Morgunblaðið - 11.11.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.11.1966, Blaðsíða 17
Föstudagur 11. nóv. 1568 MORGUNBLADIÐ 17 Ólafur Sigurðsson skrifar um KVIKMYNDIR Háskólabíó HARLOW Fratnleidd af Joseph E. Levine. JEA.N Harlow — þetta er nafnið sem hugtók hennar samtíð meira en nokkurt annað nafn. Hún var frægust og vinsælust allra stjarna á sínum tíma, án þess þó að vera fegurst, eða bezta leik- konan. Allir karlmenn vildu í hjarta sínu ekkert fremur en að eiga hana, og þar af leiðandi vildu allar stúlkur líkjast henni. Hún hafði mikið og fallegt ljóst hár. Hvort liturinn var ekta eða ekki, skiptir ekki máli, en hún kom af stað þeirri miklu skriðu, sem ekkert lát er á, að kvenfólk liti hár sitt ljósara en það er. Líf hennar varð ekki langt, aðeins 26 ár, og ekki held- ur hamingjusamt. Segir mynd þessi sögu um það bil 10 SÍðustu aldursára hennar, í stórum drátt- um rétta. Hún hóf hina venjulegu bar- áttu við að ná í smáhlutverk og barðist áfram með herkjum, enda þurfti hún að vinna fyrir móður sinni og iðjulausum stjúpföður. Hún byrjaði að vekja athygli og náði frama. Giftist þá manni, sem vann við sama kvikmynda- ver og hún. HjÖnabandið fór út um þúfur á brúðkauspnóttina og eftir það var ferill hennar allur niður á við. Drakk hún mikið og var lauslát úr hófi og dó loks úr lungnabólgu. Saga Jean Harlow hefur allt, sem ein saga þarf að hafa, til að verða vinsæi kvikmynd, ung stúlka að berjast ótrauð gegn ofurefli spillingarinnar, fyrsta ástin, sem fer út um þúfur, laus- læti og drykkjuskap, falleg hús og bíla, fallegt fólk, í stuttu máli drama. Ekki verður þó eins mikið úr því og sk-yldi, þegar á tjaldið er komið. Engum, sem séð hefur mynd með Jean Harlow, leynist það, að hún var leikkona í sérflokki. Að mínu áliti hafa verðugustu eftirkomendur hennar verið Marilyn Monroe, Brigitte Bar- dot, og því miður ekki margar aðrar. Það er ekki í tízku að hafa mætur á leikkonum, sem hafa svo augljósan kynþokka, en ég hef það samt. í>að er ekki tilviljun, hve margt kvenfólk hefur horn í síðu þessara kvenna, en reynir samt leynt og ljóst að líkjast þeim. Fyrsta krafa, sem gera verður til leikkonu, sem á að leika Jean Harlow er sú, að hún hafi mikinn kynþokka og einig mikinn al- mennan þokka. Og nú erum við komin að mesta veikleika mynd- arinnar, sem er Carrol Baker. Hún er vel vaxin, lagleg, hef- ur góðan limaburð og fallegt hár, W. Averell Harriman sendi herra átti í dag fund með Páli páfa og afhenti honum skýrslu frá Johnson forseta um Manilaráðstefnuna og horfur á friði í Vietnam. Áð- ur hafði Harriman átt 1 Vz klst. viðræður við utanríkis- ráðherra Ítalíu, Fanfani. fallega rödd og falleg augu. Að- eins eitt vantar og það er hið stóra atriði — kynþokkann. í>að er óhugsandi að hún geti æst og espað heila kynslóð af karl- mönnum og fengið kynslóð eftir kynslóð kvenna til að stæla sig. Enginn karlmaður, sem þekkir sögu Jean Harlow, getur í al- vöru trúað því, að hún hafi ekki verið eitthvað meira en Carrol Baker gerir úr henni. Og þar fellur grunnurinn undan mynd- inni. J>ví miður er það svo ,að hinar miklu þokkadísir eru fáar og stundum langt á milli þeirra. Því verra er það að einmitt nú, þegur engin slík finnst í gjörvallri Hollywood, skuli gerð mynd um Jean Harlow, sem var þó sú fyrsta þeirra til að ná almennri frægð. Misskiljið mig ekki, það er nóg til af góðum leikkonum, en ekki leikkonum af þessari teg und. Það gengur meira að segja svo langt að á sama tíma var verið að gera tvær myndir um Jean Harlow og er þetta sú fyrri þeirra, sem hingað kemur. Leikendur í myndinni gera all- ir vel, með þeirri undantekn- ingu sem þegar er getið. Ekki er þó hægt annað en að nefna sérstaklega Raf Vallone, sem leik ur stjúpföðurinn af slíkum „sjarma" að unun er á að horfa. Hann er hinn fullkomni karl- maður, rólegur, elskulegur og fastur fyrir, þó hann sé slæp- ingi í myndinni. Ekki minnist ég þess, að hafa séð áður kvikmynd, þar sem meira er talað um kynferðismál. Kynferðislífið er rætt fram og aftur. Jean Harlow var sem sé ekki hrædd við karlmenn, held- ur við sjálfa sig, og fer ekki framhjá neinum, því það er marg endurtekið. Mikið er gert úr líkamlegu samlífi foreldranna, sem manni skilst að hafi verið með eindæmum mikið. Heildar- niðurstaðan er sú, að ást og kyn- ferðislíf sé eitt og það sama. Flestir munu vera sammála um að hvorugt geti án hins verið, en það er vægast sagt vafasamt, að telja ást og kynferðislíf sama hlutinn. Mynd þessi er vel unnin og íburðarmikil, en markar ekki djúpt spor að öðru leyti. Eins og kvikmyndaframleiðandinn er látinn segja í myndinni, er verið að gera þarna mynd, sem nógu SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR Austurbæjarbíó. | það er orðin rótgróin hefð, að Upp með hendur — eða niður strákarnir frá þessum bæjura eldi grátt silfur sín á milli. Vopnin eru einkum teygju- byssur og trésverð, og veitir ýmsum betur. Perubæjarmenn finna upp snjallt herbragð, er _ _ . . _ . ■ þeir leggja dag einn til atlögu Það yar æsingur yið inngang-|við óvmi sína al!snaktir> og brestur fótti i lið eplamanna. með buxurnar. (La guerre des boutons.) Frönsk mynd Framleiðandi: Yves Robert o.fl. inn í Austurbæjarbíó laugardag inn fimmta nóvember. Strákarn ir brutust fast um, til að kom- ast sem fyrst inn og missa af engu, og hélt við meiðingum svo fast var sótt. Leit svo út á tímabili sem nauðsynlegt yrði að kalla lögreglu á vettvang, en úr því mun þó ekki hafa orðið. Einn krakki heyrðist gráta, en meiriháttar slys urðu held ég ekki. Hvað var það svo, sem ungl- ingar og reyndar fullorðnir líka voru svo sólgnir í að sjá? Jú, myndin fjallar um ýfingar og hálfkæringsslagsmál milli stráka flokka frá tveimur þorpum í miklu kynlífi til að gera hana Frakklandi. Eplabær og Peru- spennandi, en þó ekki meira en bær eru ^aðirnir nefndir. Og svo að hún sé söluvara handa strákarnir þá að sjálfsögðu Epla allri fjölskyldunni. bæingar og Perubæingar. Og Rússar hafa pantað 620 ein tök af Rauðu skikkjunni Skapar hún tímamót í danskri kvikmyndagerð markað, Gitte Hænning geti með | henni skipað sess sem alvarleg leikkona, ef hún geti rifið sig frá vinsældunum á þýzka pop- | markaðinum og Oleg Widow GEYSILEGUR áhugi virðist vera fyrir kvikmyndinni „Rauða skikkjan“ í Rússlandi, og skýrir danska blaðið Aktuelt frá því að pöntuð hafi verið 620 eintök af filmunni þangað, þannig að unum. í Þýzkalandi megi lík- , o t.v.^ með þátttöku sinni lega einnig þakka hinn mikla áhuga þýzka leikaranum Man- fred Redemann, keppinaut Wid- ows um ástir Signýjar, og að auki meti þýzkir kvikmyndahús hægt verði að frumsýna hana gestir ávallt mjög fallegar nor- viða í einu. Einnig sé mikill áhugi á sænskum og þýzkum kvikmyndamarkaði. En myndin var sem kunnugt er tekin á Is- landi og í Svíþjóð og er nú unn- ið að því að skeyta hana sam- an í Danmörku. Telur blaðið þetta merkar rænar stjörnur, eins og þau Oleg Gittu og Manfred. „Rauða skikkjan“ er dýrasta kvikmyndin, sem Danir hafa framleitt, kostar nú þegar fjór- ar milljónir danskar krónur eða yfir 25 millj. íslenzkar, en taf- irnar á kvikmyndatökunni á ís- fréttir, þar sem hingað til hafi landi vegna veðurs kostuðu ASA opnað rússneskum leikurum leið til að fara að heiman og leika í vestur-evrópskum kvik- myndum. Auk þess hafi Johann- es Mayer ekki í fjöldamörg ár sem nú leikið hlutverk milds gamals manns. Og í blaðinu B.T. eru fréttir af Gitte Hænning, sem ekki tók sér aldeilis frí eftir að kvik- myndatökunni var lokið. Síðustu viku október var hún í hljóm- leikaferð með pophljómsveit í Lapplandi, á sunnudag var ný plata (Man muss Schliesslich engin dönsk kvikmynd selst í kvikmyndafélagið 700 þús. dansk auc^ ma^ ne>n sagen könnum) meira en 20 eintökum til út- 1 ar krónur, að því er blaðið seg- 1 me® ^ynni efst á vinsældarlist- landa. Er ástæðan talin sú, að ir. Telur það að þessi mynd geti anum 1 Þýzkalandi. Þá þaut hún Oleg Widow, sem leikur Hag- átt eftir að marka tímamót a barð, er einhver eftirsóttasti ' margan hátt, með henni riðji kvikmyndaleikarinn í Sovétríkj IASA sér braut inn á alþjóða- Umferð um Almanna- gjá verður lögð niður — eftir iagfæringu á 2 km. vegarkafla Abbis Abeba, 2 nóvember AP Haile Selassie keisari Eþíó- píu skýrði í dag frá áætlun- um um að stækka her lands- ins, sem þegar er á meðal öfl- ugustu herja Afríku, en hét því, að herinn yrði einungis notaður í varnarskyni. „Eng- VEGUR hefur verið lagður á brún Almannagjár og inn fyrir gjána, og ætlunin er að loka Amintore fyrir bifreiðaumferð um gjána, svo sem kunnugt er. f Reykja- víkurbréfi í blaðinu s.l. sunnu- dag var vikið að því að ekki væri hægt að nýta þennan nýja veg til fulls fyrr en breikkaður hefði verið vegurinn frá Leirum, þar sem nýi vegurinn kemur ofan af gjárbarminum og að vegamótunum suðaustur af Öxar árfossi. Mbl. leitaði nánari upplýsinga um þetta hjá Sigurði Jóhanns- syni, vegamálastjóra. Sagði Sig- urður að laga þyrfti um 2 km. inn skyldi ala minnsta efa í brjósti um vilja okkar til þess | langan veg frá Leirugjá að vega að vernda og varðveita frið mótum aðalvegarins til Valhall- og ró í millum þjóðanna", ar. Þarna þyrftu bílar að geta sagði keisarinn. I mætzt og á þessum kafla séu blindhorn og blindhæðir, sem nauðsynlegt sé að lagfæra, áður en mikilli umferð er beint þang að. Litlu fé var veitt til þessarar vegalagningar í ár, en á næsta ári eru ætlaðar til hennar 420 þús. kr., sem vegamálastjóri kvað að vísu ekki nægja. Aðspurður hvort loka ætti veg inum um Almannagjá strax og þessi vegarkafli væri orðinn góð- ur, svaraði Sigurður því til, að þegar þetta mál var til umræðu á Alþingi hafi samgöngumálaráö herra tekið fram, að þeir sem greiddu atkvæði með því að veita fé í þennan veg, væru jafnframt að samþykkja að loka veginum um Almannagjá. Hefði hann ekki getað heyrt að neinn hreyfði mót mælum, svo það liti út fyrir að þingið væri búið að ákveða þetta. til Múnchen til að vera í sjón- varþsþætti og síðan heim til Danmerkur aftur til að læra ný dönsk lög. Og nú þarf hún að vera viðstödd fyrstu klippingu á kvikmyndinni „Rauða skikkj- an“ í Danmörku. Er blaðið að velta því fyrir sér hvort Gitta muni nú geta slitið sig frá léttu músíkinni. fFrá Stúdentafél. Reykjavíkur Aðalfundur Stúdentafélags Reykjavíkur var haldinn laugar- daginn 5. nóvember sl. Fundur- inn var haldinn í I. kennslustofu Háskóla íslands. Fráfarandi formaður Aðal- steinn Guðjohnsen, verkfræð- ingur flutti skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár og Friðjón Guð- röðarson, lögfræðingur gerði grein fyrir reikningum félagsins. Úr stjórn félagsins gengu nú; Aðalsteinn Guðjohnsen, verk- fræðingur, Ólafur Þorláksson, lög fræðingur og Rúnar Bjarnason, verkfræðingur. í stjórn félagsins voru kjörnír: Formaður: Birgir ísl. Gunnarsson lögfræðingur. Aðalstjórn: Ellert B. Schram, lögfræðingur. Frið- jón Guðröðarson, lögfræðingur. Jón Reynir Magnússon, verkfræð ingur. Lúðvík Gizurarson, lög- fræðingur. Þannig skiptast á brögð og gagn brögð, og má lengi vel ekki á milli sjá, hvorir sigra muni að lokum. Ef maður gæti leyft sér að nota jafnófrumlegt orð og lýs- ingarorðið frumlegur, þá mundi ég hiklaust beita því á mynd þessa. Að vissu leyti má segja að hún gangi þvert á viðtekna hefð í kvikmyndagerð. Ástar- lífssenur vantar, enginn maður er drepinn, njósnarar fyrirfinn- ast ekki, ökufantar ekki heldur. Fínir, keðjureykjandi heims- menn, kærulausir um allt, með whiskyglas í annarri hendi, en símtól í hinni, slíkir menn sjást þarna ekki heldur. Ekki er held ur um að ræða „brjálaða snill- inga“ sokkna niður í tilraunir til að ná heimsyfirráðum. í stað alls þessa er okkur boð- ið úpp á 117 berstrípaða stráka, sem grípa til hinna fáránlegustu uppátækja, skiptast í tvo flokka og sviðsetja bardaga að fyrir- mynd fullorðins fólks, en skort- ir enn hið diplómatiska tungu- tak, er fullorðnir stríðsherrar hafa tamið sér, er þeir brugga hver öðrum banaráð. Hygg ég láta nærri, að orð- bragð drengjanna veki hneyksl- un einhverra, einkum, þegar þeir henda á milli sín orðum, sem þeir vita ekki nákvæmlega, hvað þýða, en hafa greinilega heyjað sér úr óvönduðum orða- forða þroskaðri manna. Sem gamanmynd stendur mynd þessi framarlega. Mörg til Framhald á bls. 25. Gæzluvarðhold og munnréttindi Gæzluvarðhald og mannréttindil HEIMILD til að halda handtekn- um mönnum í gæzluvarðhaldi er meginatriði tveggja mála, sem nýlega hafa verið lögð fyrir mannréttindadómstól Evrópu í Strasbourg. Er hér um að ræða svokölluð „Neumeister" og „Wemhoff“-mál, sem um nokkurt skeið hafa verið til meðferðar hjá mannréttindanefnd Evrópu. Nefndin hefur nú skotið þeim báðum til dómstólsins, en að auki hefur ríkisstjórn Austurríkis lagt; fram sjálfstæða beiðni um, að dómstóllinn fjalli um Neu- meister-málið. Fritz Neumeister var hand- tekinn í heimalandi sínu, Aust- urríki, • 12. febrúar 1961 vegna gruns um aðild að stórfelldum skattsvikum. Honum var haldið í gæzluvarðhaldi til 12. maí 1961 og aftur frá 12. júlí 1962 til 16. september 1964. Dómur er enn ekki genginn í máli hans í Vín. Karl-Heinz Wemhoff var hand- tekinn í Berlín 9. nóvember 1961 vegna gruns um, að hann hefði tekið þátt í flóknum fjár- munabrotum, sem snerust um háar upphæðir. Wemhoff var dæmdur í 6 ára fangelsi í Berlín í apríl 1965, en gæzluvarðhalds- tíminn skyldi koma til frádráttar þessum tíma. Bæði Neumeister og Wemhoff halda því fram, að meðferð sú, sem þeir hafa sætt, feli í sér brot gegn mannréttindasáttmála Ev- rópu. í 5. grein sáttmálans segir m. a.: „Hvern þann mann, sem tekjnn er höndum eða settur í varðhald skal á tafar færa fyrir dómara . . . og skal hann eiga k „inhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.