Morgunblaðið - 11.11.1966, Page 15

Morgunblaðið - 11.11.1966, Page 15
Föstudagur 11. nóv. 1966 MORGUNBLAÐIÐ 15 Tryggvi Andreasen vélstjóri - NÚ, þegar hann Tryggvi er lát- inn, er eitthvað, sem knýr mig til að skrifa niður minningarnar, er streyma fram í hugann. Kynni mín af honum hófust fyrir 34 árum, er hann giftist systur minni Sigþrúði Guð- jónsdóttur. í>á strax var ég oft á heimili þeirra og síðar dvaidi ég þar tvo vetur og alltaf síðan náinn samgangur milli heimila okkar, svo ég tel mig hafa þekkt hann vel, og það var gott að þekkja hann Tryggva, hann var g’ður maður. Og nú, þegar mér verður á að gera samanburð á honum og öðrum, sem ég þekki jafn vel, finn ég engan, sem jafn þægi- legt var að umgangast. Hann var hljóðlátur og afskiptalaus um annarra mál, en alltaf létt- ur og glaður í sinni og sérlega dagfarsprúður maður, bæði heima og heiman. Öll þau ár sem ég þekkti Tryggva gegndi hann ábyrgðar- starfi, sem fyrsti vélstjóri á tog- urum og frá starfinu er sömu sögu að segja, þar var unnið ör- uggt og fumlaust, og maðurinn minn, sem var sjómaður á ýms- um skipum í 25 ár, og þar af nokkur ár undir stjórn Tryggva, minnist þess alltaf með aðdáun hvað hann var traustur og æðru- laus og brá ekki skapi, hvað sem á gekk, hvort heldur var í stríði eða stórviðrum. Á heimili þeirra Sigþrúðar og Tryggva var alltaf mjög gest- kvæmt og voru það bæði skyldir vandalausir, sem sóttu þau heim og aðstæðurnar urðu þær, að heimili þeirra varð tengiliður milli okkar systkinanna og ós’aldan var það að eitthvert okkar dvaldi þar langdvölum og aldrei í öll þessi ár, höfum við orðið þess áskynja að Tryggva þætti það ekki sjálfsagt, fremur að hans væri ánægjan. Ógleymanieg var hugulsemi hans við börn okkar. Aftur og aftur kom hann með vandfenga gripi, sem vöktu gleði þeirra og sjáifstraust og alltaf var viðmót- ið eins. Svo tóku barnabörnm við og nutu vináttu hans og gjafá. Auk gesta dvöldu unglingar að staðaldri á heimili þeirra Tryggva, bæði börn okkar syst- kinana o.fl. Erfiðið og ábyrgðin í sambandi við dvöl þeirra hvíldu auðvitað mest á herðum húsmóðurinnar, en vinátta og prúðmannlegt viðmót var ein- kenni heimilisföðursins og auð- veldaði allt. Þannig eru myndirnar, sem koma í hugann. Við erum þakk- lát fyrir að hafa þekkt Tryggva og söknum hans. En hvað er það hjá söknuði konu hans, sona, - Minning tengdadóttur og barnabarna, þau hafa misst mikið, og þau voru honum allt og eitt. Vertu sæll Tryggvi. Guð blessi þig. Þ. G. t í DAG er til moldar borinn Trygve Andreasen vélstjóri. Hann andaðist á Landakotsspít- alanum föstudaginn 4. nóvem- ber eftir stutta en erfiða sjúk- dómslegu. Trygve fæddist á ísafirði 10. maí 1903 og vat því 63 ára að aldri, er ha«nn lézt. Foreldrar hans voru þau hjónin Anne Marie og Olav Marinius Andrea- sen, sem flutzt höfðu búferlum til fslands frá Noregi um alda- mótin og setzt að á ísafirði. Trygve ólst upp í foreldrahúsum á ísafirði ásamt fimm systkin- um þeim Olgu, Guðrúnu og Er- ling, sem öll eru látin, Soffíu, sem búsett er í Ameríku og Ole, vélstjóra, sem býr í Reykjavík. Á þeim tíma, er_ Trygve var að alast upp á ísafirði voru miklir umbrotatímar í íslenzK- um sjávarútvegi og landsmenn voru að taka í notkun stórvirk framleiðslutæki þar sem togar- arnir voru. Það þarf því engan að undra, sem þekkti Trygva, að hugur hans sem ungs manns hafi stefnt í þá átt að gerast virkur þátttakandi í þeirri bylt- ingu, sem var að ske í íslenzx- um sjávarútvegi. Hann lagði því land undir fót, strax og hann hafði aldur til og fór til Reykja víkur til þess að menntast i þeirri grein, sem hann hafði val- ið sér að ævistarfi. Hann stund- aði nám í Vélskóla íslands og lauk þar prófi með ágætum vitn isburði árið 1925. Að prófi loknu gerðist hann vélstjóri á togurum og stundaði það starf með prýði og af stakri samvizkusemi nær óslitið til dauðadags eða í yfir 40 ár. Á þessum langa starfsferli hefur hann eins og gefur að skilja siglt á mörgum togurum, en síð- ustu árin var hann 1. vélstjóri á togaranum Agli Skallagríms- syni. Öll þessi ár var ,Trygve hins vegar starfsmaður sama fyrirtækisins sem sé hlutafélags- ins Kveldúlfs í Reykjavík. Þessar staðreyndir varpa skýru ljósi á þann eðlisþátt, sem Trygve hafði 4 ríkum mæli, en það var tryggðin. Hann var trúr hugsjón æskumannsins á mikil- vægi og gildi togaraútgerðar- innar og hann stóð dyggan vörð um þessa hugsjón á hverju sem gekk. Ekki er hægt að segja Útsýnarkvöld Skemmtikvöld í LÍDÓ sunnudag'. 13. og 27. nóv. kl. 20,30: Myndasýning úr ÚTSÝNARFERÐUM 1966. Skemmtiatriði. Ferðahappdrætti. Dans til kl. 1. Fjölmennið með gesti yðar og rifjið unp skemmtilegar ferðaminningar úr rómuð- um ferðum ÚTSÝNAR. Aðgangur ókeypis. Húsið opið matargestum frá kl. 19.00. Ferðaskrilstofan ÚTbfN annað en Trygve hafi verið hús- bændum sínum tryggur starfs- maður. Sjómenn hafa ekki að alla jöfnu mikinn tíma til að vera með fjölskyldum sínum, en það er sorgarsaga út af fyrir sig. Nær alltaf þegar Trygve kom í land fór mikill hluti af þeirri stuttu viðdvöl í að útrétta ýmis- legt fyrir skipið, svo að hægt væri að halda förinni óhindrað áfram. Slík var samvizkusemi og skyldurækni hans og aldri heyrði ég hann mögla eða kvarta út af því, þó að ég viti fullvel, að hann hefði miklu heldur kos- ið að nota þann tíma með fjöl- skyldu sinni. Trygve kvæntist 1. október 1932, eftirlifandi konu sinni Sig- þrúði Guðjónsdóttur frá Auðs- holti í Biskupstungum, ágætri konu, sem bjó manni sínum ynd- islegt heimili. Oft var gest- kvæmt á heimili þeirra hjóna og þar var alltaf gott að koma enda var gestrisni þeirra viðbrugð- ið og rómuð af þeim, er hennar nutu. Marga björgina hefur Trygve dregið í búið. Þau hjón- in eignuðust tvo myndar syni, Gunnar fæddur 1946, en hann stundar nú nám í rennismíði. Og Óla Örn fæddur 1936, en hann stundar nú framhaldsnám i verzlunarfræðum. Óli Örn er kvæntur Guðrúnu Gunnarsdótt- ur og eiga þau Bryndísi 7 ára, Tryggva 8 ára og Jónínu 15 ára, stjúpdóttir óla. Ég hef þykkt Tryggva nú á þriðja áratug eða allt frá því að ég var barn að aldri. Þau kynni mín af honum hafa fært mér heim sanninn um hvílíkur öðlingur hann var. Það fór ekki mikið fyrir honum og hann var ekki alla jafna margorður, en það var ávallt gott að vera í ná- vist hans. Við fráfall Tryggva er hans sárt saknað sem eiginmanns, föð ur, afa og vinar. Ég votta eigin- konu hans, sonura, tengdadóttur og öðrum ættingum dýpstu sam- uð og bið þeim huggunar. Og vissulega er það huggun í sárri sorg að eiga hugljúfar minning- ar um góðan dreng. GVE. Geymslurými Viljum taka á leigu ca. 50 ferm. geymslurými. — Helzt við eða sem næst Suðurlandsbraut. Árni Ólafsson & Co. Suðurlandsbraut 12. — Sími 37960. Lýsi og mjöl hi., Hafncriirði óskar eftir að ráða mann til að annast afgreiðslu og hafa umsjón með vöruskemmu h.f. Eimskipafélags íslands í Hafnarfirði. — Umsækjendur hafi sam band við framkvæmdastjórann. MARGEFTIRSPURÐU BARNAHÚFURNAR komuar, m.a. LAMBHÚSHETTUR o. m. fl. gerðir. V 3 I „ Ferðist öðruvísi - Ferð með Japan Air Lines er ekki eins og aðrar ferðir. Takið yður far með JAL naest þegar þér fljúgið og njótið hins töfrandi japanska andrúmslofts um borð í hinum stóru, nýtízkulegu DC-8 þotum félagsins. Japan Air Lines býður nú fjölbreyttari samgönguleiðir til Japan en nokkru sinni fyrr, fimm ferðir í viku hverri yfir Norðurheimskautið og þrjár ferðir vikulega eftir ”Silkikaupmannaleiðinni” um Indland, með áföngum að vild á ótal stöðum í Austurlöndum nær og fjær. Þvi má heldur ekki gleyma að allar flugvélar Japan Air Lines taka einnig aðra þungavöru en farþega - og hefur félagið samvinnu um flutning farms við Air France, Alitalia og Lufthansa. Japönsku flugfreyjurnar um borð í vélum Japan Air Lines gefa sér ætið tóm til þess að sinna sérhverjum farþeganna og eiga jafnvel til að sýna þeim fornfræga pappírsmyndagerð Japana, Origami. Og meðan Hogið er áleiðis til ákvörðunarstaðar bera þær gestum sínum, brosandi og elskulegar, ljúffenga rétti austræna og vestræna. Biðjið ferðaskrifstofu yðar að panta far með Japan Air Lines næst þegar þér eigið langt flug fyrir höndum. Segið að þér viljið fljúga með JAL.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.