Morgunblaðið - 11.11.1966, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 11.11.1966, Qupperneq 3
MORCU NBLA&IÐ 3 Ráðherra gat valið og losnað við málaferlin Rætt við Gunnar Thoroddsen uni liandritamálið HANÐRITAMÁLIÐ var tekið til dóms í Hæstarétti Dan- merkur í gærmorgun eftir að lokið var munnlegum mál- flutningi, sem tekið hafði á fjórða dag. Sendiherra ís- lands í Kaupmannahöfn, Gunnar Thoroddsen, var við- 1 staddur málflutninginn frá upphafi til enda. Blaðamaður Morgunblaðsins, sem fylgdist með rétt- arhöldunum, sneri sér í gær til sendiherrans, og ræddi við hann um framvindu málsins. Gunnar Thoroddsen sagði: — Handritalögin og samn- ingurinn milli tslands og Dan merkur frá því í fyrra fjallar um handrit frá tveimur stofn unum og þarf að greina þar glöggt í sundur. — Annars vegar eru hand- rit úr Konungsbókhlöðu, en það er ágreiningslaust að sú stofnun er eign danska rík- isins. Hins vegar eru handrit úr Árnasafni og um þau standa málaferlin. — Meginregla laganna um handrit úr báðum söfnum er sú, að heim til íslands eiga að fara þau handrit, sem telj- ast méga íslenzkur menning- ararfur. Með þeim orðum er átt við, að handrit sé samið eða þýtt af íslendingum, og efni þess fjalli eingöngu eða aðallega um ísland eða ís- lenzk málefni. Sérstök nefnd manna, skipuð tveimur mönn um frá háskólanum í Kaup- mannahöfn og tveimur frá Háskóla íslands á að gera tillögur um það hver einstök handrit skuli afhent til ís- lands samkvæmt þessari meg inreglu. Tillögu þeirra skal leggja fyrir forsætisráðherra Dana, sem fellir endanlegan úrskurð eftir að hafa ráðfært sig við kennslumálaráðherra Danmerkur og íslands. — Auk þess ákveða lögin, að tveir dýrgripir í Konungs bókhlöðu, sem ekki er talið að falli undir framangreinda meginreglu, Flateyjarbók og Sæmundar-Edda, skuli einnig til íslands fara. — Málaferlin snerta því ekki handritin í Konungsbók hlöðu, heldur eingöngu Árna safn. I>essi málatilbúnaður er tilkominn með ákaflega undarlegum hætti. Svo er mál með vexti að stjórn Arnasafns er skipuð 11 mönn um. Háskóli íslands á rétt að tilnefna tvo fulltrúa, og stjórn Sáttmálasjóðs á ís- landi einn fulltrúa. Fulltrúar íslands hafa ekki tekið þátt í störfum stjórnarinnar um margra ára skeið. Tveir eru tilnefndir af Kaupmannahafn arháskóla og einn af stjórn hins danska hluta Sáttmála- sjóðs. Kennslumálaráðherra Dana skipar svo fimm menn og formanninn. f stjórninni sitja því í nefnd átta menn, og af þeim skipar ráðherr- ann meirihlutann. Síðast voru þessir stjórnarmenn skipaðir árið 1963, tveimur árum eft- ir að Þjóðþing Dana hafði samþykkt handritalögin í fyrra sinni. — En þessir stjórnskipuðu nefndarmenn höfðu tæplega setið tvö ár, þegar þeir stefndu ráðherranum fyrir dóm og kröfðust þess að gerð ir hans og Þjóðþingsins í mál inu yrðu ómerktar sem stjórn arskrárbrot. — Þau atriði sem málaferl in sjálf snúast um eru í stór- um dráttum þessi: Danska stjórnin heldur því fram að Arnasafn og handrit þess séu annað hvort hrein ríkiseign eða eign Kaupmannahafnar- háskóla, sem enginn dregur í efa að er ríkisstofnun. Lög- gjafarþingið hafi því ótví- ræða heimild til að ráðstafa þessum eignum sínum, og það var gert í því formi, að lög- in ákveða skiptingu Árna- safns í tvo hluta, og skal annar þeirra varðveittur af Háskóla Islands. Þetta sjón- armið er rökstutt m.a. með því, að samkvæmt erfðaskrá Arna Magnússonar hafi hann gefið háskólanum handritin, að Arnasafn starfi að lang- mestu leyti með beinum rík- isfjárframlögum og að öll stjórn safnsins sé skipuð af opinberum aðilum. Stjórn Árnasafns krefst ó- gildingar laganna, þar sem þau séu brot á 73. gr. dönsku stjórnarskrárinnar, en hún segir, eins og tilsvarandi grein í stjórnarskrá íslands, að eignarrétturinn sé frið- helgur, að engan megi skylda til þess að láta af hendi eign sína, nema almannaheill krefj ist, þurfi til þess lagaboð með fullar bætur fyrir. Árnasafn sé sj álfseignarstofnun byggð á gjöf einstaks manns, og njóti lagaverndar, eins og ein staklingar, félög og stofnan- ir ,sem ekki eru eign rík- isins. Lögin feli í sér hreint eignarnám á handritum stofn unarinnar og brjóti því í bág við 73. gr. stjórnarskrárinn- Sunnudiigstónleikar Sinióníu- hljómsveitur íslunds NÆSTKOMANDI sunnudag kl. 16 verða aðrir sunnudagstón leikar Sinfóníuhljómsveitar ís- lands haldnir. Þess er vænzt, að fólk muni þar finna margt fýsi- legt að heyra. Stjórnandi tónleik anna verður Bohdan Wodiczko, en einleikari á píanó pólski píanó leikarinn Ladislaw Kedra. Fyrst á efnisskránni er Tokkata og fúga í d-moll eftir Bach í hljóm sveitarútsetningu. Þá leikur Kedra einleik í Píanókonsert eftir Gershwin, en Gershwin, eins og kunnugt er, lagði sig mikið fram við að reyna að sam eina viðhöfn konsertverksins og hinn aðgengilega léttleika alþýð legrar tónlistar. Þá mun hljóm- sveitin leika átta lög úr hinum vinsæla söngleik Bernsteins, West Side Story, sett saman í eina hljómsveitarsvítu. Kedra mun svo aftur stíga fram á svið ið og í þetta sinn leika einleik- inn í Rhapsody in Blue etfir Gershwin. Að lokum leikur hljómsveitin ungverskan mars ar, þar sem hvorki hafi legið fyrir almannaþörf, né geri lögin ráð fyrir skaðabótum fyrir eignarnámið. — Þetta mál er ekki eins einfalt, né úrslit þess eins augljós og örugg og oft er látið í veðri vaka. Meðal danrVra lagamanna, bæði fræðimanna, dómara og mál- flutningsmanna, eru skoðan- ir mjög skiptar. — Kemur það m.a. glögg- lega fram í Landsréttardóm- inum frá því í maímnáuði sl. Að vísu var niðurstaða hans sú að sýkna kennslumálaráð- herrann og telja lögin ekki stjórnarskrárbrot, en dómur- inn kemst hins vegar í tveim ur veigamiklum atriðum inn á röksemdafærslur Christrups lögmanns Árnasafnsnefndar gegn rikisstjórninni. —*. Landréttardómurinn s&gði, að Árnasafn sé sjálfs- eignarstofnun en ekki ríkis- eign, og þótt lögin töluðu um skiptingu safnsins fælu þau í sér raunverulegt eignarnám „tvangsafstáelse". Hins vegar taldi dómurinn, að réttindin yfir handritunum væru svo sérstaks eðls, að ekki væri unnt að beita eignarréttar- grein stjórnarskrárinnar. — Fyrir Hæstarétti hafa lögmennirnir tveir, Christrup fyrir Árnasafn og Paul Schmith fyrir ráðherra flutt málið í meginatriðum á svip- aða lund og fyrir Landsrétt- inum. Báðir eru þeir slyngir lögmenn og hafa kynnt sér öll málsefni rækilega frá rót- um. — Af nýjustu atriðum sem komu nú vil ég sérstaklega nefna eitt. Schmith lýsti því yfir að hefði verið til á tíð Arna Magnússonar háskóli á íslandi teldi hann engum vafa undirorpið, að Árni hefði ánafnað Háskóla ís- lands handritin sín. — Christrup nefndi þaff í málflutningi sínum, aff hand- ritin kynnu aff vera 500-1000 milljóna danskra króna virffi. Telur sendiherrann aff þetta hafi áhrif á dóminum effa skattborgarana? — Ekki ætti það að vera, því að flestum er kunnugt að handrit Árnasafns má aldrei selja. Persónulega finnst mér þessar tölur Christrups fyrst og fremst sýna, hvílík verð- mæti Danir hafi fengið frá Islandi. — Vill sendiherrann spá nokkru um dómsnffurstöður Hæstaréttar? — Vegna hins mikla ágrein ings um lögfræðihlið máls- ins, sem ég gat áðan, og sem SMSTEIMR Gunnar Thoroddsen, sendi- herra Islands í Kaupmanna- höfn. kemur m.a. fram í forsend- um Landsréttardómsins og umsögnum lagadeilda háskól anna í Kaupmannahöfn og Arósum, get ég engu spáð um úrslitin, aðeins vonað það bezta. En það er skoðun mín að eðlileg niðurstaða dóms- ins væri sú, að telja hand- ritin eign háskólans í Kaup- mannahöfn, eins og raunar segir í erfðaskrá Árna Magn- ússonar. Háskólinn er aftur ótvírætt ríkiseign, og því hafi löggjafarþingið fulla heimild til að ráðstafa hand- ritunum eins og gert er með lögunum. — Hvenær er dóms Hæsta- réttar aff vænta? — Um það er ekki hægt að fá örugga vitneskju í dag, er líklegt að dómurinn komi- í lok næstu viku. — Ef hæstaréttardómurinn gengur á móti ríkisstjórninni, og lögin yrffi ómerkt, myndu þá handritin í Konungsbók- hlöðu afhent? — Þar sem dómurinn í þessu máli snertir ekki hand- ritin í Konungsbókhlöðu, hefði danska stjórnin heim- ild til þess samkvæmt hand- ritalögunum að afhenta þau, þar á meðal Flateyjarbók og Sæmundar-Eddu. — En sá ljóður er á því ráði, að í 6. gr. sáttmálans milli landanna um flutning handritana heim er svo ákveð ið, að • fullkomlega og end- anlega sé útkljáð um allar óskir íslendinga varðandi af- hendingu hvers konar þjóð- legra minja, sem í Danmörku eru, og af hálfu íslenzka rík- isins verði ekki unnt í fram- tíðinni að hefja eða styðja kröfur um afhendingu slíkra minja úr dönskum söfnum. — Þessi yfirlýsing íslenzku ríkisstjórnarinnar er að sjólf sögðu byggð á afhendingu handrita bæði úr Konungs- bókhlöðu og Arnasafni. Wladyslaw Kedra eftir Berlioz, en sá mars er eitt vinsælasta verk hins rómantískd, franska meistara. Á blaðamannafundi sögðu for ráðamenn Sinfóníuhljómsveitar- innar m.a.: — Sums staðar erlendis þykja slíkir sunnu.dagstónleikar „fyrir alla fjölskylduna“ ómissandi þátt ur borgarlífs. Reykjavík hefur til skamms tíma haft upp á margt að bjóða'í skemmtanalíf- inu og í menningarmálum. Sunnu dagstónleika a fþessu tagi hefur samt lengi vantað, og má telja það nokkuð furðulegt. Ætla má. að eðlilegasti gangur hljómsveit armála hefði verið slíkur, að fyrst hefði verið reynt að koma á reglulegu tónleikahaldi með að gengilegri og alþýðlegri tónlist, áður en reynt hefði verið að Framhald á bls. 31 Stofnun lýsisherzluverksmiðju EGGERT G. Þorsteinsson, sjáv- « arútvegsmálaráðhorra, skýrffi frá því á Alþingi sl. miffvikudag, aff nú væri taliff tímabært aff koma upp hér á landi lýsis- lierzluverksmiffju. Slík verk- smiðja myndi skapa breiffarl markaðsgrundvöll fyrir síldar- lýsiff og tryggja öruggara og betra verff. Meff slíkri verk- smiðju mundi einnig skapast grundvöllur fyrir útflutning smjörlíkis, auk þess sem aðstaða myndi skapast innanlands fyrir iffnaff úr ýmsum úrgangsefnum. Hér er um hið merkasta mál aff ræða. íslendingar hafa nú um áratugi flutt síldarafuröir til annarra landa, að mestu leyti óunnar en þar hafa þær síðan verijff unnar, og mikil verffmæta- sköpun átt sér staff. Engin ástæffa er til þess að ætla, aff ekki sé hægt að skapa meiri verðmæti úr sildarafurðunum innan lands, en nú er gert, og stofnun lýsis- herzluverksmiffju myndi verffa stórt spor í þá átt aff koma síld- ariðnaðinum í heild á annan og nýjan grundvöll. Niðursuðuiðnaður Umræffur um þetta mál leiffa hugann að því, að enn hefur ekki tekizt aff koma hér á fót umtalsverffum niffursuðuiðnaði úr síldarafurðum. Tilraun sú, sem gerff var til þess meff stofn- un Norffurstjörnunnar í Hafnar- firði virðist því miður hafa fariff út um þúfur, og var þó greini- lega skynsamlega að því máli staffiff, þar sem samningar voru gerðir viff erlenda aðila sem ráff hafa yfir víðtækum mörkuðum erlendis, um að framleiffa hér á Iandi niðursoðnar síldarafurðir undir þeirra vörumerki, en reynslan hefur sýnt, aff erfitt er að brjótast inn á erlenda neyt- endamarkaði meff niffursuffuvör- ur, ef þær eru ekki seldar undir viðurkenndum vörumerkjum. Illt er til þess aff vita, að Norff- urstjarnan hefur ekki gengiff betur en raun hefur orðið á, cn þaff má hins vegar alls ekki verffa til þess aff gefist verffi upp viff aff skapa meiri vcrff- mæti úr síldarafurðum okkar en } nú er. Af tilrauninni með Norff- urstjömuna má vafalaust margt Iæra, meðal annars þaff, aff staff setning slíkrar verksmiðju gctur skipt megin máli. Aukið verðmæti En hvort sem um er að ræffa niðursuffuiffnað, lýsisherzlu effa jafnvel framleiðslu á fiskimjöli til manneldis, hefur reynslan sýnt, aff mikið átak þarf tíl þess aff koma slíkum málum á skyn- samlegan grundvöll og fram- kvæmdastig. Efflilegt er, aff þeir aðilar sem aff síldarvinnslu vinna, bæði síldaverksmiffjur og síldarsaltendur hafi frumkvæði aff slíkum málum og bindist um þaff samtökum. Menn mega var- ast þaff aff gera ekki t sífellu kröfur á hendur ríkinu um að það' leggi svo og svo mikið fjár- magn fram til slíkrar starfsemi. )

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.