbakkann til að skoða fugla-
lífið, eða rölta fram með hraun-
jaðrinum til að athuga verksum
merki Mývatnselda, sem lýst er
í ferðabæklingum og fjölmörg-
um fer’ðabókum frá fslandi. Nú
vidðist ætlazt til þess, að þessir
erlendu hótelgestir þurfi að
klöngrast yfir háan, upphlaðinn
veg til þess að geta komist fram
á vatnsbakkann. Ég á líka bágt
með að trúa því, að stjórn nokk
urs hótels, sem hefur þá dýr-
mætu sérstöðu að vera á vatns-
bakka, sætti sig við að girt sé
á milli hótels og vatns með vegi
fyrir flutningatrukka. Afleiðing-
in af þessu öllu myndi eflaust
verða sú, að hótelin \ Reykja-
hlíðarhverfinu myndu smám
saman breytast úr hótelum fyrir
erlenda sumargesti í vegasjopp-
ur, sem allir útlendingar myndu
forðast.
Þáð voru þó ekki fyrst og
fremst þessi ferðamálasjónarmið
heldur hin herfilegu náttúru-
spjöll, sem mörkuðu afstöðu
Náttúruverndarráðs til þessa
máls. Hinn 17. ágúst sl. hélt
Náttúruverndarráð fund í Reyni-
hlíð við Mývatn og eftir að
menn höfðu kynnt sér hið fyrir-
hugaða vegarstæði svo og stað-
hætti almennt á þessum slóðum,
urðu menn sammála um að
leggja til við rétta aðila, að hinn
fyrirhugaði vegur verði færður
upp fyrir Reykjahlíðarbyggð-
ina, þannig að hann komi til
með að liggja sem næst núver-
andi vegi, og verði síðar látinn
ganga út á ofanvert hraunið
þegar vestur fyrir Reykjahlíðar-
torfuna kemur. Um þetta var
enn rætt á fundum Náttúru-
verndarráðs hinn 14. og 19.
sept. og á fundi ráðsins hinn 26.
okt. var að gefnu tilefni ein-
róma samþykkt, að halda fast
við fyrri afstöðu í þessu máli.
Það má teljast nókkurn veg-
inn öruggt, að mun ódýrara
verði að leggja þennan vegar-
spotta, ef hann verður fluttur
upp fyrir Reykjahlíðarbyggð-
ina, því að vegargerð yfir
hraunið niður undir vatnsbakk-
anum hlýtur að verða tiltölu-
lega dýr þar sem þar er um
mjög mishæðótt helluhraun að
ræða. Auk þess þarf ekki að
óttast meiri snjóþyngsli á vepin-
um þótt hann verði færður upp
fyrir byggðina. Um það bar
saman öllum kunnugum mönn-
um, sem við ræddum við í Mý-
vatnssveit. Hins vegar má telja
það ókost á efri leiðinni, að þar
verður vegurinn sennilega að
fara lengri leið yfir tún en neð-
an við byggðina, en sú aukning
á ræktuðu landi, sem kynni að
tapast undir veginn, ef efri
leiðin verður valin, getur ekki
haft úrslitaáhrif á afgreiðslu
Framhald á bls. 22