Morgunblaðið - 10.11.1966, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.11.1966, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 10. nóv. 19611 MORGU N BLAÐIÐ 19 Hundapestin er víBa i Árnessýslu og í Mýrdal Mifög þýðingarmikið að menn hafi víðtækt saamstarf um varnir gegn henni TALSVERT hefur verið drep ið af hundum á Suðurlandi að undanförnu vegna hunda- pestar þeirrar, sem þar geng- ur nú. Pestin hefur ekki enn sem komið er komið upp í Rangárvallasýslu. í Vestur- Skaftafellssýslu hefir hún náð að breiðast talsvert út og mun komin um allan Mýr dal og hefir þar þegar verið lógað talsvert mörgunt hund- um. Grunur leikur á að pest- in sé komin til Víkur. Skipu- lagt hundadráp hefir ekki ver ið framkvæmt ennþá þar eystra, en umferðabann sett á hunda. í Árnessýslu hefir mest bor- ið á veikinni á Eyrarbakka og hafa allir hundar þar verið drepnir. Ennfremur hefur hund- um verið lógað á einstökum bæj um, þar sem sýkingar hefir orð- ið vart. Bændur leitast við að einangra hunda sína og eru þeir iokaðir í afhýsum Blaðið hafði samband við Jón Guðbrandsson dýralækni á Sel- fossi og sagði hann að í Árnes- sýslu hefði verið lógað um 30 hundum, flestum á Eyrarbakka. IHann kvað pestina breiðast út þó hægt fari og vera komna í nokkra hreppa í lágsveitum og uppsveitum sýslunnar. Hann kvað mjög nauðsynlegt, ef menn vildu forða hundum sínum frá pestinni, að loka þá inni. Sagði hann að nokkuð skorti á þegn- skap manna og að menn væru heldur tregir til allsherjar sam vinnu um þetta mál, en hann taldi líklegt áð takast mætti að komast fyrir veikina án stór- felldra skaða, ef menn tækju sig allir saman um að vinna sleitulaust að rnálinu. Nú væri vetur kominn og smalamennsk um hætt og því minni ástæða 'til samgangs hunda. Jón kvaðst vilja benda mönn- um á að veikin gæti verið væg í byrjun og aðeins fá einkenni hennar komið fram, eða jafnvel ekki nema eitt þeirra. Því væri ástæða til að athuga hundana vel, en affarasælast yrði að hafa sem minnstan samgang við þá og forðast að hundar kæmu sam Páll Agnar Pálsson yfirdýra- læknir hefir samið itarlegt er- indi um hundapest og rekur upphafi þess gang þessarar veiki hér á landi frá byrjun, en hún hefir nokkrum sinnum farið hér yfir og valdið miklum skaða. Hann kveður orsök hundapest arinnar vera veiru, sem tilheyrir veiruflokknum myxoveirur, og sé hún lík þeirri er veldur misl ingum í mönnum. >á segir Páll frá hinum sjúklegu einkennum og varnaraðgerðum gegn veik- inni. Hann kemst svo að orði „Venjulega líða ekki nema 3 7 dagar frá því að hundur smit- ast af hundapest, þar til sjúk ieg einkenni koma í ljós. Þó get ur meðgöngutíminn verið inokkru lengri, eða 10-12 dagar, Einkenni hundapestar geta ver ið margvísileg, þar sem mörg líf færi eru venjulega undirlögð. Venjulega byrjar veikin með hitasótt, 40°-41°C. Jafnframt verður hundurinn daufur, vill helzt liggja einhvers staðar af síðis, matarlystin er lítil og hund urinn verður ógegninn. Eftir tvo til þrjá daga fara hin eiginlegu einkenni hundapestar að koma Ijós. Þá fer að bera á rennsli úr augum og nösum. Hundurinn verður ljósfælinn og píreygður Fyrst er rennslið tært og slím- kennt, en verður von bráðar þykkra, gulbrúnt á lit eða graft arkennt. Vilsan þornar og mynd- ar brúngular skorpur undir aug unum og á trýni. Hundinn klæj- ar undan þeim og nuddar mik- ið trýni og augu með framlöpp- unum eða nuddar hausnum við jörðina. Við það getur bólgan magnazt og gripið yfit á sjá- aldri'ð, sem þá veiður mjólkur- litað og ógagnsætt. Oft ber tölu- vert á hnerra og síðar hósta, þegar hálsbólga og lungnakvef fara að gera vart við sig. Oft fær hundurinn ákafar hóstahvið- í kjölfar kvefsins fylgir iðu- lega lungnabólga, hundurinn and ar ört og er erfitt um andar- drátt. Lungnabólgan dregur hundinn iðulega til dauða, og má í lungum úr þessum hund- um, auk veiranna, oft finna sýkla, sem valda mestu um hin- ar sjúklegu breytingar í lung- unum. Eitt af algengari einkennum hundapestar eru sérkennileg út- brot á húðinni. Einkum eru þau áberandi á kviðnum, innan á lærum og bógum. Fyrst sjást ofurlitlar rauðar bólur, sem smám saman fyllast graftar- kenndri vilsu, þegar þær rifna verða eftir smásár. Sjúkdómurinn leggst oft á meltingarfærin og veldur bólgu slímhúð maga og mjógarnar. Lýsir það sér einkum með upp- köstum, daunillum niðurgangi og miklum þorsta. Einkenni, sem benda til sýk- ingar á miðtaugakerfi, koma venjulega ekki í ljós fyrr en hundurinn hefur verið veikur í nokkra daga. Mest áberandi eru krampa- drættir á höí’ði og hálsi, en geta komið fram annars staðar, t.d. á ganglimum. Krampanna verð ur mest vart, ef hundurinn verð- ur fyrir snöggum viðbrigðum eða hræðslu. í öðrum tilfellum sjást sífelldir krampadrættir, sem oft enda í krampaflogum. Veltist hundurinn þá um flogakrampa, skrækir, froðufell- ir og missir oft meðvitund. Er mesta hryggðarmynd að horfa upp á hunda á þessu stigi veik- innar. Lamanir sjást iðulega er frá líður og eru algengastar á gang- limum, einkum afturfótum. Sérkennilegar breytingar blóði hundapestarsjúklinga koma fljótt fram og haldast þær með an hundurinn er veikur. Að framansög'ðu er Ijóst, að hundapest getur hagað sér með ýmsu móti, og verið mjög mis þung í einstökum tilfellum. suma hunda leggst veikin mjög vægt, þeir verða veikir fáeina daga með rennsli úr nösum og augum, hóstakjöltri og niður- gangi. Algengara er hins vegar, að sjúkdómurinn leggist mjög þungt að og standi lengi, oft 3-4 vikur. Verða þá öndunarfæri og miðtaugakerfi harðast úti. Kom ist hundurinn yfir sjúkdóminn, er hann lengi að jafna sig til fulls. Ef sjúkdómurinn leggst miðtaugakerfið, eru batahorfur alltaf mjög vafasamar. Margir hundar bera einhver merki sjúk dómsins til æviloka. Hér á landi, þar sem hunda- pest gengur venjulega yfir sem faraldur, er greining sjúkdóms- ins venjulega auðveld. Mörg til- felli koma þá upp samtímis, eða með skömmu millibili, og sjást þá oft á skömmum tíma flest afbrig'ði veikinnar. í byrjun sjúkdómsins getur greining verið örðug, þar sem of- kæling eða aðrir smitsjúkdóm- ar (leptospirosis, toxoplasmosis, smitandi lifrarbólga o. ■ fl.) lýsa sér á svipaðan hátt og hunda- pest gerir á byrjúnarstigi. Með sérstökum blóðprófum er nú unnt að greina hundapest og loks má greina sjúkdóminn með pví að rækta sjálfa hundapesta- veiruna úr blóði sjúklingsins eða líffærum dauðra hunda. Hér á landi hefur hundapest yfirleitt valdið dauða alls þorra þeirra hunda, sem veikzt hafa. Þó virðist dánartalan hafa verið nokkuð misjöfn í hinum ýmsu faröldrum ,sem yfir landi'ð hafa gengið. Ábyggilegar tölur um þetta atriði eru engar tiltækar, en oft mun dánartalan í heilum byggðarlögum hafa verið milli 90 og 95%. Þar sem hundapest er land- læg, er talið að hún valdi ald- urtila 50-60% þeirra hunda, sem veikjast. Með tilkomu fúkalyfja ýmiskonar hefur dánartalan þó lækkað nokkuð, því með þeim hefur reynzt unnt að draga úr eða girða fyrir ýmis konar fylgi- kvilla hundapestar, t.d. lungna- bólgu og augnabólgu, sem áður urðu hundum að fjörtjóni. Bata- horfur eru beztar, ef sjúkdómur- inn leggst mest á augu og önd- unarfæri, verstar þegar mið- taugakerfið sýkist. Engin lyf eru tiltæk, sem hafa áhrif á hina eiginlegu orsök sjúk dómsins, hundapestarveiruna. Blóðvatn hefur verið notað þeim tilgangi, en árangur oft- ast verið næsta vafasamur. Blóð- vatnsgjafir geta hinsvegar varið heilgrigða hunda gegn veikinni um skamman tíma. Hins vegar má með góðri hjúkrun, næringu og umönnun og notkun ýmis konar lyfja draga mikið úr fylgikvillum veik innar, sem oft eru ekki síður hættulegir en hundapestin sjálf Um langan aldur hafa menn vitað, að hundar sem lifa af hundapest, eru ónæmir fyrir nýrri sýkingu, venjulega æfi- langt. Fljótlega eftir sýkingu mynd- ast móteitur í blóði hundanna, sem haldast árum saman. Hægt er að mæla mátt þessara mót- efna til a'ð gera hundapestar veirur óvirkar. Hvolpar undan ónæmum tíkum fá mótefni þessi að mestu með broddmjólkinni fyrstu dagana eftir fæðingu og hafa því vörn gegn hundapest fyrstu vikur æfinnar. Víða um lönd hafa farið fram miklar og vfðtækar rannsóknir til að finna handhæg og góð bóluefni gegn hundapest. í fyrstu voru líffæri úr hundum, er drápust úr hundapest notuð til að vinna úr bóluefni. Veir- urnar í líffærunum voru drepn- ar með ýmsu móti, oftast með formalíni. Styrkleiki bóluefnis af þessum úppruna yar mjög misjafn og ónæmi, sem bólusetn- ing veitti venjulega skammvinnt. Var því nauðsynlegt að endur- bólusetja hundana með bóluefni, sem í voru lifandi veirur. Við þessa bólusetningaraðferð veikt- ust sumir hundarnir af hunda- pest, og alltaf var hætta á, að hundar bólusettir með lifandi bóluefni, yrðu smitberar um lengri eða skemmri tíma. Svipuðu máli gegnir um þá ónæmisaðgeið að dæla hundinn samtímis með tilteknum skammti af lifandi bóluefni og blóðvatni, sem í eru mótefni gegn hunda- pestarveirum. Þessar ónæmisað- ferðir munu því ekki lengur notaðar að neinu marki. Víðtækar rannsóknir hafa ver- ið gerðar til þess að breyta hundapestarveirum þannig, að þær geti ekki valdið hundapest, þó þeim sé dælt í hundinn, en komi samt af stað mótefnamynd un gegn veikinni. Fyrst voru dýr notuð í þess- um tilgangi, einkum marðarteg- und, sem nefnd hefur verið fritta íslenzku. Dýr þessi voru sýkt koll af kolli með sama véiru- stofninum. Þegar sýkingin haí’ði gengið þannig frá einu dýri til annars meir en 30 sinnum, var veiran orðin svo umbreytt, að hún olli sjaldan hundapest, þeg- ar henni var dælt í hunda, en kom hins vegar af stað niótefna- myndun í hundinum, sem dugði til varnar veikinni. Byggingarfélag verkamanna Reykjavík. Til sölu þriggja herbergja íbúð í II. byggingarflokki. Þeir fé lagsmenn, sem neyta vilja forkaupsréttar, sendi umsóknir sínar í skrifstofu félagsins, Stórholti 16, fyrir kl. 12 á hádegi miðvikudaginn 16. nóv. nk. Stjórnin. 1946 tókst að rækta hundapest arveiru á unguðum hænueggj- um og nokkru síðar tókst að rækta veirurnar á lifandi frum- um úr líffærum hunda. Aðferðir þessar eru nú mikið notaðar við framleiðslu á bólu- efni og munu nú nær eingöngu lotuð lifandi bóluefni gegn hunda pest. Með síendurtekinni rækt un í glösum eða á eggjum hafa veirurnar tapa'ð mætti til þess að valda hundapest við inndæl- ingu, en koma þó af stað mót- efnamyndun, sem verndar hund inn gegn veikinni. Annmarkar á bóluefnum þess- arar tegundar eru þó taldir vera allmiklir. Vörn sú, sem bóluefn- ið veitir er frekar skammvinn, % til IVz ár. Verður þá að bólu setja hundinn á nýjan leik. Sum ir hundar fá ekki mótefni gegn hundapest, þrátt fyrir bólusetn- ingu með þessum bóluefnum, svo í þeim tilvikum er bólusetning- in gagnslaus. Enn er sá annmarki á þessari gerð bóluefna, að bólusettir hundar dreifa lifandi veirum nokkurn tíma eftir bólusetning una. Sé slíkur hundur innan um hunda, sem engin mótefni hafa gegn hundapest, geta þeir smit azt af veirum þessum. f byrjun valda þær sennilega mjög vægri hundapest eða sýkingin er án venjulegra einkenna. En berist veiran nokkrum sinnum milli hunda, magnast hún og veldur hundapest á nýjan leik. Á þessu er mest hætta, þar sem svo hag- ar til, að hundar hafa yfirleitt ekki mótefni gegn hundapest eins og er hér á landi. Af þe.ss- um orsökum hefur lifandi bólu- efni ekki verið notað hér á landi til þessa“. Þá segir yfirdýralæknir að lok- um: „fslenzk stjórnarvöld hafa nú fyrirskipað bann við samgangi hunda á öllu svæðinu frá Hval- fjar'ðarbotni að Mýrdalssandi. Skulu allir umráðamenn hunda gæta þess að halda hund- um sínum heima, tjóðra þá eða læsa inni, ef þörf krefur. Ríður mikið á, að þessum fyr- irmælum sé fylgt, því það eitt á að geta nægt til þess, að fár þetta deyi út á næstu mánuð- um. Þeir sem gæta ekki hunda sinna, en láta þá flækjast milili bæja eða á vegum úti, eiga á hættu að þeir verði skotnir. Eiga hundaeigendur þá eingöngu við sjálfa sig og eigin óaðgæzlu að sakast. >ó svæði þa‘ð sem að framan greinir hafi verið hneppt í sam- göngubann, að því er tekur til hunda, hefur hundapestar þó enn ekki orðið vart nema á litl- um hluta þess svæðis enn sem komið er, og vonandi nær far- aldur þessi ekki mikilli út- breiðslu. Hvort svo verður er þó fyrst og fremst undir árvekni og skyldurækni hundaeigenda sjálfra .komið, að þeir fylgist vel með heilbrigði hunda sinna og sýni þann þegnskap að virða þær reglur, sem settar eru til að girða fyrir útbreiðslu veikinn- ar“. Þannig lýsa dýralæknar þess- ari skæðu pest og hvað til varn- ar er. Þess skal að lokum getið að ströng reglugerðarákvæði eru varðandi hundapest. Ber eigend um hunda eða umráðamönnum til tilkynna hreppstjóra strax ef grunur leikur á um veiki. Þá er einnig heimilt og skylt að lóga sjúkum hundum og öðrum hundum er vitað að samgang- hafa haft við þá svo og öllum flækingshundum. Veiðarfæra- þfafnaðurinn enn í rannsókn EINS og kunnugt er af fréttum var fyrir nokkru stolið veiðar- færum úr vöruskemmu h.f. Atlandtors í Keflavík. Mbl. hafði í gær samband við Jón Jakobsson, fulltrúa bæjar- fógeta í Keflavík og spurðist fyrir um hvað málinu liði. Jón sagði, að málið næði til fleiri umdæma, en Keflavíkurum- dæmisins og væri það nú í rann sókn hjá sýslumanninum í Hafn- arfirði. Jón kvaðst ekki geta sagt neitt um málið -á þessu stigi annað en að hér Væri um nokk- uð víðtæka rannsókn að ræða, en árangurs hennar væri að vænta einhvern næstu daga. Hafnarfiörður Athygli útsvarsgjaldenda í Hafnarfirði skal vakin á því að dráttarvextir-1% á mánuði verða reiknaðir þann 19. nóv. nk. af öllum gjaldföllnum en ógreidd um útsvörum og aðstöðugjöldum. Falla þá á drátt- arvextir fyrir október og nóvember þ. á. samtals 2%. Síðan hækka vextirnir um 1% við hvern byrjaðan vanskilamánuð. Eru því gjaldendur sem eru í vanskilum hvattir til að greiða gjöld sín nú þegar og eigi síðar en 18. þ. m. til að komast hjá vaxtakostnaði þessum. Jafnframt skal sérstök athygli vakin á því að til þess að útsvar yfirstandandi árs verði fiádráttar- bært við næstu niðurjöfnun þarf það auk áfallinna dráttarvaxta og lögtakskostnaðar, að vera greitt upp eigi síðar en 31. desember nk. Hafnarfirði, 8. nóvember 1966. Bæjarstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.