Morgunblaðið - 10.11.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.1966, Blaðsíða 1
32 síður Mikill sigur repúblíkana í Bandaríkjunum (Jnnu 47 sæti í Fulltrua- cTeild 3 ■ Öldungadeild, og bættu við sig 7 ríkisstjórum New York og Washington, 9. nóv. (AP-NTB) KOSNINGAR tóru fram í Bandaríkjunum í gær, og voru þá kosnir allir 135 þingmenn Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, 35 af 100 þingmönnum Öldimgadeildarinnar, og ríkisstjórar í 35 af 50 ríkjum. Úrslit kosninganna urðu glæsilegur sigur repúblikana, þótt demókratar haldi áfram meirihluta í báðum deildum þingsins. Unnu repúhilkanar 47 sæti í fulltrúadeildinni og þrjú sæti í Öldungadeildinni. Einnig hlutu þeir nú ríkisstjóra kjörna í 23 þeiria ríkja, sem kosið var í, en höfðu þar áður 15. Ýmis einstök úrslit vekja sérstaka athygli, og þá ekki hvað sízt í ríkisstjórakosningunum í Kaliforníu, þar sem kvikmyndaleikarinn Ronald Regan vann embættið af frá- farandi ríkisstjóra demókrata, Edmund Brown, með miklum yfirburðum. Úrslit voru kunn í 433 kjördæmum í Fulltrúadeildar- kosningunum í kvöld, og höfðu demókratar þá fengið 246 menn kjörna, en repúblikanar 187. Á síðasta þingi áttu demó- kratar 295 sneti í Fulltrúadeildinni, en repúblikanar 140. Lokið var talningu í Öldungadeildarkosningunum, og hlutu demókratar 17 menn kjörna, en repúblikanar 18. Höfðu demókratar 20 þingmenn i þessum kjördærpum, en repú- blikanar 15. AUs eiga þá sæt: í Öldungadeildinni 64 demó- kratar og 36 rcpúblikanar en hlutföllin voru áður 67-33. Los Angeles, 9. nóv. — AP — Ronald Regan og kona hans Nancy fagna sigri í Los Angeles eftir að Edmund Brown, fráfarandi ríkisstjóri, hafði viðurkennt ósigur sinn. Eftirmaður dr. Erhards kanzlara kosinn í dag TiE greina komu í gær þeir Barzel, Kiesinger og Schröder Ýmsir þekktir stjórnmála- menn lögðu hart að sér í kosn- ingabaráttunni, þótt þeir væru ekki sjálfir í kjöri að þessu sinni. Meðal þeirra var Robert Kennedy, Öldungadeildarþing- maður frá New York, Richard M. Nixon, fyrrum varaforseti, og að sjálfsögðu Johnson forseti. Kennedy hafði ekki lánið með sér, því flestir skjólstæðinga hans féllu. Hann átti beinlínis frumkvæðið að framboði O'Connors ríkisstjóraefnis demó krata í New York, sem féll fyrir Nelson Rockefeller. Hann studdi Edmund Brown í Kaliforníu, sem Ronald Regan felldi. Og hann studdi Patrick Lucey, sem ekki náði að fella Knowles, rík- isstjóra repúblikana í Wiscons- in. Einnig studdi Kennedy fram Utanríkisráðherra Kanada í Moskvu Moskvu, 9. nóv. — NT'B-AP • Utanríkisráðherra Kanada, Paul Martin, er kominn til Moskvu og hóf þar í morgun viðræður við sovézka ráðamenn, m.a. um Vietnam-málið og sam- skipti Austurs og Vesturs. Kanada á sæti í alþjóðlegu Viet nam-eftirlitsnefndinni, ásamt Indlandi og Póllandi og hefur stjórn landsins unnið ötullega að því að reyna að koma á frið- arumræðum um Vietnam. Martin kom tii Moskvu frá Póllandi, þar sem hann hafði dvalizt í fjóra daga. Hann ræddi fyrst við Andrei Gromyko, utan ríkisráðherra Sovétríkjanna og sagði, að viðræðum þeirra lokn- um, að fremur ætti að vera hægt nú en áður að ná ein- hverjum árangri með viðræðum Austurs og Vesturs. bjóðendur demókrata við Öld- ungadeildarkosningarnar í Illi- nois, Michigan og Oregon, sem allir féllu. Þó áttu demókratar áður Öldungadeildarsætin fyrir Illinois og Oregon. Öllu betur farnaðist Nixon. Hann tók mjög virkan þátt í kosningabaráttunni, og ferðaðist undanfarna tvo mánuði um 35 ríki. Af 100 frambjóðendum, sem Nixon aðstoðaði í bavátt- unni, náði mikill meirihluti kosn ingu, þar af ýmsir nýliðar á Framhald á bls. 31 Bonn, 9. nóv. — NTB-AP. + ÁKVEÐIÐ hefur verið, að þingflokkur Kristilegra demó krata í Vestur-Þýzkalandi, gangi á morgun til kosninga um það, hver taka skuli við af dr. Ludwig Erhard sem leiðtogi flokksins og kanzlari V-Þýzkalands. Verður þeim, sem kosningu hlýtur, falið að reyna að mynda stjórn, sem hefur að baki sér meirihluta á þingi. Takist það neyðist dr. Erhard til að segja af sér, þar sem hann hefur ekki treyst sér til að henda á önnur úr- ræði til lausnar vandamálum stjórnarinnar. | Þegar síðast fréttist komu þrír menn til greina — en ekki var talið útilokað, að fleiri bættust í hópinn. Hver svo sem valinn verður þarf að vera við því búinn að geta tekið upp stjórnarsamvinnu við Frjálsa demókrata eða jafnvel Sósíaldemókrata, og gerir það valið ennþá vanda- samara en ella. • Stjórn flokksins tilkynnir í fyrramálið, hverjir koma til greina við kjörið og hefst kosn- ingin síðan kl. 13.00. Þeir, sem þegar koma til greina eru Rain- er Barzel, formaður þingflokks- ins, 42 ára að aldri, Kurt Georg Kiesinger, forsætisráðherra í Baden Wúrttenberg, 62 ára að aldri og Gerhard Schröder, utanríkisráðherra, 56 ára að aldri. Einnig hafði verið til- kynnt, að Eugen Gerstenmaier, forseti Sambandsþingsins kæmi til greina við kjörið, en hann dró framboð sitt til baka síðdeg- is í dag, öilum að óvörum. Ekki var Gerstemmeier talinn sigur- stranglegur. Ekki er búizt við því, að neinn Framhald á bls. 8 Geimskotinu enn frestað Kennedyhöfða, 9. nóv. NTB-AP. • Ekki tókst að komast í dag fyrir bilun þá, er varð á sjálfs- stýriútbúnaði Titan- 2 eldflaug- arinnar, sem nota átti til að skjóta á loft geimfarinu Gemini 12, með þeim James A Lovell og Edwin E. Aldrin um borð. Hef- ur því enn orðið að fresta gcim- skotinu um sólarhring. Lögþingskosningamar í Færeyjum: Stjórnarflokkarnir og stjórn- arandstaðan skildu jöfn Erlendur Patursson féll Á ÞRIÐJUDAG fóru fram kosningar til færeyska lög- þingsins. Úrslit þeirra urðu eins konar þrátefli, því að stjórnarflokkarnir og stjórn- arandstaðan hlutu hvor um sig 13 þingsæti, en áður höfðu stjórnarflokkarnir 15 þingsæti af 29 eða eins at- kvæðis meirihluta. Engu er unnt að spá að svo stöddu, hvaða flokkar muni nú taka höndum saman um lands- stjórnina og jafnvel talið lik legt, að efnt verði til nýrra lögþingskosninga að ári. Tið- indamaður Morgunblaðsins átti í gær tal við N. J. Arge, útvarpsstjóra í Færeyj'im, og spurðist frétta af kosningun- um. Arge skýrði svo frá, að þátttaka í kosningunum hefði verið mikil eða 80.2% í stað 74.6%, er lögþingskosningar fóru síðast fram. Alls hefðu verið 21.904 á kjörskrá, en kosið hefðu 17.576. Gott veð- ur var á kjördag og ýtti það undir kjörsóknina. Úrslit kosninganna urðu þessi: Fólkaflokkur 3802 atkv. — eða 21.6% og 6 þingsæti. — Bætti við sig 1.4%. Sambandsflokkur 4156 atkv. eða 23.6% og 6 þingsæti. — Bætti við sig 3.6%. Jafnaðarmenn 4757 atkv. eða 27.1% og 7 þingsæti. Töp- uðu 0.4%. Sjálfstjórnarflokkur 865 at- kvæði eða 4.9% og 1 þing- sæti. Tapaði 1%. Lýðveldisflokkur 3511 atkv. eða 20% og 5 þingsæti. Tap- aði 1.6%. Framfaraflokkur 485 atkv. eða 2.8% og 1 þingsæti. Tap- aði 1.6%. Framhald á bls. 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.