Morgunblaðið - 11.11.1966, Qupperneq 14
14
MORCUNBLAÐIÐ
Fðstudagur 11. nðv. 1966
Sjálfstæðisafmæli Rhodesíu
Eitt ár frá þvi lan Smith hriásaði vöidin
Salisbury — Dennis Lee
Royle — AP.):
ORUSTUFLUGMAÐURINN úr
síðari heiinsstyrjöldinni, Ian
Sinith, forsætisráðherra hinnar
hvítu uppreisnarstjórnar Ródes
íu, virðist hafa tekið stefnu,
sem kann að leiða til árekstra
milli lands hans og Sameinuðu
þjóðanna.
En meirihluti hinna 217.000
hvítu íbúa Ródesíu virðist
íylgja honum ákaft að málum,
og ekki er útlit fyrir, að hann
sé reiðubúinn að breyta um
stefnu.
t raun og veru býr Ródesía
sig undir að halda upp á fyrstu
ártíð hins ólöglega sjálfstæðis
hinn 11. nóvember með dansi
og skemmtunum.
Hinn uppreisnargjarni Smith
sýnir þess lítil merki, að hann
hyggist láta undan síðustu úr-
slitukostum Breta, sem kröfð-
ust þess, að landið skyldi hverfa
til stjórnlagareglna, áður en því
yrði veitt sjálfstæði að lögum.
Hótun brezka forsætisráð-
herrans, Harold Wilsons, um
að leggja Ródesíumálið fyrir
Sameinuðu þjóðirnar, nema
stjórn Smiths láti í minni pok-
ann, hefur aðeins gert hina
hvítu íbúa Ródesíu staðfastari
í þeirri ákvörðun sinni að halda
hvítum yfirráðum í þessu
landi þeldökks meirihluta.
Aðalásteytingarsteinninn í
hinum árlöngu samræðum eru
þráfelldar kröfur Bretlands um,
að löglegt sjálfstæði verði að
byggja á óhindruðum framför-
um hínna 4.000.000 negra og
endanlegri stjórn afrísks meiri
hluta.
„Hinn góði, gamli Smithy hef
ur komið okkur þetta langt og
mun ekki bregðast okkur nú“,
er viðhorf flestra hvitra manna
í Ródesíu til framtíðarinnar.
Varaforsætisráðherrann, John
Wrathall, gerði nýlega í stuttu
máli grein fyrir afstöðu ríkis-
stjórnarinnar til brezku úrslita
kostanna:
„Látum engann efast um, að
við munum bera sigur úr být-
um, hvað svo sem brezka stjórn
in tekur til bragðs gegn Ródes-
íu“, sagði hann.
„íbúar Ródesíu munu aldrei,
aldrei lúta neinum valdbeiting-
um, — Ródesíubúar gefast
aldrei upp“.
Misheppnaðar aðgerðir
Efnahagsaðgerðir, sem ætlað
var að kippa fótunum undan
atjórn Smiths á nokkrum mán-
uðum, hafa misheppnazt í þeim
megintilgangi. En heildaráhrif
aðgerðanna eru tekin að valda
meiriháttar kaupsýslumönnum
í Ródesíu áhyggjum, og þeir
spá því, að erfiðir mánuðir fari
í hönd.
Innflutningstakmarkanir og
víðtæk erlend markaðsbönn á
útflutningsvörur hafa gert það
að verkum, að ýmsar iðngrein-
ar hafa tekið upp aðra fram-
leiðslu, sem er fremur mark-
aðshæf heima fyrir og á hinum
vinveittu svæðum í Angola,
Mosambique og Suður-Afríku.
Vegna ógnunarinnar um verzl
unarhömlur og hugsanlega íhlut
un Sameinuðu þjóðanna, búa
flestir iðnrekendur í Ródesíu
sig undir langvarandi umsátur.
Líf hins almenna borgara
hefur tekið litlum breytingum.
Kavíar, reyktur lax og inn-
flutt vín eru fáanleg í flestum
betri hótelum. Næturklúbbar
eru vel sóttir og nektarsýning-
ar vinsælar, meðan langlærð,
bosmamikil sjógörl skenkir í
skálar viðskiptavinanna
Hið kostnaðarsama eftirlit
brezka flotans með banni við
olíuflutningum skipa til Ródes-
íu hefur ekki megnað að stöðva
iðnað landsins vegna eldneytis-
skorts.
Suður-Afríka, hinn vinveitti,
hvíti nágranni Ródesíu, heldur
uppi leynilegu en stöðugu flóði
eldneytis yfir landamærin og
sér sömuleiðis Ródesíu fyrir
mörgum öðrum ómissandi inn-
flutningsvörum.
Flestir hvítir menn í Suður-
Afríku íylgja uppreisnarstjórn
Srhiths algerlega að málum.
Viðskipti landanna tveggja
Vaxandi atvinnuleysi
Fyrir negrana í Ródesíu er
lífið ekki svona auðvelt. Margir
hafa vinnu aðeins fáeinar stund
ir á dag, þar sem hinir hvítu
vinnuveitendur hafa dregið
saman seglin.
Tala atvinnulausra negra vex
daglega.
„Við viljum engar óeirðir
hér,“ sagði þeldökki leigubif-
reiðarstjórinn. „Við viljum
ekki, að Kongó-málið endur-
taki sig. Áður en sjálfstæðið
komst á, vann ég sjö daga
vinnuviku og hafði um það bil
£ 10 I laun. Nú vinn ég þrjá
daga í viku, og kaupið hefur
hækkað um helming.“'
„Ég vildi fremur vinna fyrir
minna kaupi, og svelta kannski
lítið eitt, en verða vitni að
blóðstúhellingum í Ródesíu."
Flestir íbúar Ródesíu telja
Smith hafa haldið svo langt, að
eigi verði aftur snúið, að því er
viðvíkur samningum við Bret-
land.
R. Garfield Todd, fyrrver-
andi forsætisráðherra, sem
barðist mjög gegn einhliða
sjálfstæðisyfirlýsingu Ródesu.
og var nýlegt sleppt úr tólf
mánaða stofufangelsi, komst
svo að orði:
„Smith hefur unnið sigur. Ég
er ekki aðdáandi hans, en
stjórn hans hefur tekizt miklu
betur en ég gerði ráð fyrir.
Mr. Wilson hefur misheppn-
azt. Enginn hefði álitið, að
hann mundi geta staðið sig svo
illa, og hvort sem maður styð-
ur Smith eða ekki, hlýtur mað-
ur að viðurkenna, að hann
hefur unnið meiriháttar sigur.
Ég trúi enn, að hugmyndir
Smith’s geti aðeins stoðað hina
hvítu í nokkur ár og hafi að
lokum harmleik í för með sér.“
Eftirlit með hinu ríkisrekna
útvarpi, ritskoðun dagblaða í
Ródesíu og bann við innflutn-
ingi erlendra blaða varnar því,
að gagnrýni heimsins nái til
Ródesíu.
Ritstjórnargreinar óhliðholl
ar ríkisstjórninni, myndir og
jafnvel lesendabréf birtast
sem eyður í dagblöðunum.
Flestir hinna afrísku þjóð-
ernissinna og þar á meðal
Ródesíu, Joshua Nkomo, hafa
verið hraktir í einangrunarvist
til afskekktra staða.
Innflytjendaleyfi nokkurra
frjálslyndra hvítra manna hafa
verið afturkölluð, og þeir
neyddir til að flytjast úr landi.
Lífið virðist ganga sinn vana
gang í stærri borgum Ródesíu.
Hinn kaldranalegi veruleiki
um óvissa framtíð þessa lands
verður aðeins ljós öðru hverju,
þegar þeldökkur hryðjuverka-
maður varpar benzín- eða
handsprengju.
Skæruhernaður
En meðan ríkisstjórnir Bret-
lands og Ródesíu heyja stríð
með orðum, vofir yfir enn
skuggalegri ógnun frá hinum
bakka Zambesi-fljótsins, landa
mærum frá héndi náttúrunnar,
sem skilja á milli Zambíu, sem
er undir stjórn þeldökkra, og
hins hvíta uppreisnarlands Ian
Smith’s.
Aukinn skæruhernaður þel-
dökkra hryðjuverkamanna hef-
ur haft í för með sér, að
a. m. k. tólf Afríkumenn hafa
verið skotnir til bana og marg-
ir tugir teknir til fanga, sagði
einn af talsmönnum Ródesíu-
stjórnar.
Öryggislið Ródesíu, hvítir og
svartir, heyr stríð við skæru-
liðasveitir frá Zambíu í kæf-
andi hita dals Zambesi-árinn-
ar.
Herteknir hryðjuverkamenn
með kínversk og rússnesk vopn
hafa viðurkennt að hafa hlotið
þjálfun í Tanzaníu, hinni aust-
ur-afrísku miðstöð fyrir svarta
baráttumenn „frelsis“, sem
herja á suðurríkin, er lúta yfir-
Svo alvarleg er hættan af
hryðjuverkamönnunum, að
hvítir bændur í Ródesíu starf-
rækja vopnaðar sveitir á svæð-
um við landamæri Zambíu.
Kariba risastíflan, sém er
sameign Ródesíu og Zambíu,
veitir stöðugt raforku til beggja
landanna.
Vegurinn eftir stíflugarðin-
um tengir þessi tvo landsvæði,
og fjandsamlegar liðssveitir
standa augliti til auglitis yfir
iðandi ána.
Mikilvægra miðstöðva fyr-
ir stjórn raforkunnar, sem
standa Ródesíu megin, er vand
lega gætt með vélbyssuhreiðr-
um, varðhundum og leitarljós-
um.
Nýlega var tilkynnt, að þrír
hvítir hermenn frá Ródesíu og
lögregluforingi hefðu beðið
bana á landamærasvæðinu.
Stuttaraleg stjórnaryfirlýsing
sagði, að mennirnir hefðu ver-
ið að meðhöndla sprengiefni.
Dauðadóniar
Á meðan sífellt fleiri hryðju
verkamenn eru teknir hönd-
um og dæmdir, bíða æ fleiri
dauðadórnar undirskriftar dóms
málaráðherra Ródesíu, Chfford
Dupont’s.
Hann kom í stað Sir Henry
Gibbs fulltrúa Bretadrottning-
ar, sem ekki er viðurkenndur
af stjórn Smiths. Gibbs er í
ráun og veru útlagi í hinu hvít-
þvegna stjórnarhúsi í Salis-
bury, hefðbundnu heimili
brezku landsstjóranna.
Dauðadómarnir snerta að
mestu þeldökka Afríkumenn,
sem dæmdir hafa verið sam-
kvæmt „hengingarklausunni" í
lagabálkinum um „Lög og
reglu“.
Dómstólunum ber skylda til
að dæma til dauða hvern þann,
sem fundinn er sekur um
skemmdar- og hryðjuverk, og
alla, sem aðstoða eða leggja lið
slíku atferli.
Bretland hefur varað Dupont
við því, að hann verði ákærð-
ur sem meðsekur um morð, ef
dauðadómnunum er fullnægt.
Fram .til þessa hafa engar
aftökur farið fram.
Því hefur verið lýst yfir, að
dagur sjálfstæðisins, 11. nóv-
ember, verði opinber frídagur
til að gera Ródesíubúum
kleift að biðjast fyrir og fagna.
Dansleiki, skemmtiferðir og
samkvæmi er verið að skipu-
leggja til þess að halda upp á
fyrstu ártíð sjálfstæðisins.
Margir kirkjuleiðtogar hafa
samt andúð á hugmyndinni
um bænadag til að setja svip
á tækifærið.
Séra M. A. Georghegan, tals-
maður kirkjuráðsins í Salis-
bury sagði: „Ráðið getur ekki
gengizt fyrir neinum sameigin-
legum bænadegi, vegna þess
að kristnir menn í Ródesíu
hafa á engan hátt einhuga við-
urkennt þá hugmynd, að kristi
legar hugsjónir hafi flýtt fyrir
sjálfstæðisyfirlýsingunni. Kirkj
an verður að vera laus við
áhrif nokkurs stjórnmála-
flokks“.
Leiðtogar rómversk-ka-
þólsku kirkjunnar hafa einnig
neitað að viðurkenna 11. nóv-
ember sem sérstakan bænadag.
★
í augum flestra Ródesíubúa
er „Smithy“ nokkurskonar
hetja.
Það, sem unnizt hefur, er
nánara samband við Suður-
Afríku, hinn öfluga og auðuga
nágranna Ródesíu, sem vel
getUr bakað sér meiri vand-
ræði við önnur lönd heims, ef
Vorster forsætisráðherra held-
ur áfram aðstoð við uppreisn-
arlandið.
Margir íbúar Ródesíu trúa
því, að Smith muni að lokum
lýsa yfir lýðveldi og reyna að
ganga í bandalag við hina
„hvítu blokk“ Suður-Afríku.
„Smith getur ekki snúið
aftur,“ sagði Ródesíubúi nokk-
iir. „Þetta er heimaland okkar,
við byggðum það upp — við
getum ekkert hörfað eða flúið
— það er þess vegna sem við
munum berjast unz yfir lýk-
ur.“
Kaupið skóna
hjá skósmið
Skóverzlun og skóvinnustofa
SIGURBJÖRNS ÞORGEIRSSONAR
Miðbæ við Háaleitísbraut.
Góð bílastæði.
hafa aldrei verið betri. helzti leiðtogi þeldökkra í ráðu hvítra.
Ian Smith á fyrsta raouneyusfundmum fynr einu ari. iii haegii er <J. VV. Dupout, aostooar-
forsætisráðherra.