Morgunblaðið - 10.11.1966, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.11.1966, Blaðsíða 30
*if b v*jB W i*‘J — i'UHHHUadgUÍ iU. IIUV. i»OU Isl. dómari dæmir 3 landsleiki á Norðuri. Karl Jóhannsson valinn til fararinnar HANDKNATTLEIKSSAM- BANDI íslands barst á dögun- um beiðni um að tilnefna dóm- ara í þrjá landsleiki er fram fara á Norðurlöndum á tíma- bilinu 26. nóv. til 4. des. HSÍ hefur afgrcitt máiið og tilnefnt Karl Jóhannsson, hinn kunna handknattleiksmann og dómara til starfans. Þetta er mikill heiður fyrir Karl, því hann er fyrsti íslendingurinn sem fer sérstaka ferð sem dómari til Danmerkur, Svíþjóðar og Nor egs — í sömu ferð. Leikirnir sem Karl dæmir eru landsleikur í A-liðum karla- flokks milli Danmerkur og Noregs og fer leikurinn fram í Danmörku. Þá dæmir hann tvo leiki í kvennaflokki. Er það landsleikur Svía og V-Þýzka- EVROPU- BIKARAR Spartak Moskvu og Rapid Vínarborg skildu jöfn í fyrri leik landanna í 2. umferð í keppn- inni um Evrópubikarinn. Bæði lið skoruðu 1 mark. Bæði mörk- in voru skoruð í fyrri hálfleik en leikurinn fór fram í Moskvu. ítalska liðið Juventus sigraði Setubal frá Portugal 3-1 (0-1 í hálfleik) í fyrri leik liðanna í keppni sýningarborga Evrópu. Linfield — knattspyrnumeist- arar N-írlands áttu ekki erfitt með að tryggja sér rétt til 3. umferðar í keppninni um Evrópu bikar meistaraliða, er þeir gerðu jafntefli við norska liðið Val- erengen 1-1 á heimavelli í Bel- fast. Linfield vann fyrri leik liðanna (á Bislett) með 4-1 lands sem fram fer 29. nóv. í Svíþjóð og hinn 4. des. leikur V-þýzka kvennaliðið í Osló við kvennalandslið Noregs. Þann leik dæmir Karl einnig. ísl. dómarar hafa dæmt lands leiki í handknattleik áður, en þá hér á landi eða sem „fulltrúar“ | í fararstjórn ísl. liða á mótum erlendis. Karl er hins vegar sá : fyrsti sem fer sérstaka för er | HSÍ er boðið að tilnefna dóm- ara — og er heiðurinn bæði HSÍ og Karls. Gunnar Sigurgeirsson skorar fyrir ÍR gegn KR. IR-!iðið kom á óvarl og vann KR með 20 gegn 16 Fram er eina liðið sem ekki hefur tapað stigi FRAM, Valur og ÍR báru sigur úr býtum í þeirri viðureign Reykja- víkurmótsins í handknattleik sem fram fór í íþróttahöllinni í fyrrakvöld. Vann Fram Víking með 15-9, Valur Þrótt 14-10 og ÍR KR með 20-16. Ekkert af þessu kom á óvart nema sigur ÍR yfir KR því ÍR-ingar eru með ungt og næsta óreynt lið, sem virðist þó eiga góða framtíð Víkingar skoruðu fyrsta mark- ið eftir hlé, 7-5, en Fram nær að jafna' 7-7, og meir en það — Fram náði algerum tökum á leiknum og Víkingar, sem veitt höfðu meisturunum svo skemmti lega keppni voru nú allt í einu eins og börn í höndum þeirra. Á skömmum tíma breyttist staðan í 13-8 fyrir Fram og leik lauk, 15-9. Fram—Víkingur 15-9 Víkingsliðið — nýliðarnir í 1. deild — er eins og óráðin gáta. Það virðist geta náð ágætum leik köflum, en kann svo ekki tökin á framhaldinu og undir hælinn er lagt hvernig til tekst. Víking- ar skoruðu 4 fyrstu mörkin í leiknum gegn Fram — og þó að Reykjavíkurmeisturunum tækist að jafna 4-4 voru Víkingar betra liðið allan fyrri hálfleikinn. í hálfleik var stáðan 6-5 fyrir Vík- ing. Framliðið var vel að sigrinum komið, en ennþá vantar þó ör- yggi í leik liðsins eins og kom fram í upphafi og eins í hrað- hlaupinu, sem Framliðið eitt liða notfærir sér vel. Fram stefnir nú örugglega að endurteknum sigri í mótinu og er eitt liða án taps og forskotið eykst stöðugt. Valur—Þróttur 14-10 Hver dregur dám af sínum sessunaut — segir máltækið og á það ekki sízt við í íþróttum. Mætist tvö lið og annað leiki gróflega og af hörku fer oftast svo að hitt liðið dregst niður á sama plan og beitir sömu brögð- um. Þetta átti sér stað er Valur og Þróttur mættust. Þróttarar hafa í mótinu leikið meir af kappi en forsjá, beitt hörkunni á kostnað handknattleiksins. Og mótherjarnir láta dragast í „slagsmálin". Valur hafði tökin á leiknum lengst af, örugga for- ystu í byrjun, sem síðar var jöfn- úð og eitt komust Þróttarar yfir. En undir lokin var Valsliðið sterkara — eins og leikur þess verðskuldar og Valur vann 14-10. En þessi leikur varð á engan hátt til lærdóms eða aúgnayndis. ÍR—KR 20-16 Óvæntustu úrslitin urðu í leik ÍR og KR, sem fyrr segir, og voru hinir ungu ÍR-ingar sem stóðu fyrir því óvænta. Sýndu þeir á köflum ágætan sóknárleik en varnarleikurinn var ekki að sama skapi góður eins og marka- tala leiksins gefur til kynna. Áberandi beztur ÍR-inga I leiknum var Vilhjálmur Sigur- geirsson og má segja að hann hafi verið maðurinn að baki sigrinum — sætum sigri, þeim Komast lið dverðskuldað í úrslit ? Brezkir íþróttafrétfaritarar rœða um undankeppni HM KOMST Mexico á of auð- veldan hátt í úrslitakeppni um heimsmeistaratitil í knatt spyrnu? Þetta er spurning, sem brezkir íþróttafréttamenn velta nú fyrir sér er þeir hefja herferð fyrir því að ríkj andi fyrirkomulagi með svæðiskeppni í undanrásum verði breytt í þessari stærstu knattspyrnukeppni sem háð er. Þeir eru á einu máli um að það landfræðilega skipu- lag sem ráðið hefur undan- keppninni sé óréttlátt. Hugh Mc Ilvanney reið á vaðið í bók er hann ritaði um heimsmeistarakeppnina. Þar segir hann: I undankeppninni fyrir heimsmeistaratitil er ekki aðallega spurt um hver þú ert eða hvað þú getur, heldur hvar þú ert á hnettin- um“. " Mexico hefur verið dregið inn í umræðurnar, vegna þess að lið þess fékk mjög veika mótspyrnu í undankeppninni. Mexicanar yrðu ■að leika gegn Bandaríkjamönnum, liði Honduras, Jamaica og Costa Rica. Bandaríkjamenn undirbúa nú af kostgæfni uppbyggingu atvinnumennsku í knatt- spyrnu. En enn sem komið er er landslið þeirra af lak- ara tagi á alþjóða mæli- kvarða. í úrslitakeppninni var Mexico í riðli með Englandi, Uruguay og Frakklandi og hafði enga möguleika til að komast í átta liða úrslit. Mc Ilvanney segir: „Það er margt sem styður þá skoðun, að hlægilegt og fráleitt sé að Mexico skyldi fá svo lítinn og þægilegan nábúahóp til að ágveða hvaða land skyldi komast beint í lokakeppnina. Óneitanlega er þetta hagur Mexicana, sem eru of sterkir fyrir nágranna sína á knatt- spyrnuvellinum, þó þeir séu leikfang í höndum fjölmargra landsliða víðsvegar um heim“ En skoðanir manna í Eng- landi eru skiptar þetta varð- andi. Englendingar eru enn í svimandi sælu yfir að hafa unnið heimstitilinn í fyrsta sinn. En Skotar eru sárir yf- ir að landslið þeirra skyldi ekki komast í lokakeppnina. Skotar lentu í einum erfið asta riðli undanúrslitanna — með ítölum og Pólverjum. Öll þessi lönd hefðu, að dómi sérfræðinga, sómt sér vel í lokakeppninni, en tvö þeirra voru dæmd til að falla úr keppninni í undanrásunum, því aðeins eitt úr hverjum riðli komst í úrslitin. Skot- land og Pólland féllu úr. Það var fjárhagslegt tap fyrir keppnina að Skotum tókst ekki að komast í loka- keppnina. Áformað var — hefði þeir verið í úrslitum — að þeir léku í þeim riðli loka keppninnar, hvers leikir fóru fram í Sunderland og Middlesbrough í NA Eng- landi. Þúsundir aðdáenda skozka landsliðsins hefðu streymt yfir landamærin frá Glasgow og Edinburgh til að sjá „sína menn“ leika. En raunin var sú að riðill- inn sem lék í áðurnefndum borgum var skipaður ítölum, Rússum og N-Kóregumönnum og áhorfendur að þessum leikjum voru langtum færri en að leikjum annara riðla keppninnar. En hvaða breytingar sem kunna að verða gerðar á fyr- irkomulagi keppninnar, þá þurfa Mexicanar ekki að hafa áhyggjur af næstu keppni. Þeir hafa fengið það hlut- verk að sjá um næstu heims meistarakeppni 1970. Og það þýðir m.a. að landslið þeirra kemst í lokakeppnina án þátt töku í undankeppni — og sama gengur yfir enska lands liðið, sem þar ver heimsmeist Hermann Gunnarsson í færi. fyrsta í mótinu. Vilhjálmur skoraði 8 mörk en var og aðaldriffjöður þess sam- leiks og línuspils er til sigursins leiddi. í fyrri hálfleik höfðu ÍR-ing- ar örugg tök á leiknum í byrjun og í lokin og staðan var 10-7 í hálfleik. í sfðari hálfleik tókst KR-ing- um að jafna og komast yfir og virtist nú leikurinn ætla að fara í þann farveg sem búizt var við. En ÍR-ingar með Vilhjálm í broddi fylkingar hófu lokasókn og jöfnuðu, 16-16, og Vilhjálm- ur „átti“ svo sigurinn ef svo má segja — skoraði 4 síðustu mörk- Vn, sem tryggðu stigin tvö. Eins og áður hefur verið sagt hér, mega ÍR-ingar búast við miklu af þessu „nýja“ liði sínu og það virðist sterkara á stóra jgólfinu en í s.lagsmálasalnum igð Hálogalandi. Badminton Hadmintonæfingar munu byrja í íþróttahöllinni í dag. I.B.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.