Morgunblaðið - 11.11.1966, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 11. nðv. 1966
Útgefandi: Hf. Árvakur. Heykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Joí’annessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Cuðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglvsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 7.00 eintakið.
AFTURHALD
7(7 tla mætti, að ungir menn
hvar í flokki sem þeir
standa væru í skoðanamynd
un sinni óbundnir af kreddu
kenningum fyrri tíma, en
hefðu til að bera þá víðsýni
og framsýni, sem nauðsyn-
legt er í uppbyggingu ört vax
andi þjóðfélags á borð við
hið íslenzka.
En þessu er ekki að heilsa
hjá ungum jafnaðarmönn-
um, heldur þvert á móti.
Alyktanir þær, sem þeir
gerðu á nýafstöðnu þingi
sínu, er eitthvert mesta aft-
urhaldsplagg sem hér hefur |
verið birt í lengri tíma. f 1
þeim skýtur upp kollinum
hinum gamla þjóðnýtingar-
draug, sem menn skyldu
ætla að endanlega hefði ver-
ið kveðinn niður, og krefjast
ungkratar þjóðnýtingar, bæði
olíufélaga og tryggingarfé-
laga í landinu, án þess að
rökstyðja þá kröfu nánar.
Þá verður ekki annað lesið
út úr þessum ályktunum, en
þess sé krafizt að frekari
hömlur séu settar á gjald-
eyrisssölu bankanna en nú
er, og talað er um „ofþenslu“
í verzlun og viðskiptum lands
manna.
Allar þær kröfur, sem sett
ar eru fram í ályktunum ung
krata eru að mestu leyti ó-
rökstuddar og því útilokað
að sjá, á hvaða röksemdum
er byggt.
En þessar ályktanir sýna
glögglega, að innan Alþýðu-
flokksins er enn sterk hreyf-
ing fyrir hinum gömlu kredd
um jafnaðarmanna, sem
skoðanabræður þeirra í ná-
lægum löndum, hafa fyrir
löngu kastað fyrir borð. Þjóð
nýting á atvinnufyrirtækjum
hefur reynzt íslendingum
með afbrigðum illa, og næg-
ir í því sambandi að benda
á þann þunga bagga, sem
fjölmörg bæjarfélög bera enn
vegna bæjarútgerðar togara,
og á fjölmörg önnur dæmi
má benda um ókosti þjóðnýt
ingar. En vegna slæmrar
reynslu hefur hún verið af-
skrifuð, ekki aðeins hér á
landi heldur um allan hin-
um frjálsa heim. Það að
henni skuli skjóta upp í röð-
um ungra manna í Alþýðu-
flokknum, bendir vissulega
ekki til þess, að þeir séu í
nánu sambandi við unga
fólkið í landinu, sem svo
sannarlega hefur allt aðrar
skoðanir á þessum hlutum.
BANDARÍSKU
KOSTNINGA2NAR
■pepúblikanar unnu um-
**- talsverðan sigur í kosn-
ingunum sem fram fóru í
Bandaríkjunum sl. þriðju-
dag. Þeir unnu 47 sæti í full-
trúadeild Bandaríkjaþings, 3
sæti í öldungadeildinni og 7
ríkisst j óraembætti.
Þessi kosningaúrslit verða
vafalaust til styrktar hinum
frjálslyndari armi Repúblik-
anaflokksins en sigur hans
er þó alls ekki ótvíræður, þar
sem hægri sinnaður fram-
bjóðandi þeirra bar glæsileg-
an sigur úr býtum í ríkis-
stjórakosningunum í Kali-
forníu.
Það er að vísu ekki óvenju
legt í Bandaríkjunum að
stjórnarflokkurinn tapi
nokkru fylgi í kosningum
þeim sem fram fara milli for
setakosninga, en úrslit þess-
ara kosninga eru þó ugg-
vænleg fyrir Johnson Banda
ríkjaforseta, því að margir
þeir þingmenn demókrata,
sem náðu ekki endurkosn-
ingu til fulltrúadeildarinnar,
voru einmitt ötulustu stuðn-
ingsmenn hans og hafa fylgt
framgangi ýmissa þýðingar-
mikilla umbótamála forset-
ans á Bandaríkjaþingi.
Þess vegna má búast við
því, að afleiðing þessara
kosninga í Bandaríkjunum
verði annars vegar vaxandi
erfiðleikar Bandaríkjaforseta
við að koma málum sínum
fram á þinginu, og hins veg-
ar hokkur styrkur hinum
frjálslyndari öflum innan
Repúblikanaflokksins við val
á forsetaefni flokksins 1968.
FISKIMJÖL TIL
MANNELDIS
í Allsherjarþingi Samein-
uðu þjóðanna hefur nt
verið lögð fram tillaga urr
rannsóknir á auðlindum hafí
ins, sem ísland hefur gerzi
aðili að. I þessari tillögu felsi
meðal annars athugun á því
hvort unnt sé að framleiðc
mannamat úr fiskimjöli, serr
verða mundi mjög árangurs
ríkt spor í baráttunni gegr
hungri í heiminum.
Hér er auðvitað um mjöj
mikilvægt mál fyrir íslend
inga að ræða. Fiskimjöls
framleiðsla okkar er nú orð
in geysimikil, en augljóst ei
að ef hægt væri að nýta þ;
framleiðslu til manneldi:
mtmdi það gera hvor
tveggja í senn — að stuðl;
að útrýmingu hungurs
heiminum, og auka mjög veri
mæti útflutningsframleiðsli
Islendinga.
Það er því vissulega ástæð.
til að fagna því að þessi til
laga hefur komið fram ;
þingi Sameinuðu þjóðanni
og vonandi verður hún ti
þess að verulegt átak verð
ur gert í þessum efnum.
Hvað vari um banda-
lag Ghana og Guineu?
Reiði Sekou Toures beinist nú að Bandarikjunum,
sem tekið hafa fyrir efnahagsaðst oð við landið
MIKLAR og örar breyt-
ingar eiga sér í sífellu stað
í stjórnmálum Afríku. Þó
hefur fátt vakið meiri at-
hygli þar í álfu undanfar-
ið en sú, sem orðið hefur
í sambúð Ghana og Guin-
eu. Bandalag þeirra ríkja
hafði áður mikil áhrif á
þróun mála í þessum hluta
heims.
Á valdatíma Kwame
Nkrumah, sem steypt var
af stóli í febrúar sl., var
stjórn Ghana mjög andvíg
Vesturlöndum, þá einkum
og sér í lagi Bandaríkjun-
um. Nú er Nkrumah ein-
mana útlagi í Guineu, und-
ir vernd Sekou Toure, en
herstjórn sú, sem með völd
fer í Ghana, ástundar nú
mjög nána samvinnu við
Vesturlönd.
Sekou Toure, hálf-Marxist-
inn, sem ætíð hefur reynt að
haga seglum eftir vindi, á nú
í auknum erfiðleikum. Hann
hefur notið bandarískrar að-
stoðar, en nú hefur verið tek-
ið fyrir hana, þar eð stjórn
Toures hefur komið fram af
ósvífni við sendiherra Banda
ríkjanna, Robinson Mcllvane,
í Conakry, höfuðborg Gui-
neu.
Fyrir rúmri viku neyddi
Ghanastjórn 19 Guineumenn
til að yfirgefa farþegaflugvél
frá „Pan American“-flugfé-
laginu, er hún hafði viðkomu
í Accra, höfuðborg Ghana. f
þessum hópi var utanríkisráð
herra Guineu, Lansana Beau-
vogui.
Vandamálið er ákaflega
einfalt, segja ráðamenn í
Ghana. Mönnunum verður
sleppt um leið og Toure, for-
seti Guineu, leyfir 100 Ghana
búum ,sem fylgdu Nkrumah
í útlegð, að snúa heim •—
kjósi þeir það sjálfir.
Toure varð ákaflega reiður
er mennirnir 19 voru kyrr-
settir í Accra, en reiði hans
beindist fyrst og íremst að
Bandaríkjamönnum, ekki
ráðamönnum í Ghana, sem
hann segir „peð í höndum
heimsvaldasinna". Toure seg-
ir, að Bandaríkjamenn einir
beri sökina, og máli sínu til
stuðnings vísar hann til þess,
að „Pan American“ sé banda
rískt flugfélag.
Afleiðingin varð margs
kyns mótmæli og ólæti í
Conakry, og harðast kom það
niður á Mcllvaine, sendi-
herra, sem var kyrrsettur. Þa
tók æskulýðsher Toures bú-
stað hans í sína vörzlu.
Það hefur verið einkenni
Sekou Toures, að hann hef- -
ur alla sína stjórnartíð talið, ;
að einhvers staðar væri ver- Z
ið að undirbúa samsæri gegn ;
sér. Næstum árlega hefur ver Z
ið „flett ofan af starfsemi und ;
irróðurssinna“, og hefur Z
Toure ýmist sakað ráðamenn ■
í Moskvu, París eða grann- ;
ríkjum Guineu um að vilja ■
steypa sér af stóli. Það kem- ;
ur því ekki beinlínis á óvart, Z
segja sumir fréttaritarar, ;
þótt röðin kæmi um síðir að Z
ráðamönnum í Washington. ;
Efnahagsástand Guineu er -
í dag hörmulegra bágborið. ;
Landið er að vísu ríkt að Z
ýmsu konar auðæfum. járni, •
demöntum og baxíti, en ;
óstjórn hefur komið í veg fvr ■
ir nýtingu þeirra. Þótt Banda ;
ríkin taki nú fyrir efnahags- I
aðstoð við Guineu, er ekki ;
gert ráð fyrir, að hrun fylgi Z
í kjölfarið. Hins vegar telja ;
margir, að matvælaskortur I
eigi eftir að segja illilega til ■
sín, en Bandaríkin hafa sent ;j
mikið magn matvæla til •
landsins undanfarið, því að ;
landið getur ekki brauðfætt I
íbúana, 3 millj. talsins. ;
Sekou Toure hefur ætíð ;
verið stoltur forseti. Hann I
nýtur álits hjá almenningi, en ;
þó er nú svo komið, sjö ár- I
um eftir að landið fékk sjálf ;,
stæði, að umræður eru um ;
það hafnar í Guineu, hve 5
lengi þjóðin eigi að lifa á ;
ræðuhöldum. Z
Þótt ekki sé gert ráð fyrir I
byltingu í Guineu, í líkingu ;
við þá, sem varð í Ghana, þá Z
hafa 200.000 Guineubúar ;
raunverulega greitt atkvæði :
gegn Toure með því að yfir- ■
gefa landið, og leita hælis á :
Fílabeinsströndinni, Sierre ■
Leone og Senegal. ;
Mynd þessi er frá hersýningu
á Rauða torginu í Moskvu,
sem fram fór á afmælisdegi
byltingarinnar 7. nóvember.
Hún sýnir risavaxið flug-
skeyti sem flogið getur hvert
á land sem er og getur hitt
skotmörk í landi andstæð-
ins___uærri því hvaða átt
sem er. Flugskeyti sem þessu
á raunverulega ekki að vera
unnt að granda með gagn-
flugskeytum. (Tass).